Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980
Gleöilegt nýár
Þökkum viÖskiptin á liðnum
árum.
Ingólfsbrunnur.
Klippid út og geymiö
Kommanfæristfram
um2sæti
Gkr. 3
Nýkr. 3fl 5
svona einfalterþað!
Gkr. T^knSii.
50.000,- = 500,00
10.000,- = 100,00
5.000,-= 50,00
1.000,- = 10,00
500,- = 5,00
100,- = 1,00
50,- = 0,50
io,- = 0,10
5,= 0,05
Hólar i Hjaltadal
Björn í Bæ:
Skagfirskur annáll 1980
Segja má að gott tíðarfar og
góðæri hafi einkennt þetta ár.
Telst mér til að a.m.k. 300 dagar
hafi einkennst af blíðviðri og
suma daga í sumar var 15 til 20
gráðu hiti. Um mánaðamótin
júlí-ágúst komst hiti einn dag í
27 gráður. Kuldakast kom um
hvítasunnu en stóð stutt, fölfg-
aði þó í fjöll. Aldrei gerði
verulega fönn í vetur er leið og
voru vegir alltaf færir bílum á
láglendi, þó nokkrum sinnum
þyrfti að opna leið til Siglufjarð-
ar. Nú í desember er mjög óstillt,
töluverð frost, en ekki mikill
snjór á vegum.
I vor kom gróður snemma og
var nautpeningur yfirleitt látinn
út um mánaðamót maí-júní. Var
þá spretta á góðri leið og hey-
skapur byrjaði yfirleitt 25. til 30.
júní. Varð heyfengur þetta
sumar með því mesta sem bænd-
ur hafa fengið. Þess vegna var
fleira sett á fóður í haust af
sauðfé en kúm frekar fækkað
vegna kvótakerfis og kjarnfóð-
ursskatts. Mjólkurframleiðsla er
því mun minni en á sama tíma í
fyrra. Heilsufar fénaðar er sagt
gott, og í haust var meðalþungi
sláturfjár um einu og hálfu kg
meiri en árið áður. Færst hefir í
vöxt að ala upp ungviði til
slátrunar og kemur það að
nokkru í stað mjólkurfram-
leiðslu. Einstaka bændur hafa
einnig farið í svínarækt og
jafnvel alifuglaframleiðslu.
Framkvæmdir
Töluvert hefir verið um bygg-
ingar í héraðinu og eru 29
íbúðarhús talin vera byggð og
mörg útihús. Auk þess hefir
verið mikið byggt á Sauðárkróki
og Hofsósi, og eru á Hofsósi
taldar a.m.k. 9 íbúðir í smíðum.
Ekki er hægt að neita því að
margir þeir sem byggja nú
stynja undan dýrtíð en reyna þó
að kljúfa þrítugan hamarinn.
Fjölgað hefir byggingum á svo-
Björn í Bæ.
kölluðum húseiningahúsum, sér-
staklega þó í sveitinni. Á Hólum
í Hjaltadal er hitaveita frá
Reykjum til Hóla komin vel á
veg, Laxeldisstöð var byggð og er
þegar tekin til starfa, byrjað var
á byggingu framtíðar hesthúss
og mikið gert að viðhaldi skóla-
hússins. Standa vonir til að
áfram verði haldið við uppbygg-
ingu þar á næsta ári, enda líður
nú að 100 ára afmæli Hólaskóla
1982.
í vegagerð þokast alltaf í rétta
átt þó mörgum þyki þar of seint
ganga. Viðhald vega er talið gott
hér í héraðinu, en að mestu
vantar malbikun á vegi utan
Sauðárkróks. Verið er að byggja
nýjan veg um Mánárskriður,
sem er mikið mál og aðkallandi.
Lagfærður og yfirkeyrður var
Siglufjarðarvegur um úthluta
Hegraness. Nú aka menn frá
Hofsósi til Sauðárkróks á 20
mínútum til hálftima.
