Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 47 Vogin 23. september — 22. október Hinn ónæðissami Plútó heldur áfram ferð sinni i gegn um merki þitt. Til aiirar hamingju hefur hann aðeins áhrif á Iitið brot af Vogarmerkinu en á þessu ári verða fyrir barðinu á honum þeir sem fæddir eru á milli 17. og 20. október. Ilann veldur miklum sviftinKum sem þú verður að taka með þolinmæði ef þú ert fædd(ur) á þessum dögum. Fyrir áhrif frá Satúrnusi og Júpiter, ásamt fleiri sterkum stjörnum, verður mikil óreiða i lífi þinu árið 1981. Það er undir skipulagshæfni þinni og skapstyrk komið hvort nokkuð verður úr þessari óreiðu. Satúrnus mun veita þér tækifæri til að taka ábyrgari afstöðu til lífsins en verið hefur. Berðu þá byrði sem hann leggur þér á herðar og vertu þess fullviss að þú hljótir umbun fyrir það síðar. Hvað rómantisk ástarsambönd varðar, þá er timi þeirra seinni hluti ágústmánaðar og fyrri hluti septem- ber. Hin langþráða ást gæti hitt þig fyrir á þessu timabili. Þetta mun þó ekki ganga auðveldlega fyrir þér á árinu fremur en annað — þvi þú verður vissulega að fórna til þess að öðlast hana. Næstu átján mánuði munu stjörnurnar Ijúka við að móta þig og á þessum tima gætir þú tekið út mikinn þroska. Þetta er eitt þýðingarmesta ár ævi þinnar og þú skalt óhrædd(ur) gera þér far um að sigrast á öllum vandamálum þínum. Kjörorð þitt árið 1981 skal vera: „Ég skal vera ákveðin(n) og jákvæð(ur).“ Drekinn 23. október — 21. nóvember Á árinu 1981 mun verða nokkurt hlé á áhrifum Úranusar á Sporðdreka. Það mun verða á timabilinu frá 19. febrúar ti! 21. marz er Úranus fer inn í Bogmanninn. Njóttu hvíldarinnar þvi hún verður stutt. Sporðdrekar fæddir milli 17. og 20. nóvember munu verða fyrir miklum áhrifum af plánetunni á þessu ári. Ef þú ert einn af þeim geturðu búist við nær hverju sem er, ekki endilega andstreymi en Úranus getur skapað mikil umbrot i lifi þinu. Hvað við kemur starfi gæti árið orðið þér mjög hagstætt. Júpiter er þér hliðhollur, gjöfull á hugmyndir og innblástur. Þessi afstaða Júpiters er þeim séríega hagstæð sem starfa að tjaldabaki, sem kallað er, þvi þeir munu ná góðum árangri. Besti hluti ársins er að sjálfsögðu þegar þessi pláneta kemur inn i merkið i desembermánuði. Skipulegðu þvi allt sem þér þykir þýðingarmikið á þeim tima og þú munt uppskera hamingju. En stjörnurnar veita ekkert án endurgjalds, þess vegna verður þú að ieggja þig allan fram ef þú vilt hljóta þessa hamingju. Ef litið er á fjármálin, þá veldur Neptúnus þar nokkrum ruglingi. Þess vegna ættir þú að leita ráða hjá þér vitrari mönnum um fjármál. Árið 1981 gæti orðið hið ágætasta fyrir Sporðdreka en það væri vissulega hörmulegt ef þú misstir af tækifærum sem það býður uppá vegna reynsluleysis eða þrjósku við að leita hjálpar. Eini hættulegi mánuðurinn er júni. Farðu þá varlega i umferðinni og hafðu góða gát á öllu þinu — þá mun árið 1981 verða þér tiltölulega mjög hagstætt. