Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 Halldór Blöndal um forsætísráðherra: „Vel mig slær ef verð ég fjær — pú saknar mínr Tvö ár frá ákvæð- um laga til skipun- ar samráðsnefndar í ÓlafslöKum, sem KenKU í Rildi 10. apríl 1979, eru ákvæði um „sam- ráð stjórnvalda við samtök launafólks, sjómanna, hænda ok atvinnurek- enda“. Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, svaraði í Kær í Sameinuðu þinjíi fyrirspurn frá Ilall- dóri Blöndal, alþing- ismanni, hvern veK þessu samstarfi hafi verið hátt- að. Þessi fyrirspurn varð tilefni þess að forsætisráð- herra gerði athugasemd við fjarvist Ilalldórs Blöndal á þriðjudau í lið- inni viku, er hann hugðist svara spurninKunni. Er Halldór Blöndal mælti fyrir spurningu sinni í gær mælti hann fram eftirfarandi stöku, vegna fyrra fjarvistartals forsætisráð- herra: Gunnar Thoroddsen „Óvænt margur upphefð fær er fer nær um geðhrif þín. Gunnar veiztu vel mig slær ef verð ég fjær þú saknar mín!“ Forsætisráðherra sagði m.a.: „30. október 1980 var haldinn fyrsti fundur með samráðsaðilum, skv. lögunum og fjallað um þjóð- hagsáætiun. Var fundurinn í senn gagnlegur og ánægjulegur." Síðan hafi farið fram óformlegar um- ræður, sem verið hefðu með öðru undanfari efnahagsráðstafana, sem kunngerðar hafi verið á gamlaársdag. Þá hafi ríkisstjórn- in skipað 12. febrúar sl. viðræðu- Halldór Blöndal nefnd til að hafa samráð við hagsmunaaðila atvinnulífsins. Hafi sú nefnd þegar haldið fundi með öllum samráðsaðilum. Sam- starfsformið hefur verið rætt. „Það er þó á engan hátt búið að festa tilhögun samstarfsins í end- anlegt form.“ Næsti fundur verður fyrir lok þessa mánaðar. Loks sagði ráðherrann: „Reynsla ríkis- stjórnarinnar af samráði við hagsmunaaðila atvinnulífsins hef- ur verið góð og fyrirhugað er að efla það eftir þeim línum, sem þegar hafa verið lagðar." Halldór Blöndal (S) vitnaði til Geir Hallgrimsson blaðaviðtala við ýmsa forystu- menn launþegasamtaka, m.a. Kristján Thorlacius formann BSRB, sem færu á skjön við lýsingu forsætisráðherra um gott samstarf milli ríkisstjórnar og samtaka launafólks um efnisinni- hald gamlaársdagslaganna. Geir Hallgrímsson (S) sagði það dæmigert fyrir vinnutilhögun þessarar ríkisstjórnar að viðkom- andi lög um samráð hafi verið sett í apríl 1979 en það sé fyrst um mánaðamótin október/nóvember 1980, sem fyrsti samráðsfundur- inn hafi verið haldinn, sá sem kenndur var við „kaffi og kökur" í fréttaumfjöllun. í kjölfar þeirra umræðna hafi síðan bráðabirgða- lögin á gamlaársdag komið, án þess að „samráðsaðilar" hafi vitað um efnisinnihald þeirra í einstök- um atriðum fyrirfram. Það gerist svo nú, tveimur árum eftir að samráðslögin vóru sett, að ríkis- stjórnin skipar fyrst samráðs- nefnd til viðræðnanna, en eftir sé að sjá, hvort betur gefist nú en áður, a.m.k. sé ekki enn náð samkomulagi um endanlegt sam- ráðsform, að sögn ráðherra, hvað þá að rætt hafi verið það sem máli skiptir, efnisatriðin sjálf. Framkvæmdasjóður aldraðra: Nýr skattur á aðgöngumiða vín- veitingahúsa Hækkun lánskjaravísitölu: Verðbótaskerðingin nær til elli- og örorkulífeyris — sagði Matthías Á. Mathiesen Ef hækkun lánskjaravísi- tölu er skoðuö á 12 mánaöa tímahili. frá janúar 1980 til janúar 1981 nemur hækkun hennar 52,59%. Ef miðað er við hækkun frá fehrúar til fehrúar þá er hún 54,68% og marz til marz 58,04%. Þessi vísitala hefur hinsvegar hækkað um 82% frá því í byrjun febrúar sl. Þetta kom fram í ræðu Matthíasar A Mathiesen (S) í umra"ðu um bráðahirgðalog ríkisstjórnar- innar sl. mánudag. Matthías sagði að þó öll ákvæði (greinar) bráðabrigðalaganna væru numin burt, nema eitt, verðbótaskerðingin á laun, yrði útkoman nákvæmlega hin sama fyrir dýrtíðarþróunina í landinu, enda væru öll ákvæði frumvarps- ins önnur aðeins umbúðir utan um þá gjörð. Alþýðubandalagið hefði haft hátt um hliðstæða en smá- tækari skerðingu 1978, en sú verðbótaskerðing hefði alls ekki náð til lægstu launa eins og nú, þegar það ræður ferð og fram- kvæmd. Þessi verðbótaskerðing kemur að fullu til framkvæmda gagnvart bótum almannatrygginga. 