Morgunblaðið - 25.03.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 25.03.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 19 Sir Claude Auchinleck látinn London, 24. marz. BREZKA varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í dag. að Sir Claude Auchinleck hermarskáikur, er stýrði sveitum sinum m.a. til sifturs á Afrikuher Rommels i E1 Alamein- hardoKunum í eyðimörk Eiíypta- lands 1942, hefði dáið í svefni á heimili sinu i Marrakech i Marokkó i nótt. Hann var 96 ára og hafði þjáðst af flenzu um skeið er andlát hans bar að. Herir „Auks gamla“, eins og hann var kallaður meðal hermanna sinna, báru sigurorð af Afríkuher Rommels, eftir að hafa hrakizt frá Tobruk í Líbýu til Egyptalands við lítinn fögnuð brezka for- sætisráðherrans, Sir Winston Churchill. Churchill setti Bernard Montgom- ery hershöfðingja yfir Afríkusveitir _______ sínar, og var Auch- MPVK / /• inleck sendur til SirAuchinleck Indlands 1943 sem yfirmaður brezka heraflans þar í landi. Undir forystu Montgomerys unnu Bretar annan sigur á þýzku og ítölsku herjunum í Afríku við E1 Alamein seint á árinu 1942, og sex mánuðum síðar hafði Afríkuher Rommels verið hrakinn á brott úr norðurhluta Afr- íku. Sagnfræðingum ber saman um, að Churchill hafi vanmetið frammistöðu Auchinlecks. Herjum hans hefði ekki vegnað vel vegna lélegs vopnabúnaðar og lítillar æfingar. Talið er að Chur- chill hafi orðið á mistök, því undir stjórn Auchinlecks hafi unnist mikil- vægur sigur og þá hafi undanhaldi verið snúið í sókn. Auchinleck hefur sjálfur gagnrýnt aðgerðir Churchills og sagt hann sýna af sér litla hermennsku er hann setti sig af og skipaði Montgomery í sinn stað. I opinberri útgáfu af sögu Bretaveldis er frammistaða Auchinlecks talin hafa skipt sköpum í Afríkustríðinu. Meiri verðbólga WaHhintrton, 24. marz. AP. YFIRVÖLD tilkynntu í dag, að verðbt')lKa heíði hækkað í Bandaríkjunum í fehrúar- mánuði, og væri verðbtjlgan í landinu nú 12,7 af hundraði miðað við 12 mánuði. Þessi hækkun stafar fyrst og fremst af miklum verð- hækkunum á benzíni í kjölfar þeirrar ákvörðunar Reagans forseta að afnema allt opin- bert eftirlit með benzínsölu og benzíninnflutningi. Mafíumorð Cantanzaro. 24. marz. AP. MAÐUR og tveir synir hans voru teknir af lífi af aftöku- sveit Mafíufjölskyldu á akri fyrir utan borgina Cantanz- aro á suðurhluta Ítalíu i dag, að sögn lögreglu. Fjölskyldufaðirinn var 58 ára og synir hans 21 og 22ja. Verkamenn fundu lík þeirra á akri við þorpið Guardavelle og höfðu þeir verið myrtir af byssusveit. Lögreglan telur að rekja megi morðin til deilna tveggja Mafíu- fjölskyldna í þorpinu Guardavelle en rekja má andlát 16 manna í þorpinu síðustu sjö árin til þess- ara deilna. Þá hefur lögreglan sagt, að rekja megi 900 morð í Calabriu á síðasta ári til Mafíunn- ar. Kaldur vetur — Norskir skriðdrekar aí M109-gerð að æfingum fyrir norðan heimskauts- baug fyrir skömmu. Æfingarnar hlutu nafnið „Kaidur vetur“ og var markmiðið að þjálfa skriðdrekasveitirnar í gagnárás í eiturhernaði við veðurfarsskil- yrði sem þessi. ■ s ■ Slíta stjórnmála- sambandi við Kúbu Bogota. 24. marz. — AP. JULIO Cesar Turbay Ayala, forseti Kólumbíu, tilkynnti í dag. að stjórn- málasambandi við Kúbu hefði verið slitið. Hefði hann kvatt kólumbíska diplómata frá Kúbu og yrði kúbönskum diplómöt- um í Kólumbíu. átta að tölu, gert að hverfa úr landi hið fyrsta. í sjónvarpsávarpi til þjóðarinn- ar sagði forsetinn, að Kúbumenn hefðu þjálfað og búið kólumbískar skæruliðasveitir vopnum. Fyrr í þessum mánuði voru teknir fastir um eitt hundrað skæruliðar M-19 sveitarinnar, þ.á m. tveir af for- ingjum hennar, er þeir reyndu að komast inn í Kólumbíu frá Equa- dor. M-19 er aðsópsmesta skæru- liðahreyfingin í Kólumbíu, og sagði forsetinn, að með því að þjálfa skæruliðana og láta þeim í té vopn, væru Kúbumenn að hlut- ast til um innanríkismál í Kól- umbíu. Turbay Ayala sagði Kólumbíu- menn eiga vinsamleg samskipti við öll kommúnistaríki, og það væri ekki af hugmyndafræðilegum ágreiningi sem stjórnmálasam- bandi við Kúbu væri slitið, heldur vegna „fjandsamlegrar hegðunar" stjórnar Castrós forseta. Metro innkallaður vegna stýrisgalla I.ondon. 