Morgunblaðið - 25.03.1981, Page 13

Morgunblaðið - 25.03.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 13 Kvikmyndir, kappræður, myndlist og leikrit Meðal atriða á Sæluviku sem hefst um helgina -í Slæmt atvinnuástand á Djúpavogi: Nauðsynlegt að fá skip erlendis frá þar sem engin heppileg skip er að fá innanlands Djúpavogi, 19. marz. VETURINN hefur verið eins ok víðar kaldur og umhleypinga- samur hér á Djúpavogi, svellalog mikil og ef svo heldur fram sem horfir, lítur heldur illa út með grassprettu að sumri. Bændur munu þó almennt vera vel birgir af heyjum eftir mjög gott sumar. Um 40 hreindýr hafa í vetur haldið til hérna rétt innan við kauptúnið. í janúar voru þau löngum hérna rétt utan við lóða- mörk ystu húsanna, og var auð- sætt að þeim þótti hart í heimi. Um síðustu helgi var hér sólskin og gott veður og fór ég á vit hreindýranna í Brekkum við Hamarsfjörð. Þau lágu og jórtr- uðu í sólskininu og virtust hin sællegustu og var ekki að sjá, að vetrarharkan hafi háð þeim veru- lega, enda lengi autt á sjávarbökk- um. Grunar ýmsa, að þau eigi það jafnvel til, að skjótast í fjöru og bragða á söltum sjávargróðri. Hér hefur verkafólk unnið lang- an vinnudag við að breyta tveimur togaraförmum af fiski í verðmæta vöru, en lokið var löndun úr Gullbergi frá Seyðisfirði í gær og komu upp úr því um 126 tonn. Aflann er verið að frysta, salta og hengja upp í skreið. Okkur bárust þessir togarafarmar eins og happ- drættisvinningar eftir langvar- andi atvinnuleysi. Á síldarvertíð í haust var hér nóg að starfa og var saltað í um 6 þúsund tunnur af síld, sem að vísu er heldur minna en undanfarin ár. Þessi söltun veitti mörgum ágæta atvinnu. Sáralítil loðna hefur borizt hér á land til bræðslu og kemur það mjög iila niður á rekstri Búlands- tinds hf., sem á sjöunda áratugn- um kom hér upp ágætis sildar- og 150 millj. kr. myndu sparast í FRÉTT um matsniðurstöður nefndar, er starfað hefur á veg- um verkfræðifélags tslands að rannsóknum á skipan opinberra framkvæmda. varð sú misritun að sagt var að 15 millj. nýkr. myndu sparast ef verkin væru boðin út. Hið rétta er að a.m.k. 150 mijlj. nýkr. myndu sparast, miðað við fjárlög ársins 1981 samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar, ef verkin væru boðin út. Biðst. Mbl. afsökunar á þessari misritun. loðnubræðslu. Við loðnulöndun upp á um 10 þúsund tonn, eins og tíðkaðist síðustu árin, gjörbreytist atvinnuástandið til betri vegar. Ofan á þessi vandræði í rekstri bræðslunnar bættist svo það, að við fengum engan fisk í nýja frystihúsið okkar í haust. Stjórn Búlandstinds, hreppsnefnd Bú- landshrepps og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Djúpavogs hafa unnið að því síðan í haust, að fá skip til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið, en þrátt fyrir mikla vinnu í þessum tilgangi hefur litill árang- ur orðið enn sem komið er. Virðist svo sem skip, sem hæfa okkur, séu alls ekki til á innanlandsmarkaði. Er þess að gæta, að þótt oft sé fiskisæld á heimamiðum, verðum við á stundum að sækja allt vestur fyrir Hornafjörð, og koma því tæplega minni skip en 200—300 lestir til greina. Við erum nú að vona, að ráða- mönnum sé farið að skiljast að okkar mál verði varla leyst öðru vísi en á þann hátt að leyfa okkur að kaupa skip erlendis frá. Við þykjumst hafa hlerað, að hægt sé að fá þokkaleg skip frá Englandi á viðráðanlegu verði og ef til vill víðar. Þá bendum við á, að undan- farin ár hafa oft róið 3—4 stórir bátar frá Djúpavogi, en enginn er gerður út héðan í vetur. Við erum því ekki að fara fram á neina aukningu á skipastól okkar, held- ur aðeins að reyna að halda í horfinu um hráefnisöflun, til þess að frystihúsið hafi verkefni. Þykir okkur lágmark, að héðan séu gerð út að minnsta kosti tvö sæmileg skip, sem geta stundað alhliða veiðar, með troll og net, auk þess að geta sótt á síldina, þegar hana er að fá. Benda má á, að þótt byggðarlagið sé ekki stórt, hefur verðmæti sjávarafla héðan á undanförnum árum numið hundruðum milljóna, enda hafa allir sem vettlingi geta valdið unnið að framleiðslunni, börn