Morgunblaðið - 25.03.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.03.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 31 Kári Forberg - Minningarorð Kári Forberg fyrrum stöðvar- stjóri Pósts og síma á Selfossi lézt 15. marz sl. Kári var fæddur í Norður-Nor- egi 14. febrúar 1905 en fluttist út hingað tvævetur með foreldrum sínum og eldri bræðrum, en for- eldrar hans voru heiðurshjónin Jenny og Olav Forberg, en Olav faðir Kára stjórnaði lagningu sím- ans og gerðist síðan fyrsti land- símastjóri og gegndi því starfi til dauðadags. Segja má að Kári hafi numið hér land samtímis simatækninni og þeim framförum á sviði við- skipta, menningartengsla og ör- yggismála, sem þeirri tækni fylgdu. Vegna uppeldis síns og ætternis varð líka óhjákvæmilegt að hann næmi ungur í föðurgarði öll þau fræði, er lutu að símvirkjun og símritun, enda var kunnáttu hans og hæfni á þeim sviðum, er síðar urðu vettvangur ævistarfs hans, viðurkennd af öllum, er með hon- um eða hjá honum störfuðu. Kári fór úr föðurhúsum innan tvítugs, var fyrst um skamman tíma við ritsímastöðina á Seyðis- firði og síðan í Þórshöfn í Færeyj- um hjá Mikla Norræna ritsímafé- laginu, sem þá rak báðar þessar stöðvar. Frá Þórshöfn fór hann til Newcastle í Englandi þar sem hann dvaldi um tveggja ára skeið og að lokum starfaði hann í Helsingfors, eins og höfuðborg Finnlands var þá nefnd. Við þessa dvöl erlendis jók Kári énn við þekkingu sína og reynslu, sem síðar varð honum það vega- nesti á starfsferlinum, sem fáir starfsbræður hans gátu jafnað til. A þessum tíma jók hann við málakunnáttu sína, en Kári var mikill málamaður. Mikið yndi hafði hann af dvölinni í Finnlandi. Þar stundaði hann með starfi sínu mikið útivist við skíðaferðir og veiðar, en áður hafði hann stund- að knattspyrnu á unglingsárum í Reykjavík og þótti þar mjög lið- tækur og eins í íþróttafélaginu Hugin á Seyðisfirði eftir að hann settist þar að síðar. Að lokinni Finnlandsdvölinni hóf Kári að nýju störf við ritsíma- stöðina á Seyðisfirði, þar sem hann starfaði síðan til haustsins 1951, er hann var skipaður stöðv- arstjóri Pósts og síma á Selfossi og gegndi því starfi þangað til 1975 um haustið. Kári var sérlega glæsilegur maður. Hann var prúður og hæ- verskur í allri framgöngu, háttvís en fremur hlédrægur. Hann vann sér þegar traust og virðingu allra sem honum kynntust, en þeir sem eignuðust hann að vini nutu þaðan af ræktarsemi hans og trygglynd- is. Kári hafði þegar við fyrri dvöl sína á Seyðisfirði fellt hug til Agústu Sveinsdóttur, Arnasonar, fiskimatsstjóra og konu hans Vil- borgar Þorgilsdóttur, en Ágústa starfaði á talsímastöðinni á Seyð- isfirði og var hvers manns hug- ljúfi. Þau gengu í hjónaband haustið 1932 og bjuggu fyrst í Steinholti, en þegar þau Sveinn og Vilborg fluttu suður 1933 fluttu þau Ágústa og Kári í Bakaríið. Þar fæddist sonur þeirra Garðar Forberg 9. ágúst 1933, sem varð augasteinn þeirra í einstaklega ástriku hjónabandi. Heimili þeirra Kára og Ágústu var orðlagt fyrir fegurð og gestrisni, en Ágústa var listræn og smekkvís með afbrigðum og fylgdi henni birta og ylur hvar sem hún fór. Voru þau samhent mjög um alla hluti. Þótti gott að sækja þau heim og áttu þar ýmsir athvarf. Helga systurdóttir Ágústu dvaldi hjá þeim Ágústu og Kára í veikindum Ragnheiðar, en sú dvöl varð skemmri en ætlað var því að Ágústa veiktist haustið 1938 af þeim sjúkdómi, sem dró hana til dauða 13. apríl 1940. Var hún harmdauði öllum. Sérlega var missirinn mikill þeim feðgum. Astrid systir Kára og maður hennar Johan Ellerup lyfsali voru búsett á Seyðisfirði, er Ágústa féll frá, og voru þau Kára mikil stoð er hann stóð einn eftir með ungan son. Síðari heimstyrjöldin var þá skollin á og landið hernumið. Umsvif hersins urðu geysimíkil á Seyðisfirði einkum vegna góðrar hafnaraðstöðu og öruggs skipa- lægis, en fyrir vikið má lika með sanni segja að á Islandi hafi stríðið hvergi verið nær en þar. Myrkranir voru þar tíðar og sír- enuþytur vegna yfirvofandi árása. Hafði Kári þá þungar áhyggjur er hann var sjálfur við skyldustörf og gat ekki verið