Morgunblaðið - 23.01.1981, Side 22

Morgunblaðið - 23.01.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 Marína Eiríksdótt ir - Minningarorð Fædd 27. apríl 1965. Dáin 18. janúar 1981. í dag kveðjum við ástkæra systur, mágkonu og vin, sem við eigum öil svo ljúfar minningar um, að við höfum enn ekki áttað okkur á því að svo skammt sé milli lífs og dauða, enda munum við ekki geta hugsað um hana öðruvísi en lifandi sál um ókomin ár, því margs er að minnast. Marína Eiríksdóttir fæddist á Seltjarnarnesi, 27. apríl 1965, dóttir Jóhönnu Jóhannsdóttur og Eiríks Hermannssonar og ólst þar upp til 14 ára aldurs, að hún fluttist í Kópavog. Börn foreldra okkar voru 5 og var Marína yngst. Ekki gat hún slitið sig úr tengslum við sitt fyrra umhverfi og sat því áfram í Valhúsaskóla og hefði lokið grunnskólanámi þar að vori, enda voru hennar rætur á Nesinu, bæði skólafélagar og vin- ir. Það var óvenju náið samband milli föður okkar og Marínu, og hafði henni dottið í hug að þau færu saman og gerðu sér dagamun á afmælisdegi hans, nk. sunnudag. Marína var óvenju athafnasöm stúlka, stundaði mikið íþróttir, var afar félagslynd og hvers manns hugljúfi. Diskódans á hjólaskautum var ein af hennar uppáhalds íþrótta- eða skemmti- greinum. Ung telpa gekk hún í Skáta- hreyfinguna og var foringi í Skátafélagi Seltirninga. Samband okkar systkinanna og maka þeirra var mjög gott og erum við og foreldrar okkar harmi slegin að missa ástvin okkar með svo sviplegum hætti. Hafi Marína þökk fyrir allt sem hún eftirlætur okkur af yndis- legum minningum. Guð geymi hennar frómu sál og styrki foreldra okkar í þeirra miklu sorg. Nú rikir kyrrð i djúpum dal þótt duni foss í ifljúfraKal. i hreiðrum fuglar hvila rótt, þeir hafa boóid «óóa nótt. „Nú Haman leggja blómin blöó er breiddu faAm mót sólu kIoó i brekkum fjalla hvila hljótt, þau hafa boóió «óóa nótt. Nú hverfur hóI vió Hegubikaut og HÍgnir geisii hæó og laut. En aftanHkiniÓ hverfur hljótt þaÓ hefur boóió góóa nótt.“ Systkini og makar Skátafélög, eins og önnur mann- anna félög, byggjast fyrst og fremst á einstaklingunum, sem þau skipa, dugnaði þeirra og félagsþroska. Selsingar máttu vel við una að hafa Marínu Eiríks- dóttur í sínum röðum. Hún vann félaginu af dugnaði og ósérhlífni, meðan hún átti hægt um vik vegna búsetu. Hún var félagi í Selsingum, skátafélaginu á Sel- tjarnarnesi, frá stofnun, 3. nóv- ember 1977, og síðastliðinn vetur stjórnaði hún stórum hópi léskáta, sem virtust kunna vel að meta handleiðslu hennar. Síðastliðið vor fluttist hún með fjölskyldu sinni til Kópavogs, en það sýnir trygglyndi hennar við Seltjarn- arnesið og vinina þar, að hún kaus að halda áfram skólagöngu þar, meöan þess gerðist kostur. Hins vegar varð henni nú erfiðara að sinna skátastarfinu af krafti, og láði henni það enginn. Römm var þó enn sú taug, sem tengdi hana félaginu okkar, eins og orð hennar sýndu, þegar hún ræddi við núver- andi félagsforingja örfáum dögum áður en hún fórst með svo svipleg- um hætti. Þá lét hún þess getið, að félagið mætti leita til sín, ef því lægi á. Gamlir félagar ínu í Selsingum sakna glaðværrar, frjálsmann- legrar myndar- og dugnaðarstúlku og eru þakklátir fyrir að hafa fengið að hafa hana í sínum röðum í nokkur ár af hennar alltof skömmu ævi. Aðstandendum biðjum við huggunar í sorg þeirra. Með skátakveðju, Selsingar Kveðja frá