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Neptúnus verður rikjandi i merki bogmannsins á nýja árinu, einkum hjá þeim sem fæddir eru 15, — 21. desember. Það hefur i för með sér að bogmenn verða nokkuð annars hugar og værukærir lungann úr árinu. en slikt hugarástand er liklegast til að koma listamönnum i merkinu til góða. Heilsufarið virðist ekki verða upp á marga fiska. Um alvarleg veikindi verður þó vart að ræða. en krankleiki af ýmsu tagi gæti valdið angri. Vinir og kunningjar munu skipta bogmanninn miklu máli á árinu, og líkur eru á að hann bindist nýjum vináttubönd- um, sem eigi eftir að hafa mikil áhrif á lif hans. Menntunarmál verða mjög á döfinni á nýju ári, og þeir sem fæddir eru i merkinu ættu ekki að láta tækifæri til að auka þekkingu sina ganga sér úr greipum. Að öðru leyti er ekki útlit fyrir að árið 1981 færi bogmanninum mikla velgengni i starfi og útlit er fyrir að á hann hlaðist mikil störf sem lítt verða metin að verðleikum. Einkum er óliklegt að auknar annir verðir ábatasamar, og yfirleitt er útlitið heldur dökkt á fjármálasviðinu. Það er óliklegt að bogmaðurinn verði þannig sinnaður á árinu, að tilbreyting i starfi komi honum að miklu gagni. og ætti hann þvi að hugsa sig um áður en hann hugsar sér til hreyfings og litast um eftir nýju starfi. Bogmaðurinn þarf að varast það sérstaklega að láta leti og sérhlifni ráða ferðinni, með þvi að falla i slikan dróma eykur hann aðeins á erfiðleika sina. Þótt yfirleitt sé útlitið heldur dökkt er hollt að minnast þess. að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuö gott. Bogmaðurinn getur byrjað að hlakka til óvenju mikillar velgengni i ástum á nýja árinu. Október verður sennilega bezti mánuðurinn hvað róman- tikina varðar, og þá er útlit fyrir að margt verði stokkað upp, sem flest horfir til heilla. Fyrstu tveir mánuðir ársins virðast líka ætla að færa bogmanninum hamingju i einkalifi, en marz. júni, september og desember eru þeir mánuðir, sem sizt eru liklegir til að verða afdrifaríkir i þeim efnum. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Framagirni er rikjandi þáttur i lifi steingeitarinnar, og þær sem ætla sér mikinn hlut á nýju ári ættu að hefjast handa áður en áhrifa Satúrnusar fer að gæta i aprilmánuði. Eftir það er óliklegt að byrlega blási, þvi að hver hindrunin birtist þá eftir aðra. Eina leiðin til að yfirstiga þær er að sýna þolinmæði, en það er nokkuð sem steigeitin reiðir ekki i þverpokum. Liklegt er að margar steingeitur hafi hug á þvi að skipta um starf á þessu ári og i þvi sambandi er óhætt að segja að horfur séu óvenju bjartar. Þær steingeitur, sem stefna að því að verða sér úti um mjúkan stól í vinnunni, verða fyrir vonhrigðum. þvi að framundan er allt annað en rólegt ár. Yfirleitt verður árið ónæðissamt hjá steingeitinni. Hún getur búizt við þvi að verða mikið á ferðinni, ekki sízt í sambandi við starfið, og útlit er fyrir að fcrðalög verði nokkuð hár kostnaðarliður. í ástamálum vænkast hagur steingeitarinnar eftir því sem á árið líður, og er útlitið bezt í nóvember. Þá er trúlegt að margir, sem fæddir eru i þessu merki, stofni til nýrra kynna er siðan muni leiða til farsældar. Heilsan vcrður með bezta móti á árinu, en i ágústmánuði er hclzt hætt við lasleika og slysum. 1981 verður steingeitinni varla ár hóglifis og áhyggjuleysis, en þeir sem fæddir eru i þessu merki eru raunsæir og búast sjaldan við þvi að lífið sé laust við vandamál. þannig að þeir eru sjaldan berskjaldaðir gagnvart erfiðleikum. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Árið 1981 verður með endemum sviptingasamt hjá þeim, sem fæddir eru i merki vatnsberans. Tilviljanir, einkum i sambandi við ferðalög, verða margar og undarlegar. og fjarlægir staðir koma mjög við sögu. Vatnsberinn verður að öllum líkindum á ferð og flugi jafnt og þétt, en oft má litlu muna að ráðagerðir fari ekki út um þúfur vegna óvæntra atvika. Þeir vatnsberar, sem hyggja á búferlaflutninga. ættu að láta til skarar skriða á nýja árinu. þvi að sjaldan hafa aðstæður til sliks verið jafn lánlegar, og útlit er fyrir að á árinu muni vatnsberar unnvörpum flytja um langan veg. Ekki er ólíklegt að á árinu muni létta veruloga til i einkalifi og að gömul vandamál muni leysast. Ástamálin eru likleg til að valda verulegum heilabrotum á árinu, og eins og annað munu þau ráðast af tilviljunum. Þeir vatnsberar sem hafa hug á því að bindast til frambúðar ættu að gefa rómantikinni sérstakan gaum i febrúar, en þá er Venus í vatnsbera- merki. Þegar liður á árið er óliklegt að til tiðinda dragi á þeim vettvangi. Heilsufarið verður yfirleitt skikkanlegt. en þó má búast við krankleika við og við. Taugaspenning- ur kann að valda vatnsberanum verulegum erfiðleikum á stundum og miklu varðar að hann ætli sér ekki um of. Sérstakrar aögæzlu i umferðinni verður þörf i byrjun ársins. þcgar mest hætta er á óhöppum. Þegar á heildina er litið er þess vart að vænta að árið 1981 verði að öllu leyti bezta árið í ævi vatnsberans, en óhætt er að spá þvi að það verði eftirminnilegt og óvenju viðhurðaríkt. Tilviljanirnar. sem áður er getiö. munu að likindum reyna nokkuð á þolrifin, vatnsberinn gæti búið i haginn fyrir sig með þvi að láta þa<r ekki koma sér i opna skjöldu. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Fiskarnir hafa átt við nokkra erfiðleika að striða undanfarin tvö ár og er þeim ekki að fullu lokið. Þessum erfiðleikum veldur staða Satúrnusar i gagnstæða merkinu, Meyjunni. Á árinu 1981 mun þessi pláneta valda þér nokkrum óþægindum hvað snertir afskipti yfirvalda aí þér i smáu og stóru. Þú ættir þvi ekki að leggja neitt i hættu hvað varðar viðskipti þín við þau. Hvað viðvikur starfi verður þetta ár hið ágætasta fyrir þá sem starfa sem skemmtikraftar eða fást við einhverja listgrein. Ef starf þitt er annars eðlis gæti það valdið þér nokkrum leiða og jafnvel vonbrigðum. Þessi leiði á fyrst og fremst rætur að rekja til persónuleika þíns en ekki starfsins sem þú innir af hendi — það ættir þú að hugleiða áður en þú tekur afgerandi ákvörðun um að skipta um starf. Reyndu að finna út hvað þú virkilega vilt fá út úr lífi þínu. þvi meðan það er þér hulið er eins gott fyrir þig að gegna því starfi sem þú hefur. Sú von að erfiðleikarnir hverfi af sjálfu sér leiðir ekki til neins — þú verður að berjast fyrir hamingjunni. Marz er mánuður þeirra Fiska sem ástarmálin eru hugleikin. í þeim mánuði er Venus þér hliðholl og ef það á fyrir þér að liggja að hitta draumadísina (-prinsinn), þá mun það verða á þessum tima. Þetta er einnig heppilegur mánuður fyrir meiriháttar ákvarðanir. Lengst af árinu muntu verða stálslegin(n) til heilsunn- ar. Marz hefur þó nokkur óheillavænleg áhrif á heilsu þina milli 21. október og 16. desember. Vertu því á varðbergi þetta timabil. Árið 1981 mun reyna á þolrifin að ýmsu leyti en þú munt þó verða jafngóöur að því liðnu og e.t.v. töluvert vitrari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.