Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 Birgir Þorgilsson: Flugfargjöld - frumskógur? Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem ýmsir sérfræðingar í flug- og ferðamálum hafa nefnt fargjaldafrumskóginn, svo mikið að undirrituðum, sem átt hefur nokkurn þátt í tilkomu og lífi þessarar ófreskju, þykir nú nauð- synlegt að koma til liðs við þessa skógrækt, með því að setja fram nokkrar skýringar, í þeirri von að þær geti orðið einhverjum að leiðarljósi við að rata út úr myrkviði þessum. Tilgangur sérfargjalda Vitaskuld er það rétt að í gildi erU mörg og mismunandi dýr eða ódýr flugfargjöld á flugleiðum milli Islands og annarra landa, og að sjálfsögðu hefur þeim ekki verið komið á af tómri góðsemi við íslenska eða erlenda ferðamenn, þó svo að þeir njóti góðs af í leiðinni. Hagstæð sérfargjöld eru fyrst og fremst til komin vegna þeirra miklu sveiflna í farþega- fjölda milli árstíða, vikudaga og jafnvel klukkustunda á hverjum sólarhring, sem gera það að verk- um að flugfélögin sjá sér hag í því að auka nýtingu tækja og þar með starfsfólks, með því að auka far- þegafjölda og tíðni ferðalaga, þó svo greiðsla fyrir hvert sæti í vissum tilfellum lækki allt niður í 70% af almennu fargjaldi aðra leið, fyrir far í báðar áttir. Enn- fremur er lækkuðum fargjöldum því ætlað það hlutverk að freista farþegans í þá veru, að ferðast utan háannatímans, í miðri viku eða fremur á nóttu en degi. Markmið flugfélaganna er m.ö.o. það, að þegar upp er staöið í árslok og talið í kassanum, þá sé meira í honum en verið hefði ef ofangreindum aðferðum hefði ekki verið beitt. I þessu sambandi verður einnig að hafa í huga, að hin ýmsu dótturfyrirtæki Flug- leiða, s.s. hótel, bílaleigur o.fl. njóta einnig góðs af. Þetta er einfaldlega hið gamla lögmál viðskiptalífsins. Það er alrangt að halda því fram að flugfargjöldin séu siíkur frumskógur, að ómögulegt sé fyrir sérfræðinga að botna upp né niður í þeim myrkviði, hvað þá að viðskiptavinurinn átti sig á hlut- unum. Það er eins og að álíta að afgreiðslufólk í verslunum viti ekki hvað hver hlutur í hillunum kosti. Starfsfólk flugfélaga og ferðaskrifstofa fær í byrjun starfsferils haldgóða tilsögn í að þekkja hin mismunandi fargjöld og möguleika á notkun hagstæð- ustu gjaida í hverju tilfelli. Það á ekki að skipta máli hvort farseðill er keyptur beint hjá flugfélagi eða hjá ferðaskrifstofu hvað þessu atriði viðkemur. Viðkomandi flug- félag sér svo um að eigið starfs- fólk og starfsfólk ferðaskrifstofa hafi jafnan þá kunnáttu, sem nauðsynleg er á þessu sviði við- skipta seljanda og kaupanda, til að tryggja þeim síðarnefnda hag- kvæmustu kjörin. Þeir sérfræð- ingar í fargjaldamálum, sem tala um öll þessi flóknu og lítt skiljan- legu fargjöld, en vilja samt hafa atvinnu af að selja þau, ættu að taka sig til og læra betur heima, áður en þeir taka sér stöðu andspænis væntanlegum flugfar- þega. Ilatfur neytenda Ýmsir, sem um þessi mál hafa fjallað, hafa haldið því fram, að hagkvæmara væri að hafa aðeins eitt fargjald milli tveggja staða, hvort sem ferðast er á nóttu eða degi, virkum dögum eða helgum, sumri eða vetri, eða einn eða fleiri saman. Ekki er ósennilegt að með slíkri stefnu mætti lækka hið almenna fargjald um 25—30%, en hætt yrði við að mörgum flugfar- þeganum brygði illilega í brún, ef þessi háttur yrði upp tekinn. Hvað með börn innan 12 ára aldurs, sem í dag greiða '/2 fargjald eða fjölskyldur, sem ferðast saman á svonefndum fjölskylduafslætti. Einnig mætti nefna mörg hóp- ferðafargjöld, helgarfargjöld, námsmannafargjöld og svona mætti lengi telja. Öll þessi gjöld myndu hækka, ef aðeins eitt fargjald væri í gildi í líkingu við fargjöld með Strætisvögnum Reykjavíkur. Lauslega áætlað munu u.