Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 14
46 Hvað segja stjörnurnar um árið 1981? MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Atorka og bjartsýni eru driffjaArir i lífi hrútsins, en þvi mióur er ekki útlit fyrir að þetta komi honum að miklu haldi næstu 18 mánuði. Ástæðan er sú að Satúrnus verður áhrifamikill á þessu tímahili. otc líkur eru á þvi að þetta valdi straumhvorfum i lífi þeirra, sem fæddir eru í merkinu. Einkum er ástæða til að ætla að til tíðinda dragi í sambandi við starfið, en til þess að draga úr áhrifamætti Satúrnusar ætti hrúturinn að kappkosta að «era sem minnstar breytinKar á lifnaðarháttum sinum að sinni. Heilsufar getur orðið með lakasta móti, (>k búast má við því að tannskemmdir og krankleiki þeim tenjcdur vaidi hrútnum verulegu angri á næstunni. Varla verður það um hrútinn sagt að hann sé sóttkaidur, en næstu átján mánuði ætti hann að hygKja vel að heilsufari sínu. Fyrir þá, sem fæddir eru á tímahilinu 14.—18. apríl verður árið erfiðara en fyrir þá sem fæddir eru aðra daga í þessu merki. Ekki nóg með að þeir þurfi að brynja sig (jeKn áhrifum Satúrnusar. heldur mun Plútó lika gera þeim lífið leitt. Ástamáiin verða með daufasta móti að öðru leyti en því að síðari hluta febrúarmánaðar ok fyrri hluta marz brejfður til betri tíðar og einnig i lok júní <>k í byrjun júlí. Þótt ekki blási byrlesa hjá hrútnum Ketur hann gert sér lífið bæriIeKra mcð þvi að búa sír undir erfiðleikana or á þessu timahili verður það ekki sízt kímnÍRáfa hrútsins. sem að haldi má koma. enda bregzt hún honum varla nú fremur en fyrri daRÍnn. Nautið 20. apríl — 20. maí Vist er að árið 1981 verður mun skárra i lífi nautsins en árið, sem var að liða. Samt er ekki ástæða til að búast við neinni Kjörhreytingu til hins betra, sizt hjá þeim, sem fæddir eru siðustu daRana i merkinu. Þeir, sem fæddir eru 19.—21. maí mega búast við allskyns óþæRÍleKum uppákomum á árinu. Rómantikin verður blómleR siðast í apríl <>k fram í maí, en skemmtileKasti timi ársins verður í júlílok <>k fram i fjórðu viku áRÚstmánaðar. í starfi má nautið búast við betri tið með blóm í haRa ok ráðleRt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Útlit er fyrir það að báKt heilsufar verði helzta áhyKKjuefni nautsins á nýja árinu, ok ekki verður ofbrýnt fyrir því að fara vel með sír. Nautið er KÍarnt á að eta ok drekka óhófleKa. ok í sambandi við ofneyzlu eru likur á vanlíðan ok jafnvel veikindum. Rómantikin verður ekki viðburðarík á árinu, en þó er þess að vænta að iitið verði um vonbrÍKði á því sviði. FjárhaKurinn ætti að fara batnandi eftir því sem á árið liður, en þar verða það útsjónarsemi ok aðKa’zla sem ráða úrslitum en ekki utanaðkomandi aðstæður. