Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 Minning - Erling Már Kristjánsson Fæddur 11. febrúar 1952. Dáinn 17. marz 1981. „Á hendur fel þú honum Nem himna stýrir borj?, þaA allt, er áttu I vonutn, <>K allt er veldur sorK- Hann bylKjur Ketur bundiA ok buKad storma her. hann fótstÍK Ketur fundió. sem fær sé handa þér.*4 Hinn 17. mars varð bráÖkvadd- ur á heimili sínu Erling Már Kristjánsson. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu í dag. Eriing var fæddur 11. febrúar 1952 í Reykjavík, sonur hjónanna Sig- rúnar (Gógó) Guðmundsdóttur og Kristjáns Agústssonar. Þau eign- uðust annað barn árið 1953, sem lést í fæðingu. Við sem eftir lifum trúum því að hinumegin muni bróðir hans, sem hann aldrei naut samvistar við í þessu lífi fagna honum og leiða hann um Guðs vegu. Sem smábarn fluttist Erling með foreldrum sín- um til Bandaríkjanna, en þar voru þau búsett um nokkurra ára skeið. Hann var 10 ára er hann kom aftur með þeim hingað heim. Byrjaði hann þá skólagöngu í Landakotsskóla og síðan í fram- haldsskólum. Að því loknu fór hann að vinna við fyrirtæki föður síns. Ég kynntist Erling er hann var barn að aldri. Var hann tápmikill og hraustur drengur og hvers manns hugljúfi. Er mér ljúft að minnast margra ánægjulegra stunda á æskuheimili hans. Var gaman að spjalla við Erling, sem alltaf hafði frá einhverju skemmtilegu að segja. Það er sárt að sjá eftir svo ungum manni sem Erling, í blóma lífsins hverfa af sjónarsviðinu. Hans mun vissu- lega verða sárt saknað af vinum og vandamönnum, af ástkærri unnustu, Margréti Baldursdóttur og syni hennar Unnari Erni, sem Erling var sem besti faðir — svo og af elskandi foreldrum. Bið ég góðan Guð að gefa þeim öllum styrk á svo erfiðum tíma. „Mín sál, þvi örugg sértu, ug set á Gufl þitt traust. Hann man þig vís þess vertu. og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæöist litla krið. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blið“. Gróa M. Jónsdóttir í dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför vinar míns, Erling Más Kristjánssonar. Við Elli, eins og hann v'ar oftast kallaður, höfðum þekkzt frá því við vorum unglingar að alast upp í gamla Vesturbænum. Frá þeim árum er vissulega margs að minn- ast, of mörg gleymd atvik rifjast upp nú, þegar ég lít yfir liðna tíð. Sá kunningsskapur, sem hófst okkar á milli á unglingsárunum, hefur haldist síðan, og orðið smám saman að einlægri vináttu. Ég minnist þess frá unglingsárum okkar, hve traustur og góður félagi hann var og þeir eiginleikar hafa verið styrkustu stoðirnar undir vináttu okkar gegnum árin. Hann átti vissulega vift böl að búa í fleiri en einum skilningi, og áreiðanlega var lífið honum oft erfitt. Ég kveð vin minn með þökk fyrir allt og allt, órofa vinátta hans í minn garð til hinstu stundar er mér dýrmætari en orð fá lýst. Eftirlifandi unnustu Erlings, foreldrum og öðrum aðstandend- um votta ég innilegustu samúð mína. Jón Bjarni Ok því er oss erfitt ad dæma þann dóm aó dauóinn sé hryjcKÓarefni. þó Ijosin slokkni ok blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stefni? (E. Ben.) Ekki átti ég von á því er ég hitti frænda minn Erling Má fyrir fáeinum vikum að ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur í lifanda lífi. Það er oft erfitt að horfast í augu við staðreyndir, en aldrei eins og þegar dauði ungs manns í blóma lífsins er orðinn veruleiki. Erling var einkasonur hjónanna Kristjáns Agústssonar og Sigrún- ar Guðmundsdóttur. Hann var fæddur í Reykjavík 11. febr. 1952 og var því nýlega 29 ára, er hann var svo skyndilega burt kallaður frá yndislegri unnustu, ástríkum foreldrum og litlum uppeldissyni. Þegar dauðinn grípur svo snögglega inn í líf manna, þá verður manni ósjálfrátt litið til baka og minningar frá