Morgunblaðið - 25.03.1981, Side 16

Morgunblaðið - 25.03.1981, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 Sjö dagarí Líbanon texti: Björn Bjarnason/myndir: Kjartan Gunnarsson Fyrsta nóttin í sjúkrastofunni í Ebel es Saqi var friðsamleg. Um miðnættið heyrði ég að vísu vélbyssuskothríð og síðan nokkrar sprengjudrunur. Þeir sögðu mér um morguninn, að þetta hafi verið frá Israelsmönnum við æfingar í mann- auða háskólabænum E1 Khiam. Ekk- ert alvarlegt. Og viðhorfið til skot- hríðarinnar minnti mig á afstöðu sjómanna til veðurfarsins. Þeim mun sjóveikari sem landkrabbarnir verða, þeim mun minna er gert úr veðrinu. Þennan dag, fimmtudaginn 26., var ferðinni heitið niður að Miðjarð- arhafsströnd til Naqoura, þar sem UNIFIL, bráðabirgðaherafli SÞ í Líbanon hafði höfuðstöðvar. Leiðin var ekki löng í kílómetrum en seinfarin vegna lélegra vega og ánnarra hindrana, sem á leið manna gátu orðið. Við fórum í Land Rover, Friður tryggður með fótgönguliðum fjórir saman, þrír íslendingar og einn Norðmaður. Fyrst fórum við inn á yfirráðasvæði Haddads majórs og ókum í suður, alveg að ísraelsku landamærunum. Þar er bærinn Met- ulla, sem samkvæmt kortum sýnist einna norðlægasti bærinn í Israel. Við sáum hvítmáluð húsið aftur úr Land Rovernum í gegnum gaddavír- inn á landamærunum. Girðingin er meira en mannhæð og efst á henni eru rafmagnsvírar. Innan við girð- inguna er sandbelti, sem plægt er á hverjum morgni þannig að í sandin- um er unnt að greina fótspor. Þar fyrir innan er svo malbikaður akveg- ur fyrir eftirlitsjeppa, vafalaust taka svo við jarðsprengjur. — Ekki fara út af veginum, var okkur sagt. — Ef þið þurfið að gera það, leitið að göngustígum eða stikl- ið á steinum. Það geta alls staðar verið jarðsprengjur. Ekki þurfti að segja okkur þetta tvisvar. Mér þótti þessi aðvörun eiga meiri rétt á sér en ábendingin um skóna og sporðdrek- ana. Það var hlið á landamæragirðingu ísraelsmanna við bæinn Metulla. Nú eftir nokkurra kílómetra akstur komum við að öðru landamærahliði, rétt við þjóðveginn. Þetta er svokall- að Good Fence Gate — sem við getum kallað Vináttuhlið, því um það fara vinir Israelsmanna úr hópi íbúa á yfirráðasvæði Haddads maj- órs. Sækir fólk inn til ísraels í atvinnu- og viðskiptaskyni. Frá landamærunum ókum við beint í vestur til strandar. Landið er þarna hæðótt með djúpum dölum milli aflíðandi hæða og sumstaðar snarbrött gljúfur. Við fórum í gegn- um þorp, þar sem mannlífið virtist eðlilegt. Inn á gæslusvæði Nígeríu- manna, þaðan gegnum varðstöðvar Senegal og inn á svæði Fijimanna. — Frábærir hermenn á erfiðu svæði, sögðu þeir um Fijimenn. í landher Fijimanna eru 1300 hermenn og þar af dveljast um 800 að jafnaði í Líbanon. Fyrir ofan Fijisvæðið sáum við yfir Miðjarðarhafið ofan af hæðar- brún. Stórkostleg sjón í morgunsól- inni — það glampaði á borgina Týrus á tanga úti í bláu hafinu, þessa sögufrægu borg, sem þannig er lýst í Gamla testamentinu: „Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi: Þú mannssonur, haf upp harmljóð um Týrus og seg við Týrus, sem liggur við víkurnar og rekur verslun við þjóðirnar til margra eylanda: Svo segir herrann Drottinn: Týrus, þú hugsaðir: Eg er algjör að fegurð! Landsvæði þitt er úti í hafinu; þeir, er reistu þig, hafa gjört þig aðdáanlega fagra. Af kýprestrjám frá Senír gjörðu þeir alla innviðu þína; þeir tóku sedrus- viði frá Líbanon, til þess að gjöra af siglutré þitt.