Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 Minning: Gunnar Schram símstöðvarstjóri Þeir settu svip á bæinn, var sagt um menn sem á einhvern hátt skáru sig úr fjöldanum í fasi og að atgjörvi. Einn af þessum óhvers- dagslegu og fasmiklu mönnum var Gunnar Schram. Hann gekk ekki með utrétta hönd og bros á vör að fólki sem hann þekkti ekki. Hann vildi heldur vera góður en sýnast það. Vinir hans og starfsféiagar þekktu hins vegar hlýju hans og hjálparhönd. Það veit ég af eigin raun og líka hitt með sönnum dæmum, að starfsmenn hans fóru ekki bónleiðir til búðar, ef þeir leituðu hans í vanda. Þá mættu þeir útréttri hendi, og svo var um vini hans alla, allt að ieiðarlokum. Þegar Gunnar kom til Akureyr- ar 1924, var að mörgu að hyggja á starfsvettvangi hans og flest af vanefnum búið. Margt þótti ung- um og vöskum manni krefjast endurbóta, svo að hægt væri að annast sómasamlega þá þjónustu sem töfratækið síminn skyldi veita vaxandi bæjarfélagi og ná- grannabyggðum. Fjárráð voru mjög af skornum skammti og yfirboðarar ekki alltaf viðbragðs- fljótir eða örlátir á úrbætur. I þessu efni sýndi Gunnar Schram óvenjulega framsýni og sérstæðan dugnað. Hann hugsaði lengra og hugsaði stærra en almennt gerð- ist. Þegar kom fram að styrjaldar- árunum síðari, reyndust húsa- kynni pósts og síma á Akureyri allt of lítil og gamaldags. Gunnar hugði þá til stórræða. Hús brann á besta stað í miðbæ Akureyrar, og Gunnar brá við hart. Hann tryggði símanum lóðina eftir nokkurt þóf, og þarna skyldi reisa stórhýsi. En fjárveitingar fengust ekki. Þá tókst Gunnari með ærn- um eftirgangsmunum að fá leyfi til þess að bjóða skuldabréf til sölu og annaðist það sjálfur. Hann vissi að peningar voru í umferð á stríðsárunum og um að gera að nota tækifærið. Og þetta tókst, enda þótt hann byggði stærra en þörf var talin á. Byggingin gekk furðu hratt. í hið nýja hús var flutt 1944, póststofan fékk þá inni á neðstu hæðinni, en árið eftir fluttust höfuðstöðvar símans á aðra hæð- ina. Ekki ber á því, að í of stórt hafi verið ráðist, en svo vel hefur staðarvalið tekist, að segja má að Pósthúsið sé nokkurs konar mið- punktur Akureyrarbæjar. Gunnar Schram var orðinn há- aldraður. Vinir hans kveðja hann með söknuði, og hann er einkenni- lega sterkur og ríkur í vitund okkar. Mér gleymast aldrei sam- vistir okkar Péturs og þeirra Jonnu. Þau tóku þátt í hamingju okkar og við í hamingju þeirra. Barnalán var þeim gefið, Jonnu og Gunnari. Mér finnst sem þau Margrét og Gunnar yngri beri hvort af öðru. Tryggðin var eitt helsta ein- kenni Gunnars. Tengsl og vináttu- bönd slitnuðu ekki, þótt hann hyrfi til æskustöðvanna eftir langan og gifturíkan starfsferil á Akureyri. Hann hringdi oft og alltaf jafn hress. Ósjaldan bauð hann mér í töðugjöldin, þegar hann var búinn að slá blettinn sinn. Annars lifði hann og hrærð- ist síðustu árin með vinum og afkomendum. Það var hans heim- ur. Hann fylgdist með öllu af logandi áhuga og sagði mér af högum þeirra og gengi. Og sá var ekki einsamall sem átti Gunnar að. Hann var hamingjumaður. Hann hafði lokið miklu starfi með sóma, sem hvergi féll blettur á. Hann dó glaður og sáttur við guð og menn. Það er ekki sorgarefni, þótt gamall maður sofni úr þess- um heimi, það er saknaðarefni, og við erum mörg sem söknum hans. Minningarnar hafa ekki látið mig í friði. Við Pétur áttum alltaf svo góðu að mæta hjá okkar elskulegu vinum. Þess vegna var mér knýj- andi þörf að minnast Gunnars að leiðarlokum meðal okkar, og árna honum fararheilla til annarra heima. Þar ætla ég að sé rúm fyrir reisn, tryggð og myndarskap. Ásta Sigvaldadóttir Jónsson Erlendur Björnsson sýslumaöur og bœj- arfógeti - Minning Fæddur 24. september 1911 Dáinn 26. nóvember 1980 DwmiA rkki svo að þér verðið ekkí da mdir. Sakfellið ekki svo að þér verðið ekki sakfelldir. Þessi orð ritningarinnar koma mér fyrst í hug þegar ég vil reyna að minnast Erlendar sýslumanns með nokkrum orðum. Atvikin hafa hagað því svo að kynning okkar er orðin nokkuð löng. Við höfum haft ýmisleg samskifti öll þau ár sem hann hefur verið sýslumaður Norður- Múlasýslu á Seyðisfirði, eða síðan 1953. Erlendur var Húnvetningur að ætt, sonur