Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 Þorvaldur Garðar ~W W á i ^ Þattasku 1 íslenzkri hagsögu Mál til að sameinast um Hér á eftir fer síðari hluti framsöKU Þorvalds Garðars Kristjánssonar, alþingismanns, með frumvarpi sjálf- stæðismanna um ný orkuver — þrjár stórvirkjanir á þessum áratug, að hluta til í tengslum við orkufrekan iðnað. Fyrri hluti ræðunnar var hirtur í Mhl. þriðjudag- inn 24. marz sl. Virkjunar- framkvæmdir Eg skal nú gera grein fyrir efni frumvarpsins sjálfs og einstakra greina þess. Framkvæmdir þær sem frumvarp þetta felur í sér, eru raforkuver allt að 330 MW í Jokulsá í Fljótsdal, raforkuver allt að 180 MW í Blöndu, raforkuver allt að 130 MW við Sultartanga og stækkun Hrauneyjafossvirkjunar um allt að 70 MW. Eins og ég hef áður greint frá nema þessar fram- kvæmdir samtals 710 MW. Hér er því um að ræða stærsta átakið, sem enn hefur verið gert til þess að nýta orkulindir landsins til verðmætasköpunar fyrir þjóðar- búið. Tilgangur um orkuframkvæmd- ir þær, sem frumvarp þetta felur í sér, grundvallast á hagkvæmnis- útreikningum, sem fyrir liggja. Ég sé ekki ástæðu til þess að gefa sundurgreinda lýsingu á hinum einstöku framkvæmdum í fram- sögu fyrir þessu. Ég leyfi mér að vísa til greinargerðar frumvarps- ins sjálfs, þar sem er að finna lýsingu á Fljótsdalsvirkjun, Blönduvirkjun, Sultartangavirkj- un og stækkun Hrauneyjafoss- virkjunar. Ég vísa einnig til ítar- legra fylgiskjala, sem fylgja frum- varpinu og fjalla um þetta efni. Hér er byggt á greinargerðum Orkustofnunar, Landsvirkjunar, Rafmagnsveitna ríkisins og ráð- gjafaraðila þeirra. Auk þess sem í 1. grein frum- varpsins er kveðið á um fram- kvæmdirnar sjálfar er heimilað ac fela virkjunaraðilum að gera nauðsynlegar ráðstafanir á við- komandi vatnasvæði til að tryggja rekstur virkjananna, enn fremur að leggja aðalorkuveitu frá orku- verunum til tengingar við aðal- stofnlínur og meiri háttar iðjuver. Kostnaður fram- kvæmdanna Virkjunarframkvæmdir þær, sem frumvarpið fjallar um, eru mjög fjárfrekar og ekki fram- kvæmanlegar nema með miklum lántökum. Til að greiða fyrir þeim er ríkisstjórninni heimilað sam- kvæmt 2. grein frumvarpsins að ábyrgjast lán, er virkjunaraðilar koma til með að taka. Ríkisstjórn- inni er einnig heimilað að taka lán í þessu skyni og endurlána virkj- unaraðilum. Samkvæmt frumvarpinu er þessi aðstoð ríkisins við virkjun- araðila bundin við upphæð allt að 3500 millj. kr. til greiðslu stofn- kostnaðar þeirra mannvirkja, sem um er að ræða. Upphæð þessi, 3500 millj. kr., er miðuð við verðlag í ársbyrjun 1981. Þá var gert ráð fyrir að virkjunarkostn- aður framkvæmda, sem frumvarp- ið felur í sér, væri sem hér segir: Fljótsdalsvirkjun 1510 millj. kr., Blönduvirkjun 740 millj. kr., Sult- artangavirkjun 890 millj. kr. og stækkun Hrauneyjafossvirkjunar 100 millj. kr. Tölur þessari eru settar fram með fyrirvara og gefa ekki tæmandi upplýsingar um kostnaðarsamanburð milli hinna einstöku framkvæmda. Auk þess er ótalinn kostnaður við byggingu flutningslína og annarra orku- veituvirkja, sem eru ómissandi fyrir hinar einstöku virkjanir. Gera verður ráð fyrir, að menn séu sammála um að leggja verði áherzlu á framkvæmdir í orku- málum. Verður meira að segja