Morgunblaðið - 25.03.1981, Side 10

Morgunblaðið - 25.03.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 LjÓNin. Kristján. Söfnuðu til kaupa á taugagreini Kvenfélöjf innan Kvenfélatíasamhands Gullbringu- og Kjósarsýslu hafa að undanförnu annast mcrkjasölu fyrir Bandalag kvenna til fjáröflunar ve«na kaupa á taugagreini í tilefni árs fatiaðra. ólína Ragnarsdóttir (t.v.), formaður sambandsins, afhenti sl. laugardag gjaldkera Bandalags kvenna, Kristínu Samúelsdóttur, krónur 44.160 er safnast höfðu og var myndin tekin við það tækifæri. Fellsmúli - Makaskipti 4ra—5 herb. falleg íbúð við Fellsmúla á 1. hæð. Selst í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð í nærliggjandi hverfum. EIGNANAUST Laugavegi 96 v/Stjörnubíó. Þorvaldur Lúðvíksson hrl. FASTEIGNA HÖLUN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT 58-60 SÍMAR-35300& 35301 Stóragerði sér hæð Vorum að fá í sölu 146 fm neðri hæð í þríbýlishúsi með bílskúr. Hæðin skiptist í stóra stofu, skála, 3 svefnherb., eldhús og bað. Vinnuherb. inn af eldhúsi, sér þvottahús. KOSTA KJÖR Aðdáendum gamla bæjarins getum viö boöiö upp á nýjar 2ja og 4ra herb. íbúöir með stórum geymslum í kjallara og bílgeymslum með neöangreindum kosta- kjörum: 2ja herb. íbúðir: 4ra herb. íbúðir: Söluverö 358 þús. Söluverö 548 þús. Greiðslukjör: Greiöslukjör: 1. Viö undirr. samn. 40.000.- 1. Viö undirr. samn 60.000.- 2. Beðiö eftir tveim 2. Beðið eftir tveim fyrri hl. húsn.láns 80.000.- fyrri hl. húsn.láns 80.000.- 3. Seljandi lánar til 3. Seljandi lánar til 4ra ára 25.000.- 4ra ára 25.000.- 4. Mánaöargreiöslur 4. Mánaðargreiðslur í 16 mánuði, kr. 213.000.- í 16 mánuði. kr. 383.000.- 13.313 - pr. mánuð. 23.937.- pr. mánuð. Samt. kr. 358.000.- Samt. kr. 548.000.- íbúöirnar afhendast tilbúnar undir tréverk og máln- ingu, öll sameign afhendist fullgerð þ.m.t. gufubað- herb., sem er sameiginlegt í kj. bílgeymslur afh. fullgeröar. Lóö afh. fullgerö þ.m.t. steypt bílastæði og heimkeyrslur. íbúðirnar eru á 1. og 2. hæö í 3ja hæða húsi og afhendast í sumar. Fas teignaþjón us tan, Austurstræti 17, Sími 26600. „Góðar vonir um að JC verði stof nað í kommúnistaríkiu - segir Indverjinn Vilas Kale, varaheimsíforseti Junior Chamber „Þetta er stórkostlegt — að koma hingað og kynnast ís- lenzkri þjóð á þennan hátt. Ég bý heima hjá landsforsetanum, Andrési Sigurðssyni, og gefst með því móti mun betra tæki- færi til að kynnast tslending- um, heldur en ef ég væri á hóteli,“ voru upphafsorð vara- forseta aiheimshreyfingar Jun- ior Chamber, Vilas Kale, er Mbl. ræddi við hann á föstudag, en hann er nú hérlendis I fjögurra daga heimsókn á veg- um hreyfingarinnar. Vilas Kale er Indverji, búsettur i bænum Nagpur á Mið-Indlandi. JC-hreyfingin hefur náð föst- um sessi í félagslífi hérlendis. Hreyfingin er ætluð ungu fólki á aldrinum 18—40 ára og skipta félagar hérlendis þúsundum og eru félagsdeildir nú um allt land. Vilas sagðist mjög ánægður með starfsemi JC á Islandi sem hann sagði kraftmikla og árangurs- ríka. „Islandsdeildin er áreiðan- lega ein sú bezta í heiminum og fjölmennasta miðað við mann- fjölda. Til