Björns Eysteinssonar sem hefir verið eftir sögn kunn- ugra mikið kjark- og þrekmenni. Annars ætla ég ekki að ættfæra hann nánar, er ekki þeim málum svo kunnugur, enda verða eflaust ýmsir til að gjöra það sem eru færari. Mig langar aðeins til að taka fram það sem mér fannst sérstaklega einkenna hann. Erlendur var myndarmaður í sjón, fremur hár vexti, og bar mikla persónu eins og kallað er. Ætíð prúður í framkomu og róleg- ur hvað sem að höndum bar. Dómarastörf ásamt innheimtu- störfum eru ekki ævinlega dans á rósum og munu flestir kannast við það sem reyna. Starfsmaður var Erlendur mikill og vildi hafa allt í góðri reglu hvað embættið snerti. Mér kom ha fyrir sjónir sem mikill mannasættir. Hann vildi ævinlega í lengstu lög jafna hlut- ina og var ótrúlega laginn á það og hafa þó út úr málum ætíð það sem hann taldi réttast. Oft undraðist ég við yfirheyrslur þá ró sem honum var gefin, hann hlustaði á mál manna og varnir, sem stund- um voru mismunandi góðar, með einstakri þolinmæði án þess að taka fram í eða segja nokkuð sem var óumflýjanlegt, og svo þegar sakborningur hafði lokið máli sínu þá kom hann með sitt álit eða úrskurð sem oftast var svo vel íhuguð að viðkomandi taldi það sér fyrir bestu að fallast strax á hana enda fannst mér hann ævin- lega hafa sterka tilfinningu til þess að fara svo vægilega í sakirnar sem hægt var, þótt látið væri náttúrulega skína í alvöruna. Sérstaklega fannst mér mikið til um hvað hann talaði virðulega og alvarlega við menn þegar hann var að rifja upp og útskýra eiðinn fyrir mönnum, og þeir þurftu eða vildu sverja. Það voru alvöru stundir eins og vera ber. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt. Þá var verið að yfirheyra fátækan fjölskyldu- mann sem átti ung börn. Hann hafði lent í kasti við' lögin og var kallaður til yfirheyrslu. Tekin var af honum skýrsla og Iá allt ljóst fyrir, enda hafði maðurinn viður- kennt sekt sína. Eftir stundarþögn sagði sýslumaður: „Hvernig er það, ert þú ekki fátækur maður.“ Játaði hinn því. Var síðan kveðinn upp dómur og slapp viðkomandi með tiltölulega litla sekt. Ekki er ég viss um að þyngri refsing hefði orðið áhrifameiri í þessu tilfelli. En svona atvik sýna best hvað miklum vanda dómarar standa oft frammi fyrir. En Erlendur var líka mikill gleðimaður, hann var spaugsamur og hnittinn í svörum. Skaut oft fram stuttum og smellnum at- hugasemdum og urðu þau innskot oft töluvert á lofti hér austur frá og höfðu margir gaman af. Gest- gjafi var hann mikill og veitti af mikilli rausn á heimili sínu við ýmiss tækifæri. Kannast sýslu- nefndarmenn og Seyðfirðingar vel við það. Voru ætíð veislur í sambandi við hvern sýslufund og eru það einhverjar skemmtileg- ustu veislur sem ég hef verið í. Kona hans, Katrín Jónsdóttir frá Firði í Seyðisfirði, hvers manns hugljúfi og snjallur píanóleikari, spilaði á píanó ásamt fleirum og var mikið sungið. Þarna voru allir eins og heima hjá sér og allt frjálslegt og ánægjulegt. Þessar fátæklegu línur mínar eiga að vera þakkarorð til hans fyrir gott samstarf og jafnframt ósk um góða heimkomu á eilífðar- landið. Konu hans, börnum og öðrum aðstandendum færum við hjónin hugheilar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs um ókomin ár. Friðrik Sigurjónsson. ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast biaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tiiefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Ólafur Jónsson ráðu- nautur - Minning Fæddur 23. marz 1895. Dáinn 16. desember 1980. Þegar lífsþráður hálfníræðs öld- ungs slitnar eftir nokkurn aðdrag- anda, er það í sjálfu sér ekki sorgarefni. Skilnaður um stund markar þó djúp spor í lífi hinna nánustu. Þó að ég standi utan þess hóps, fann ég eigi að síður til tómleika og trega, eftir að búnað- armálastjóri kom inn til mín í vikunni fyrir jól að segja mér, að nú væri nafni minn Jónsson allur. Góður kunningi og samstarfsmað- ur um nokkurra ára skeið var fallinn, vormaður islenzkrar þjóð- ar á þessari öld, brautryðjandi á ýmsum sviðum búvísinda og nátt- úruvísinda. Mér fannst, að við fráfail hans væri að ljúka ákveðnu tímabili í sögu og þróun þessara greina í