Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981
5
Félög fatlaðra kynna starfsemi
sína í opnu húsi í Valhöll
KYNNING á hinum ýmsu
styrktarfélögum og samtökum
fatlaðra fer fram i Sjálfstæðis-
húsinu við Valhöll, Háaleitis-
braut 1, sunnudaginn 29. marz.
20 félög og félagasamtök kynna
starfscmi sina i sérstökum bás-
um i aðalsal á jarðhæð Vaihail-
ar. Á sama tima fer fram
dagskrá i setustofu á jarðhæð
og kvikmyndasýning verður i
kjallarasal. Kynning þessi og
dagskrá er undirbúin og haldin
á vegum félaganna sjálfra i
samvinnu við fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélaganna i Reykjavik.
Sérstök bilaþjónusta verður i
tengslum við kynninguna.
Á dagskránni verða ræður og
kynning á ýmsum þáttum sem
varða fatlaða. Jóna Sveinsdóttir,
formaður Öryrkjabandalagsins,
kynnir starf og hlutverk félag-
anna, Tómas Helgason fjallar
um líkamlega og andlega fötlun,
Guðni Þorgeirsson yfirlæknir
um endurhæfingu, Þorsteinn
Sigurðsson sérkennslufulltrúi
um menntunarmál fatlaðra, Carl
Brand framkvæmdastjóri endur-
hæfingarráðs um starf og skipu-
lag endurhæfingarinnar og
Magnús Jóhannesson um mögu-
leika fatlaðra á almennum
vinnumarkaði. í upphafi dag-
skrár flytur Guðmundur H.
Garðarsson, formaður fulltrúa-
ráðsins, ávarp.
Kaffiveitingar verða í húsinu
frá kl. 14—17 og kvikmynda-
sýningar hefjast kl. 15 og standa
yfir til 16.30. Húsið opnar kl. 13
og kynningunni lýkur kl. 18.
Bílaþjónusta verður í síma
82900.
Félögin er taka þátt í þessu
opna húsi og kynna starfsemi
sína eru: Blindrafélagið,
Blindravinafélagið, Félag
heyrnarlausra, Félagið heyrnar-
hjálp, Foreldra- og styrktarfélag
heyrnarlausra, Geðhjálp, Geð-
verndarfélag Islands, Gigtarfé-
lag íslands, íþróttasamband
fatlaðra, Landssamtökin þroska-
hjálp, Ný rödd, Samtök gegn
astma og ofnæmi, Samtök migr-
enisjúklinga, Samtök sykur-
sjúkra, SÍBS, Sjálfsbjörg,
Stómasamtökin, Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra, Styrktarfé-
lag vangefinna og Öryrkja-
bandalag íslands.
Hverjir hafa
lykilaðstöðu í
utanríkismál-
um íslendinga?
„HVERJIR hafa lykilaðstöðu í
utanríkis- og öryggismálum ís-
lands?“ er heiti framsöguræðu, sem
Geir Hallgrimsson, alþingismaður
og formaður utanrikismálanefnd-
ar Alþingis, flytur á fundi i Valhöll
við Háaleitisbraut mánudaginn 30.
mars næstkomandi.
Fundurinn hefst klukkan 20.30, en
fundarboðendur eru sjálfstæðisfé-
lögin Heimdallur, Hvöt, Óðinn og
Vörður í Reykjavík. Utanríkis- og
varnarmál hafa að undanförnu ver-
ið mjög í brennidepli íslenskrar
stjórnmálaumræðu, einkum eftir að
upp komu fullyrðingar um að Al-
þýðubandalagið hafi náð fram sjón-
armiðum sínum í málinu innan
ríkisstjórnar, segir í fréttatilkynn-
ingu fundarboðenda.
Prentvillur í
athugasemd
TVÆR sérkennilegar prentvillur
voru í athugasemd við grein
Jónasar Péturssonar, fyrrum al-
þingismanns, i Morgunblaðinu i
gær. Orðið „herbúðum“ varð að
hersiðumf!) og orðið „kannski"
varð að landinnf!) Þetta leiðrétt-
ist hér með.
Hornbjargsviti:
Versti vet-
ur síðastlið-
in 20 ár
„HÉR HEFUR verið blota-
laust og nær samfellt hríðar-
veður og 6 til 12 stiga frost frá
áramótum og þetta er alversti
vetur, sem ég hef kynnst hér
undanfarin 20 ár,“ sagði Jó-
hann Pétursson vitavörður i
Hornbjargsvita, er Morgun-
blaðið hafði tal af honum
nýlega.
Jóhann sagði, að þrátt fyrir
slæmt veður að undanförnu,
hefði tekizt að koma til hans
varningi fyrir um hálfum mán-
uði, svo hann skorti ekki neitt,
nema sjónvarpið, sem farið
hefði úr sambandi í óveðrinu
fyrir skömmu. Sagði hann að
þá hefðu sérstakar stengur
brotnað og væri verið að útvega
aðrar erlendis frá. Hann sagði
ennfremur að venjulega væri
Látravíkin fremur snjólétt í
þessari vindátt, þar sem hún
væri beint á móti hafáttinni og
skæfi því úr henni, en svo væri
ekki nú, því að þar væri um það
bil meters þykkur jafnfallinn
snjór.
Átta skip enn
á loðnuveiðum
AÐEINS 8 skip eiga nú eftir að
veiða upp i loðnukvóta sinn, sam-
tals um fimm þúsund lestir. Enn
þá virðist eitthvað af loðnunni
eiga eftir að hrygna. Frá því á
sunnudag hafa eftirtalin skip til-
kynnt Loðnunefnd um afla:
Sunnudagur: Huginn 300.
Mánudagur: Dagfari 420, Ársæll
330, Sæberg 300, Þórshamar 370,
Fífill 500, Seley 400, Gísli Árni 450,
Guðmundur 800, Ljósfari 60.
Leiðrétting
í MORGUNBLAÐINU í gær mis-
•itaðist nafn Kristins Guð-
irandssonar í Björgun og einnig
íafn Kristjáns Sveinssonar á Goð-
inum. Eru viðkomandi beðnir
ælvirðingar á mistökunum.
im tíma árs, þegar þvottavélin
í gangi, og veöur getur
til beggja vona, er tilvalið að
Sér hjá því að hengja upp þvott
ini, þegar mikið liggur við!
sgna er óneitanlega freistandi
jpa þurrkara frá Philco fyrir
heiiBIið. Heimilistæki h.f. hafa
Philco þurrkara um árarajþir o®hæla
óhikað með þeim, -jafnvetfyrir||psrstu
heimili.
Komdu og skoðaðu Philco hj^
Heimilistækjum h.f.
„Þú hefur allt á þurru með Ph^o!‘
heimilistækifif
Hafnarstræti 3 — Sætúr