Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 55 Suður í Mónakó Minntu á 40 ára sovéthernám + Þessi fréttamynd er tekin í Washington er flóttamenn frá Eystrasaltsríkjunum fjölmenntu í göngu, til þess að minna á að liðin eru 40 ár frá því hersveitir Sovétrikjanna voru sendar inn í þessi litlu frjálsu lönd og lögðu þau undir járnhæl kommúnismans. Það mun jafnvel vera svo að menn hér á íslandi séu farnir að ryðga í þvi hvað þessi litlu lönd hétu. Eystrasaltslönd var aðeins samheiti þeirra en þessi þjóðlönd eru Eistland, Litháen og Lettland. „Nóttin á f jallstindinum ...“ + HÉR veifar tónsprotanum hljómsveitarstjórinn Claudio Abbado. er hann stjórnar kór- og hljómsveit Sinfóníuhljómsveitarinnar í London nú fyrir nokkru. En hljómplötufyrirtækið RCA lét taka upp flutning á verkum rússneska tónskáldsins Mussorgsky. — Myndin er tekin er Claudio Abbado er að stjórna hljómsveitinni og kórnum er flutt var verkið Nóttin á fjallstindinum. Hnattflug + Loftbelgskapparnir amer- isku. þeir Maxie Anderson belgsstjóri og aðstoðarbelgs- stjórinn Don Ida hafa sagt frá þvi, að þeir hafi ákveðið að fara í hnattflug i loftbelg — hið fyrsta sem farið yrði. Ráðgera þeir að leggja upp í hnattflugið í Egyptalandi í febrúarmánuði eða í mars. Þeir hafa skírt loftbclginn „Jules Verne“ eftir rithöfundinum fræga. Þeir ætla sér að komast upp i hálofta- strauma, í 25.000—30.000 feta í loftbelg ha>ð og láta straumana bera loftbelginn. Vonast þeir til að ná allt að 150 mílna hraða. Karfan verður vel útbúin — hönnuð t.d. með hliðsjón af því að nauðlendingu á hafi getið borið að höndum. í körfunni verða þeir með matvælabirgðir, sem nægja munu þeim í 20 daga. Þeir félagar gera ráð fyrir að kostnaðurinn við hnattflugið verði ekki undir 200.000 dollurum. Jlmmy Cart.r komat I .viðaltó.iö þagar hann ðrmagnaðiat i viöavanga- Hlaupi. Hykir mðrgum, aam óheppnin hafi alt foraetann á rttndum þau fjögur ér aem hann hefur aelitt á foraetaatóii. Carter bein- brotnaði á skíðum + Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna viðbeins- brotnaði á laugardag þegar hann féll á skíðum skammt frá Camp David. Líðan hans var „enn nokkuð slærn" að sögn talsmanns Hvíta húss- ins. Þrátt fyrir slysið á laug- ardag hitti Carter að máli alsírska sendimenn í Was- hington. Alsír hefur sem kunnugt er milligöngu í samningaumleitunum Bandaríkjanna og írans vegna gísladeilunnar. Jimmy Carter var sem áð- ur sagöi á skíðum skammt frá sveitasetri forsetaemb- ættisins í Camp David. í brautinni fór hann utan í stein með þeim afleiðingum að hann féll og viðbeins- brotnaði. Hann var fluttur til Bethesda-sj úkrahússins skammt frá Washington. Þar var gert að sárum forsetans. Talsmaður Hvíta hússins sagði, að þrátt fyrir slysið hygðist forsetinn ekki gera hlé á störfum sínum. + Þessi AP-fréttamynd var tekin fyrir skömmu suður i Mónakó á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. — Þar var haldin alþjóðleg hátið sirkusskemmtikrafta. — Frægir gamlir kvikmyndaleikarar heiðruðu hátíðina með nærveru sinni, klæddir sirkushátiðar- skrúða. þau Grace prinsessa og þjóðhöfðingjafrú af Mónakó og gamla Hollywoodstjarnan Cary Grant. Hjónaerjur + V-Evrópublöð skýra frá því að hollenska prinsessan írene, sem bjó búi sínu suður í Madrid á Spáni, ásamt eiginmanninum, spænska prinsinum Carlos Hugo, og börnum þeirra fjórum — hafi tekið föggur sínar og pakkað og haldið heim til Hol- lands með börnin. — Hjóna- bandserfiðleikar hjónanna séu orðnir svona alvarlegir. Býr prinsessan nú í Soestdijk-höll. — Og í Bretlandi eru sambúðar- vandamál frægra hjóna þar í landi orðin slík að hjónaskilnað- ur er yfirvofandi. — Þessi hjón eru einkum fræg fyrir það í Bretlandi að um er að ræða ríkustu hjón þar í landi, hjónin Kötu og Lord Vestey. Eignir þeirra eru taldar nema hátt í 850 milljarða ísl. kr. Þau eiga skipa- félög, tryggingafélög og kjöt- vinnslustöðvar, svo nokkuð sé nefnt. Lordinn er 39 ára, en frúin 36. — Þau eiga tvö börn, tveggja og níu ára. Hann hlaut Lordinn í arf eftir afa sinn sáluga, fyrir 26 árum. Móðir Teresa og Pat + Amerískt heimilisrit, mjög víðlesið þar í landi: Good Ilousekeep- ing, birti fyrir nokkru niðurstöður skoðanakönnunar meðal lesenda sinna á því hvaða konur njóti nú mestrar hylli og viðurkenningar. Undanfarin tvö ár hefur skipað efsta sætið söngkonan Anita Bryant. En nú félltiún niður í 3. sætið. í það efsta var kjörin Móðir Teresa í Kalkútta. í öðru sæti er I’at Nixon fyrrum forsetafrú í Bandaríkjunum, sem reyndar hefur ætíð verið á meðal þeirra kvenna sem skipað hafa 10 efstu sætin, allar götur frá því á árinu 1969, er þetta kunna heimilisrit byrjaði á slíkri skoðanakönnun meðal lesenda sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.