Morgunblaðið - 22.02.1981, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981
jr
„Odrengileg lausn
á fiskverðsdeilu44
- segir Magnús Friðgeirsson um breytt
útflutningsgjöld á sjávarafurðum
FRAM hefur verið lagt á Alþingi frumvarp um breytingar á
útflutningsgjöidum sjávarafurða, en þau hafa verið 5,5% af
fob-verðmæti. Samkvæmt frumvarpinu verða útflutningsgjöld á
skreið 10%, 5,5% á saltfiski og 4,5% á frystan fisk. Ákvörðun um þessa
breytingu var tekin samhliða ákvörðun um fiskverð og var ein af
forsendunum fyrir fiskverðsákvörðun.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Magnús Friðgeirsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóra Sjávarafurða-
deildar Sambandsins, en Sam-
bandið er meðal stærstu útflytj-
enda á skreið. Magnús var spurður
hvaða augum hann liti frumvarpið
um breytt útflutningsgjöld á
greinarnar:
„Þessari hugmynd mun hafa
verið varpað fram í yfirnefnd
verðlagsráðs sjávarútvegsins til
þess að ná saman verði með
sjómönnum, útgerðarmönnum og
fiskverkendum," sagði Magnús. „A
þessum vettvangi er hins vegar
enginn fulltrúi skreiðarframleið-
enda og því er varla ofsagt að
kalla þessa lausn á deilu um
fiskverð ódrengilega. Skattlagning
af þessu tagi skekkir verðmæta-
mat framleiðenda til að gera sem
verðmesta vöru úr því hráefni,
sem þeir hafa á milli handanna
hverju sinni.
Þá er það furðuleg lenzka, sem
lengi hefur verið viðloðandi, að
líta á skreiðarverkunina sem
óæðri hinum vinnslugreinunum,
algjörlega án tillits til þess hvort
hún skilar sömu rekstrarafkomu
eða ekki. Menn, sem tala um
málefni fiskvinnslunnar, hafa oft
á tíðum fallið í þá gryfju að tala
um skreiðarverkun nánast í sama
orðinu og úrkast til fiskimjöls-
verksmiðja, en það vísar einfald-
lega til þess hve ranglátur dómur
er lagður á skreiðarverkun yfir-
leitt. Við höfum verið að hugleiða
það okkar á milli, að þeir sem
ákveða þessa hluti upp á skreiðar-
verkendur myndu tæplega bera
okkur á höndum sér ef erfiðleikar
steðjuðu að í skreiðarverkuninni
og það eru reyndar ekki mörg ár
síðan slíkir erfiðleikar voru í
greininni," sagði Magnús.
Hann var spurður hvort staða
skreiðarverkunarinnar væri ekki
það góð, að hún þyldi þessa
breytingu á útflutningsgjöldum,
en í útreikningum Þjóðhagsstofn-
unar um stöðu vinnslugreinanna
kom fram, að skreiðarverkunin
væri rekin með 25% hagnaði
miðað við fiskverð, sem gilti fyrir
áramót. Hann sagðist alls ekki
vera sáttur við þetta vinnuplagg
stofnunarinnar og sömu sögu væri
að segja um nánast alla fiskverk-
endur og gilti þá einu hvort um
væri að ræða menn í freðfisk-,
saltfisk- eða skreiðarverkun.
Hann sagðist ekki geta sagt ná-
kvæmlega um hverju skakkaði í
tölum Þjóðhagsstofnunar, en
marga þætti þyrfti að taka inn í
útreikningana ef rétta ætti þetta
plagg af.
Magnús var spurður um stöðuna
í málefnum skreiðarsölu og sagði,
að þau mál væru í biðstöðu. Beðið
væri niðurstaðna úr samningum
Norðmanna og Nígeríumanna, en
Norðmenn eru einmitt um þessar
mundir í Nígeríu. Hann sagði, að
útflytjendur væru að þreifa á
þessum málum, en niðurstöður
lægju ekki fyrir. Þá var hann
spurður hvort Norðmenn undir-
byðu íslenzku skreiðina: „Norð-
menn eru með sína verðstefnu og
það er spurning hvort við getum
kallað það undirboð eða lága
verðstefnu, því þeir eru að hækka
sitt verð frá því í fyrra í norskum
krónum. Vissulega eru þeirra hug-
myndir um verð þó lægri en
okkar,“ sagði Magnús Friðgeirs-
son að lokum.