jafnt sem fullorðnir. Þá hefur fólk úr nærsveitum margoft komið hingað og lagt okkur lið í erfiðum vinnuhrotum. Má segja, að sú starfsemi sem hér hefur farið fram sé veruleg lyftistöng fyrir nágrannasveitirnar. Það er því ljóst, að verðum við að gefast upp við að reka frystihúsið sökum aflaleysis, er afkomu nokkurra hundruða manna stefnt í bráðan voða. Við viljum ekki trúa öðru, en að þeir sem fyrir fjármagni ráða muni veita okkur hóflegan stuðn- ing. Héðan hafa oft 3—4 bátar stundað rækjuveiðar og fengið sæmilegan afla inni á Berufirði, en í vetur hefur afli verið ákaflega misjafn, og er þar kannski tíðar- farinu um að kenna að einhverju leyti. Oft hefur verið íshröngl inni á firðinum og stormar hafa iðu- lega hamlað veiðum ... — Ingimar SauAárkróki 23. marz. SÆLUVIKA Skagfirftinga hefst 28. marz nk. og stendur til 5. apríl og verftur mikift um aft vera að vanda. Flugleiðir bjófta sérstök kjör. 30% afslátt. þeim sem ferftast vilja milli Sauftárkróks og Reykjavíkur ofangreinda viku og verftur flogift á hverjum degi. Gistingu er að fá á Ilótel Mælifelli og Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri félagsheimilisins Bif- rastar mun aftstofta við útveg- un húsnæftis. Meðal efnis á sæluviku eru þessi: Tvö leikrit verða sýnd á sælu- vikunni. Leikfélag Sauftárkróks sýnir leikritið „í lausu lofti“ á hverju kvöldi. Leikfélag Skag- firðinga sýnir „Brúðuheimili" Ibsens í þrjú skipti, fyrst laug- ardagskvöldið 28. marz. Þá verða tvær til þrjár kvikmynda- sýningar á dag. Dansað verður flest kvöld sæluvikunnar í fé- lagsheimilinu Bifröst og sér- staklega verða gömlu dansarnir á fimmtudag 2. apríl. Þá mun kirkjukór Sauðárkróks efna til kirkjukvölda mánudag og þriðjudag og sunnudaginn 5. apríl efnir kirkjukórinn til kab- aretts í félagsheimilinu Bifröst. Myndlistarsýning stendur alla sæluvikuna í Safnahúsinu. Þar sýnir Tómas Guðvarðarson myndir og skúlptúra. Laugar- daginn 4. apríl mætir Helgi Sæmundsson ritstjóri á Sauð- árkróki og flytur erindi í Safna- húsinu. Eins og sjá má á ofantöldu eru flest skemmtiatriði úr Hér- aði. Á þriðjudag 31. marz verður á þessu breyting því þá mæta þeir Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarnason og Ragnar Bjarnason með skemmtiatriði í félags- heimili Bifröst. Fyrr á árum vöktu umræðu- fundir og ræðukeppnir jafnan mikla athygli. Nú verður þráð- urinn tekinn upp að nýju og mætast lið frá JC Sauðárkróki og JC Reykjavík. Kári Fóstrur í Vestmannaeyjum: Ekki í mál — fengu sameigin- lega lögfræðing Guftmunda Bjarnadóttir fóstra í Vesítmannaeyjum haffti sam- band við Mbl. og óskafti eftir því aft Mbl. birti athugasemd vegna fréttar blaðsins um aft fóstrur va*ru komnar í mál vift Vest- mannaeyjabæ. Hún sagfti upplýs- ingar þar um. sem gefnar voru Mbl. fyrir helgi. byggðar á mis- skilningi. „Ilift rétta er.“ sagfti Guftmunda. _að fóstrur og bæjar- félagift hafa fengift sér sameigin- lega lögfræðing til að skera úr um 4. greinina.” Guðmunda sagði einnig, að fóstrur myndu bíða niðurstöðu lögfræðingsins, sem lofað hefði verið fyrir 31. marz. Þá yrði tekin ákvörðun um framhaldið, en fóstr- ur hafa frestað uppsögnum til 1. apríl, en þær áttu að taka gildi 15. marz. LláSRUllNARhlÓNUSTA Hraöari afgreiösla - Lægra verö Röðun - Heftun Viö höfum nú tekiö í notkun nýja Ijösritunarvél, U-BIX 300, í Ijósritunarþjónustuna í verzluninni. Þessi nýja vél tekur 35 afrit á mínútu. Vió getum nú boöiö hraóari afgreióslu og raóaó saman og heft ef þess er óskaó. Venjulegt veró, minna magn: A-4 1,60 A-3, B-4 1,80 A-4, báóum megin 3,60 A-3, B-4 báóum megin 4,00 Enginn afsláttur veittur af Ijósritun báóum megin vegna of mikilla affalla. Löggildur 2,40 Löggildur báóum megin 5,00 Glærur 4,00 Magnveró þegar unnió er meó U-BIX 300, aóeins öórum megin á blaóió, raóaö og heft, ('ef þess er óskaöj: Veró pr. eintak A-4 A-3, B-4 1,15 1,35 0,90 1,10 0,80 1,00 30-99 eintök 100-249 eintök 250 og f leiri Betri þjónusta - Lægra verð SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. + = - „ Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.