Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 Knattspyrnukeppni lögreglumanna: Keflvíkingar léku á als oddi á heimavelli IIIÐ árle^a knattspyrnumót Iok reKlumanna var haldið um helK- ina i iþróttahúsinu i Keflavfk. MtttökuliA voru fleiri en nokkru sinni fyrr eða 9 talsins. Keflvískum lögreglumönnum líkaði sannarlega vel að vera á heimavelli því þeir sigruðu í mót- inu og rufu þar með sigurgöngu A-liðs lögreglunnar í Reykjavík, sem hefur sigrað í þessari keppni frá upphafi. Reykvíkingarnir urðu í öðru sæti en sveit lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í 3. sæti. Botnsætið vermdu Akurnesingar og er það óvenjulegt að kapplið frá þeim mikla knattspyrnubæ sé i neðsta sæti. Óvenju tregt fiskirí hjá Homaf jarðarbátum Sundlaug vígð Þorlákshöfn, 23. marz. SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram vígsla á sundlaug borláks- hafnar með virðulegri athöfn, sem hófst með fjölskylduguðs- þjónustu kl. 14 i Grunnskóla borlákshafnar. Sr. Gísli Jónas- son skólaprcstur predikaði. Að messu lokinni var farin skrúðganga til sundlaugarinnar, þar sem fram fór stutt vígsluat- höfn, sem sóknarpresturinn, sr. Tómas Guðmundsson, fram- kvæmdi. Þá hélt ræðu Þorvarður Vilhjálmsson, oddviti hrepps- nefndar ölfushrepps, og lýsti sundlaugina tekna í notkun. Að því loknu tóku nokkur ungmenni góðan sundsprett í hinni nýju sundlaug, en þau hafa sótt allt sitt sundnám til Hveragerðis fram til þessa. Allir sjá því hvert hagræði þetta er fyrir skólann, svo og alla íbúa þessa staðar. En eins og áður hefur sést í Mbl. er sundlaugin hið myndarlegasta mannvirki, 12x25 m, búningsklefar og snyrting í 140 fermetra húsi og 3.200 fermetra svæði afgirt kringum laugina. Byggingarmeistari var Hannes Gunnarsson og sundlaugarvörður er Jón Ingi Sigurmundsson. Ragnheiður Ilornafirði. 17. marz. ÓVENJU tregt fiskirí hefur verið hjá Hornafjarðarbátum frá áramótum og að sögn Guð- mundar Kr. Guðmundssonar skipstjóra á Gissuri Hvita SF- 55, þá ér ekki eingöngu hægt að kenna ótiðinni um, því þegar gcfur á sjó er hreinlega sáralft- inn fisk að finna. bað litla sem finnst af fiski, er langt uppi i sjó i loðnuæti og Ieggst síðan fast við hotninn. Einnig gat Guðmundur Kr. þess, að áber- andi lftið hefði verið af ýsu i aflanum á línuvertíðinni eftir áramótin og segði það sina sögu. Guðmundur sagði, að bátarnir hefðu að undanförnu haldið sig á svæðinu frá Hvalnesi og allt vestur að Ingólfshöfða, en á stundum hefðu þeir verið á svæðinu allt frá Berufjarðarál að Skáptárós. Að lokum sagði Guðmundur að næsti mánuður, þ.e. apríl væri yfirleitt bezti mánuðurinn á vetrarvertíðinni og væru menn mjög óhressir með stoppið um páskana og þá óvissu, sem er um lengd páska- frísins. Siglingar báta héðan með ís- fisk hafa ekki verið miklar og að því er virðist, er ekki búizt við því að siglt verði á næstunni. Ástæðuna sagði Guðmundur vera verðhrunið, sem varð á Englandsmarkaði þegar efna- hagsbandalagslöndin fluttu inn ísfisk í gámum til Englands og virðist verðið hækka lítið eins og er. Afli báta í síðustu löndun var frá tæpum 10 tonnum upp í tæp 20 tonn eftir tveggja til þriggja daga útiveru. Aflahæstu bátarn- ir þann 15.03. voru Hvanney SF-51 með 252 tonn og 526 kg í 35 sjóferðum og Freyr SF-20 með 201 tonn og 682 kg í 28 Stjórn, varastjórn og endurskoðendur Heilbrigðisfulltrúafélags ís- lands: talið frá vinstri, sitjandi (stjórnin): Einar I. Sigurðsson, framkv.stjóri Heilbrigðiseftirlits Kópavogs, ritari; Kormákur Sig- urðsson. heilbrigðisfuíltrúi i Reykjavík, formaður; Valdimar Bryn- jólfsson. framkv.stjóri Heilbrigðiseftirlits Akureyrar, gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Oddur R. Hjartarson, heilbrigðisráðunautur við Heilbrigðiseftiriit rikisins, Reykjavik, endurskoðandi; Sveinn Guð- hjartsson, framkv.stjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, 1. varam. stjórnar; Matthías Garðarsson, heilbrigðisfulltrúi i Reykjavík, 2. varam. stjórnar; Hróbjartur Lúthersson, heilbrigðisfulltrúi í Reykja- vik, endurskoðandi. Heilbrigðisfulltrúar stofna með sér félag STOFNAÐ hefur verið Heilbrigð- isfulltrúaféiag íslands og nær umdæmi þess yfir landið allt, cn heimili og varnarþing er i Reykjavik. 