Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 13
FRETTAGETRAUN 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 4 5 I 1) íslensku félagsIIAin i hand- knattleik hafa gert það gott á árinu. Ekkert þeirra hefur þó náð jafn langt og Valsmenn náðu á árinu. Þeir gerðu sér lítið fyrir og komust í úrslit i Evrópu- keppni meistaraliða. Verður heimaleikur Vals i undanúrslit- unum lengi i minnum hafður, en þá mætti liðið spænska liðinu ... a) Castillohermoso b) Barcelona c) Calpisa Alicante d) Atletico Madrid e) Jaime Azul 2) Valsmenn komust sem sagt í úrslit. Úrslitaleikurinn fór fram i Munchen og mætti liðið vestur-þýska meistaraliðinu ... a) Nettlested b) Grosswallstadt c) Hauptbrauhaus d) Gummersbach e) Schwabing 3) Ekki má gleyma Vikingum. Undir lok ársins náði liðið þeim frábæra árangri að komast i átta liða úrslit sðmu keppni og Vals- menn voru i úrslitum i á siðasta keppnistimabili. Hvaða lið slógu Vikingar út i 16-liða úrslitum? a) Ungverska liðið Tatabanya b) Belgíska liðið Vandervander- bergh c) Norska liðið Mjösjö Guttarna d) Sænska liðið Wadmarkstadt e) Sovéska liðið Mai Moskvu 4) Ekki er sanngjarnt að ein- skorða sig við þá „stóru“ i spurningum þessum. Hvaða lið féllu úr 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á siðasta vori? a) ÍR og HK b) KH og Rí c) Ármann og HK d) Ármann og ÍR e) Brann og Lilleström INNLENT 5) ísienska landsliðið i hand- knattleik vann til verðlauna á Norðurlandamótinu í handknatt- leik sem fram fór í nóvember. Þó fékk islenska liðið enn einn skellinn gegn erkifjendunum Dönum. Eitt var mjög merkilegt við leik íslendinga og Dana ... a) Hann fór fram undir berum himni í 20 stiga gaddi b) Hann fór fram fyrir luktum dyrum vegna sprengjuhótana c) Hann fór fram klukkan 9.00 að morgni d) Honum var frestað 8 sinnum vegna áhorfendaleysis e) Skipuleggjendur mótsins höfðu óvart sett 5 leiki á samtímis 6) Svo við snúum okkur nú að islensku knattspyrnunni um stund, þá var Valsarinn Atli Eðvaldsson i fréttunum i haust er hann... a) gekk til liðs við þýska stórliðið Hamburger SV b) gekk til liðs við þýska stórliðið Borussia Dortmund c) gekk til liðs við bróður sinn og félaga hans hjá Tulsa Rough- necks d) gekk til liðs við Víking frá Hæðargarði e) skellti sér á Oktoberfest í Miinchen 7) Hvaða lið varð íslands- meistari i knattspyrnu 1980? a) Breiðablik b) Fram c) Magni Grenivík d) Valur e) Varnarliðið 8) í bikarkeppninni sigraði Reykjavikurfélagið Fram annað árið i röð. Mætti liðið ÍBV i spennandi úrslitaleik, þar sem sigurmarkið var skorað undir lok leiksins. Hver skoraði markið dýrmæta? a) Kristinn Jörundsson b) Dieter Höness c) Pétur Ormslev d) Guðmundur Torfason e) Sigurlás Þorleifsson 9) Landsliðið i knattspyrnu átti sina góðu daga sem betur fer, sérstaklega var 3—1 sigurinn gegn Tyrkjum i Izmir glæsilegur. Hverjir skoruðu mörk islenska liðsins? a) Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Pétursson og Albert Guð- mundsson b) Albert Guðmundsson. Janus Guðlaugsson og Ásgeir Sigur- vinsson c) Janus Guðlaugsson, Teitur Þórðarson og Karl Heinz Rummenigge d) Teitur Þórðarson, Albert Guð- mundsson og Janus Guðlaugs- son e) Ásgeir Sigurvinsson, Teitur Þórðarson og Atli Eðvaldsson 10) Annar leikur þar sem is- lenska liðið