Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI ást er. . . o ... að bíða og vona og verða ekki reið. Il-H TM Rflg. U.S. Pat. Oft.-all rights reserved • 1980 Los Anfleles Times Syndicate Sejfið mér, yfirþjónn: Gæti ég feniíió borð i námunda við hljómsveitina? Með morgimkaffinu Hringdu bara, þvi hún mamma er inni! Eins og falleg- ar álfaborgir Paul V. Michelsen skrifar: „Velvakandi góður. Mig langar til að skrifa þér nokkrar hugleiðingar í sam- bandi við jólin. Margir deila um það, hvort réttlætanlegt sé, að við stöndum í ströngu og erfiðum svo mikið fyrir jólin. Ég hef staðið í jólaannríki í blómabúð í 49 ár og þó finnst mér það alltaf jafn gaman, þótt erfitt sé og miklar vökur síðustu sólarhringana. Oft búið að spara við sig allt sem hægt er Það er aftur á móti oft sárt og viðkvæmt þegar eldra fólk hefur engar tekjur aðrar en ellilaunin til að kaupa fyrir. Þá er oft leitað lengi og gáð að því að aurarnir hrökkvi nú fyrir smágjöfum handa öllum barnabörnunum. Þetta gamla fólk er oft búið að spara við sig í langan tíma allt sem hægt er til að geta glatt aðra. Það hugsar oftast meira um að geta glatt börnin og barnabörnin en sjálft sig. Gleðin skín úr augum barnanna Þeir sem stunda afgreiðslu- störf taka þátt í því þegar viðskiptavinirnir eru að velja og kaupa gjafir og annan glaðning handa vinum og ætt- ingjum. Gleðin skín úr augum barnanna og gaman er að fylgjast með þeim og hjálpa þeim að velja, en æði oft eru auraráðin minni en þau óskuðu, því að þau langar að gefa svo mörgum. Hvernig getum við hjálpað þessu fólki? Mér finnst afar sárt til þess að vita hve margir þeir eru hér í okkar þjóðfélagi sem lítið hafa og þurfa að neita sér um flest, jafnvel að gleðja aðra eins og þá langar til. Hvers vegna er öllu svo ójafnt skipti milli manna? Hvers vegna hafa sumir tvo eða þrjá líf- eyrissjóði að ganga í og sumir engan? Oft er því þannig farið um eldra fólk, að það á hvergi innhlaup í lífeyrissjóði og á aukin heldur engan að eða er hreinlega gleymt inni á ýmsum stofnunum eða kjallarakomp- um. Hvernig getum við hjálpað þessu fólki? Ég hefi fylgst nokkuð með svona einstæðing- um og veit af eigin reynslu hve erfitt er hjá mörgum þrátt fyrir velmegun okkar þjóðfé- lags. t>jóðarhagur ráði en ekki þrýstihópar Nú er sjálf jólahátíðin liðin og vona ég að allir hafi eignast frið í hjarta sínu, svo og góða samvisku gagnvart sjálfum sér og öðrum, því að það ætla ég að sé mikils vert. Að þessu sinni hefir himinn- inn breitt snjóbreiðu yfir allt, svo að hvítt og fallegt er yfir að líta. Margir hafa og skreytt hús sín fallegum ljósum. Held ég að íbúar í Breiðholti hafi slegið öll met með sinni ljósa- dýrð, því að margar af stóru blokkunum eru á að líta eins og fallegar álfaborgir eða skraut- legustu konungshallir. Velvakandi, ég sendi þér og öllum landsmönnum mínar bestu nýársóskir og góðar kveðjur. Stjórnvöldum þessa lands sendi ég áskorun um að þau ráðist gegn verðbólgu- óvættinni og láti þjóðarhag ráða ferð en ekki þrýstihópa. Guð veri með okkur öllum.“ Kærastan þín er hráðfalleg, sonur minn. Því miður hafði ég ekki jafn þroskaðan smekk og þú, er ég var á þínum aldri! Vinir, lítið ykkur nær Haraldur Magnússon, Hafn- arfirði, skrifar. „Kæri Velvakandi. Nú erum við íslendingar bún- ir að halda heilög jól og ættum að vera sáttir við guð og menn. Prestar landsins búnir að flytja fagnaðarerindið: Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig. Eflaust hafa guðsmenn í flest- um kirkjum landsins talað um hina miklu vonsku mannanna og um stríðsógæfuna og hörmung- ar þær sem stafa af vígbúnaðar- kapphlaupinu í heiminum í dag. Eflaust hafa þeir einnig bent á að tími væri enn að snúa við blaðinu. I stað blóðsúthellingar kæmi náungakærleikur. Vinir, lítið ykkur nær, mætti segja við blessaða guðsmennina. Opnaði nokkur ykkar munn eða lyfti hendi til þess að hjálpa hinum burtrekna og landflótta frakka, Gervasoni? Voru hinir auðmjúku kirkjunnar þjónar ekki menn kærleikans? Hefði ekki verið betra fyrir kerfis- þrælana í dómsmálaráðuneyt- inu að veita þessum pilti land- vistarleyfi strax í upphafi. Þá hefði þetta leiðindamál aldrei séð dagsins ljós. En nú hefur það verið í brennidepli svo vikum skiptir og megum við íslendingar hafa skömm fyrir afgreiðslu þess, þar sem við teljum okkur friðarsinna. Minn- ir þetta mál mig allt á kvæðið „Ohræsið", þegar gæðakonan góða horaða rjúpu étur. Að endingu óska ég franska piltin- um og stuðningsmönnum hans alls góðs á nýja árinu.“ Gleðilegt ár Velvakandi þakkar vinsamleg og lífleg samskipti og óskar öllum farsældar á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.