með Garðari syni sínum. Það var þeim feðgum mikill styrkur, þegar Vilborg Ásmunds- dóttir frá Víðum í Reykjadal, mannkostakona, vel lesin og greind og hin traustasta á öllum sviðum, réðst sem bústýra hjá Kára árið 1942, og veitti honum ómetanlegan stuðning við uppeldi Garðars, sem hún tók ástfóstri við sem væri hann hennar eigin son- ur. Gengu þau Kári í hjónaband 16. apríl 1949, sem siðan hefur staðið, enda byggt á grunni gagn- kvæms trausts og virðingar. Kári tók virkan þátt í félags- málum símamanna og þótti þar tillögugóður. Eftir að hann flutti til Selfoss gerðist hann félagi í Rotary-hreyfingunni og lét mál- efni hennar mjög til sín taka. Var hann mjög vel metinn í félags- starfi sínu sem hann lagði jafn- mikla rækt við og hvað eina sem hann tók að sér. Kári hafði flesta þá kosti sem góðan dreng mega prýða. Hann var hlédrægur mjög að eðlisfari, hafði einkar hlýja og græskulausa kímnigáfu, traustur og samvisku- samur með afbrigðum, rökfastur í öllum málflutningi og fylginn sér. Hann var sérlega vel látinn af samstarfsfólki sínu og virtur hús- bóndi. Eftir að þau Valborg og Kári fluttu hingað til Reykjavíkur fór heilsu hans nokkuð hrakandi. Saknaði hann þá vina sinna að austan frá Seyðisfirði og Selfossi og ánægjustunda, er hann hafði átt með þeim að tafli og spilum. Glöddu hann þá heimsóknir son- arsonarins Lúðviks Kára en með þeim var mjög kært, en móðir Lúðvíks Kára og fyrri kona Garð- ars, Guðrún A. Símonar, sýndi þeim Kára og Vilborgu ævinlega staka ræktarsemi og hafði við þau náið samband. Garðar sonur Kára og kona hans Elín hafa verið búsett er- lendis lengstum eftir að Kári og Vilborg fluttu til Reykjavíkur og varð þvi miður en óhjákvæmilega ekki um jafntíðar heimsóknir þeirra og barna þeirra eins og þau hefðu öll óskað. Kári vissi vel að hverju stefndi. Kom það vel fram í tali hans á síðasta fundi okkar. Kom þá gerla fram þakklæti hans til Vilhorgar fyrir trausta samfylgd hennar og virðing fyrir persónu hennar og sjálfstæðum skoðunum. Sú virðing ætla ég hafi verið gagnkvæm. Ég og fjölskylda mín kveðjum Kára hinztu kveðju með þökkum fyrir vináttu hans og ævinlega tryggð. Vilborgu og Garðari og fjölskyldu sendum við samúðar- kveðjur. Sveinn Snorrason Minning: Haraldur Pálsson trésmíðameistari Svo trrætið þiA aldrei þá aumustu mús, ok anirrið ei futrlinn sem hvergi á aér hús, öllum ef sýnið þið velvild og væru, þá verðið þið lánirefin höfðingjabörn. Þessi fallegu heilræði flugu í hug minn, er ég sting niður penna til að minnast látins vinar míns, Haraldar Pálssonar, trésmíða- meistara. Því engum manni hef ég kynnst, sem komist hefur nær því að tileinka sér og lifa eftir þeim sannindum, er felast í ljóðinu. Haraldur var fæddur í Bolung- arvík 18. febrúar 1906 og ólst þar upp, og var elstur þriggja systk- ina. Um tvítugsaldur fer hann til iðnnáms í Reykjavík, og 1932 útskrifast hann sem trésmiður með ágætiseinkunn. Sveinsstykki hans er útidyrahurðin á húsi Hvítabandsins í Reykjavík. Lífið virðist brosa við hinum unga, glæsilega manni, sem var búinn hinum bestu hæfileikum til sálar og líkama. En fljótlega dregur ský fyrir sól, hann veikist af hættu- legum heilasjúkdómi, er olli því, að hann varð aldrei sami maður á eftir, og bjó að allt sitt líf. Enn verða þáttaskil í lífi Har- aldar, hann finnur ekki grundvöll fyrir framtíðarstarf í höfuðborg- inni, þolir illa hávaða og skarkala borgarlífsins. Um þessar mundir er að hefjast uppbygging á íbúðar- húsum í Austur-Eyjafjallahreppi eftir kreppuárin. Árið 1939 er auglýst í dagblöðum eftir smið til að byggja íbúðarhús á Hrútafelli, hjá Eyjólfi Þorsteinssyni. Harald- ur ræðst til verksins, og þar með var heimilisstaður hans ráðinn. Lögheimili hans var upp frá því þar, þótt mörg hin síðustu ár dveldi hann á Ysta-Skála hjá hjónunum Vigdísi Pálsdóttur og Einari Sveinbjarnarsyni. Hjá þeim var hann búinn að byggja allt upp, bæði yfir fólk og fénað, og þar leið honum vel. Hjónin reyndust Haraldi í alla staði sem bestu foreldrar, en hin síðustu ár mátti líkja þessum göfuglynda manni við stórt barn, kraftarnir þrotnir