Öll tryggingafélögin
taka áfokstjón á bíl-
um inn í kaskó
MORGUNBLAÐINU barst i gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Samstarfsnefnd bifreiðatrygg-
ingafélaganna:
„Af gefnu tilefni vill samstarfs-
nefnd bifreiðatryggingafélaganna
taka fram að á undanförnum
mánuðum hafa verið í endurskoð-
un kaskótryggingaskilmála bif-
reiðatryggingafélaganna. í þeirri
endurskoðun hafa öll bifreiða-
tryggingafélögin átt sinn fulltrúa.
Vegna óveðursins 16.—17.
febrúar sl. hafi bifreiðatrygginga-
félögin ákveðið að kaskótrygg-
ingar bifreiða feli í sér áfokstjón á
hinni tryggðu bifreið.
Eigendur kaskótryggðra öku-
tækja, sem orðið hafa fyrir tjóni
af þessu tagi eru beðnir að hafa
samband við viðkomandi vátrygg-
ingafélag sem fyrst."
Grafa rennu
fyrir Heimaey
Vestmannaeyjum 21. febrdar
SJÓPRÓF vegna strands Heima-
eyjar VE 1 á Þykkvabæjarfjöru
verða haldin fljótlega eftir helgi,
en yfirmenn á skipinu eru enn á
strandstað við að reyna að bjarga
skipinu. Þar eru fleiri björgun-
armenn með stórvirk tæki og
hefur þeim tekizt að snúa skipinu,
þannig að stefni þess veit nú mót
hafi og verður reynt að draga
skipið þannig út. Fyrir utan bíður
björgunarskipið Goðinn, en á milli
skipanna eru um 800 metrar af
sandrifi. Björgunarmenn vinna að
því að grafa rennu fyrir Heimaey
út í sjó og á að reyna að draga
skipið út næstu daga þó svo að nú
sé smækkandi straumur.
Sigurgeir
Siglufjörður:
Nýja ráðhúsið
opnað á mánudag
Sigluíirði, 21. febrúar.
HIÐ nýja ráðhús okkar Siglfirð-
inga verður formiega opnað á
mánudag, en bæjarstarfsmenn
hafa undanfarna daga staðið i
flutningum á bókhaldi og öðrum
gögnum.
Skrifstofur bæjarins verða nú
undir einu og sama þaki og rætist
þar langþráður draumur Siglfirð-
inga.
— Fréttaritari.
Skyldusparnað-
urinn greiddur
út árið 1984
SKYLDUSPARNAÐUR, sem tek-
inn var af skattgreiðendum á
árinu 1978, kemur til útborgunar
eftir þrjú ár, þ.e. í febrúar 1984.
Samkvæmt lögum frá árinu 1978
verður skyldusparnaðurinn
greiddur út með verðtryggingu.
Skyldusparnaðurinn náði í fyrst-
unni aðeins til einstaklinga, en
með efnahagsráðstöfunum síðar
það ár var hann einnig látinn ná
til fyrirtækja.
Sjálfstæðisflokkurínn hvetur til samstöðu um kjördæmamálið:
Fulltrúi Korchnois, svissneski iögfræðingurinn Alban Brod-
beck, er væntanlegur til tslands á næstunni til að kynna sér
aðstæður hér vegna tilboðs Skáksambands fslands i heimsmeist-
araeinvígið i skák. Myndin sýnir þá Korchnoi og Brodbeck
spjalla saman á aðalþingi FIDE í Buenos Aires 1978. Ljósm.:
Einar S. Einarsson.
Karpov og Korchnoi
haúi lýst yf ir áhuga
á Islandsferð í ár
KARPOV og Korchnoi höfðu báðir áður en tilboð
Skáksambands íslands í einvígi þeirra um heims-
meistaratiltilinn kom til lýst yfir áhuga sínum á að
heimsækja ísland á þessu ári.
Karpov hafði sem kunnugt er tekið þá ákvörðun að láta málið
áhuga á að koma hingað til lands
í fyrra, en ekki gat orðið af því. í
samtölum á Möltu, þegar ól-
ympíuskákmótið fór þar fram,
kvaðst heimsmeistarinn enn
hafa áhuga á íslandsferð og
nefndi þann möguleika, að hann
kæmi við á íslandi í sambandi
við ferð til Mexíkó, sem er á
dagskrá hans eftir einvígið um
heimsmeistaratitilinn.
Frá Korchnoi bárust þau boð í
janúar sl., að hann hefði áhuga á
að heimsækja ísland með vorinu
og þá í sambandi við hugsanlega
afmælishátíð Taflfélags Reykja-
víkur, sem varð 80 ára í fyrra.
