Morgunblaðið - 23.01.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 23.01.1981, Síða 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 18. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gíslamir barðir, sveltir, einangraðir og pyntaðir Bandaríkin munu þó líklega standa við samninginn við íran WaNhinKtun. Wirsbaden. Brussel. 22. janúar. — AP. CARTER fyrrum Bandaríkjafor- seti hvatti i kvöld eftirmann sinn til að halda í heiðri ákvæði samninKs- ins um lausn KÍsladeilunnar. jafn- vel þótt í ljós hefði komið að Kislarnir hafi ' «rið harðræði beitt- ir. Carter ritaði Reagan forseta hréf á leið sinni frá Wiesbaden í V-býzkalandi ok saKði þar m.a. að Kislarnir hefðu sætt verri meðferð en hann hefði áður Kert sér Krein fyrir ok írönsku mannræninKjarnir haKað sér villimannleKa. Carter kallaði athæfi trana „opinber hryðjuverk“. Reagan Bandaríkjaforseti sendi gíslunum fyrrverandi kveðju sína í kvöld og bauð þá velkomna i hóp frjálsra manna. Reagan sagði, að hið erfiða tímabil í bandarískri sögu, þegar gíslarnir voru í haldi, mundi ætíð í minnum haft, en nú skyldu þó allir horfa fram á veginn. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði í kvöld, að Bandaríkjastjórn hyggðist „standa við skuldbindingar Bandarikjanna" þótt samningurinn við Irani væri nú til endurskoðunar hjá hinni nýju rikisstjórn landsins. Haig utanríkis- ráðherra sagðist einnig búast við því, að staðið verði við samninginn eftir að hin nýja ríkisstjórn hefur yfirfarið ákvæði hans. Starfsmenn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins skýrðu frá því í dag, að sifellt væru að koma upp á yfirborðið nýjar epplýsingar um þau grimmdarverk, sem gíslarnir hefðu verið beittir. Þeir hefðu verið barðir, sveltir, haldið í köldum, rökum dýflissum og pyntaðir með ýmsum öðrum hætti. Sumir þeirra hefðu verið neyddir til að leika „rússneska rúllettu" og aðrir verið leiddir fyrir aftökusveitir, sem hleypt hefðu af púðurskotum. Þá hefði mönnum verið meinað að sofa og verið neyddir til að vera í kulda utandyra Murdoch kaupir Times í London London, 22. janúar. — AP. TILKYNNT var 1 London í dag, að náðst hefði bráða- hirgðasamkomulaK milli eig- anda stórblaðanna Times, Sunday Times og þriggja fyÍKÍ- rita þeirra ok ástralska hlaða- kónKsins Rupert Murdochs um að Murdoch kaupi bloðin öll. GenKÍð verður frá lokasamn- inKÍ þcKar viðræðum við full- trúa stéttarfélaKa starfsmanna er lokið. Murdoch verður cinn stærsti blaðaeigandi í heimi, þegar hann tekur við Times-blöðun- um. Hann á fyrir dagblöð, tímarit og hluta í sjónvarps- stöðvum í Ástralíu, Bandaríkj- unum og Bretlandi. Times í London hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að stríða undanfarin misseri og um tíma kom blaðið ekki út vegna deilu eiganda og prentara um tækni- nýjungar á blaðinu. Núverandi eigandi blaðsins, kanadíski milljónamæringurinn Thomson lávarður, tilkynnti í október sl. að hann hygðist selja Times- blöðin. Talið er að söluverð blaðanna sé um 50 milljónir punda (u.þ.b. 750 milljónir nýkróna). heilu og hálfu næturnar. Aðrir hefðu verið hlekkjaðir við húsgögn dögum og vikum saman. Einn gíslanna hefði misst krónu af tönn, en verið meinað að koma henni fyrir aftur. Sumir hefðu verið hafðir í algerri einangrun í langan tíma. Fréttamenn náðu tali af nokkrum gíslanna fyrrverandi í stutta stund í dag og staðfesti fyrrverandi blaða- (Sim»mynd-AP) VERKFALL — Hópur manna safnaðist saman framan við skrifstofu Samstöðu i Gdansk i gærmorgun á meðan verkfall stóð yfir. Hátalarar flytja fólkinu nýjustu fréttir úr baráttunni. fulltrúi bandaríska sendiráðsins í Teheran, Barry Rosen, að þeir hefðu „frá mörgu að segja“, en frásagnirn- ar yrðu að bíða, þar til þeir væru komnir heim til Bandaríkjanna. Leiðtogar í báðum deildum Banda- ríkjaþings tilkynntu í dag, að haldn- ar yrðu opinberar yfirheyrslur í þinginu til að upplýsa um grimmd- arverk írana og kanna hvernig hægt sé að tryggja, að sendiráðsfólk lendi ekki í svipuðum raunum á ný annars staöar. Gíslarnir fyrrverandi áttu náðug- an dag í Wiesbaden í dag, margir þeirra fóru til tannlæknis í skoðun og í klippingu og konurnar tvær meðal þeirra fóru í fótsnyrtingu. Mjög margir hafa orðið til þess að senda gíslunum fyrrverandi gjafir og boð ýmiss konar, sem þeir geta ýmist þegið strax eða við komuna heim. Dóttir eins af gíslunum kom til Wiesbaden í dag, en ættingjar höfðu þó verið beðnir að bíða þeirra í Bandaríkjunum. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa nú aflétt viðskiptabanni af Irönum, en ekki er búizt við því að miklar breytingar verði á samskipt- um þessara landa og írans í bráð. Þó mun ræðismannssamband og stjórn- málasamband væntanlega verða tek- ið upp að nýju, þar sem slíkt samband var rofið í kjölfar gíslatök- unnar. Sjá nánar á bls. 14 og 15 í Mbl. í dag. ísbirnir verndaðir Osló, 22. janúar. — AP. FIMM riki á norðurhveli hafa komið sér saman um að fram- lengja um óákveðinn tima samkomulag frá árinu 1973 um verndun isbjarna- stofnsins. Ríkin fimm eru Noregur, Danmörk, Kanada, Sovétríkin og Bandaríkin, en fulltrúar þeirra hafa setið á fundum í tvo daga í Osló og fjallað um málið. Erik Lykke, fulltrúi Norðmanna og ráðstefnu- stjóri, sagði í dag að einhugur hefði ríkt um nauðsyn þess að framlengja samkomulagið, þrátt fyrir hagsmuni ýmissa aðila af aukinni hagnýtingu heimsskautasvæðanna, t.d. til olíuvinnslu. Nú er áætlað að ísbjarnastofninn telji rúmlega 30 þúsund dýr. Ný mótmælaverk- föll í Póllandi í dag Varsjá, 22. janúar. — AP. ÓHÁÐU pólsku verkalýðssamtök- in Samstaða lýstu í daK yfir fjöKurra tíma verkfalli á morgun, föstudaK, í Varsjá ok fleiri borg- um Póllands. Verkfall þetta kem- ur 1 kjölfar fjölda mótmadaverk- falla i ýmsum borKum og sveitum landsins i dag. þar sem afstöðu stjórnvalda til 5 daga vinnuviku var mótmadt. í bænum Bydgoszoz u.þ.b. 200 kílómetrum sunnan við Gdansk og í fleiri smábæjum óku reiðir bænd- ur dráttarvélum sínum um göturn- ar til að mótmæla því, að stjórnin hefur neitað að viðurkenna rétt þeirra til að stofna stéttarfélag innan Samstöðu. Viðræður fulltrúa Samstöðu og pólsku stjórnarinnar um styttingu vinnuvikunnar fóru út um þúfur í gær og er sambúð stjórnarinnar og verkalýðsfélaganna nú mjög erfið. Skorizt gæti í odda að nýju á laugardaginn, en leiðtogar Sam- stöðu hafa hvatt verkafólk til að mæta þá ekki til vinnu. Leiðtogar Samstöðu segjast hafa boðið stjórninni að vinnuvikan yrði 41,5 stundir að meðaltali en þessu hafi stjórnin hafnað. Sovézki blaðamaðurinn og áróð- ursmeistarinn Leonid Zamyatin hélt til Moskvu í dag eftir vikudvöl í Póllandi. Heimildir í Varsjá herma, að Zamyatin hafi harðlega gagnrýnt starfsbræður sína og starfsmenn fjölmiðla í Póllandi fyrir hvernig þeir hafa greint almenningi í landinu frá atburðum undanfarinna mánaða. Reagan undirbýr efnahagsaðgerðir WashlnKton. 22. janúar. — AP. ÞRÍR hinna nýju ráðherra i ríkisstjórn Ronald Reagans bandaríkja- forseta sóru embættiseiða sína í dag i Ilvíta húsinu. Sá fjórði, Wcinberger varnarmálaráðherra, tók við embadti sínum við athöfn í varnarmálaráðuneytinu. Pentagon. í gærkvöldi. Aðrir ráðherrar munu taka formlega við störfum næstu daga jafnskjótt og þeir hafa hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Reagan hélt í dag fund með helztu efnahagsráðgjöfum sínum og þingmönnum, sem gegna for- mennsku í þingnefndum er fjalla um efnahagsmál. David Stockman fjárlagastjóri Reagans sagði eftir fundinn, að Reagan hefði í undir- búningi umfangsmikla áætlun til fjögurra ára, sem ætlað yrði að koma mikilli hreyfingu á efna- hagslífið. Reagan hringdi í dag í Helmut Schmidt kanzlara V-Þýskalands og bauð honum að koma til Washing- ton í apríl. Hann hafði í gær hringt í ýmsa aðra þjóðarleiðtoga tii að koma á persónulegu sambandi við þá. Caspar Weinberger, hinn nýi varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði í ræðu í dag, að ríkisstjórn Reagans mundi stefna að skjótri enduruppbyggingu her- afla Bandarikjanna. (Simamynd AP). RÍKISSTJÓRN REAGANS Á FUNDI — Ronald Reagan boðaði ríkisstjórn sína til sins fyrsta fundar í gter og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Lengst til vinstri á mvndinni er Bush varaforseti, en sinn hvoru megin við Reagan sitja Ilaig utanríkisráðherra og Weinberger varnarmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.