Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 11 Skæruliðar herskáir í Kólombíu Boffota, Kolombiu. — AP. SkæruliðahreyfinKar í Kol- ombíu, nyrzt í Suður-Amer- íku. hafa nú hafið einhver mestu átök Kegn yfirvöldum, sem átt hafa sér stað í þeim heimshluta frá því kúbanski byltingarleiðtoKÍnn Che Gue- vara reyndi að koma á stjórn- arbyltingu í Rolivíu fyrir 11 árum. Á undanförnum þremur mánuðum hafa skæruliðar um stundarsakir náð á sitt vald um 15 borgum úti á lands- byggðinni, myrt eða rænt rúm- um tug stórbænda og fengið fyrir þá lausnargjöld, fellt sveitir hermanna úr launsátri, rænt farþegaflugvél, og tekið af lífi Bandaríkjamann, sem þeir sögðu vera njósnara bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Her landsins verst árásunum og beitir fyrir sig sprengju- flugvélum og sveitum her- manna, sem eru sérþjálfaðir í þessu skyni. Engar sannanir eru fyrir því að skæruliðar fái vopn eða þjálfun frá Kúbu eða öðrum kommúnistaríkjum, en margir skæruliðanna hafa skotið upp kollinum í Havana eftir að hafa tekið þátt í mannránum eða öðrum aðgerð- um. Fjögur af fimm samtökum skæruliða í landinu hafa opin- berlega lýst samstöðu með stefnu Kúbu og Sovétríkjanna. Fimmtu samtökin hafa tjáð sig fylgja kínverskum kommún- isma. Miðað við núverandi fjölda félaga í skæruliðasamtökun- um, virðast þau ekki eiga mikla möguleika á því að steypa löglega kjörinni ríkisstjórn landsins, en íbúar Kólombíu eru alls um 26 milljónir. Að sögn talsmanna leyniþjónustu hersins hefur skæruliðum þó fjölgað mjög á síðustu fimm árum. Áður var aðeins um að ræða fáa andófsmenn, en nú eru þarna hundruð einkennis- búinna, vel þjálfaðra og vel vopnaðra skæruliða. Leyniþjónustan telur að skæruliðasamtökin hafi alls 3.000 karla og konur undir vopnum. Aðrar heimildir telja fjölda skæruliða ýmist meiri eða minni, og sýnir það að engar nákvæmar upplýsingar eru fyrir hendi. Hver svo sem fjöldi skæru- liðanna er, þá hefur þeim tekizt að hertaka smærri borg- ir og bæri úti á landsbyggðinni, halda þeim í nokkrar klukku- stundir og ræna þar banka og verzlanir. Fyrir rúmri viku réðust 300 skæruliðar úr „19. apríl-samtökunum", eða M-19 eins og þau eru venjulega nefnd, á héraðshöfuðborgina Mocoa, sem er 50.000 manna bær, og myrtu þar lögreglu- stjórann, bankavörð og 15 ára pilt. Þá rændu þeir vara- borgarstjóranum og særðu þrjá lögreglumenn. Sama dag gerðu M-10 skæru- liðar árás á annan smábæ, og sprengdu sprengju í mann- lausu snyrtiherbergi á E1 Dor- ado alþjóða flugvellinum við höfuðborgina Bogota. Skildu skæruliðarnir eftir stg áróð- ursmiða M-19 samtakanna, svo ekki færi milli mála hverjir hafi verið þar að verki. Fyrr í mánuðinum hafði deild úr M-19 samtökunum myrt bandaríska Biblíu-þýð- andann Chester Bitterman. Héldu talsmenn M-19 því fram að málaskóli sá, sem Bitter- man starfaði við, væri í raun stofnun á vegum CIA. Það var ekki fyrr en á nýársdag 1979 að yfirvöld tóku að gera sér gein fyrir styrk- leika skæruliða. Þann dag tókst félögum úr M-19 að grafa sér göng inn í eina af skotfæra- geymslum hersins og stela það- an miklum fjölda vopna. Talsmenn hersins segja að vopnin hafi verið endurheimt svo til strax eftir ránið þegar um 1.000 borgarar höfðu verið handteknir. En fjöldahandtök- urnar leiddu til háværra kvart- ana um pyntingar, og margir þeirra, sem þá voru handtekn- ir, eru núna fyrst að losna úr haldi eftir rúmlega tveggja ára fangelsisvist. Herlög ríkja nú í landinu, og samkvæmt þeim hefur herinn handtekið tugi manna, sem grunaðir eru um aðild að sam- tökum skæruliða. Flugherinn hefur undanfarna þrjá mánuði haldið uppi árásum á strjálbýl svæði, þar sem talið er að skæruliðar leynist. Hundruð bænda hafa flykkzt til borg- anna, hraktir þangað vegna hernaðarátaka. Kolombía er ekki snauðasta landið í latnesku Ameríku, en mikið atvinnuleysi, 30% verð- bólga á ári, lélegt skólakerfi og tryggingaleysi fátækra hafa gefið skæruliðum byr undir báða vængi. Atvinnuleysið er um 10%, en um 16% til viðbót- ar njóta ekki réttinda laga um lágmarkslaun — sem eru 650 krónur á mánuði — og vinna því fyrir örfáar krónur á dag. Meðal árstekjur á íbúa eru 5.200 krónur, en sem dæmi um verðlag má nefna að mjólkur- lítri kostar 3,45 krónur og tylft af eggjum kr. 10,73. í rannsókn verzlunarráðs iðnaðarborgarinnar Medellin kom í ljós að 75,4% allra barna í skólum borgarinnar báru einhver einkenni vannæringar. Tom Wells Ævintýralegt tilboð á takmörkuðu magni af Finnsku ASA litsjónvörpunum, stærðir: 20" og 26" Verð Staðgr. 20" 6.800.- 6.450.- 26" 8.000.- 7.600.- 26" 8.500.- 8.000.- m/sjálfv. stöðvaleltara ^^^^^^^MbORGARTUNI 18 REYKJAVÍK SJÓNVARPSBÚMN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.