Stjórn Taflfélagsins mun hafa
liggja í láginni meðan ekki er séð
fyrir endann á því, hvar heims-
meistaraeinvígið verður, þar
sem opinbert boð til Korchnois á
meðan gæti hugsanlega spillt
fyrir tilboði Skáksambands ís-
lands, ef Rússar tækju slíkt
óstinnt upp. Taflfélagsmönnum
þykir hins vegar jafnrétt, að
Skáksamband íslands fari á
sama tíma varlega i samskiptum
við Skáksamband Sovétríkjanna,
ef Korchnoi tæki slíkt óstinnt
upp, en eins og Mbl. hefur skýrt
frá fara menn á vegum SÍ til
Sovétríkjanna á næstunni í boði
sovézka skáksambandsins, en
Skáksamband íslands greiðir
ferðakostnað til og frá Moskvu.
Einmeimingskjördæmi,
fjölgun kjördæmakjör-
inna þingmanna um sex
Einmenningskjördæmi sem
telja 49 og að kjördæmakjörnum
þingmönnum verði fjöigað um
sex og þeim skipt til helminga
milli Reykjavikur og Reykjaness
er aðalinntak hugmynda sjálf-
stæðismanna i kjördæmamálinu,
en innan flokksins hefur verið
unnið að máli þessu í vetur og nú
fyrir helgi voru bréf send for-
mönnum allra stjórnmálaflokk-
anna með ósk um að þeir tilnefni
fulltrúa til sameiginlegra við-
ræðna um málið. Geir Hall-
grimsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins skýrði frá þessu á
ráðstefnu um sveitarstjórnarmál,
sem hófst í Valhöll í gærmorgun
og sagði einnig hugmynd Sjálf-
stæðisflokksins, að með breyt-
ingu á stjórnarskránni yrði einn-
ig sérstaklega tekin fyrir verk-
efnaskipting ríkis og sveitarfé-
laga og sjálfsforræði sveitarfé-
Iaganna verulega aukið með
ákvæðum í stjórnarskrá.
Á flokksráðs- og formannafundi
Sjálfstæðisflokksins sem haldinn
var í nóv. sl. var skipuð nefnd til
þess að móta tillögur flokksins um
breytingar á kosningalögum og
kjördæmaskipan. Niðurstöður
nefndarinnar voru, að einmenn-
ingskjördæmi kæmust næst per-
sónukjöri og myndu treysta
tengslin við kjósendur. Sjálfstæð-
isflokkurinn leggur til, að upp
verði tekin 49 einmenningskjör-
dæmi og 11 þingmenn verði kjörn-
ir af landslista. Þá er og í
hugmyndum sjálfstæðismanna, að
með viðhaldi núverandi kjör-
dæmaskipunar mætti fjölga kjör-
dæmakjörnum þingmönnum í 55,
þannig að þingmönnum Reykja-
víkur fjölgaði um þrjá og Reykja-
ness einnig um þrjá og lands-
kjörnir þingmenn yrðu þannig
aðeins fimm. Þó mætti, segir í
tillögunum, ef yrði mikið ójafn-
vægi milli kjördæma með þeirri
breytingu, fjölga uppbótarþing-
mönnum um sex. Það var sam-
þykkt í fyrrgreindri nefnd, að fela
Geir Hallgrímssyni, Matthíasi
Bjarnasyni og Matthíasi Á. Math-
iesen að hefja viðræður við full-
trúa annarra stjórnmálaflokka og
kynna framkomnar hugmyndir
um lausn málsins og hafa for-
mönnum stjórnmálaflokkanna
þegar verið send bréf þessa efnis.
Geir Hallgrímsson gerði grein
fyrir þessum hugmyndum í setn-
ingarræðu á ráðstefnu um sveitar-
stjórnarmál, sem hófst í Valhöll í
gærmorgun. Hann sagði, að unnið
hefði verið að þessu máli í allan
vetur og væri hugmynd flokksins
sú, að leiða þetta brýna réttlæt-
ismál til farsællar úrlausnar með
samvinnu allra stjórnmálaflokk-
anna og sagðist hann vonast til, að
unnt yrði að ná þingmeirihluta
um breytingarnar tímanlega fyrir
næstu þingkosningar.
Þá gerði Geir einnig grein fyrir
hugmyndum Sjálfstæðisflokksins
um að í stjórnarskrá verði vald-
svið sveitarfélaganna gert ákveðn-
ara og mun meira en það er í dag
og sagði að Sjálfstæðisflokkurinn
myndi beita sér fyrir því samhliða
kjördæmabreytingunni.
Leiðrétting
RANGHERMT var í Mbl. í gær, aó
Richard Björgvinsson væri bæjar-
stjóri Kópavogs, hann er bæjar-
fulltrúi sjálfstæðismanna þar, en
bæjarstjórinn heitir Bjarni Þór
Ólafsson.