Morgunblaðið - 25.03.1981, Page 37

Morgunblaðið - 25.03.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 37 Algjör þögn ríkir — Friður, íriður En nú fyrst er fólk farið að líta ástandið alvarlegum augum og bíður í ofvæni — ekki eftir því, að úr því fáist skorið hvor ráðherr- ann verði hundur ársins, heldur hinu hvort aliir ráðherrarnir og hið háa Alþingi með öllu innan- borðs ætli líka að fara í hundana og séu kannski að búa sig út í dans. — Algjör þögn ríkir. — Friður, friður. Skyldi þá þessi sérdeilis stórkostlega keppni eiga að verða til að sameina alla flokka á Alþingi Islendinga og gera það að friðsælli paradís? Sjúkt þjóðfélag Líklega hefðu fáir stuðnings- menn Alþýðubandalagsins hér á höfuðborgarsvæðinu búist við því, þegar flokksbroddarnir hrópuðu sem hæst um forréttindahópa, sjúkt þjóðfélag, spillingu og mis- rétti, að enginn yrði harðari en einmitt þeir í að viðhalda þessu kerfi og herða tökin eftir því sem þeim fannst henta, þegar þeir komust í valdastöðu. — Var það ekki vissulega hér á árunum, að Ragnar Arnalds talaði þannig um Póst og síma, að ólíklegt hefði mátt telja, að hann í samráði við húsbóndann á því kærleiksheimili færi að upphugsa nýjar leiðir til að skattpína Reykvíkinga og taka af þeim málfrelsi? Enjíinn raunverulegur verkalýðsflokkur Sjálfseyðingarhvötin er sýni- lega komin á fulla ferð hjá Alþýðubandalaginu og við því er auðvitað ekkert að gera. Þetta virðist vera ófrávíkjanlegt nátt- úrulögmál og kemur fram eins og innbyggt element í öllum hinum svokölluðu vinstriflokkum á landi hér. Síðan Sósíalistaflokkurinn hvarf af sjónarsviðinu hefur eng- inn raunverulegur verkalýðsflokk- Aðalheiður Jónsdóttir ur verið til í þessu landi. — Og sannarlega hefði verið vel við hæfi að stofnendur Alþýðubandalags- ins hefðu skírt það Landsbyggðar- atkvæðaveiðara. Það hefði ef til vill getað forðað þjóðinni frá miklu af þeim þrengingum, sem hún hefir lent í. Hlýtur að líkjast sköpurum sínum Undarlegt er hvernig sumt landsbyggðarfólk lítur á skrefa- málið. Það er eins og því finnist sú afstaða Reykvíkinga að vilja ekki samþykkja skrefatalningu rang- læti gagnvart landsbyggðinni og telji óhugsandi, að það geti fengið bætt úr sínum erfiðleikum, nema það sé á kostnað Reykvíkinga. Þó er þetta kannski ekki svo undar- legt, því að þannig hefur þetta alltaf gengið til síðan þetta fár skall á. En ekki sýnist mér það eðlileg afstaða að vilja heldur taka beint úr vösum reykvískra símnot- enda gjald fyrir símtölum þess við opinberar stofnanir hér í borg en að það greiðist af viðkomandi stofnun. Stendur í nánu samhandi við misvæ>;i atkvæðanna En hvernig er annars það þjóð- félag statt, sem lagar eitt með því að aflaga annað? Hlýtur það ekki að verða afkáralegt og vanþróað? Auðvitað hlýtur þjóðfélagsbygg- ingin alltaf að líkjast eitthvað sköpurum sínum. Og að sjálfsögðu stendur öll þessi endileysa í nánu sambandi við misvægi atkvæð- anna og atkvæðaveiðar. betta yrði þá mikið merkisár En það hlýtur að vera erfiður biti að kyngja fyrir þá menn, sem harðast ganga fram í þessari baráttu, að þeir er þiggja eiga aðhlynninguna skuli af einskær- um ótta sjá allt rautt í sambandi við þá og hrópa í hjarta sínu: „Kommi, kommi,“ eins og þeir hefðu ekki gert annað en lesa Staksteina eða forustugreinar Morgunblaðsins og Tímans. — Nú mætti þó segja mér, að þeim veitti ekki af að landsbyggðarfólk laun- aði þeim fyrir sig. En hvað gerist