“ Síðan er í Esekíel lýst öllum þeim auðæfum og varningi, sem var að finna í Týrus. Sú upptalning sýnir víðtæk verslunarsambönd Fönikíu- manna og ríkidæmi. En jafnframt er spáð hruni borgarinnar og hinum mestu hörmungum. Hvers vegna? „Af því að þú leist á sjálfa þig eins og guð, sjá, því læt ég útlenda menn yfir þig koma, hinar grimmustu þjóðir; þeir skulu bregða sverðum sínum gegn snilldarfegurð þinni og vanhelga prýði þína.“ Týrus er ekki inni á gæslusvæði SÞ. Þar ráða Palestínumenn, og oftar en einu sinni hefur það gerst, að þeir hafi stolið bílum af hermönn- um SÞ á leið þeirra í gegnum úthverfi borgarinnar. Þá sitja þeir fyrir bílunum á holóttum veginum. Reka menn og farþega út undir byssuhlaupum og aka síðan á brott í bílnum. Við vorum því við öllu búnir, þegar til úthverfanna var komið. I þann mund, sem við ókum inn á verslunargötu, heyrðust drunur fyrir aftan okkur. Grænn blæjulaus Will- ys jeppi með vélbyssufót aftur á pallinum birtist fyrir aftan okkur. Tveir menn sátu fram í honum, sá sem ók var blámaður. — Nú koma þeir, hugsaði ég. En mennirnir létu sér nægja að hræða okkur með hávaða og glannaskap og gáfu rösk- Iega í og fóru fram úr okkur. Beygðu síðan upp að húsi, þar sem annar samskonar jeppi stóð og var sá búinn vélbyssu, við hann stóðu vopnaðir menn. Við héldum jafnri ferð og beygðum til suðurs áður en inn í sjálfa borgina var komið. Ekki þótti ráðlegt að taka þarna myndir. Við ókum fram hjá Týrus-virkinu, þar sem hermenn SÞ hafa aðsetur og skiptast löndin á að senda menn þangað. Þar eru einnig 25 hermenn úr liði Líbanon, sem urðu innlyksa 1978. tsraelsmenn gera gjarnan loft- árásir á Týrus til að stugga við PLO og þeir hafa gert strandhögg á þessum slóðum. Við stefndum nú að landamærum ísraels. Á báðar hliðar voru appel- sinu- og bananatré. Fólk var að hlaða appelsínukössum á bíla og gaf okkur appelsínur. Síðan fórum við framhjá varðstöð Haddads majórs, sem var á veginum niður við hafið. Naqoura og höfuðstöðvar UNIFIL eru á yfirráðasvæði Haddads rétt við landamæri ísraels. Yfirmaður alls herafla UNIFIL er William Callaghan, undirhershöfð- ingi frá írlandi. í gæslusveitunum eru alls 6000 hermenn, þar af 1200 í Naqoura. í höfuðstöðvunum er safn- að öllum upplýsingum og lagt á ráðin um sérstakar aðgerðir. Þar er sameiginleg flutningadeild SÞ-liðs- ins og annast Frakkar þá þjónustu. Þeir voru upphaflega við gæslustörf, en frönsku útlendingaherdeildar- mennirnir þóttu of fljótir að grípa til vopna. Við það skapaðist óeðlileg spenna í kringum þá, þannig að hentugra þótti að láta þá annast flutningana. Ferðast þeir ekki um landsvæði PLO nema undir öflugri hervernd. Þá er einnig ítölsk þyrlu- sveit í Naqoura. Hennar höfuðhlut- verk er að vera ávallt til taks til að sækja sjúka eða særða hermenn af gæslusvæðunum og flytja þá til sjúkrahússins í Naqoura, sem nú er rekið af sænska hernum. Sex til sjö hundruð almennir borgarar starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í Naqoura. Þeir vinna þar skrifstofustörf og einnig