bekkjarsystkinum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Síðastliðinn sunnudagsmorgun barst okkur sú sorgarfregn að Ina væri dáin. Hún hafði verið í afmælisveislu kvöldið áður, hress og glöð að vanda. Ekki grunaði okkur þá að sú samverustund væri hin síðasta í þessu lífi. — En nú er hún dáin og farin frá okkur. Það er þó huggun harmi gegn að við eigum og varðveitum allar minn- ingarnar um elskulegan félaga. Ina var ákaflega hress ung stúlka, hún var sannur vinur vina sinna og ávallt tilbúin til að rétta minnimáttar hjálparhönd. Hún hafði mikinn áhuga á að læra dans og var ákveðin í því að láta af því verða, en dauðinn kom í veg fyrir þá áætlun hennar. ína starfaði mikið í Skátahreyfingunni og var áhugasamur félagi. Hún átti marga góða vini og var elskuleg við alla. Hún hafði áhuga á íþróttum og var djörf í leik. Við skólasystkini hennar minn- umst hennar sem góðs félaga og munum ekki gleyma hlýleika hennar og allri góðvild. Við trúum því að sá sem öllu ræður leiði hana og verndi á ljóssins vegum Guðs um geim. Við færum móður ínu hjartan- legar þakkir fyrir alla góðvild hennar við okkur bekkjarsystkini ínu, þegar við fórum að Silunga- polli veturinn 1979, það var okkur ógleymanleg för. Við vottum sorg- mæddri móður ínu og góðum föður innilegustu samúðarkveðj- ur. Við biðjum góðan Guð að blessa, varðveita og hugga for- eldra hennar, ættingja, vanda- menn og vini. Guð blessi minningu skólasyst- ur okkar, Marínu Eiríksdóttur. 9. bekkur, Valhúsaskóla, Seltjarnarnesi. Hinsta kveðja frá Valhúsaskóla. Marína Eiríksdóttir lést af slys- förum sunnudaginn 18. þ.m., þegar bíll sem hún var farþegi í féll í Rey kj avíkurhöfn. Fráfall Marínu fékk mikið á okkur í Valhúsaskóla, svo mjög að okkur féllust hendur, þegar við spurðum örlagarík afdrif hennar, enda stóð hún okkur ljóslifandi fyrir sjónum, ung og svo lífsviljug, hreinskiptin og opinská, glæsileg ung stúlka, sem horfði fram veg- inn í eftirvæntingu og lífsþrá, tilbúin til átaka við lífið. En enginn má sköpum renna. Eg kynntist Marínu fyrst haust- ið 1978, þegar hún settist í 7. bekk Valhúsaskóla. Við náðum fljótt sambandi hvort við annað, enda lá hún ekki á skoðunum sínum, sem hún setti fram af fullri einurð. Enda þótt við værum ekki alltaf á sama máli þá tókst með okkur ágætur vinskapur, sem við rækt- uðum bæði hvort á sinn hátt. Mér þótti vænt um að hún vildi halda áfram í Valhúsaskóla, þótt hún hafi flutt í annað bæjarfélag. Hér átti hún vini, sem hún mat mikils — og gagnkvæmt. Hvar sem hún fór í hópi vina sinna ríkti fjör og glaðværð. Vinahópurinn var stór og margur saknar nú vinar í stað. Enginn fær skilið vegi lífsins og margar hafa nú spurningar vakn- að hjá ástvinum Marínar um fallvaltleik lífsins. Þeim spurning- um verður aldrei svarað. Þessi orð mín eru færri og fátæklegri en hugur minn stendur til, en orð eru fánýt, þegar stað- reyndir lífsins blasa við. Vil ég hér, og þar mæli ég fyrir mun þeirra sem kynntust henni í Valhúsaskóla, flytja foreldrum Marínar, þeim Jóhönnu S. Jó- hannsdóttur og Eiríki Hermanns- syni, systkinum hennar og ætt- ingjum svo og öllum jæim mörgu vinum hennar innilegastar sam- úðarkveðjur við fráfall hennar. Megi sá sem öllu ræður geyma hana í skjóli sínu. Blessuð sé minning hennar. ólafur H. Óskarsson Þó aö skilji hönd írá hönd hinsta kveöjustundin, hrökkva aldrei hjartans bönd