24. marz. — AP. BREZKU bifreiðaverksmiðjurnar British Leyland innkölluðu í dag 48.000 bifreiðar af gerðinni Mini metro vegna galla í stýrisbúnaði. Bifreiðinni var „hleypt af stokkunum“ í október síðastliðnum. og voru allar þær bifreiðar er selzt hafa til þessa innkallaðar. Gert er ráð fyrir, að lagfæring á stýrisbúnaði bifrciðanna kosti fyrirtækið um 100.000 sterlingspund. Gallinn í stýrisbúnaðinum lýsir sér í því, að sé tekin hægri beygja og stigið kröftuglega á kúplinguna um leið, þá læsist stýrið. Tvö slys hafa orðið er stýrið hefur læst við kringumstæður sem þessar, en engin meiðsl urðu á fólki, og British Leyland sagði að tæplega þyrfti að óttast að stýrið læstist, nema við óvenjulegan aksturs- máta. Frá því að Mini metro var settur á breskan markað, hefur hlutdeild British Leyland í mark- aðnum aukist úr 16% í 20%, og síðustu mánuði hefur engin önnur bifreið selzt jafn vel þar í landi. Formaður stjórnar British Ley- land skýrði frá því á föstudag, að tap verksmiðjanna á síðasta ári hefði numið 535,5 milljónum sterl- ingspunda, en inn í það dæmi er reiknaður kostnaður við lokun verksmiðja og uppsagnir starfs- fólks. Nýlega var tilkynnt, að fjárhagsaðstoð hins opinbera við fyrirtækið yrði aukin um milljarð sterlingspunda, þótt ljóst væri að það mundi ekki skila hagnaði a.m.k. næstu tvö árin. Lestarræningi í leitirnar: Framsal vofir nú yfir Biggs London. Hndffetown. L\. marz. — Ar. BREZKA LÖGREGLAN hefur sent afrit af fingraförum lestarræn- ingjans Ronald Biggs til lögreglunnar i Barbados til að fá úr þvi skorið, hvort hann sé maðurinn sem lögreglan bjargaði af aflvana skútu er var á reki við eyjarnar í gær. Við björgunina lýsti maðurinn erfingja þar í landi. því yfir, að hann væri lestarræn- inginn fyrrverandi, sem rænt var á veitingahúsi í Rio de Janeiro í síðustu viku. Komi það í ljós, þegar fingraför hans hafa verið borin saman við afrit brezku lögreglunnar, verður af hálfu brezkra yfirvalda sótzt eftir því að hann verði framseld- ur til Bretlands. Biggs strauk sem kunnugt er úr brezku fangelsi 8. júlí 1965, eftir að hafa afplánað rúmt ár af 30 ára refsingu. Fór hann á flótta til ýmissa landa, en settist að í Brazilíu 1970. Kom hann upp á yfirborðið þar 1974, en ekki tókst Bretum þá að fá hann framseldan, þar sem engir samningar af því tagi voru í gildi milli landanna, og einnig vegna þess að hann hafði þá eignast Biggs er nú 51 árs. Hann var höfuðpaurinn í lestarráninu, sem framið var 8. ágúst 1963, en þá komst 15 manna bófaflokkur undan með 2,63 milljónir sterl- ingspunda í seðlum, er þeir rændu póstlestina milli Glasgow og Lundúna að næturþeli. Scot- land Yard hafði hendur í hári ræningjanna von bráðar, en Biggs og einum til viðbótar tókst að brjótast úr fangelsi. Hann náðist aftur, en er nú frjáls á ný, ásamt öllum öðrum er þátt tóku í ráninu. Nú á Biggs hins vegar yfir höfði sér að afplána sína refsingu í brezku fangelsi, því þar sem Barbados var fyrrum brezk nýlenda er við því að búast að hann verði framseldur, enda gagnkvæmir samningar þar að lútandi í gildi. Veður víða um heim Akureyri -1 skýjaö Amsterdam 14 skýjað Aþena vantar Berlín 14 skýjað BrUssel 10 skýjað Chicago 15 heiðskírt Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 12 skýjað Fasreyjar 3 skýjað Genf 16 rigning Helsinki 4 skýjað Jerúsalem 12 skýjað Jóhannesarborg 22 skýjaó Kaupm.höfn 8 skýjað Las Palmas 23 heiðskírt Lissabon 18 skýjað London 14 skýjað Los Angeles 23 heiðskírt Madrid 19 skýjað Malaga 23 skýjað Mallorca 19 lóttskýjaö Miami 25 heiðskírt Moskva 11 heiðskírt New York 9 heiðskírt Ostó vantar París vantar Reykjavík 1 alskýjað Ríó de Janeiro 29 skýjað Rómaborg 19 heiðskirt Stokkhólmur 8 heiðskírt Tel Aviv 19 skýjað Tókýó 13 skýjað Vancouver vantar Vínarborg vantar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.