Sjávarúthald
Þrír togarar voru gerðir út frá
Skagafirði á þessu ári og hafa
þeir aflað allt að 4000 tonn hver
þeirra. Reksturinn var erfiður
fyrrihluta ársins því að illa gekk
að afsetja frosinn fisk, en síðari
hluta árs var meira farið út í
skreiðarframleiðslu og að salta
flakaðan fisk. Hefir afkoman
batnað mikið við þá breytingu,
en óneitanlega gefur vinna við
hraðfrystihúsin fólkinu við sjáv-
arsíðuna mikla möguleika til
góðrar afkomu. En eins og áður
þá skiptist hráefni, sem að landi
berst, ‘A á Hofsós og % á
Sauðárkrók. Frekar hefir verið
tregfiski á smærri báta og mjög
oft langt að sækja. í haust hafa
bátar fiskað vel á línuveiðum en
langt er að sækja og mjög mikii
óstilla hefir hamlað veiðum.
I haust hefir verið nokkuð um
smásíld og jafnvel loðnu inni á
Skagafirði, og hefir langvía því
töluvert veiðst þegar gefið hefir
eða um 50 til 100 stykki á bát. Er
fuglinn nú feitur, því að upp úr
honum má telja 5 til 10 smásíld-
ar, sem mun vera dagsfæði hvers
fugls.
Framtíðin
Mér er sagt að meiri erfiðleik-
ar séu í fjármálum hjá fólki en
áður, sérstaklega hjá þeim sem
eitthvað þurfa að framkvæma.
Þeir, sem eitthvað fylgjast með
fasteignamati húsa, kvarta mik-
ið um ósamræmi í mati húsa
sérstaklega í sveitinni þar sem
fasteignamat hækkar árlega
mjög mikið, en hús eru talin í
mati sem alls ekki eru til eða
hafa gengið verulega úr sér.
Kemur þetta fram í óeðlilega
háu húsamati og þar með hækk-
un eignaskatts. Virðist í þessu
tilfelli að aðfinnslur til opin-
berra aðila fáist þar ekki leið-
réttar.
Einhvern veginn finnur maður
efnalegt öryggi sé ekki fyrir
hendi, og meira er um að hlut-
irnir séu skoðaðir en keyptir.
Allir vona þó að úr rætist og
segja hver við annan:
Heillaríkt komandi ár.
Björn í Bæ.
Þjóðhátíðarsjóður
auglýsir eftir umsóknum um
styrki úr sjóönum á árinu 1981.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins nr. 361 30. september 1977
er tilgangur sjóösins „aö veita styrki til stofnana og annarra
aöila, er hafa þaö verkefni aö vinna aö varöveislu og vernd
þeirra verömæta lands og menningar, sem núverandi kynslóö
hefur tekiö í arf.
a) Fjóröungur af árlegu ráöstöfunarfé sjóösins skal renna til
Friölýsingarsjóös til náttúruverndar á vegum Náttúruvernd-
arráös.
b) Fjóröungur af árlegu ráöstöfunarfé sjóösins skal renna til
varöveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menn-
ingarverömæta á vegum Þjóðminjasafns.
Aö ööru leyti úthlutar stjórn sjóösins ráðstöfunarfé hverju sinni
í samræmi viö megintilgang hans, og komi þar einnig til álita
viöbótarstyrkir til þarfa, sem getiö er í liöum a) og b).
Viö þaö skal miöaö, aö styrkir úr sjóönum veröi viöbótarfram-
lag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en veröi ekki til þess að
lækka önnur opinber framlög til þeirra eöa draga úr stuöningi
annarra viö þau.“
Stefnt er aö úthlutun styrkja á fyrri hluta komandi árs.
Umsóknarfrestur er til og meö 20. febrúar 1981. Eldri umsóknir
ber aö endurnýja.
Umsóknareyöublöö liggja frammi í afgreiöslu Seölabanka
íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur
ritari sjóösstjórnar, Sveinbjörn Hafliöason, í síma (91) 20500.
Þjóðhá tíöarsjóöur.