eftir margra ára þrælkun og sjálfsafneitun. Þau eru teljandi á fingrum sér heimilin í báðum Eyjafjallahrepp- unum, sem handaverk Haraldar sjást ekki. Á þeim árum, er Haraldur byrjaði að vinna við húsabyggingar hjá okkur Eyfell- ingum, kom bændum vel, að smið- urinn var ekki kröfuharður á kaup sitt, en fyrstu árin fékkst hann ekki til að taka við nema 3 kr. fyrir dagsverkið, sem stundum var frá kl. 5 að morgni til kl. 11 að kveldi, en þá voru margir bændur í sárum eftir heimskreppuna miklu. Peningar voru Haraldi aukaatriði, en hlýtt hjarta hans gladdist innilega við hvern áfanga, sem náðist, hverju við- fangsefni er hann vann að. Það var eins og þeir, sem unnu með honum við byggingarnar, væru að vinna fyrir hann, því að kveldi hvers vinnudags þakkaði hann hjartanlega fyrir unnið verk og var þá sjálfur bóndinn, sem naut verksins, ekki undanskilinn, slíkur var Haraldur. Þegar Haraldur varð 60 ára, gerðu Austur-Eyfell- ingar hann að heiðursborgara. Ég, sem þessar línur rita, valdist ásamt Isleifi heitnum bróður mín- um til að afhenda Haraldi heið- ursbréfið ásamt smágjöf frá Austur-Eyfellingum. Enn er mér í minni sú barnslega gleði, og þakklæti, er skein úr augum og andliti þessa fágæta heiðurs- manns, er hann tók við þessari fátæklegu sendingu. Síðar gengust Eyfellingar fyrir því, að hann var heiðraður með Fálkaorðunni. Einu sinni hitti ég skólabróður Haraldar úr Iðnskólanum, okkur varð tíðrætt um Harald, og þá segir þessi maður: „Haraldur var ekki einungis glæsilegasti piltur- inn, sem útskrifaðist, hann var einnig best gefni maðurinn á alla lund.“ Undir þessi ummæli get ég tekið, sannarlega var Haraldur vel af guði gjörður, og sjálfsögun og hnitmiðað lífsmót gjörðu hann að einum prúðasta og háttvísasta manni, er maður kynnist. Um það get ég vel borið, þar sem hann dvaldi á mínu heimili um 2ja ára skeið við smíðar. Heiðarleiki, kurteisi og starfsáhugi voru hans aðalsmerki, sem hann bar með sóma til æviloka. Eftir sig lætur Haraldur ekki miklar jarðneskar eignir, sem mölur og ryð má granda, en þeim mun ljúfari minningar hjá þeim, er kynntust honum best. Sveins- bréf hans og nokkuð af gömlum smíðaáhöldum voru geymd hjá mér, sem nú hefur verið ráðstafað til varðveislu í byggðasafninu í Skógum, með vitund og vilja náinna ættingja hans. Haraldur lést á Landspítalanum 10. febrúar sl. og var búinn að liggja þar um hálfsmánaðartíma. Útför hans var gerð 22. s.m. frá Ásólfsskálakirkju. Eyfellingar vottuðu hinum látna heiðurs- manni þakklæti sitt og virðingu með því að fjölmenna að jarðar- förinni. Skála-hjónin buðu öllum viðstöddum heim til sín til veg- legrar erfisdrykkju á eftir og sýndu þar með þakklæti sitt og höfðingslund til siðustu stundar. Ég leyfi mér fyrir hönd okkar Eyfellinga allra að votta hinum látna innilega þökk fyrir langt og gifturíkt starf. Minning um þann góða dreng mun geymast fölskva- laus í hugum þeirra, er nutu hans hjálpsömu handa og falslausa hugarfars. Megi hann njóta eftir- launa í bjartari og betri heimi. Guð blessi hann. Gissur Gissurarson, Seikoti H HuNNEBECK Byggingameistarar — verktakar og allir þeir er áhuga hafa Leitað eftir heil- brigðisþjónustu á Seltjarnarnesi í BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að leita eftir samningum við Seltjarnarnes- kaupstað um þjónustu fyrir Reyk- víkinga i heilsugæslustöð Seltjarn- arness, en þetta er í samræmi við samþykkt borgarráðs um málið. Samkvæmt samþykktinni er borg- arlækni, framkva'mdastjóra Ileilsuverndarstöðvarinnar og framkvæmdastjóra fjármáladeild- ar falið að annast samningagerð. Þetta mál kom til kasta borgar- stjórnar vegna ágreinings sem varð í borgarráði á sínum tima, en þar greiddi Albert Guðmundsson borg- arfulltrúi atkvæði gegn þessu. Á fundinum á fimmtudagskvöldið, var þetta samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum, en Albert Guðmundsson var ekki á fundinum. Höldum kynningu á Hunnebeck kefismótum í húsakynnum okkar aö Funhöföa 19, Reykjavík, fimmtudaginn 26. marz kl. 18.00. ASETA sf., sími 83940.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.