haís viÖ bláu nundin. H.L. Það er ótrúlegt að ína, vinkona mín, skuli vera farin frá okkur og með svo sviplegum hætti. Ekki kom mér til hugar að við ættum ekki eftir að fara oftar á skíði saman eða hittast og hlæja og skemmta okkur, því alltaf þegar við hittumst var ína með bros á vör, síkát og glöð. Góð vinkona, sem sýndi hugprýði hvar sem hún fór. Ég bið algóðan Guð að styrkja foreldra hennar og systkini í þeirra miklu sorg. Far þú i friöi, friöur GuÖh þijc biessi, haföu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú meö guöl, GuÖ þér nú fylgl, hanH dýröarhnoHH þú hljóta skalt. V. Briem. Sesselja Hrönn Jensdóttir Náttúrufræð- ingurinn fimmtíu ára í FRÉTTABRÉFI Hins íslenska náttúrufræðifélags er þess getið, að á árinu verða fimmtíu ár iiðin frá þvi að útgáfa tímaritsins Náttúrufræðingurinn hófst, en biaðið hefur verið i eign félagsins í fjörutiu ár. Náttúrufræðingnum hefur frá upphafi verið ætlað að vera alþýð- legt fræðslurit um náttúrufræði go stærð hvers árgangs hefur frá fyrstu tíð verið hin sama, aldrei minni en tólf arkir. Næsti fræðslufundur félagsins verður mánudaginn 26. janúar. Þá flytur Karj Skírnisson erindi um minkinn á íslandi, en svo vill til að í ár eru fimmtíu ár liðin frá því hann var fyrst fluttur til landsins. Fundurinn hefst kl, 20.30 og verður haldinn í Arnagarði, stofu 201. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÖTA HF + Eiginmaöur minn og sonur, ÁRNI ÞÓRIR HALL, lést 21. janúar. Jaröarförin auglýst síöar. Katrfn Hall, Ragnheiöur Hall. + Bróöir okkar, NÍELS HALLGRÍMSSON fró Grímsstööum, Mýrasýslu, lést í Elliheimilinu Grund 17. jan. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þrlöjudaginn 27. jan. kl. 13.30. Systkinin. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, MAGNÚS MAGNUSSON, verkfrœöingur, lézt 21. janúar aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Björn Magnússon, Ingibjörg Björnsdóttir, Þór Magnússon, Stefanía Siguröardóttir, og barnabörn. + Hjartkær eiginmaöur minn, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi, GUOMUNOUR GUDMUNDSSON, Engjavegi 5, Selfossi, verður jarösunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 24. janúar, kl. 14.00. Þorbjörg Vaidimarsdóttir, Gunnar Guömundsson, Aslaug Helgadóttir, og barnabörn. + GUDRUN JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR fré Eyri, lézt á Hrafnistu 16. janúar. Jaröarförin fer fram mánudaginn 26. janúar kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Ölduslóó 17, Hafnarfirói. Sérstakar þakkir sendum viö læknum og starfsfólki, St. Jósefsspítala Hafnarfiröi og Geisladeildar Landspítalans fyrir góöa hjúkrun og umönnun. Hinrik Albertsson, Halldóra Hinriksdóttir, Margrét Hinriksdóttir, Sigurjón Ingi Haraldsson, Guórún Sigurjónsdóttir. + Innilegar þakklr til allra, sem auösýndu okkur samúö og vinarhug vlö andtát og jaröarför ÞORKELS OLAFSSONAR, húsvaröar. Systrabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auösýndu okkur samúö og vinarhug vlö fráfall og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR fré Hvammstanga. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild G 1, Hrafnistu. Björn Kr. Guömundsson, Trausti Björnsson, Áslaug Hilmarsdóttir, Ólafur Björnsson, Mjöll Þóröardóttir, Jóhann Björnsson, Svanhildur Þorkelsdóttir, barnabörn Og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.