Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 23 Junior Chamber í Reykjavik: Ráðstefna um umferðar- og örygg ismál blindra og heymardaufra JUNIOR Chamber-hreyfingin á fslandi hefur valið sér kjörorðið .LeKKjum öryrkjum lið“ til að vinna að á alþjóðleKU ári fatl- aðra. f samræmi við þetta kjörorð gekkst Junior Chamber i Reykja- vík fyrir ráðstefnu um „Umferð- ar- og öryggismál blindra og heyrnardaufra“ að Ilótel Loft- leiðum 8. marz sl. Kveikjan að þessari ráðstefnu var fundur sem forystumenn JC-félaganna í Reykjavík áttu með formönnum allra öryrkjafé- laga í Reykjavík, þar sem kannað var með hverjum hætti JC-félögin gætu orðið að liði. Byggðarlags- nefnd Junior Chamber í Reykjavík var falið að sjá um undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar og hef- ur nefndin starfað síðan í desem- ber 1980. Formaður nefndarinnar er Halldór Leví Björnsson. Ráðstefnan sýndi að mikil þörf var á að taka þetta málefni til umræðu og kom þar fjöldamargt fram varðandi öryggismál blindra og heyrnardaufra sem þarfnast úrbóta og eins hvernig bezt yrði úr því leyst. Ráðstefnan var sett af Óskari Guðnasyni, forseta JC í Reykjavík, í forföllum félagsmálaráðherra. Halldór S. Rafnar, formaður Blindrafélagsins hafði fyrstu framsögu. Kom fram í máli hans að þessi ráðstefna væri sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Blindir hefðu ekki verið mikið á ferli hingað til en nú væri þetta að breytast og væri nauðsynlegt að flytja til Islands kennslu fyrir blinda um hvernig þeir kæmust leiðar sinnar í umferðinni. — Hvíti stafurinn er alþjóðlegt tákn blindra en hérlendis vantar ákvæði í lög og reglugerðir til að hann verði viðurkenndur. Það þyrfti einnig að stórauka fræðslu í að umgangast blinda t.d. í öku- skólum, hjá heilbrigðisstéttum, á barnaheimilum, lögreglu o.fl. Hervör Guðjónsdóttir, formaður félags heyrnarlausra, flutti næst erindi. Benti hún á að heyrnar- skertir notuðu fyrst og fremst sjónina til að komast leiðar sinnar og þess vegna væri nauðsynlegt að öll skilti og leiðarmerki væru til staðar og séu skýr, bæði í umferð- inni og á vinnustöðum. í heima- húsum eru margar hættur og benti hún á að eldvarnarkerfi með hljóðmerkjum gögnuðu ekki heyrnarlausum. Þyrfti að tengja þau sérstökum útbúnaði með Ijós- merkjum og hvatti hún til að þetta yrði nánar athugað. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs sagði m.a. í erindi sínu að í allri fræðslu um umferðarmál væri lögð áherzla á notkun sjónar og heyrnar í um- ferðinni. Hann talaði um hvíta stafinn og gildi hans og benti á að nauðsynlegt væri að setja á hann endurskinsmerki. — Óli kom með tillögu um að gera endurskins- merki í skærum litum til að setja á yfirhafnir blindra, heyrnar- lausra, hjartasjúklinga og fleiri fatlaðra í umferðinni. Að lokum tók til máls Garðar Halldórsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins. Hann kynnti lög um vinnuvernd frá sl. áramótum. Að loknu matarhléi tóku um- ræðuhópar til starfa en þeir fjöll- uðu um eftirfarandi málefni: Ör- yggi á vinnustöðum, Eldvarnir, Almannavarnir og áríðandi upp- lýsingar, Hættur í heimahúsum og Blindir og heyrnarskertir í um- ferðinni. í lok ráðstefnunnar tók Óskar Guðnason, forseti Junior Chamber í Reykjavík, til máls og sagði að ráðstefnudagurinn skildi eftir sig lykil að lausn vandamála þessara hópa. Niðurstöður yrðu unnar og sendar út í samvinnu við öryrkja- félögin og sagðist hann vona að allir færu heima með jákvætt hugarfar um að bæta ástandið. Frá ráðstcfnu Junior Chamber um umferðar- og öryggismál blindra og heyrnardaufra. Nýja húsið, þar sem Þjónustumiðstöð Globus hf. mun opna í maimánuði næstkomandi. Þar verður stórt viðgerðarverkstaeði og einnig varahlutaverslun fyrir viðskiptavini Globus hf. Ljósm. Mbi. Emíii*. Globus hf. opnar þjónustumiðstöð ÞESSA dagana er verið að leggja siðustu hönd á undirbúning að opnun Þjónustumiðstöðvar Globus hf. í Reykjavik. Þjónustumiðstöðin verður i nýju gíæsilegu húsi að Lágmúla 5, á tveimur hæðum, alls 2000 fermetrar, og verður verk- stæði fyrir Citroen bíla, Zetor dráttarvélar og JCB-gröfur á neðri hæðinni, en á þeirri efri stór varahlutaverslun. Árni Gestsson, forstjóri, sagði í spjalli við Mbl., að fyrirhugað væri að Þjónustumiðstöðin opnaði í maí- mánuði næstkomandi. — Þetta hef- ur lengi verið okkar draumur, sagði Árni, að geta veitt viðskiptavinum fyrirtækisins svo fullkomna þjón- ustu. Guðjón Helgason mun veita Þjónustumiðstöð Globus hf. for- stöðu og hún verður sem sé opnuð eftir 1—2 mánuði. Húsavík: Hlutirnir að fær- ast í eðlilegt horf Húsavtk, 24. marz. NÚ HEFUR norðanáttinni slotað i bili svo bátar fóru allir á sjó i morgun eftir 8 daga landlcgu. Vegi er verið að opna allt austur til Raufarhafnar og Þórshafnar og eru bilar komnir að norðan til að sækja mjólk og önnur nauð- synlegustu aðföng. Enn er nokkuð frost og hætt við að fljótlega renni í slóðir. í dag eru því hlutirnir farnir að ganga sinn eðlilega gang. Fréttaritari. Flugleidir bjóða þér í ódýra viku-eda helgarferð til NewYoik. Verð frá 3.860- FUJGLEIDIR Traust fölk hjá góóu félagi Taktu þátt í ,,l love New York“ ævin- týrinu - með söngleikjum, lista- og leiksýningum, bíóferðum, jazzklúbb- um, listasöfnum, stórverslunum, úti- mörkuðum, kínahverfinu, Greenwich Village, o.fl., o.fl. Fararstjórinn, hún Vilborg Kristjáns- dóttir, tekur á móti þér á flugvellinum og verður þér innan handar um val á frá matsölustöðum til balletsýninga - Þú getur valið Summit hótelið á 51. götu eða Prince George á 28. götu. Með herberginu fylgir morgunmatur. Taktu þátt í „I love New York" ævintýrinu - starfsfólk Flugleiða mun gera sitt til þess að það verði þér sem ánægjulegast. Þið fáið allar upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða eða hjá ferðaskrifstofum. Hlakka til að hitta þig í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.