þótti standa sig með stakri prýði var landsleikurinn ytra gegn Svíum. Leikurinn fór... a) í hundana b) 1— 0 fyrir ísland c) 1—1, jafntefli d) 3—2 fyrir Svía e) út um þúfur 11) Margir íslendingar leika við góðan orðstír með erlendum knattspyrnuliðum erlendis eins og kunnugt er. Mestur er fjöld- inn i sænsku knattspyrnunni. Þar má heita, að íslendingar leiki i flestum deildum. Þrir léku þó á siðasta keppnistimabili i 1. deildinni þar i landi. Tveir þeirra voru þeir Teitur Þórðarson og Þorsteinn Ólafsson, en sá þriðji heitir... a) Hörður Hilmarsson b) Ingólfur Hannesson c) Guðmundur Kærnested d) Örn Óskarsson e) Árni Stefánsson 12) Nóg um knattspyrnu i bili. Skúli óskarsson kraftlyftinga- maður setti nýtt og glæsilegt heimsmet i einni af greinum kraftlyftinga á árinu. Greinin sú heitir... a) bekkpressa b) hnébeygja c) borgarstjórabeygja d) réttstöðulyfta e) rangstöðulyfta 13) Ef gert er ráð fyrir að þið hafið svarað siðustu spurningu rétt, ætti ekki að vera hið minnsta mál að svara þvi þá hversu mikilli þyngd Skúli lyfti við þetta tækifæri. Hvaða furðuíþrótt er hér verið að iðka? Hvaða íþróttamaður er hér á fleygiferð? a) 3 tonnum b) 315,5 kg c) 314 kg d) 325 kg e) Steininum „Fullsterk" í Húsa- felli upp á hnéskeljar 14) Ekki skal strax vikið frá lyftingum. Einn sterkasti lyft- ingamaður íslands fyrr og siðar hætti formlega keppni á þessu ári, hér er um að ræða ... a) Gústaf Agnarsson b) Ágúst Kárason c) Sverri Hjaltason d) Örn Höskuldsson e) Patrick Gervasoni 15) Sigurður T. Sigurðsson er mikill iþróttamaður og vaxandi. Á hann íslandsmet i sinni grein bæði innan- og utanhúss. En hvaða grein iþrótta stundar Sig- urður annars? a) Siglingar b) Stangarköst c) Handahlaup d) Stangarstökk e) Loftfimleikar og tígrisstökk 16) Nú spyrjum við um iþróttagrein annars íþrótta- manns, manns sem var heiðraður sem iþróttamaður ársins i sinni grein af ÍSÍ undir lok ársins. Maðurinn heitir Leifur Ilaróar- son. hann leggur stund á ... a) Skylmingar b) Blak c) Borðtennis d) Glasalyftingar e) Glasalyftingar f) Póker 17) Frjálsiþróttasamband ís- lands, FRÍ. hélt ársþing sitt á siðasta ári eins og vera ber. Fór þar fram stjórnarkjör eins og venja er. Hver var kjörinn for- maður sambandsins? a) Örn Eiðsson fulltrúi b) Björn Jóhannsson fréttastjóri c) Ágúst Ásgeirsson langhlaupari d) Sigurjón Rist vatnamælinga- maður e) Guðni Fornason leirkerasmið- ur 18) Geysilegt hlaupakonuefni hefur komið fram hérlendis og á árinu 1980 setti hún mýmörg íslandsmet. Stúlka þessi heit- ir... a) Svala Thorlacius b) Þórdís Gísladóttir c) Guðrún Helgadóttir d) Helga Halldórsdóttir e) Erna Lúðvíksdóttir 19) íþróttamaður ársins ár hvert er kjörinn af... a) Samtökum íþróttafréttamanna ásamt ÍSÍ b) Hjálpræðishernum c) Samtökum íþróttafréttamanna d) Samtökum íþróttafréttamanna auk fulltrúa íþróttafélaga í Reykjavík e) Sjálfstæðisflokknum samein- uðum 20) íþróttamaður ársins 1980 hefur enn ekki verið kjörinn. Það tekur þvi ekki að spyrja hvað hann heitir. Rifjum heldur upp hver var íþróttamaður ársins 1979. a) Pétur Pétursson b) Óskar Jakobsson c) Hreinn Halldórsson d) Jóhann Ingi Gunnarsson e) Björn Jóhannesson Lausn á íþróttafréttagetraun er birt á bls. 51

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.