að ætla, að mönnum sé alvara, þegar þeir tala um, að framkvæmdir í orkumálum eigi að hafa forgang. Þetta helgast af því, að hvergi er að finna meiri arðsemi í fjárfest- ingu en einmitt í orkumálunum. Þess vegna ér það engin spurning, að okkur ber að gera ítrasta átak í þessari fjárfestingu. Á þeirri for- sendu er frumvarp þetta lagt fram. Það verður naumast fært þessu frumvarpi til foráttu, að of lítið sé að gert í þessum efnum. Hins vegar eru takmörk fyrir öllu, og þá einnig, hve þjóðin getur ráðstafað miklu fjármagni og hve hröð uppbyggingin getur orðið í orku- framkvæmdum. En ekki verður með rökum sagt, að of langt sé gengið með þeirri tillögugerð, sem í frumvarpi þessu felst. Við skul- um minnast þess, að uppbyggingin hefur áður verið hröð í orkumál- unum. Á tímabilinu 1966—1981 var meðalfjárfesting í raföflun- arkerfinu um 20 milljarðar kr. á ári miðað við verðlag í desember 1979. Á tveim síðustu árum, 1979 og 1980, er áætlað að fjármuna- myndun í rafvirkjunum og raf- veitum hafi numið 75 milljörðum kr. á verðlagi hvors árs. Þegar slíkar staðreyndir eru hafðar í huga, hljótum við að álykta sem svo, að fjárfesting, sem nemur að meðaltali 35 milljörðum á ári miðað við verðlag í janúar sl. þurfi ekki að vera nein ofraun á næstu 10 árum, ef mönnum er alvara með tali sínu um að orkumálin eigi að hafa forgang. I 3. grein frumvarpsins er kveð- ið svo á, að fella skuli niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum, vélum og aðalorku- veitum til virkjananna, sem frum- varpið fjallar um. Þessi niðurfell- ing gjalda nær þó ekki til vinnu- véla vegna framkvæmdanna. Þó er fjármálaráðherra heimilt að fresta innheimtu aðflutnings- gjalda og söluskatts af vinnuvél- um eða hluta þeirra gegn þeim tryggingum, sem hann metur gild- ar. En þó falla gjöld þessi niður, ef vélarnar og tækin eru flutt úr landi að loknum framkvæmdum. Þetta eru hliðstæð eða sams konar ákvæði og sett hafa verið í'lög um virkjanaframkvæmdir og þarfnast ekki frekari skýringa. 10 ára fram- kvæmdaáætlun Gert er ráð fyrir að virkjunar- framkvæmdum samkvæmt frum- varpinu verði lokið á 10 árum eða eins og það er orðað í greinargerð- inni með frumvarpinu, áður en þessum áratug, sem nú er að hefjast, er lokið. Það gefur auga leið, að þetta er meira en að segja það. Þessi áætlun er það stíf, að engan tíma má missa. Þess vegna er kveðið svo á í 4. grein frum- varpsins, að undirbúningi að byggingu oruveranna, svo og framkvæmdunum sjálfum, skuli hraðað svo sem kostur er. Til þess að þetta megi verða, er nauðsyn- legt að hefjast þegar handa og hvar sem við verður komið. Þarf því að ráðast til atlögu við öll viðfangsefni í senn. Þetta þýðir að strax verði efnt til sjálfra fram- kvæmdanna þar sem því verður við komið, eins og stækkun Hrauneyjafossvirkjunar. En þar sem því er ekki að heilsa, verði strax að hraða undirbúningi og ljúka honum svo fljótt sem verða má til að framkvæmdirnar sjálfar geti hafist. Samkvæmt frumvarpinu skal reisa raforkuver allt að 330 MW í Jökulsá í Fljótsdal, þ.e. Austur- landsvirkjun, þegar ákvörðun hef- ur verið tekin um að setja á stofn stóriðju á Austurlandi. Það er engin tilviljun, að hér er gert ráð fyrir, að framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun