Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 9
FRETTAGETRAUN MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 4 1 Á árinu hafa fáir menn verið meira í fréttunum en sá, sem hér stendur frammi fyrir hljóðnemanum, en það er ... Á árinu sem er að kveðja jókst mjög þekking manna á því sólkerfi, sem við búum í, en á þessari mynd getur að líta ... Ameríski auðkýfingur- inn Armand Hammer hamp- ar hér einu dýrseldasta handriti í heimi en höfundur þess er... c) Islandsbanken d) Islands Sprittfabrik 27. Nýr forsætisráðherra tók við í Japan í sumar. Hann heitir: a) Kawasaki b) Mitsubishi c) Suzuki d) Mazakuki 28. í Saudi-Arabíu voru 63 menn teknir af lífi vegna glæps sem þeir hofðu framið. Þeir: a) stálu undan benzínskatti b) sáust drukknir á almannafæri c) tóku moskuna miklu í Mekku herskildi d) veittu kvikmyndagerðar- mönnum upplýsingar um „Dauða prinsessu" 29. Ilvaða ríki gerðist meðlimur i ILO (Alþjóðasambandi verka- lýðsfélaga) eftir að hafa sagt sig úr samhandinu fyrir þremur ár- um? a) Sovétríkin b) Bandaríkin c) Kína d) Nepal 30. Hvaða tvö Arabariki lýstu yfir bandalagi og tengdust pólitiskt, efnahagslega og hernaðarlega? a) íran ogIrak b) Sýrland og Líbanon c) Egyptaland og Líbýa d) Sýrland og Líbýa 31. Ilvar hélt repúblikanaflokkur- inn flokksþing sitt? í: a) Detroit b) New York c) Chicago d) St. Petersburg 32. Hvaða sovéskur leiðtogi sagði af sér embætti af frjálsum vilja á árinu og lést skömmu siðar? a) Leonid Brezhnev b) Alexei Kosygin c) Vladimir Tikhonov d) Nikita Kruzhov 33. Fyrrvcrandi keisari lést á sumrinu og var fremur fátt þjóðarleiðtoga við útförina. Hann var: a) Reza Pahlavi b) Bokassa c) Papa Doc d) Franz II 34. Kanadisk stjórnvöld neituðu Joseph nokkrum Whitmore að fljúga yfir Atlantshafið með við- komu á tslandi vegna þess að þau sögðu: a) svifdreka hans vera flugvél, er ekki uppfyllti öryggiskröfur b) að honum yrði svo kalt yfir ísauðnum Labrador c) að svifdrekinn gæti ekki hafið sig til lofts d) að íslenzk stjórnvöld myndu snúa honum til baka 35. 74 ára gamall einstæðingur rændi banka og beið siðan eftir lögreglunni. Hann vildi: a) deyja í fangelsi b) eignast peninga c) komast í heimsfréttirnar d) sjá hvernig umhorfs væri í fangelsi 36. Josef Broz Tito. forseti Júgó- siaviu lést á árinu. Áður en hann gerðist þjóðarleiðtogi Júgóslava var hann: a) þjónn á veitingahúsi b) skæruliðaleiðtogi c) bókmenntagagnrýnandi d) framkvæmdastjóri NATO 37. Steve McQueen, leikarinn þekkti. lést á árinu. Hann lést af völdum: a) krabbameins b) ofáts c) bílslyss d) flugslyss 38. Sir Alfred Hitchcock. leik- stjórnn þekkti lést á árinu. Hann var einkum þekktur fyrir: a) hryllingsmyndir b) hugljúfar rómanmyndir c) kúrekamyndir d) heimildamyndir 39. Jesse Owens lést á árinu. Hann var þekktur fyrir: a) að vinna gull á Ólympíuleikun- um í Berlín b) að leika listivel á trompet c) að hafa verið í framboði til varaforseta Bandaríkjanna d) að vera besti körfuknattleiks- maður Bandaríkjanna á árum áður. 40. Jean Paul Sartre lést á árinu: Hann var: a) enskur krikketleikari b) franskur heimspekingur c) ítalskur kvikmyndaleikari d) þýzkur iðjuhöldur Lausn á Erlendri fréttagetraun er birt á bls. 51

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.