nú? Verður samtrygging flokkanna svo öflug, að valdníðsla fái að ráða ferðinni? Kannski fer Karl Steinar að biðja guð almáttugan að gefa Ragnari Arnalds og hans góða málefni sigur. Eins og hann bað guð að hjálpa honum Ólafi Jó- hannessyni að koma upp hernað- arframkvæmdunum á Keflavíkur- flugvelli. — Þetta yrði þá mikið merkisár í sögunni, það herrans ár 1981, þegar allir flokkar samein- uðust á Alþingi um að tekið skyldi málfrelsi af Reykvíkingum. En nú munu Reykvíkingar fylgjast vel með viðbrögðum al- þingismanna í þessu máli og dæma þá eftir verkunum. Gísli Jónsson skrifar: „Umræðurnar um fyrirhugaða skrefatalningu í þéttbýli eru farnar að snúast um allt annað en meginefni málsins. Reynt er að ota saman dreifbýlis- og þétt- býlisfólki og að gera Neytenda- samtökin tortryggileg í augum dreifbýlisfólksins. Vegna skrifa í dálkum Velvakanda að undan- förnu er nauðsynlegt að benda á eftirfarandi: 1) Neytendasamtökin hafa ekki tekið neina afstöðu til skrefa- málsins. Þau sjónarmið mín, sem fram hafa komið í fjölmiðlum, eru persónuleg sjónarmið, og seta mín í stjórn Neytendasamtak- anna getur ekki á nokkurn hátt heft skoðanafrelsi mitt. 2) Ekki er uppi ágreiningur milli mín og dreifbýlismanna um það, hvort lækka eigi símakostnað dreifbýlisins, heldur hvernig eigi að gera það. Ég tel að það eigi að gera það á þann hátt, sem löggjafinn ákvað með samþykkt núgildandi laga um Póst og síma frá 1977, en ekki með skrefataln- ingu. 3) Hvers vegna er ekki krafist að sett verði sú reglugerð varðandi sama gjald innan hvers númera- svæðis, sem með áðurnefndum lögum var ákveðið að setja skyldi? 4) í dag eru 300 skref innifalin í ársfjórðungsgjaldi á höfuðborg- arsvæðinu, en 600 annars staðar á landinu. Væri ekki eðlilegt að þetta yrði leiðrétt samhliða skrefatalningu? Gísli Jónsson 5) Því var haldið fram í dálkum Velvakanda 19. þ.m., af lesanda frá Grenivík, að það væri meira en nóg fyrir börnin í höfuðborg- arsvæðinu að tala í 6 mínútur. Höfundi þessara ummæla skal bent á að kynna sér betur fyrir- komulag skrefatalningar Pósts og síma. Staðreyndin er nefnilega sú, að símnotandi kemur ekki til með að hafa nokkra tryggingu fyrir því að geta talað í 6 mínútur fyrir 1 skrefgjald, það gætu eins orðið nokkrar sekúndur. Sé talað í rétt tæpar 6 mínútur eru yfir 99% líkur á því að símtalið reiknist 2 skref. 6) Skrefatalning á að koma á alls staðar á landinu, en ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu. Eru sím- notendur um land allt reiðubúnir til að greiða 2 skrefgjöld fyrir nokkurra sekúndna símtal á sama stöðvarsvæði?" SlGeA V/öGA « uLVEftAN Landsmálafélagið Vörður og Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi boða til almenns stjórnmálafundar um virkjunarmál Steinþór í Valhöll að Háaleitisbraut fimmtudaginn 26. marz kl. 20.30. 1. Ræður framsögu- manna (um 1 klst.) 2. Fyrirspurnir og umræður. Jónas Framsögumenn: Pálmi Jónsson landbún- aöarráðherra, Steinþór Gestsson og Sverrir Hermannsson alþingismenn og Jónas Elíasson prófessor. Fundarstjóri: Haraldur Blöndal. Landsmálafélagid Vördur Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi. Tæpra 6 mín. símtal með skrefamælingu: Yfir 99% líkur á að sím- talið reiknist 2 skref o dVmo -vörur í úrvali Heildsölu- & smásölubirgðir. rnrfrrr Hallarmúla 2, Laugavegi84, Hafnarstræti 12. /s-r /o, rffr WVA fái/LQiLm, W(& \WiVA. <I6 D/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.