samanburðar, þá búa á Indlandi 610 milljónir manna, en í JC-hreyfingunni þar eru aðeins 25 þúsundir. Við spurðum Vilas fyrst hvað væri efst á baugi í starfsemi JC-hreyfingarinnar. Hann sagði, að á síðasta heimsþingi, sem haldið var í Osaka í nóvember sl., hefðu orkumál heimsins sér- staklega verið tekin til umfjöll- unar og áætlað væri að vinna mikið að þeim á árinu. „Þá höfum við sérstaklega tekið fyrir samskipti þróuðu landanna og þróunarlandanna og þá sérstak- lega með tilliti til orku og iðnaðarmála. A næsta heims- þingi, sem haldið verður í Berlín í haust, fær mál þetta sérstaka umfjöllun. Við höfum hafið und- irbúningskönnun á því að leggja að Sameinuðu þjóðunum að sam- þykkja, að árið 1985 verði ár efnahagslegrar samvinnu meðal þjóða heims, og teljum við, að nýting orkulinda heimsins eigi þar ekki minnstan þátt. Þá höfum við og beitt okkur í málefnum fatlaðra á þessu al- þjóðaári þeirra og á barnaárinu unnum við mikið starf að mál- efnum barna heimsins." Indira Gandhi lítt hrifin JC-hreyfingin er starfandi í 90 þjóðlöndum og sagði Vilas Kale, að kommúnistaríkin væru þar ekki á blaði. „En við erum að vinna að því að bæta úr því og LjÓNm. Mbl. KrÍNtinn. Vilas Kale varaforseti alheims- hreyfingar Junior Chamber. höfum góðar vonir um að félag verði stofnað bráðlega í komm- únistaríki." — Hvaða land verður það og hver er meginástæða þess, að JC hefur ekki náð fótfestu í þessum löndum, að þínu áliti? Er JC-hreyfingin pólitísk á ein- hvern hátt? „Ég get ekki upplýst hvaða land við höfum í huga, það verður að koma í ljós. JC er ekki pólitísk hreyfing, en ég tel meg- inástæðuna vera þá, að grund- vallarkenning JC er frjálst framtak og sjálfræði einstakl- inganna. Þá eru trúarlegar ástæður einnig að baki.“ — Hvert er álit samlanda þinna á hreyfingunni? „Við verðum að líta á þá staðreynd, að lífskjör almenn- ings á Indlandi eru mjög bág. Þátttaka í JC er nokkuð kostnað- arsöm, ekki vegna félagsgjald- anna, fremur vegna ferðalaga. Þá veldur erfiðleikum, að í landinu eru töluð 22 tungumál, utan ensku, og við höfum orðið að eyða miklum tíma í að kynna starfsemi okkar út á við. Ég get nefnt sem dæmi, að við fengum Indiru Gandhi á fund til okkar. Hún var lítið hrifin af starfsem- inni og þessum grundvallarskoð- unum í upphafi, en okkur tókst að útskýra fyrir henni, að meg- ininntakið væri að þroska ungt fólk til að verða hæfari og betri einstaklingar í þjóðfélaginu og hún sýndi hreyfingunni og starfi okkar síðan fullan skilning." — Eru JC-menn á Indlandi þá eingöngu fólk úr hærri stéttum þjóðfélagsins? „Meginhlutinn er úr því sem kalla má mið- og hærri stéttir og þar komum við aftur að peninga- hliðinni. Fátækt er mikil og almenn á Indlandi, eins og kunn- ugt er. Þess vegna er kýrin heilög Við spurðum Vilas, sem er yfirumsjónarmaður JC á Norð- urlöndum, hvort hann hefði vit- að af íslandi og eitthvað um okkur áður en hann tók við þessu embætti. Hann sagði svo vera, því faðir hans hefði starfað í utanríkisþjónustunni, en hann hefði aftur á móti ekki gert sér grein fyrir hversu lífsstaðall okkar væri hár. Hann spurði í