14,6% hækkun þeirra, sem mest er stát- að af, nær aðeins til tekjutrygg- ingarinnar og heimilisuppbótar- innar, en hinsvegar kemur aðeins 6% hækkun á grunnlífeyrinn, barnalífeyrinn, mæðralaunin, ekkjubæturnar, sjúkra- og slysa- dagpeningana — í 14,32% hækkun framfærslukostnaðar á sama tíma. Meðalhækkun bóta er því aðeins 10,2% í 14,32 verðlagshækk- un, sem þýðir kaupmáttarskerð- ingu hjá þessum tekjulægsta hópi þjóðfélagsins, öldruðum og öryrkj- um. Það var því ekki af ástæðu- lausu sem við sjálfstæðismenn fluttum . breytingartillögu, þess efnis, að 7% verðbótaskerðingin 1. marz sl. skyldi ekki ná til neinna bóta almannatrygginga. Fram var lagt á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp um heilbrigð- is- og vistunarþjónustu fyrir aldraða. Markmið laganna er sagt að „stuðla að samræmingu heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða og sérstöku átaki við framkvæmdir bygginga fyrir aldraða". Setja skal á stofn „framkva'mdasjóð aldraðra", sem m.a. fær tekjur af nýjum skatti, „álagi á aðgangseyri að vínveitingahúsum", 10 nýkrónur á hvern miða. og skal skatturinn breytast í samræmi við verðlags- visitölu. Þá fái sjóðurinn beint framlag rikissjóðs eftir fjárlög- um hvers árs. Ennfremur inn- eign í byggingarsjóði aldraðra skv. lögum nr. 49/1963. Tekjur af álagi á aðgangseyri vinveitinga- húsa eru taldar munu verða 12 milljónir króna. Inneign í bygg- ingarsjóði aldraðra er smá. Meg- intekjur sjóðsins hljóta þvi að eiga að koma frá rikissjóði, ef sjóðurinn á að verða einhvers megnugur. Helztu nýmæli frumvarpsins eru talin þessi í greinargerð: ★ Sett er fram markmið til úrbóta vistunarþjónustumálum aldraðra, það er að stuðla að sérstöku átaki við framkvæmdir bygginga aldraðra. ★ Yfirstjórn verði í höndum eins ráðuneytis. ★ Landinu verði skipt í ákveðin þjónustusvæði og starfi ellimála- nefnd á hverju svæði. ★ Gerð verði 5 ára áætlun í senn um byggingar fyrir aldraðra. ★ Heilsugæslustöðvar kosti heilsugæzlu fyrir aldraða í heima- húsum. ★ Þar sem heimilishjálp í viðlögum er ekki til staðar, er ellimálanefndum heimilt að skipu- leggja hana, samkvæmt sérstök- um samningi við viðkomandi sveitarfélög, og á kostnað þeirra. Iðnfræðinga- félag íslands: Lögverndun starfs- heitis er eitt brýn- asta hagsmunamálið 5,7 milljarða gamalkróna lakari afkoma rikissjóðs 1980 Matthías Á. Mathiesen: Skuldaaukning hjá Seðlabanka f „Ilagtölum mánaðar- ins“, mánaðarriti Seðla- banka íslands, marzhefti, kemur fram að greiðslu- halli ríkissjóðs 1980, samkvæmt bráðabirgða- tölum, var 2,8 milljarðar gamalkróna, sem er 5,7 milljarða gamalkróna lakari afkoma rikissjóðs en fjárlög þess árs gerðu ráð fyrir. Samkvæmt óljósri fréttatilkynningu fjármálaráðuneytis fyrstu daga janúarmán- aðar má og lesa að skuld ríkissjóðs við Seðla- bankann hafi aukizt um 3,4 milljarða gamalkróna á árinu 1980. Þessar upp- lýsingar komu fram í máli Matthíasar Á Mat- hiesen (S), er hann mælti fyrir fyrirspurn til fjár- málaráðherra, hvenær hann myndi, venju sam- kvæmt, gefa Alþingi bráðabirgðaskýrslu um afkomu ríkissjóðs 1980. óviðunandi væri að þing- menn sæju tölur þar um fyrst í tímaritum gefnum út af öðrum stofnunum, eins og gerzt hefur nú. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagðist vænta þess að geta flutt Alþingi bráðabirgða- skýrslu um stöðu ríkissjóðs í lok ársins 1980 í byrjun næsta mán- aðar. Þar yrði þó ekki um endanlegar tölur að ræða, sem þá fyrst yrðu tiltækar er A-hluti ríkisreiknings 1980 væri fullunn- inn, en væntanlega myndi þingið fá lokatölur fyrir þinglausnir í vor. Iðnfræðingafélag íslands hélt nýlega aðaifund sinn. en félagið hefur starfað síðan 15. marz 1981. Félagar eru nú nærri sjö- tíu. Menntun félagsmanna cr sveinspróf og tveggja og hálfs árs nám við Tækniskóla tslands i rafmagni, vélum og byggingum eða sambærilegum námsbrautum i öðrum skólum. Markmið félagsins er m.a. að gæta hagsmuna félagsmanna, lögvernda starfsheiti, vinna að kjaramálum, kynna iðnfræðinga fyrir atvinnurekendum og al- menningi og bæta samvinnu tæknimanna. Á aðalfundinum voru lagðar fram skýrslur og greinargerðir fyrir árangri liðins árs svo og reikningar. I frétt frá félaginu segir m.a. að lögverndun starfsheitis sé eitt brýnasta hags- munamál félagsmanna og að því máli hafi þokað í rétta átt. Stjórn félagsins skipa: Formað- ur er Sigurður örn Gíslason rafmagnsiðnfræðingur, varafor- maður Eyjólfur Baldursson véla- iðnfræðingur, ritari Benedikt Eg- ilsson byggingaiðnfræðingur, gjaldkeri Eyjólfur Gíslason raf- magnsiðnfræðingur og meðstjórn- andi Garðar Sigurðsson vélaiðn- fræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.