Morgunblaðið - 23.01.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.01.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 íranir vilja ekki á ráðstefnu með Hussein Beirút. 22. jan. — AP. ÍRANIR hafa vísað frá tilraun ríkja Múhameðstrúarmanna til að miðla málum í deilu þeirra ok íraka. Opinber talsmaður í íran sa«ði hins vegar að íranir «ætu fallist á að Alsirmenn og skæru- liðasamtökin PLO miðluðu mál- um í deilu ríkjanna. Nabavi, talsmaður írönsku stjórnarinnar var í dag spurður í viðtali í útvarpinu í Teheran um þá ætlan ríkja Múhameðstrúar- manna að senda nefnd til Teheran til að fá fulltrúa írana á ráðstefnu ríkjanna sem Hussein, forseti ír- aks mun sækja. Nabavi sagði að það kæmi ekki til mála að fulltrúi Irana færi á þá ráðstefnu. Þeir myndu ekki taka þátt í ráðstefnu með Hussein. Olof Palme, sendimaður Sam- einuðu þjóðanna til að miðla málum í deilu Irana og Iraka, er kominn til Stokkhólms eftir aðra ferð sína til ófriðarsvæðanna. Hann sagði á blaðamannafundi í dag að margt stæði í vegi fyrir að samningar gætu tekist. BLAÐAFULLTRÚI banda riska utanríkisráðuneytisins, John Cannon. hélt fund með fréttamönnum i Wiesbaden í gær vegna gislamálsins og lýsti nokkuð þeim hörmung- um. sem þeir urðu að þola i prísundinni. (Símamynd-AP) Alta: Ákæra lög- reglustjóra Frá Jan Erik Lauré. fréttaritara Mbl. i Ósló, 22. jan. Alþýðuhreyfingin á móti virkj- un Alta-árinnar i Noregi hefur ákært yfirlögregluþjóninn í Alta. Einar Henriksen vegna aðgerða lögreglunnar á virkjunarsvæðinu í gær. Lögreglan reif niður eða lagði hald á 21 tjald i eigu mótmælenda. Ilreyfingin telur þetta ólöglegt athæfi þar sem tjöldin voru á svæði i einkaeign. Lögreglan vildi einnig rannsaka Gargia-ferðamiðstöðina sem á landið sem tjöldin stóðu á. Hreyf- ingin telur slíkt ekki réttlætan- legt. Mótmælendurnir eru nú tjald- lausir við Alta-ána og reyna að fá inni hjá fólki sem á hús eða býr á svæðinu. Að minnsta kosti 100 mótmælendur hafa þegar fengið inni í húsum í einkaeign. spörum RAFORKU GÍSLARNIR FAGNA CARTER — bessir ónafngreindu menn úr hópi gislanna fyrrverandi stóðu á svölum bandariska hersjúkrahússins í Wieshaden í V-Þýzkalandi i fyrrakvöld og fögnuðu Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann kom til að bjóða þá velkomna ur prisundinni. (Simamynd AP). Carter við heimkomuna: „Gíslunum sýnd ótrú- leg - fáheyrð grimmd“ PlainN. Georfdu. 22. jan. — AP. CARTER fyrrverandi Banda- rikjafurseti, sagði eftir heimkom- una frá V-I>ýzkalandi, að íranir hefðu beitt handarísku gíslana „ótrúlega glæpsamlegri meðferð og sýnt fáheyrða grimmd.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki getað New York. 22. jan. - AP. „BANDARÍSKU gislarnir 52 gátu hrósað sigri, þrátt fyrir allt, vcgna þess að þeir koma heim. heilsugóðir á flestan hátt og hafa i engu glatað sjálfsvirðingu sinni, þrátt fyrir stöðugar og grimmúðlegar tilraunir írana til að niðurlægja þá“ sagði Richard Morefield, einn af gíslunum 52 i viðtali við CBS á Teheranflug- velli. Hann sagði hver og einn gíslanna hefði komizt að þeirri niðurstöðu að við skyldum þrauka og afbera þessa kvöl og koma út heilir á sál ekki siður en likama. Morefield er 51 árs, og var ræðismaður Bandaríkjanna í Te- heran, þegar sendiráðið var tekið. Hann sagði að gíslarnir ættu það inni hjá löndum sínum að þeir sýndu reisn í hvívetna. Morefield sagði að eftir hina misheppnuðu björgunartilraun í apríl hefðu gíslarnir verið fluttir á mismunandi staði. Hefðu sumir verið settir í