þ.b. 15% farþega á árs- grundvelli greiða hið svonefnda almenna gjald. Sú staðreynd gefur glögga mynd af meðaltekjum flug- félags af flutningi hvers farþega. Birgir Þorgilsson Reykjavík — Rómaborg Eins og nú er háttað eru í gildi fargjöld frá íslandi til fjölmargra staða í veröldinni, utan leiðanets Flugleiða, sem eru til muna lægri en samanlögð fargjöld milli þeirra staða sem flogið er um, t.d. á leiðinni Reykjavík — Rómaborg. Þetta á við bæði um almenn fargjöld og sérfargjöld, fyrir ein- staklinga og hópa. Slíkum far- gjöldum var komið á með samn- ingum Flugfélags íslands og síðar Flugleiða við erlend félög, á vett- vangi Alþjóðasambands flugfé- laga, og byggjast á því að allir gefa eftir nokkurn hluta fargjalds á viðkomandi flugleiðum. Samn- ingar við erlend félög um slíka fjargjaldalækkun eru oft og tíðum flóknir og tímafrekir. Ekki er endilega víst að erlent flugfélag, sem tekur við hinum íslenska farþega í London, til að flytja hann til Rómaborgar, hafi áhuga á lækkuðu sérfargjaldi á þeirri flugleið, á sama tíma og íslenska flugfélagið vill bjóða lækkuð gjöld milli Reykjavíkur og London. Vegna þessa þurfa að liggja fyrir rökstuddar áætlanir um væntan- legan farþegafjölda á því tímabili, sem slíkt fargjald er álitið nauð- synlegt. Einnig ber að hafa í huga að íslenskt flugfélag getur séð sér hag í að hafa lægra gjald t.d. frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur ákveðinn tíma ársins heldur en frá Reykjavík til Kaupmanna- hafnar. Þessa staðreynd eiga flug- farþegar oft og tíðum erfitt með að sætta sig við. Eina huggunin er sú, ef huggun skyldi kalla, að „danskurinn" þarf sennilega að greiða hærri fargjöld á öðrum árstímum. Ekki er sjáanlegt að hægt væri fyrir okkur Islendinga að halda áfram slíkri samvinnu, ef aðeins eitt fargjald gilti á flugleiðum milli Islands og þeirra borga sem flugvélar fljúga til. M.ö.o. fargjöld til flestra borga í Evrópu og víðar myndu hækka til muna. Þessi þáttur í hinum íslenska fargjalda- frumskógi vill gleymast og sjá menn stundum ekki skóginn fyrir trjánum. Ákvörðun flugfargjalda Eins og málum er háttað í dag, semja Flugleiðir um fargjöld til og frá Islandi á fundum Alþjóðasam- bands flugfélaga, þ.e. við önnur áætlunarflugfélög. Slíkir samn- ingar og samþykktir eru þó ávallt bundnir því skilyrði, að til þarf að koma staðfesting flugmálayfir- valda þeirra landa, sem fargjöld eiga að gilda á milli. Varðandi fargjöld frá Islandi er það því á valdi Samgönguráðuneytisins að samþykkja eða hafna tillögum Flugleiða, og ræður það ráðuneyti þeim málum því sem næst alfarið. E.t.v. hefur fargjaldamálum í flugi ekki verið sinnt sem skyldi af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda hér á landi, en þó ber að hafa hugfast að taka þarf eftir föngum tillit til beggja aðila málsins, þ.e. neyt- enda og flugfélags. Eru ílugfar- gjold of há? Um þá hlið málsins má enda- laust deila og færa fram gild og haldbær rök með og í móti. Hitt er staðreynd að fjöldi flugfélaga berst nú í bökkum fjarhagslega séð, og breytingar þar á ekki í augsýn. Nærtækast er því að halda því fram að fargjöld séu almennt of lág. En þetta er ekki svona einfalt, enda nokkur fjöldi flugfélaga sem býr við þokkalega fjárhagsafkomu. Yfirleitt er hér um að ræða flugfélög, sem þykja til fyrirmyndar hvað snertir að- hald og hagræðingu í rekstri, svo og nokkur yngri félög, sem fara nýjar og ótroðnar slóðir á ýmsum sviðum. Hvað viðvíkur áætlunar- flugfélagi okkar íslendinga, þá gefur það auga leið að reksturs- kostnaður félags af þeirri stærð- argráðu verður ávallt tiltölulega hærri, miðað við framboðna flutn- ingsgetu, heldur en stærri félaga. Allmargir kostnaðarliðir eru jafn- háir, hvort sem um er að ræða rekstur 10 flugvéla eða 15 og á það sérstaklega við á stjórnunarsviði. Ennfremur ber að hafa í huga, að í samhandi við annað flug á flugleiðum innan Evrópu, er eldsneytiskostnaður við flug á leiðum til og frá Islandi stærri hluti heildarkostnaðarins. Ástæða þess er augljós þegar haft er í huga, að ýmsir fastir kostnaðar- liðir eru þeir sömu, hvort sem flugvélin er að fara í einnar klukkustundar flugferð eða flug- ferð sem tekur fimm klukkustund- ir án millilendingar. I þessu sam- bandi nægir að nefna lendingar- og afgreiðslugjöld. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að í raun séu á boðstólum tiltölulega hagstæð flugfargjöld í áætlunarflugi fyrir okkur Islend- inga, ef miðað er við flugfargjöld innan Evrópu. Á hinn bóginn er langur vegur frá því að þau geti talist hagstæð miðað við flug- fargjöld til Bandaríkjanna frá Evrópu, svo ekki sé talað um innan Bandaríkjanna. Ferðalög milli landa eru í dag, sem betur fer, neysluvara almennings á ís- landi. Fargjöld frá hinum ýmsu löndum eru jafn mismunandi eins og löndin eru mörg. Svo mun sennilega verða áfram, enda efna- hagsástand, ferðavenjur og siðir, svo og kaupgeta almennings mjög mismunandi eftir löndum. Fargjöld í leiguflugi Ferðir með leiguflugi eru í flestum tilfellum ódýrari, sem fyrst og fremst næst með meiri nýtingu sæta í hverri flugferð, enda algengt að söluverð sæta miðist við 85—90% sætanýtingu. Einnig er allur stjórnunarkostn- aður til muna lægri hjá leigu- flugfélögum, svo og auglýsinga- og sölukostnaður. Ef einnig er haft í huga, að algeng sætanýting hjá flugfélagi í áætlunarflugi er í nágrenni við 60%, þ.e. 40% sæta eru auð að jafnaði í hverri einustu flugferð, gefur auga leið af hverju fargjöldin í áætlunarflugi eru í flestum tilfellum töluvert hærri en í leiguflugi. Ekkert væri auð- veldara fyrir áætlunarflugfélögin en að auka sætanýtingu í svipað hlutfall og tíðkast hjá leiguflug- félögum með því að fækka ferðum, en hræddur er ég um að okkur Islendingum þætti það lélegar samgöngur við umheiminn, ef Flugleiðir tækju upp á því að stefna að svo hárri nýtingu sæta í öllum flugferðum á ársgrundvelii. Raunar væri það með öllu óviðun- andi, ekki aðeins fyrir farþega heldur einnig þá sem flytja vörur með flugvélum. En leiguflug er staðreynd og verður það um ófyrirsjáanlega framtíð. Einnig skulum við hafa í huga að tilkoma leiguflugs er ein ástæðan fyrir hinum ýmsu sér- fargjöldum áætlunarflugfélag- anna. Ströng túlkun stjómarskrárinnar bannar framsal skattaákvarðana — Sagt frá greinargerð Helga V. Jónssonar hæstaréttarlögmanns GETUR Alþingi framseit tii ríkis- stjórnar, einstakra ráðherra eða lægra settra stjórnvalda heimild til ákvörðunar skatta? — er spurning, sem Helgi V. Jónsson hæstaréttar- lögmaður hefur leitazt við að svara, en ástæður fyrir spurningunni eru þær að á undanförnum árum hefur orðið vart við ákvæði í lögum um skattamál, sem heimila ráðherrum eða jafnvel lægra settum stjórnvöld- um að ákvarða skatta á þegnana. í þessu sambandi hafa komið til athugunar lög um flugvallargjald og lög um breytingu á þeim lögum, lög um fjárveitingu til vegagerðar og lagabreyting á þeim og bráðabirgða- lög um framleiðsluráð landbúnaðar- ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarafurðum. í greinargerð Helga V. Jónssonar segir að í stjórnarskránni segi svo um skattamál: „Skattamálum skal skipa með lögum“ og í 40. grein hennar segir ennfremur: „Engan skatt má leggja né breyta né af taka nema með lögum.