1 lögum félagsins seg- ir m.a. að markmið þess sé að sameina heilbrigðisfulltrúa, við- halda og auka menntun þeirra, efla samvinnu innbyrðis og við aðrar heilbrigðisstéttir. Félagið hyggst vinna að mark- miði sínu með því að halda fundi um áhugamál félagsmanna, halda uppi fræðslustarfsemi svo sem námskeiðum, skoðunarferðum og erindaflutningi og hafa tengsl við samtök heilbrigðisstétta hérlendis og erlendis. Félagar geta orðið þeir sem hafa sérmenntun sem heilbrigðisfulltrúar eða sem starf- að hafa sem slíkir í 5 ár í fullu starfi, enda hafi þeir tekið fullan þátt í námskeiðum Heilbrigðiseft- irlits ríkisins og námskeiði fyrir heilbrigðisfulltrúa erlendis. Á stofnfundi félagsins voru því færðar gjafir. Dr. Bragi Árnason formaður heilbrigðisnefndar Kópavogs gaf áritaða fundar- gerðabók og bæjarstjórinn, Bjarni Þór Jónsson, gaf fundahamar. Formaður félagsins er Kormákur Sigurðsson heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík. Norrænir þingmenn á fundi í Reykiavík HÉR Á landi eru nú staddir þingmenn frá hinum Norður- löndunum, sjö talsins, og auk þeirra fjórir starfsmenn þjóð- þinganna, í þeim tilgangi að undirbúa þing eða vorfund Al- þjóða þingmannasambandsins. sem haldinn verður i Manilla á Filippseyjum i næsta mánuði. Þessir fundir eru haldinir til skiptis á Norðurlöndunum, en á fundinum, sem lauk í gær, var einkum rætt um orkumál og samvinnu Norðurlanda um til- löguflutning í þeim málum, við- brögð við nýrri utanríkisstefnu Bandarikjastjórnar, sem talið er að setja muni svip sinn á næsta þingmannaþing á Filippseyjum. Formaður íslensku þingmanna- nefndarinnar er Friðrik Soph- usson alþingismaður, og stýrði hann fundinum í Reykjavík. Hugmyndasamkeppni . um skipulag i Sogamýri REYKJAVÍKURBORG efnir til hugmyndasamkeppni um skipu lag í Sogamýri, samkvæmt sam- keppnisreglum Arkitektafélags íslands og sérstakri útboðslýs- ingu. Samkeppnissvæði afmarkast af eftirtöldum götum: Skeiðarvogi, Miklubraut og Elliðavogi. Enn- fremur af lóðamörkum við Eikju- vog og Gnoðarvog. Viðfangsefni þessarar sam- keppni er að kanna byggingar- möguleika á afmörkuðum reit í Sogamýri í Reykjavík miðað við fyrirliggjandi forsendur í náttúru- legu umhverfi og mannvirkjum. Þar sem um hreina hugmynda- samkeppni er að ræða, eru kepp- endum gefnar frjálsar hendur varðandi tillögugerð um bygg- ingarmagn og byggingarform. Þó að gengið sé út frá því, að íbúðir myndi þungamiðju byggðarinnar í samþykktum skipulagsnefndar, eru keppendur jafnframt frjálsir að því að gera tillögur um annars konar nýtingu á svæðinu, s.s. fyrir atvinnuhúsnæði, stofnanir, félags- starf og útivist, en skulu þá færa rök, fyrir því að slík starfsemi sé raunhæf og eðlilega sett með hliðsjón af legu í borginni, nær- liggjandi byggð og almennum um- hverfissjónarmiðum, segir í fréttatilkynningu um samkeppn- Samkeppnissvæðið liggur á milli tveggja stórra útivistar- svæða borgarinnar, þ.e. Laugar- dals annarsvegar og Elliðavogs — Elliðaáadals hinsvegar. Áherzla er lögð á góð samgöngutengsl milli þessara útivistarsvæða, og skulu keppendur gera grein fyrir því á hvern hátt þau tengsl verða felld að og samræmd byggð og útivist á reitnum. Heimild til þátttöku hafa allir íslenzkir ríkisborgarar og erlendir arkitektar, sem starfa á Islandi. Skilafrestur tillagna er til 20. maí. Heildarupphæð verðlauna er kr. 75.000.-. Lágmarksupphæð 1. verðlauna kr. 25.000.-. Dómefnd er jafnframt heimilt að kaupa tillög- ur fyrir allt að kr. 25.000- en í dómnefnd eru: Hrafnkell Thor- lacius arkitekt, formaður, Haukur Morthens, söngvari, Hilmar Ólafsson, arkitekt, Sigurður Harð- arson, arkitekt og Sturla Sig- hvatsson, arkitekt. Ritari dóm- nefndar er Yngvi Þór Loftsson, landfræðingur. Guðmundur Kr. Guðmundsson, skipstjóri á Gissuri hvita. sjóferðum. Heildarafli Horna- stórum minni afli, en á sama fjarðarbáta frá áramótum til 15. tíma í fyrra. 03. var orðinn 2.554 tonn, sem er Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.