hefjist ekki fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um að setja á stofn stóriðju á Austur- landi. I þessu efni vísa ég til þess, sem ég hef áður sagt um stóriðju og þá forsendu, sem hún er fyrir hinum miklu virkjunarfram- kvæmdum, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir stærstu fram- kvæmdinni. Á Austfjörðum er að finna líklega um helming þess hagkvæmasta vatnsafls, sem óvirkjað er enn á íslandi. Þegar gera á stórátak til hagnýtingar orkulinda landsins hlýtur að koma til stórvirkjun á Austfjörðum, eins og lagt er til með frumvarp- inu. En grundvöllur fyrir slíkri stórvirkjun er ekki fyrir hendi, nema að fyrirfram sé fundinn markaður fyrir orkuna. Þann markað er ekki að finna nema í formi stóriðju. Þannig hafa þeir, sem raunhæft hafa litið á fyrirætlanir um stór- virkjun á Austfjörðum gert sér grein fyrir, að hún yrði ekki reist nema jafnhliða stóriðju til að nýta orkuna. Þegar á Alþingi 1973— 1974 bar Sverrir Hermannsson þingmaður Austfirðinga fram til- lögu til þingsályktunar um beizlun orku og orkusölu á Austurlandi. Þar var lögð áherzla á að ljúka sem fyrst rannsóknum á byggingu Fljótsdalsvirkjunar eða 1. áfanga Austurlandsvirkjunar. Jafnframt Þorvaldur Garðar Kristjánsson var lagt til að leitað yrði eftir kaupanda að raforku með stóriðju staðsetta í Reyðarfirði fyrir aug-. um, eins og það var orðað í þessari þingsályktunartillögu þannig verður Fljótsdalsvirkjun ekki að- skilin frá fyrirætlunum um stór- iðju á Austfjörðum. Með því að stóriðjan er forsenda fyrir þessari virkjunarframkvæmd veltur nú mikið á því að unnið sé markvisst Síðari hluti þingræðu um ný orkuver og af einurð til undirbúnings að stofnun storiðjufyrirtækis. En jafnframt þessu verður að ljúka sem fyrst verkhönnum að Fljóts- dalsvirkjun og láta það verkefni ekki liggja í láginni meðan unnið er að undirbúningi stóriðju- framkvæmdanna. Það tekur sinn tíma að undirbúa stóriðjufram- kvæmdir og tíminn hefur að undanförnu farið fyrir lítið. En þó að ekki hafi verið áður endanlega gengið frá stofnun stóriðjufyrir- tækis á Austurlandi ber að leggja áherzlu á, að hafist verði handa í sjálfu virkjunarmálinu með því að ganga frá útboðum á verkinu og vinna annað til undirbúnings eins og gert var við Búrfellsvirkjun, þó að ekki væri endanleg búið að ganga frá samningum um ál- verksmiðjuna í Straumsvík. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ekki verði hafnar framkvæmdir við Blönduvirkjun fyrr en tryggð hafi verið nauðsynleg réttindi vegna virkjunarinnar eins og það er orðað. Þessi fyrirvari um fram- kvæmd þessa er til kominn vegna þeirra andstöðu, er fram hefur komið úr hópi heimamanna vegna spjalla á landi og nytjum þess. Það er ekki að ófyrirsynju að þessi fyrirvari er hafður á. Menn minn- ast deilunnar um Laxárvirkjun og til þess eru vítin að varast þau. Éins og ekki þarf að taka fram, hafa staðið yfir umfangsmiklar viðræður milli stjórnvalda og heimamanna um virkjun Blöndu. Eru þar til athugunar og umræðu mismunandi virkjunarkostir eftir áhrifum mannvirkjagerðar á um- hverfi og nytjar lands. Tillaga sú, sem þetta frumvarp felur í sér um orkuver í Blöndu, er borin fram í trausti þess, að þessum athugun- um og umræðum ljúki hið fyrsta á þann