“ Síðan segir í greinargerð Helga V. Jónssonar: „Markmið þessara ákvæða stjórn- arskrárinnar er að tryggja að skatta- mál verði ekki ákvörðuð af öðrum en löggjafanum og er þá fyrst og fremst verið að útiloka framkvæmdarvalds- hafa. Þessi ákvæði stjórnarskrárinn- ar koma þó ekki í veg fyrir að skattamálum sé skipað með bráða- birgðalögum samsvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir m.a.: „Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó riða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir Alþingi á eftir." Að því má sjálfsagt leiða að ákvæði 42. gr. stjórnarskrárinnar, sem ákveður að fyrir hvert reglulegt Alþingi skuli leggja fram frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fór, hafi upphaflega ekki verið gert ráð fyrir að verið væri að skipa skattamálum á fjárhagsárinu með bráðabirgðalögum, þetta hefur þó tíðkast og í æ ríkari mæli nú síðustu ár. Er slík aðferð viðurkennd af dómstólum og það jafnvel þó að skilyrðum stjórnarskrárinnar um að brýna nauðsyn hafi borið til, sé ekki augljóslega fullnægt. Samkvæmt þessu verður skatta- málum eingöngu skipað með almenn- um lögum og bráðabirgðalögum, enda hljóti þau samþykki Alþingis. Þannig verður skattur ekki ákvarð- aður með fjárlögum. Um þýðingu þessara ákvæða 40. og 77. gr. stjórn- arskrárinnar segir Olafur Jóhann- esson í riti sínu Stjórnskipun íslands frá 1960 bls. 289: „Málefnum þeim, sem stjórnarskráin sjálf felur lög- gjafanum, verður því aðeins skipað með lögum, og löggjafanum er óheimilt að framselja framkvæmd- arvaldshafa ákvörðunarvald um þau efni.“ Þá segir Ólafur Jóhannesson ennfremur á sömu blaðsíðu í bókinni að það sé viðurkennd grundvallar- regla í íslenskum rétti, að skerðing á eignum eða frjálsræði einstakra að- ila geti aðeins átt sér stað samkvæmt lögum eða heimild í lögum. Dr. Ármann Snævarr staðfestir þessa grundvallarreglu á bls. 424—425 í riti sínu Almenn lögfræði 3. útgáfa síðara bindi frá 1972. Spurning sem vaknar er hvort löggjafinn geti framselt fram- kvæmdarvaldinu rétt sinn til ákvörð- unar skatta með því að taka það fram í lögum sínum. Segja má að orðalag 40. gr. stjórnarskrárinnar virðist banna slíkt framsal. Tel ég að Ólafur Jóhannesson sé á þeirri skoð- un, en á bls. 290 í bók sinni segir hann: „Þegar stjórnarskráin sjálf kveður eigi á um það, að tiltækum málum skuli ráðstafað með lögum, má segja, að löggjafanum sé leyfilegt að heimila framkvæmdarvaldshöfum að setja almennar réttarreglur um tiltekin efni eftir því sem nánar er ákveðið í lögum, einkanlega ef slíkt framsal styðst við venju.“ í fyrra bindi sínu að Almennri lögfræði frá 1976 fjallar dr. Ármann Snævarr um reglugerðir sem réttarheimild og segir þar m.a. „Hinu er ekki að leyna, að handhafar lagasetningarvalds geta gengið svo langt í því að afsala sér valdi sínu að stjórnlögum til framkvæmdarvalds, að ekki sé við það hlítandi. Ef Alþingi samþykkti t.d. lög um nýjan skatt og svo væri mælt í lögunum, að fjármálaráðu- neytið setti reglugerð um skattstig- ann, myndi slíkt ekki fá staðist." Á bls. 370—371 í bók sinni ræðir Ólafur Jóhannesson um heimild löggjafans til að framselja reglu- gerðargjafa eiginlegt lagasetn- ingarvald og leitast við að gera grein fyrir þeim takmörkunum sem fram- salsheimild séu sett. M.a. segir hann: „Þess er áður getið, að ýmis stjórn- arskrárákvæði mæli svo fyrir, að tilteknum efnum eigi að skipa með lögum. Almenna löggjafanum er þó óheimilt að fela ríkisstjórn eða öðrum stjórnvöldum að skipa slíkum málefnum með reglugerð." Samkvæmt því er hér hefur verið rakið tel ég að niðurstaðan hljóti að vera sú að 40. gr. stjórnarskrárinnar komi í veg fyrir framsal löggjafar- valdsins á heimild til ákvörðunar skatta í hendur ríkisstjórn og fram- kvæmdarvaldshafa. Þetta gildir jafnt um nýja skatta og breytingar og niðurfellingu á eldri sköttum." Helgi V. Jónsson hæstaréttarlög- maður fjallar síðan um þau þrenn lög, sem getið er í upphafi og telur hann í öll skiptin, að miðað við þrönga túlkun ákvæða stjórnar- skrárinnar sé um mjög vafasamar aðgerðir að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.