Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980
63
lífsstarfi, sem Ólafur Jónsson
hafði innt af hendi sextugur. Við
það átti þó eftir að bætast. Víst
má telja, að æviferli þessa heið-
ursfélaga Búnaðarfélags ísiands,
Ræktunarfélags Norðurlands og
Búnaðarsambands Eyjafjarðar
verði síðar gerð ítarleg skil í ritum
þessara félaga. En nú er komið að
þeim þætti, sem varð til þess, að
við Ólafur störfuðum talsvert
saman um tíma. Árið 1957 hvarf
frá störfum hjá Sambandi naut-
griparæktarfélaga Eyjafjarðar
ráðunautur þess og gerðist fyrsti
aðstoðarráðunautur í nautgripa-
rækt hér hjá Búnaðarfélagi ís-
lands. Þá varð Ólafur við þeim
eindregnu tilmælum sambandsins
að taka að sér þetta starf hjá því
til bráðabirgða, eins og segir í
skýrslu búnaðarmálastjóra frá
þeim tíma. Ólafi hafði ég reyndar
kynnzt lítils háttar áður, aðallega
sem búnaðarþingsfulltrúa. Þar
átti hann til að lesa prófarkir
jafnhliða því, að hann fylgdist
með umræðum. Afkastamenn
nota tímann. Eitt sinn, er þar var
rætt um ráðstafanir vegna kal-
skemmda, kvaddi hann sér hljóðs
og flutti í raun fyrirlestur um
hinar margvíslegu orsakir kals og
afleiðingar. Við þær skyldu úrræði
miðast. Hann átti þó til að slá á
léttari strengi, og stundum flugu
kviðlingar milli þeirra Baldurs á
Ófeigsstöðum. Skjóta má því að
hér, að eftir Ólaf liggur ljóðabók:
Fjöllin blá.
Mér er það í fersku minni, að
Ólafur kom til mín, áður en hann
gerðist héraðsráðunautur í
nautgriparækt, og bar það undir
mig, hvort hann ætti að taka
starfið að sér, sem hann kvaðst
ekki gera, væri mér það á móti
skapi. Að sjálfsögðu var það ekki í
verkahring mínum að hafa áhrif á
ráðningar manna. En sú hógværð
og tillitsemi, sem hinn reyndi og
mikilsvirti maður sýndi með
þessu, varð mér umhugsunarefni.
Að vísu kom það ýmsum á
óvart, að Ólafur Jónsson skyldi
gerast ráðunautur í nautgripa-
rækt þá kominn yfir sextugt.
Auðvitað var hann þaulkunnugur
kúabúskap Eyfirðinga og þeim
myndarbrag, sem á honum var og
er enn. í vitund manna var
jarðrækt honum hugstæðari en
búfjárrækt. Ekki veit ég, hvort svo
var í raun, en hitt er Ijóst, að hann
gekk að hinu nýja starfi af
miklum áhuga og ánægju. Á
þessum tíma var SNE að hefja
afkvæmarannsóknir á nautum
sæðingarstöðvar sambandsins í
nýbyggðu tilraunafjósi að Lundi. í
þessu starfi naut Ólafur sín vel,
enda þurfti hann ekki að hafa
áhyggjur af búrekstri og áhöfn,
sem hvort tveggja var í höndum
Sigurjóns Steinssonar, búfræði-
kandídats, er síðar tók við starfi
Ólafs. Það var ætíð ánægjulegt að
ganga um tandurhreint fjósið með
þeim og sjá vel hirtar og vel
fóðraðar kýrnar. Hitt var ekki
síður ánægjulegt að skreppa með
þeim og Jónasi Kristjánssyni,
mjólkurbústjóra og forvígismanni
Eyfirðinga í nautgriparækt um
áratuga skeið, upp að Rangárvöll-
um að sumarlagi, þar sem 40
kvígur voru á beit, og sjá hópinn
koma hlaupandi móti þeim félög-
um og fylgja þeim eftir, hvert sem
gengið var.
Nú bættist nýr þáttur ritsmíða í
ritverk Ólafs, afkvæmarannsóknir
á nautum, og hann fór einnig að
kryfja til mergjar, að hve miklu
leyti aukin afurðastarfsemi
mjólkurkúa orsakaðist af bættri
fóðrun og hirðingu og að hve
miklu leyti af kynbótum, og skrif-
aði um það skýrslu.
Á þessum árum kynntist ég
þeim hjónum, frú Guðrúnu Hall-
dórsdóttur og Ólafi, nánar og kom
oft á heimili þeirra að Aðalstræti
3 á Akureyri. Það var í þjóðbraut,
á hvers manns vegi. Það leyndi sér
ekki, að það var eitt af menningar-
heimilum þjóðarinnar, fágun hið
innra sem ytra. Bæði voru þau
gestrisin, miðluðu miklum fróð-
leik, og óbrigðul glaðværð hús-
freyjunnar og frjálslegt fas gerir
þessar stundir enn eftirminni-
legri. Þau hjónin voru samhent og
báru sýnilega virðingu hvort fyrir
öðru.
Ólafur lét af störfum sem ráðu-
nautur, er hann stóð á sjötugu.
Við hittumst sjaldnar eftir það, en
þó endrum og eins. Mér þykir
vænt um að hafa fengið tækifæri
til að kynnast þessum sérstæða
gáfu- og eljumanni að nokkru.
Hann var gagnrýninn, eins og
fram kemur t.d. í þáttum þeim í
Ársriti Ræktunarfélagsins, er
hann nefndi Ástungur, en að baki
var viðleitni til umbóta. Hann var .
af sumum talinn fara sínu fram,
er honum bauð svo við að horfa.
Þó var hann óvenju víðsýnn mað-
ur.
Nokkru áður en Ólafur hætti
sem ráðunautur, hafði komið út
eftir hann bókin Dyngjufjöll og
Askja, og ,enn átti hann eftir
starfsþrek til að ljúka fleiri rit-
verkum. Á tveimur jafnfljótum er
ritverk frá 1971—’72, og Berg-
hlaup kom út nokkrum árum
síðar. Þar kom þó, að líkamsorkan
tók að dvína og hann gat ekki
lengur skrifað, þótt hann væri
andlega heill. Það hlýtur þó að
hafa verið honum dýrmætt að
halda sjóninni og geta notið hins
ritaða orðs fram til hins síðasta.
Þegar Ólafur andaðist, skorti
aðeins nokkra daga á, að þau
Guðrún hefðu verið í hjonabandi í
hálfan sjötta áratug. Hún á því
margra góðra stunda að minnast
svo og dætur þeirra báðar.
Búnaðarfélag Islands og við
starfsmenn þess, sem kynntumst
Ólafi Jónssyni, sendum frú Guð-
rúnu og öðrum vandamönnum
samúðarkveðjur. Megi blessun
Guðs fylgja þeim.
ólafur E. Stefánsson
AUCLYSINCASTOFA
MYNDAMÓTA HF
athu
að þú sparar
bensín með
því að aka
á réttum
dekkjum ?
Goodyear hjólbarðar eru
hannaðir með það í huga, a
þeir veiti minnsta hugsanlegt
snúningsviðnám, sem þýðir
öruggt vegagrip, minni bensín-
eyðslu og betri endingu.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
Þl MT.I.YS1R l'M Al.I.T
I.AM) ÞKl.AR Þl AIG-
I.YSIR I MORGl NBKADIM
ÚRVAUÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA
aaaatLaa ia,8[Uí3Q33aa íií
ÁNANAUSTUM, GRANDAGARÐI, SÍMAR 28855 — 13605