veg, að hagkvæmni virkjun- arinnar verði tryggð, svo að um raunhæfan virkjunarkost verði að ræða. Er þá ekkert til fyrirstöðu að virkjunarundirbúningi verði lokið, svo að framkvæmdir geti hafist. Frumvarpið kveður ekki á um forgang framkvæmda, áfanga- skipti eða röðun orkuvera, sem reisa skal. Það er gert ráð fyrir, að hagkvæmnis- og öryggissjónarmið ráði gangi framkvæmda og þau vinnubrögð verði viðhöfð, að þeim verði öllum loki á framkvæmda- tímabili heildaráætlunar um byggingu allra virkjananna. Það gæti verið beinlínis til þess að tefja og torvelda framkvæmd þessarar áætlunar um virkjunar- framkvæmdir, ef í lögum væri kveðið á um röðun framkvæmda. Þetta leiðir af því, að nú liggur ekki ljóst fyrir í öllum tilfellum, hvenær verður lokið undirbúningi framkvæmda eða skilyrðum fyrir framkvæmdum verði fullnægt. Þess vegna verður að vinna að þessum verkefnum eftir því sem í ljós kemur, hvernig þau liggja fyrir til úrlausnar. Slík vinnu- brögð eru bezta tryggingin fyrir því að ljúka megi framkvæmdun- um öllum á hinum tiltekna tíma. Virkjunaraðilar Frumvarpið gerir ráð fyrir, að Landsvirkjun eða landshlutafyr- irtæki skuli reisa og reka raforku- ver þau, sem það mælir fyrir að reist verði. Virkjunaraðilinn er því ekki fastbundinn í öllum tilvikum. Ekki kemur þó annar aðili til greina en Landsvirkjun að því er varðar raforkuverið í Sult- artanga og stækkun Hrauneyja- fossvirkjunar. Hins vegar gegnir öðru máli um raforkuverin í Blöndu og Jökulsá í Fljótsdal. Fyrirfram er ekki getið, að Landsvirkjun sé aðili að þess- um virkjunum, sem eru utan núverandi orkuveitusvæðis Lands- virkjunar. Þess vegna er gert ráð fyrir, að landshlutafyrirtæki gætu átt kost á að reisa og reka þessar virkjanir. Með landshlutafyrir- tækjum er hér átt við sameignar- félög ríkis og viðkomandi sveitar- félaga eða sameignarfélög sveitar- félaga. Ef engin landshlutafyrir- tæki yrðu stofnuð í þessum til- gangi, bæri að fela Landsvirkjun að reisa og reka þessar virkjanir. Hér er gert ráð fyrir þeim möguleika, að landshlutafyrirtæki geti orðið stofnuð. Þátttaka sveit- arfélaga í landshlutafyrirtækjum þýðir, að þau verða ekki stofnuð nema að vilja þeirra. Enn fremur hljóta viðkomandi sveitarfélög að hafa um það að segja, hvernig fer um eignaraðild, hlutverk, stjórnun og almenna uppbyggingu hvers landshlutafyrirtækis. Slík fyrir- tæki geta því orðið með mismun- andi móti eftir aðstæðum og viðhorfum í hinum einstöku lands- hlutum. Þess vegna er ekki að finna í þessu frumvarpi almenn ákvæði, sem kveða á um þessi efni. Það ber og að hafa í huga að hvert landshlutafyrirtæki fyrir sig hlýt- ur að vera stofnað með sérlögum. Um þessi efni, sem varða skipu- lag orkumála, vísa ég til frum- varps til orkulaga, sem flutt var af okkur sjálfstæðismönnum í efri deild á þessu þingi og er nú til afgreiðslu í iðnaðarnefnd. Það er í samræmi við þá stefnu í skipu- lagsmálum raforkuvinnslunnar, sem þar er að finna, að hér er gert ráð fyrir, að Rafmagnsveitur ríkisins verði ekki virkjunaraðili að þeim framkvæmdum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Fyrirmæli um framkvæmdir I orkulögum segir, að það þurfi leyfi Alþingis til að reisa og reka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.