framhaldi af því, hvað íslending- um kæmi fyrst í hug, er Indland væri nefnt. Hann fékk þau svör frá JC-félaga hérlendum, sem var í för með honum, að íslend- ingar fylgdust grannt með al- þjóðamálum og nefndi hann einnig, að sér væri ætíð ríkt í huga frá barnæsku, að kýrin væri heilög á Indlandi og fólk sylti þar fremur heilu hungri en að leggja sér kýrkjöt til munns. Vilas svaraði því til, að þetta væri eflaust gott dæmi um hvernig Indverjum hefði tekist að bjarga hinum verðmætu nautgripum. „Indland hefur þró- azt á tiltölulega skömmum tíma frá því að allt var þar handunnið og upp í nútíma vélvætt neyzlu- þjóðfélag. Kýrin gaf af sér mjólk, sem var mjög verðmæt í því forna þjóðfélagi. Ef hún var drepin, var sú afurð ekki lengur fyrir hendi. Til að forðast að slíkt gerðist á erfiðum hörm- unga- og erfiðleikatímum, hefur mjög líklega verið tekið það ráð að nota trúarbrögðin til að vernda þessa gjöfulu skepnu." Vilas Kale sagði í lokin, að hann myndi dvelja hérlendis fram á þriðjudag og nýta tímann til að kynnast íslandi og íslend- ingum, og þá sérstaklega JC-fólki, eins vel og unnt væri á svo skömmum tíma. „Norður- löndin eru sérstaklega falleg lönd og náttúrufegurð sérstæð. Ég vona, að ég geti komið hingað á ný og t.d. eytt sumarfríi hér með fjölskyldu minni. Ég vil að lokum nota þetta tækifæri og þakka mjög góðar móttökur og fyrir hönd alheimshreyfingar- innar þá athygli, sem JC er veitt hérlendis. Þá vil ég skora á alla unga íslendinga að láta JC-skól- ann ekki framhjá sér fara. Það hafa allir haft nokkurt gagn af þátttökunni og íslenzka hreyf- ingin er ein sú bezta í heimi." F.P. Samkeppni um minjagripi FERÐAMÁLARÁÐ íslands og Iðntæknistofnun íslands efna til samkeppni i gerð minja- gripa. sem standa mun yfir fram til 15. júní nk. Með aukinni framleiðslu og nýjung- um í gerð minjagripa stuðlar keppnin að framförum í ferða- þjónustu og smáiðnaði. Skipuð hefur verið dómnefnd, sem í eiga sæti eftirtaldir menn: Stefán Snæbjörnsson, innan- hússarkitekt, Ludvig Hjálm- týsson, ferðamálastjóri, Haukur Gunnarsson, forstj. Ramma- gerðarinnar, Gerður Hjörleifs- dóttir, frkvst. ísl. heimilisiðnað- ar og Ástþór Ragnarsson, iðn- hönnuður. Tilgangur keppninnar er að fá hagleiksfólk í röðum leikmanna, jafnt sem hönnuða, til að hrinda hugmyndum sínum um minja- gripi í framkvæmd. Verðlaunafé er samtals kr. 18.000 (1,8 m. gkr.) og þar af verða fyrstu verðlaun kr. 8.000. Skila skal gripunum fullgerð- um, ásamt nákvæmum teikning- um, verklýsingum og fram- leiðsluverði til Ferðamálaráðs Islands, Laugavegi 3, Reykjavík, í síðasta lagi 15. júní 1981, fyrir kl. 17.00. Skila skal undir dul- nefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer fylgi í lokuðu um- slagi. Keppnisgögn liggja frammi hjá Ferðamálaráði íslands, Laugavegi 3, íslenskum heimil- isiðnaði, Hafnarstræti 3 og Rammagerðinni hf., Hafnar- stræti 19, Reykjavík. Að fengnum úrslitum er ætl- unin að stilla minjagripunum upp til sýningar, ásamt þeim helstu sem til eru fyrir, ef þátttaka í samkeppninni verður fullnægjandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.