Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 Árið 1980 var ólympíuár. 1 febrúar fóru vetrarleikarnir fram í Lake Placid i Bandarikj- unum. en i júlí fóru sumarleik- arnir síóan fram i Moskvu. Næstu spurninKar höfóa til þess- ara leika. 1) Bandarikjamaóurinn Eric Heiden kom sannarleKa, sá ok sÍKraði í Lake Placid. Þessi frá- bæri skautahlaupari... a) vann gull í fjórum greinum skautahlaups b) vann gull í fimm greinum skautahlaups c) hreppti bronsverðlaun í einni grein d) vann gull í tvenndarhlaupi ásamt systur sinni Beth Heid- en e) vann þrjú gull og tvö silfur- verðlaun 2) 1 15 km skíðagöngu kom á óvart munurinn á fyrsta og öðrum keppanda. Sviinn Vass- berg fór með sigur af hólmi, Finninn Mieto varð annar. Mun- urinn var ... a) 2 klukkustundir b) fimm mínútur c) einn hundraðasti úr sekúndu d) tveir sólarhringar e) 4 mínútur og 23 sekúndur 3) Skipulagið var stundum ekki upp á það besta hjá Kanan- um i Lake Placid. Til da mis kom eitt sinn upp hjákátleg staða... a) skíðastökkpallurinn var á miðri stórsvigsbrautinni b) sovéskir gullsigurvegarar vissu ekkert hvar afhending verð- launa átti að fara fram og misstu af henni c) 3000 manns voru bókaðir inn á 100 manna gistihús d) verðlaunaafhending fyrir stór- svig kvenna var skráð á. sama tíma og keppnin var í fullum gangi e) engir læknar voru ráðnir í sjúkraskýlin í Lake Placid. 4) Leonard Stock frá Austur- ríki varð mjög óvæntur sigurveg- ari i bruni karla i Lake Placid. Hvers vegna var sigur hans óvæntur? a) hann var varamaður í austur- ríska liðinu b) hann keppti með 39 stiga hita og slæma flensu c) hann keppti með vinstri fótinn í gifsi d) hann er 88 ára gamall e) hann átti að keppa í svigi, en fór í brunið vegna forfalla í liði sínu 5) Áður hefur verið vikið að Eric Heiden. Hann var óumdeil- anlega maður leikanna. Ein íþróttakona hjó þó býsna nærri honum. Sú vann gullverðlaun í svigi og stórsvigi kvenna. auk þess sem hún var önnur i hruni. Stúlka þessi heitir ... a) Maria Teresa Nadig frá Sviss b) Hanni Wenzel frá Liechtenst- ein c) Anne Marie Moser Pröll frá Austurríki d) Krista Kinshofer frá Vestur- Þýskalandi e) Radnina Beljajeva frá Sovét- ríkjunum 6) Það er jafnan skammt milli gleði (>k sorgar í keppnisiþrótt- um. Bandarísku skautadanspari nokkru var spáð miklum frama i FRDGA I » 1 f 9 } 1 i j. lí W í 1 k. £ ( l „æÉP lÁ Þessi glæsilega knattspyrnumynd er tekin úti í hinum stóra heimi. Hvaða íslendingur leikur með því liði sem leikmaðurinn lengst til hægri tilheyrir? Lake Placid, en á siðustu stundu slasaðist karlinn og þau hjúin drÓKU sig til baka með táraflóði. Þetta ágæta fólk hét annars ... a) Bruce Lee og Kate Bush b) Tai Babilonia og Randy Gardn- er c) Karin Enke og Tim Currie d) Alan Wells og Gina Maiden- head e) Garry Schwarts og Elly Dee ERLENT 7) Loks frá Lake Placid, hvaða þjóð hreppti flest gullverðlaun og hver næst flest? a) Rússland flest, síðan Bandarík- in b) Bandaríkin flest, síðan Rússar c) Rússar flest, síðan Austur- Þjóðverjar d) Bandaríkin flest, síðan Aust- ur-Þjóðverjar e) Liechtenstein flest, síðan Fíla- beinsströndin' 8) Sumarleikarnir fóru síðan fram i Moskvu, eins og allir vita. Pólitík reið þar súðum eins og komið hefur áður fyrir. en að þessu sinni hættu marKar þjóðir við þátttöku vegna umsvifa Rússa í Afganistan. Af þeim sökum og öðrum voru marKÍr verðlaunamenn frá Ólympiuleik- unum í Montreal fjarverandi. Hve margir? a) 176 b) 3862 c) 187 d) 223 e) 2 9) Þrátt fyrir fjarveru Banda- rikjamanna i Moskvu, var engu að síður einn bandariskur iþróttamaður meðal keppenda. Ilvernig st(W) eiginlega á því? a) Hann keppti á eigin vegum b) Rússar buðu honum ókeypis gistingu og uppihald c) Hann var spænskur ríkisborg- ari í körfuknattleiksliði Spánar d) Hann keppti