þjónustu- störf fyrir heraflann auk þess sem vaxandi áhersla er lögð á hvers kyns mannúðarstörf í þágu almennra borgara í landamærahéruðunum í Líbanon, ekki síst á yfirráðasvæði Haddads. Tveir Islendingar vinna í þjónustusveitum SÞ í Naqoura, Halldór Hilmarsson, loftskeytamað- ur og Trausti Þorláksson, bifvéla- virki. Við hittum Halldór fyrir tilviljun. Hann sagðist hafa starfað á vegum SÞ síðan 1977 og frá 1978 á þessum slóðum. Var hann nýkominn úr viðgerðarleiðangri frá Norbatt- svæðinu, þegar við hittum hann. Lét hann vel yfir sér. Þeir Halldór og Trausti eru báðir búsettir með fjöl- skyldum sínum í israelska bænum Nahariya, skammt fyrir sunnan landamærin. Vegna vegabréfareglna gátum við Kjartan ekki komist yfir landamærin inn í ísrael. Flestir almennu borgararnir á vegum SÞ búa í Israel. Veðrið var miklu betra í Naqoura en uppi í fjöllunum. Við sátum úti og röbbuðum við Friberg kaptein í norska hernum, sem starfar við stjórnstöðina í höfuðstöðvunum. Einmitt þennan dag voru allir for- ingjar gæslusveitanna á fundi þarna með einum af aðstoðarframkvæmda- stjórum Sameinuðu þjóðanna. Lík- lega var verið að ræða um framtíð- arstarf gæslusveitanna, en á sex mánaða fresti tekur öryggisráðið ákvörðun um sveitirnar. Næstu ákvörðun um þau efni á að taka í júní. Við þurftum að leggja aftur af * Gustav Holmström kapteinn og einn af sænsku yfirlæknunum útskýrir starf sjúkrasveitanna. Sænskir sjúkra- liðar í Naqoura REYNSLA ísraelsmanna hefur sýnt, að með virkri hjúkrun úti á sjálfum vígvellinum er unnt að draga mjög úr dauðsföllum og örkumli hermanna. Skipulag UNIFIL byggir á öflugum sjúkra- og hjúkrunarsveitum hjá einstökum gæslusveitum og að- stöðu til að koma mönnum fljótt undir iæknishendur við eins góð- ar aðstæður og unnt er að skapa hjá herdeildum. Svíar reka nú sjúkrahúsið við höfuðstöðvarnar í Naqoura. Þar eru 154 starfsmenn, þar af 6 læknar. Fullkomin röntgendeild er í sjúkrahúsinu og þar er einnig skurðstofa. Með góðu móti er unnt að koma fyrir 30 sjúklingum í sjúkrastofum, en með litlum tilfæringum er unnt að auka rýmið, þannig að 60 manns geti legið í sjúkrahúsinu. Svíar hafa rekið sjúkrahúsið í hálft ár og búast við að vera þar að minnsta kosti í tvö ár. Upphaflega komu Norðmenn stofnuninni á fót. Þarna er fullkomið apótek og tannlækna- þjónusta. Talsvert er um það, að al- menningur í Líbanon leiti til læknanna í stöðinni. Á hverjum virkum degi frá klukkan 10 til 12 á morgnana geta Líbanir sótt þangað þjónustu og er hún ókeypis. Er ekki óalgengt að fjölskyldur taki sig saman og ferðist langan veg til að láta sænsku læknana skoða sig bæði vegna kvilla og einnig til að fá stæðfestingu á því, að ekkert sé að. í náinni samvinnu við sjúkra- húsið reka ítalir þyrlusveit og er ein þyrla ávallt til taks á sjúkra- hússlóðinni tilbúin til að sækja sjúka menn eða særða af svæð- um gæslusveitanna. Þyrlurnar geta ekki farið inn á svæði Haddads majórs, nema með sér- stöku leyfi hans og getur stund- um tekið nokkurn tíma að fá það. Sérstaklega er mikilvægt fyrir Norðmenn og Ghanamenn, að Haddad sé samvinnuþýður að þessu leyti, því að stysta leið þyrlanna til þeirra liggur um Haddadsland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.