einangrunarfangelsi og aðrir fengið inni í íbúðarhús- um. Hann sagði að íranir hefðu í hvívetna reynt að beita hann sálrænum þvingunum og svipta hann þeirri sjálfsvitund að hann setið á sér, þegar var verið að fara með gislana út í vélarnar; hefði þá hópur manna stillt sér upp og reynt að kasta þeim á milli sín, slá þá og sparka í þá er þeir voru að ganga að flugvél- arstiganum. Hefði bersýnilega enginn verið settur þeim til væri heiðvirður maður og dipló- mati. Hann sagðist ekki búast við að íranir hefðu skilið afstöðu Bandaríkjamanna og allra sízt Fréttastofan sagði að gíslarnir væru í fullkominni einangrun og að bandarískir embættismenn myndu skera úr um það hvenær gíslarnir fengju leyfi til að hitta fulltrúa fréttastofnana. Áður en það yrði leyft myndu gíslarnir gangast undir meiriháttar yfir- varnar. Carter sagði, að það samkomu- lag, sem bandaríska stjórnin gerði við írani til að leysa deiluna, skyldi haldið, væri sómi Banda- ríkjanna þar í veði. Carter sagði þetta um borð í vél siúni á leið frá Evrópu. Hann hversu mikið þol þeir sýndu. Hann sagði að margir gíslanna hefðu mátt þola meira harðræði en hann, en enginn hefði kvartað. heyrslur og heilaþvott og að fjöldamargir sérfræðingar CIA og geðlæknar væru á staðnum til að annast það. Tass sagði að vegna þess að bandarískir embættismenn óttuð- ust að gíslarnir yrðu ekki „nægi- lega neikvæðir" í garð írana bætti við, að dagurinn sá, sem hann vék úr Hvíta húsinu fyrir Ronald Reagan hefði undir lokin orðið mestur hamingjudagur lífs síns, vegna þess að fjórtán mán- aða samningastapp og þvarg hefði loks borið þennan giftusamlega ávöxt. Carter sagði að reynt hefði verið að sannfæra gíslana um glæpa- verk Bandaríkjamanna í íran. Hefði því jafnan verið haldið að þeim, að Bandaríkjamenn hefðu misnotað og mergsogið Irani í 35 ár, og virtust gæzlumenn gíslanna allar stundir hafa sem mesta ánægju af því að reyna að lítil- lækka þá. Carter sagðist ítreka að hann fordæmdi þetta, en bætti við „en nú heyrir þetta fortíðinni til.“ Aðspurður um hvort eitthvað sér- stakt hrjáði gíslana, sagði hann, að einangrunarvist sem margir hefðu orðið að sæta, hefði orðið mjög þungbær og allmargir hefðu Iézt verulega. Að öðru leyti taldi hann furðu sæta í hve góðu líkamlegu og andlegu ástandi þeir væru. reyndu fjölmiðlar í Bandaríkjun- um nú að koma af stað móðursýk- islegri herferð sem legði áherzlu á að Bandaríkjamennirnir hefðu sætt hinni verstu meðferð í íran. Áður hafði kommúnistaflokks- málgagnið Pravda sagt að Cart- er-stjórnin hafi leikið á tilfinn- ingar bandarísku þjóðarinnar meðan deilan um gíslana stóð yfir til framdráttar sínum eigin hags- munum. Sagði Pravda að málið hefði mátt leysa yfir löngu eftir friðsamlegum diplómatískum leið- um, og uppfylla lögmætar kröfur írana, varðandi bætur. Einn gíslanna: Við sigruðum írani - því við héldum sjálfsvirðingu okkar TASS-fréttastofan: Móðursýkisleg herferðj Bandaríkjunum gegn íran Moskvu. 22. jan. — AP. SOVÉSKA fréttastofan TASS sagði í dag að bandarískir fjölmiðlar væru að hleypa af stokkunum „móðursýkislegri herferð“ gegn íran og sagði að sálfræðingar og geðlæknar myndu „heilaþvo“ bandarísku gislana, áður en þeim yrði leyft að hitta fréttamenn. „Samkvæmt fréttum frá Wiesbaden eru bandarisk stjórnvöld augljóslega hrædd um að gislarnir fyrrverandi muni lýsa því yfir i heyrandi hljóði, að þeir beri engan kala i garð irönsku þjóðarinnar,“ sagði fréttamaður Tass i Washington.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.