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Nokkur undanfarin ár hefur Neptúnus verið i BoKmanninum, sem er KaRnstæður merki þinu, ok þar mun hann verða út árið 1981. Lítið brot af Tvíbura- merkinu verður fyrir sterkum áhrifum af þessari plánetu, þetta árið þeir sem fæddir eru milli 14. ok 18. júní. Ef þú ert fæddur á þessum tima er hætt við að þú verðir svikin á árinu, af sjálfum þér ok öðrum. Þér mun einnÍK hætta til að vera fjarhuKa <>k kærulaus. Þessar tilhneÍKÍnKar Kætu ha’KleKa komið niður á starfi þinu ok reyndar öllu sem þÍK varðar. Reyndu því að draKa úr áhrifum þessarar plánetu. Láttu ekkert reka á reiðanum (>K vertu á verði KaKnvart þeim lesti þínum að vilja Kera allt í einu. Einhver mest áberandi eÍKÍnleiki ársins 1981 fyrir Tviburann er sú allsherjarrinKulreið sem stendur yfir í fimmta húsi sólarinnar. Þetta hús ræður ástum, barn- eÍKnum ok listrænum tilþrifum af öllu tagi. Þú þarft ekki að gera ráð fyrir að allt verði slétt og fellt hvað þetta varðar. Úranus er taugakerfi þínu óhagstæður sem undanfarin ár. Reyndu að temja þér skopskyn gagnvart Keðshræringum þinum — Úranus er á leið út úr húsi heilsu þinnar og mun brátt hætta að plaga þÍK- Tviburar ættu fyrir alla muni að taka sér sumarfri á þessu ári — besti tíminn til þess er frá 19. ágúst til 17. september. Tvíburi. sem vonast til að hitta draumaprinsinn (draumadísina), ætti að hafa augun hjá sér milli 12. mai og 5. júní — þá er Venus í merkinu. Fjárhagslega mun þetta ár verða betra hinu fyrra. Hættu þó ekki miklu i peningamálum. Þeir sem fæddir eru i Tviburamerkinu vilja að lifið sé viðburðarikt umfram allt, þó það kosti óþægindi. Þetta ár mun uppfylla þá ósk þeirra því það verður ekki viðburðasn- autt. Kjörorð þitt árið 1981 skyldi vera: „Gull vitundar minnar er staðfestan." Krabbinn 21. júní — 22. júlí Árið 1981 verður þér hvorki happasælt né áfallasamt — það mun einkennast fyrst og fremst af ró og kyrrð. Ilvað atvinnu þina varðar þá er útlitið vissulega bjartara en verið hefur um nokkurn tíma. Viljir þú hins vegar skipta um starf er aprilmánuður besti timinn til þess — á þvi tímahili kemst þú næst því að geta metið hlutlaust hvað þú vilt fá út úr lífinu. Allt árið mun Neptúnus valda þér nokkurri hættu á eitrunum og ýmsum minniháttar sjúkdómum. Þó mun heilsa þín á árinu verða betri en verið hefur um nokkurra ára skeið. Ef þú ætlar að njóta félagsskapar á þessu ári verður þú að taka að þér hlutverk gestgjafans. Það sem líf þitt mun snúast um fyrst og fremst verður heimilið ok það sem heimilið varðar. Þú munt hafa þig lítið i frammi í félagsmálum. helzt að eitthvað ga>ti hent þig frá 18. september til 9. október á þeim vettvangi. Þeir Krabbar sem vonast til að hitta draumaprinsinn (draumadisina) á árinu ættu að veðja á júnímánuð. Árið 1981 verður hið ákjósanlegasta fyrir Krabhann, því þá munu stjörnurnar að mestu láta hann í friði. Krabbinn er með afbrigðum heimakær en verður að halda í við þessa ástriðu sina á komandi ári því ef hann lætur undan hcnni um of getur það leitt til þess að hann einangrist. Kjörorð þitt árið 1981 skyldi vera: „Ég skal þiggja öll heimboð sem ég fæ og bjóða eins mörgum heim og ég get.“ Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Eftir sviptingar og breytinKarskeið undanfarinna ára getur Ijónið nú farið að hugsa sér gott til glóðarinnar, því að árið 1981 verður tiltölulga rólegt og áfallalítið. Það er Úranus, sem hefur orsakað ókyrrðina i kringum Ijónið, en nú hættir sú stjarna að vera áhrifavaldur og þar með færist kyrrð yfir einkaiifið. Ileilsufar fer batnandi á árinu, en þó er ástæða til að ofbjóða ekki líkamsþrekinu siðsumars, hvorki með áreynslu né áti og drykkju. Þá skal varað við slysum og óhöppum i janúar. Brauðstritið ætti að ganga ágætlega á nýja árinu og þau Ijón, sem hafa hug á að skipta um starf ættu að hygKja að slíku í april, þegar Venus verður í essinu sínu varðandi starfið. Ástamálin gætu orðið býsna viðburðarík, en þeir sem eru að leita sér að maka, skyldu hafa augun hjá sér fyrstu þrjár vikurnar í júlí, því að þá er helzt að vel beri i veiði. Um þær mundir er líka sennilegast að Ijónið gangi f augun á hinu kyninu, en það er ekki aðeins í ástamálum, sem það getur vænzt velKengni þessar sumarvikur, heldur einnig á öðrum sviðum. Árið 1981 verður ekki samfelldur dans á rósum, þvi að fjölskyldumál verða erfið á stundum. Ferðalög munu líka ganga nokkuð erfiðleKa. að langferðum undanskildum, og útlit er fyrir að viðskiptin verði treg. óvænt vandamál munu gera vart við sig, en líkindi eru til þess að þau muni leysast jafn óvænt. Ljónið má gera ráð fyrir því að verða önnum kafið á nýja árinu ok systkini þess munu sennilega hafa ríka þörf fyrir aðstoð ok stuðning. Þegar á heildina er litið eru litlar líkur á þvi að árið 1981 verði sérlega afdrifaríkt í lífi þeirra, sem fæddir eru í ljónsmerki, en með góðum vilja ok aðgát ætti jafnvægi að geta ríkt lengst af. Ljónið gerði vel í þvi á nýju ári að þjálfa likama sinn. Mærin 23. ágúst — 22. september Sá þáttur persónuleika þíns er snýr að peningum og eignum mun á árinu 1981 skapa þér mesta gleði og dýpstu sorg enda muntu á árinu meira sýsla um þetta tvennt en nokkuð annað. Þú munt að líkindum ha‘ði hagnast ok tapa. Hinar margslungnustu kringumstæður munu skapast varðandi eÍKnir þínar á þessu ári og stundum mun þér finnast að þú fáir ekki við neitt ráðið. Þetta á sérstaklega við um timabilið frá apríl ,til desember og þá ættir þú að líta sérstaklega vel eftir öllum eignum þínum. Þú skalt sérstakiega varast hverskyns flan í fjármálum en einbeita þér fremur að því að hljóta stöðugar tekjur og eins að halda þvi óskertu sem þú átt. Ef miklar fjárupphæðir byrja að streyma til þín, eyddu þeim þá ekki í óhófi — því þig mun iðra þess siðar. Árið 1981 ætti að verða þér heilsusamlegt — nema að i febrúar- og nóvembermánuði ert þú í nokkurri hættu af völdum hita. beittra hluta og geðshræringa. Vertu á varðbergi í þessum mánuðum því þannig getur þú dregið verulega úr hættunni. Rómantíkin mun blómstra á timabilinu frá 23. júlí til 19. ágúst. Þá gæti vel farið svo að þú hittir hinn eina sanna (hina einu sönnu) — þess vegna er ráðlegt fyrir þig að þÍKKja öll heimboð og vera sem mcst innan um fólk á þessum tíma. Þá verður þú í hámarki andlcga og likamlega — settu þvi ekki ljós þitt undir mæliker. Þá eru siðustu þrjár vikur nóvember líklegar til að færa þér óvænta hamingju. Þetta ár verður viðburðarikt fyrir þær Meyjar sem hafa kaupsýslu að atvinnu. Það mun koma með gullin tækifæri en vertu ekki of sein(n) að gripa þau. Fyrir árið 1981 skyldi kjörorð þitt vera: „Ék skal halda fjármálum mínum í röð og reKlu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.