samveru- stundum bernskuáranna, þegar lífið er fullt af áhyggjulausum leik, leita fram. Það var alltaf jafn ánægjulegt að hitta Erling og foreldra hans og var þá jafnan tekið til við hina ýmsu barnaleiki og var Sigrún (Gógó) þá oft miðpunkturinn í leik okkar barn- anna með hugvitsemi sinni og umhyggja hennar fyrir Erling og okkur hinum börnunum var ein- stök. Kristján og Gógó voru sérstak- lega ástríkir foreldrar, sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð fyrir drenginn sinn, enda fékk Erling þeirra góðu eiginleika í arf. Hann var alveg einstaklega góður dreng- ur, vammlaus, hjálpfús og hugs- unarsamur. Ef eitthvað bjátaði á, var Erling boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og alltaf var hægt að leita til hans, því hans máti var að greiða götu annarra. En því miður reyndist oft erfitt að fóta sig á vegi lífsins. I dag er Erling kvaddur hinstu kveðju og fyrir mína hönd og systra minna, Hildar og Helgu, eru honum þakkaðar allar ánægjustundir liðin ár. Frænda okkar Kristjáni og konu hans Gógó, Margréti og litla drengnum vottum við okkar dýpstu samúð, en það ætti að vera huggun að eiga minningar um jafn góðan dreng og Erling var og þannig munum við minnast hans. Lilja Hilmarsdóttir Þegar fréttin af andláti Ella frænda barst okkur áttum við erfitt með að trúa því að hann, sem var liðlega 29 ára, væri kallaður svo snögglega frá okkur af þessari jörð til þess heims sem leið okkar allra liggur til að lokum. Ég er ein af fjölmörgu sem þakka heilshugar þau forréttindi að hafa kynnst Jósefínu Björns- dóttur, sem nú er horfin til þess, sem hugur hennar stóð svo mjög til. Fyrst kom ég sem unglingur, ásamt systur minni í heimsókn til Jósefínu, þar sem hún bjó á Siglufirði og ári síðar hitti ég hana að nýju, þá á heimili systur minnar, þar sem nokkrar konur voru saman komnar til þeirra göfugu hluta að vinna að handa- vinnu, fátækum og snauðum til hjálpar. Frá heimsókn minni sitja fastast minningar um látleysið og um leið reisn, sem var yfir heimili og húshaldi öllu, þótt ekki væri ýkja vítt til veggja né hátt til lofts, þar fannst mér allt rúmast, sem gerir heimili að heimili og saumafundurinn á heimili systur minnar mun aldrei mér úr minni líða sökum samræðnanna, sem þar Erling var fæddur 11. febrúar 1952 sonur hjónanna Sigrúnar Guðmundsdóttur, Péturssonar frá ísafirði og Kristjáns Ágústssonar, Jóhannessonar Hafnarfirði. Hann ólst upp í foreldrahúsum að Lyng- haga 2 hér í borg, byrjaði snemma að vinna í fyrirtæki föður síns og sá um rekstur þess er faðir hans þurfti að sinna viðskiptum erlend- is. Þegar við bræðurnir vorum drengir lá leið okkar oft á Lyng- hagann. Þar undum við hag okkar vel í leik með Ella frænda, en við frændurnir áttum okkar annað heimili hjá Þorgerði ömmu og Guðmundi afa á Brávallagötu, til þeirra lögðum við oft leið okkar. Elli bar mikla umhyggju fyrir þeim og eftir að afi dó var hann ömmu sinni einstaklega hlýlegur og hjálpsamur. Elli hafði kímnigáfu í ríkum mæli og naut það sín oft í vina- og kunningjahópi, en í minningunni mun ávallt bera hæst hversu góður drengur hann var, félagi og vinur, það er og hlýtur ætíð að verða sá bautasteinn sem hæst rís. Fyrir nokkrum árum varð Er- ling þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast ágætri konu Margréti Baldursdóttur og ungum syni hennar Unnari. Stofnuðu þau heimili saman og reyndist hann henni vel og var drengnum besti faðir, og reyndist hún honum mik- ill styrkur í sjúkdómserfiðleikum síðustu árin. Við biðjum góðan Guð að styrkja foreldra hans og ástvini. Blessuð sé minning hans. „Far þú I fridi, friður GuAs þÍK blessi hafdu þökk fyrir allt »k allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylKÍ. hans Dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Reynir Guðmundur