landi okkar. Að loknu kandidatsprófi við Búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn árið 1924 var Ólafur ráðinn tilraunastjóri við Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri, þar sem hann starfaði næsta aldarfjórðunginn. Var hann oft við hana kenndur. Jafnframt var Ólafur framkvæmdastjóri fé- lagsins og ritstýrði ársriti þess allt til 1964. Hann varð brátt þjóðkunnur fyrir tilraunir sínar á sviði jarðræktar og garðræktar og hlaut fyrir riddarakross Fálkaorð- unnar. Þegar Ólafur hætti sem til- raunastjóri, gerðist hann jarð- ræktarráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar og gegndi því starfi til ársins 1954, þá lætur hann af ýmsum forustu- og trún- aðarstörfum, sem eyfirzkir bænd- ur höfðu falið honum. Hann hafði þá verið fulltrúi þeirra á Búnaðar- þingi í röskan aldarfjórðung og formaður búnaðarsambandsins yfir 20 ár. Sýnir þetta bezt, í hve miklu áliti hann var heima í héraði og hvílíkt traust bændur báru til hans. Þótt hann gagn- rýndi þá tæpitungulaust og óvæg- ið á stundum, fundu þeir, að á bak við bjó einlægur vilji til fram- gangs í hverju máli, er til fram- fara horfði. Er hér var komið sögu, hafði Ólafur samið fjölda ritgerða um landbúnað og nokkur leiöbein- ingarit í jarðrækt. Svo virðist, að hann hafi upp frá þessu ætlað að helga sig ritstörfum og fræði- mennsku á hinum ýmsu áhuga- sviðum sínum. Hann hafði gerzt fyrsti ritstjóri Vasahandbókar bænda árið 1950 og var það í áratug. Mótaði hann þetta rit, sem komið hefur út árlega síðan við miklar vinsældir. Á þessum árum skrifaði hann skýrslu um gróður- tilraunir. Hið mikla ritverk hans, Ódáðahraun, hafði komið út þegar árið 1945, og annað stórverk, Skriðuföll og snjóflóð, 1957. Það leiðir af sjálfu sér, að rit Ólafs um jarðfræði og náttúru- hamfarir hafa ekki orðið til með því einu að ieita skrifaðra heim- ilda. Tímafrek ferðalög og erfið hafa þar verið óhjákvæmileg. Lík- lega hefði hann ekki kunnað við þetta orðalag hjá mér, því að hann var ferðagarpur mikill og sótti unað til fjalla og óbyggða. Þar hefur skörp athygli, leitin eftir að skilja eðli hvers hlutar og rökrétt hugsun og ályktanir, komið hon- um að gagni. Þessum eiginleikum beitti þessi fjölgáfaði maður einn- ig, er hann vann við vísindastörf í landbúnaði að viðbættri tilrauna- stærðfræði, sem var honum töm. Margur væri fullsæmdur af því 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Tvisvar um ævina hef eg verið ótrú eiginmanni mfnum. jafnvel þó að hann sé mér ákaflega hjartfólginn, ef þér getið trúað því. Nú er eg laus við þennan veikleika, því að eg er að taka út refsingu fyrir syndir minar. Með því get eg viðurkennt sekt mína. Maðurinn minn var sendur til starfa i f jarlægu landi á þessu ári, og eg lit svo á. að þessi aðskilnaður sé hluti af refsingunni, sem eg verð að þola. Þannig finnst mér, að eg sé að borga fyrir syndir mínar. Eruð þér samþykkur þessum hugsunum minum? Þér segið: „Eg er að taka út refsingu fyrir syndir mínar ... með því get eg viðurkennt sekt mína.“ Nú verðum við að gjalda fyrir syndir okkar að einhverju marki. En það er höfuatriði fagnaðarboðskaparins, að Kristur greiddi sektargjaldið fyrir syndir okkar á krossinum og að við öðlumst fyrirgefningu og lausn frá syndsektinni, þegar við veitum viðtöku þessari fórn á Golgata. Sú hugmynd, að við getum „áunnið" okkur hjálpræði með því að þjást, er frá miðöldum, en ekki úr Biblíunni. Biblían segir: „Af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú, og það er ekki yður að þakka, heldur „Guðs gjöf“.“ Enn segir: „Nú þar á móti, í Kristi, nú eruð þér, sem einu sinni voruð fjarlægir, nálægir orðnir fyrir blóð Krists." Biblían talar um sameiningu vegna kross Krists. „Verk“ leggja byrði hjálpræðisins á okkur sjálf, en trú leggur ábyrgðina á Krist. Festið traust yðar á honum, og ekki á réttlætisverkum yðar eða yfirbóta- verkum. Stundum vilja gamlar syndir ónáða okkur, og við verðum að gjalda þeirra í endurminningunni. En Biblían segir, að Guð fyrirgefi og gleymi syndum okkar. Sekt okkar megum við leggja á hann og treysta honum. Látið hann því fjarlægja sekt yðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.