í pólitískum kappræðum c) Var enginn Kani. Allt í plati 10) Sovéski fimleikagarpurinn Alexander Didiatyn (sem er fast- ur gestur í iþróttaþáttunum hjá Bjarna Fel.) setti nýtt met á Moskvuleikunum. Ilann vann mesta fjölda verðlauna sem einn keppandi hefur nokkru sinni unnið á sömu ólympiuleikunum. Hversu mörg verðlaun nældi hann sér í? a) 8 b) 6 c) 7 d) 101 e) 12 11) Frammistaða íslendinga á sumarleikunum var að mörgu leyti mjög frækileg. Hæst bar þó er... a) Hreinn og Óskar komustí loka- keppnina í kúluvarpi b) Hreinn sigraði í kúluvarpi c) Oddur hreppti silfur í 100 metra hlaupi d) Allir íslensku keppendurnir bættu sig e) Guðmundur Helgason lyftinga- maður varð tólfti í sínum flokki. 12) Augu áhugafólks um heim allan beindust að einvigi þeirra Stcve Ovetts og Sebastian Coes i 800 ok 1500 metra hlaupunum, en þcir félagar höfðu aldrei fyrr keppt hvor við annan. Leikar fóru þannig, að ... a) Coe vann bæði hlaupin b) Ovett vann bæði hlaupin c) Coe vann annað, en Ovett aðeins tvö silfur d) Þeir hrepptu eitt gull hvor e) Ovett vann gull, silfur og brons í báðum hlaupunum 13) Það gengur oft á ýmsu á Olympiuleikum og óvænt atvik koma oft upp. Það varð uppi fótur og fit í skylmingakeppn- inni milli þeirra Lapitski frá Rússlandi og Robak frá Póllandi, er... a) Sá pólski missti sverð sitt út í sal með þeim afleiðingum, að tveir áhorfendur slösuðust al- varlega. b) Sá sovéski rak sverð sitt óvart í augað á dómaranum c) Sá pólski rak keppinaut sinn á hol þrátt fyrir sterkan hlífðar- fatnað d) Sá pólski varpaði sverðinu frá sér og felldi Rússann með hælkrók e) Sá sovéski dró byssu úr pússi sínu og skaut Pólverjann 14) Að venju rigndi niður heimsmetum á Ólympiuleikun- um. Var með ólíkindum hversu vel keppendur voru undir keppn- ina búnir. Hversu mörg heims- met voru sett i Moskvu? a) 1203 b) 36 c) 25 d) 55 e) 110 15) Pietro Mennea frá Italiu sigraði glæsilega í 200 metra hlaupi i Moskvu. Það vakti at- hygli eftir hlaupið, er Mennea ... a) hljóp af sér öryggisverði og hljóp heiðurshring b) hljóp beint í flasið á vopnuðum vörðum sem færðu hanní yfir- heyrslu c) hélt áfram að hlaupa og linnti ekki fyrr en heima á Ítalíu d) hljóp á sjónvarpsmann og fót- brotnaði e) reif tætlu úr tartan-brautinni á Lenin-leikvanginum til minja um afrek sitt 16) Nóg um ólympiuleikana. Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu fór fram á Ítalíu á síðasta sumri. Vestur-Þjóðverjar sigruðu mjög verðskuldað í keppninni. en þeir sigruðu ... a) Englendinga 3—2 í úrslitaleik b) Tékka 3—0 í úrslitaleik c) Islendinga 6—0 í úrslitaleik d) ítali 1—0 í úrslitaleik e) Belga 2—1 í úrslitaleik 17) Sigurmark Þjóðverja í leiknum skoraði mikill og sterk- ur markaskorari. Hann heitir ... a) Karl Heinz Rummenigge b) Klaus Allofs c) Siggi Held d) Horst Hrubesch e) Dorian Grey 18) Hvaða skiðafólk var stiga- hæst í heimsbikarkeppninni á skiðum, er árinu lauk? a) Ingmar Stenmark og Krista Kinshofer b) Bojan Krizaj og Marie Teresa Nadig c) Steve Podborski og Marie Ter- esa Nadig d) Andreas Wenzel og systir hans Hanni Wenzel e) Gunther Mausfrisser og Dani- ela Forelle 19) Muhammed Ali mistókst illa að verða fyrstur manna til þess að tryggja sér heimsmeist- aratitil i hnefaleikum fjórum sinnum, er hann var grátt leik- inn aí ... a) Gýlfa Ægissyni b) George Foreman c) Sugar Ray Leonard d) Larry Holmes e) íslensku sjónvarpsdagskránni 20) Mcsti golf-leikari allra tima (sennilega), Jack Nicklaus komst i fréttirnar á árinu, er hann ... a) skrifaði ævisögu sína: „I am the smoothest" b) átti frábært „come back“, sigr- aði á US Open golfkeppninni c) fór að vinna á bensínstöð í Alaska d) sló þrisvar holu í höggi á sama deginum e) opnaði golfskóla á Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.