og Bogi. fóru fram. Það var ekki dægur- þras um manninn eða konuna í næsta húsi né getgátur eða full- yrðingar um þetta og hitt, það voru umræður um háleitt efni, sem voru þó hvorki litlausar né leiðinlegar í eyrum unglingsins og minnist ég mjög gjörla að dregin var fram bók, sem útskýrði faðir- vorið orð fyrir orð. Kannski voru á þessu kvöldi mörkuð spor til þess sem síðar varð og kannski á þessi kvöldstund þökk eða sök á því að æ síðan hefir mér fundist að saumafundir af þessu tagi ættu að vera með sama sniði. Árið liðu og ég varð fullorðin, unglingsárin voru fyrir bí. Þá lágu leiðir okkar saman á ný. Hún kom inn í lífshjól mitt sem starfsmanneskja við þá stofnun, sem ég veiti forstöðu. Aldrei hefur nein manneskja stigið þau spor þar sem hún, með djúpri virðingu fyrir öllum sem þar hafa starfað fyrr og síðar. Árveknin, verklagið, afköstin, áhuginn og samviskusemin átti ekki sinn líka. Þannig var það upp frá þeim degi er hún gekk þar inn, til þess dags er hún gekk þar út. Hennar var saknað og aldrei gátum við þakkað henni nóg trúfesti hennar. Guð einn á þau laun sem henni sæma. Og nú hefur svefninn lokað brá hennar. í þeim tilgangi að vekja hana aftur við lúðrahljóminn, þegar hann sem hún elskaði svo djúpstætt, svo einlæglega, svo barnslega, kemur aftur og sækir sína, það verður dýrðardagur. Og enn gaf hún með- dýrmæta stund í safn minn- inganna: Gleði sína, þrátt fyrir veikindin, og fullvissuna um að frelsarinn leysti hana af þessum heimi. Henni varð að ósk sinni. Þökk Jósefínu fyrir þau forrétt- indi að hafa kynnst henni á unglingsárum og síðar, og nú fengið að kveðja hana á þeirri gleðistund, sem brottförin varð henni. Er nokkuð eftirsóknarverð- ara hér í heimi? Hjartans þökk og kveðjur frá starfsfélögum. Elsku Rúna, Sjöfn og þið öll. Guð blessi ykkur og styrki og gefi ykkur það, sem hún átti kærast. Blessuð sé minning hennar. Hulda Jensdóttir + Eiginkona mín, GUÐBRANDÍNA TÓMASDÓTTIR, lést í Landakotsspítala aö morgni 24. mars Fyrir hönd vandamanna. Ottó Guójónsson. t Eiginmaöur minn, faöir og fósturfaöir, EINAR JÚLÍUSSON, Skólavegi 34, Keflavík, andaðist í Borgarspítalanum 24. marz. Lína Sverrisdóttir, Sverrír Mikael Einarsson, Svanhildur Elentínusdóttir. + Utför GUÐRUNAR INGIMARSDÓTTUR, KJarnhottum, fer fram frá Skálholtskirkju. laugardaginn 28. marz kl 13.30. Jarösett veröur í Haukadal. Bílferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.30. Einar Gíslason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Faöir okkar og fósturfaöir, GEORGJÓNSSON, bóndi, Reynivöllum, Skerjafiröi, andaöist í Borgarspítalanum 24. marz. Anna Georgsdóttir, Kjartan Georgsson, Jóna Sigurjónsdóttir. + Utför BERGSTEINS S. BJÖRNSSONAR, Selvogsgötu 3, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 26. marz kl. 2. Aóstandendur. + Eiginmaöur minn, GUNNAR EARL INGVARSSON JENSEN, andaöist í sjúkrahúsi í Washington mánudaginn 23. marz. Mary Hunt Jensen. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MAGNEA GUDNY ÓLAFSDÓTTIR, Grettisgötu 19, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 26. marz nk. kl. 1.30 e.h. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkjusjóö. Vigdís Ferdinandsdóttir, Gunnar Ólí Ferdinandsson, Hrefna Guöbrandsdóttir, Eiríkur Róbert Ferdínandsson, Steinunn Eiríksdóttir, Arni Grétar Ferdinandsson, Gísli Ferdinandsson, Jón Júlíus Ferdinandsson, Ferdinand Þórir Ferdínandsson, Marsibil Jónsdóttir og barnabörn Steinunn Karlsdóttir, Sólrún Þorbjarnardóttir, Helga Óskarsdóttir, + Hugheilar þakkir til allra þeirra er auösýndu mér og fjölskyldu minni samúö og hlýju vegna fráfalls eiginmanns míns, ÞORKELS GÍSLASONAR, fyrrverandi aöalbókara, Skeggjagötu 10. Jórunn Norðmann. Jósefína Björnsdóttir Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.