Morgunblaðið - 25.03.1981, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.03.1981, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 COSPER Þessi stefnumót nkkar eru nú eins o« þeir segja i útvarpinu frá þin«setnin«unni: með hefðbundnum hætti. ... að hafa ein- hvern til að halda í hendina á TM Rm. u.S. Pít. Ott -a» riglrts rtservad • 1981 Los Angóles Tlmes Syndicate ! y\ -I CJ i ‘ ‘ /ÍNA JöMfeí'. I/ íi\ i É« er þeirrar skoðunar að þú sért eini maðurinn i þessu ^ fyrirtæki sem skipað geti sæti mitt, þegar að þvi kemur að ég læt af störfum! Er ekki bilað vatnsinntak hér? HÖGNI HREKKVISI /t F&KK fySJA Sbb AB ttÖf ?! ‘ Nú munu Reykvíking- ar fylgjast vel með við- brögðum alþingismanna Aðalheiður Jónsdúttir skrifar: Tæknimenntaðir menn á sviði simamála hafa bent á mörg veiga- mikil atriði, sem mæla gegn skrefatalningu. Hér sé ekki um að ræða ofhleðslu á símakerfinu, eins og hjá milljónaþjóðunum, sem hafa komið á skrefatalningu hjá sér. Hér mundi þetta aðeins skapa vanda. Og vandkvæði landsbyggð- arinnar mætti leysa á miklu hagkvæmari hátt. Því væri það óbætanlegt slys, ef þetta erlenda vandamál yrði flutt inn í landið. Ekki aðeins fyrir Reykvíkinga, heldur fyrir alla þjóðina. En nú spyr ég: Fyrst þetta er illt fyrir alla, hvað veldur þá þessari afstöðu ráðamanna, þessara óvið- jafnanlegu landsfeðra, sem alltaf eru að leggja sig fram um að bæta allt og laga? Fótaburðurinn er stórkostlegur Hvar liggur þá hundurinn graf- inn? — Ja, grafinn eða ekki grafinn? Hann hefur þó ekki gert einhverjar skammir af sér grey kvikindið, sem þessum fram- kvæmdum er ætlað að leysa? — Hvað segir póst- og símamála- stjóri? Víst eru Reykvíkingar miklir hundavinir, eins og best sýnir sig á því, að svo löghlýðnir borgarar skuli hafa skellt skolla- eyrum við lögreglusamþykkt, sem bannar hundahald í borginni. Og meira að segja skotið málinu til Mannréttindadómstóls Samein- uðu þjóðanna. — Hvuttarnir hafa líka sprangað um borgina og skilið Hinum meg- in grafar Þegar allir áttu að vinna ókeyp- is fyrir Svavar Gestsson (1. mars 1981 og áfram) orti Stefán Aðal- steinsson eftirfarandi: Verkalýður vildi þá vinna fyrir Svavar. Launin bíða himinhá hinum megin grafar. eftir sig alls konar klessur. Þeir hafa hreiðrað um sig í opinberum stofnunum og látið þar öllum látum — nema góðum. En þó borgurunum hafi verið hvimleið sú hundalógik, sem þar hefur verið leikin, tekur þó steininn úr þegar þeir hafa lagt undir sig tvö ráðuneytin. Og ráðherrarnir: Steingrímur Hermannsson og Ragnar Arnalds, eru farnir að dansa nýjasta dansinn þeirra, hundaskottis. Keppnin er algert h... æði, öll spor aftur á bak eða út á hlið. Fótaburðurinn er stór- kostlegur, alls konar brögð og Þessir hringdu . . . Óþarfa viðkvæmni Húsmóðir á Högunum hringdi og sagði: — Mér finnst nú þetta óþarfa viðkvæmni sem komið hefur fram í dálkum þínum út af reiðhjólaauglýsingu sem send var í pósti til ferming- arbarna. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Ég man eftir því, að Sparisjóður Reykjavíkur sendi fermingarbarni á mínum vegum myndarlegt tilboð um að stofna sparisjóðsreikning með fyrsta framlagi frá sparisjóðnum sjálf- um. Svo man ég líka eftir því, að ungur maður hér á heimilinu fékk tilboð og lyklakippu frá Samvinnutryggingum, um það leyti sem hann tók bílprófið sitt. Auðvitað er fólki í sjálfsvald sett, hvort það sinnir svona tilboðum eða fleygir þeim í ruslakörfuna. sveiflur, smakk keppni stórkost- legt atriði. Margs konar tilbrigði eru viðhöfð, því að mikið liggur við, þar sem sigurvegarinn á að fá nafnbótina „hundur ársins". Hvað kosta frísímarnir? 1523-3982 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er ekkja og ellilífeyrisþegi og hef ekki úr miklu að spila frekar en aðrir í minni stöðu. Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri tilmælum til hinna háu herra hjá Pósti og síma, sem hafa verið að skrifa í blöðin til þess að réttlæta fyrirhugaða skrefamælingu fyrirtækisins. Þeirra á meðal er Þorvarður Jónsson yfirverkfræðingur. Vildi hann ekki gjöra svo vel að gera grein fyrir því hvað frísímar þess mikla fjölda fólks (yfir 1300 manns), sem tíundaður var í frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkru, kosta stofnunina á ári hverju? Hver týndi eyrnalokki? 3223-1969 hringdi og sagði: — Mér var boðið á skemmtifund hjá félagi starfsmanna ríkis og bæja þriðjudaginn 17. mars. Fundurinn var haldinn á Hótel Sögu frá kl. 15 til 18. Á þessari samkomu fann ég eyrnalokk sem ég hef ekki séð auglýst eftir. Ef eigandi hans les þessar línur eða fréttir af þeim, getur hann hringt í síma 81162. Anægjan skein út úr hverju andliti Þröstur skrifar: „Sunnudaginn 15. mars var ég viðstaddur guðsþjónustu að Norð- urbrún 1 í Reykjavík. Sóknar- presturinn í Ásprestakalli, séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, flutti þar hnitmiðaða ræðu af fullkomnu trúartrausti og hreif alla sam- komugestina með sér. Setið var við lítil borð og loguðu kerti á hverju borði. Á eftir gekk fólk að borði í hinum enda salarins, hlöðnu góð- gæti, og undir borðum skemmtu Sigfús Halldórsson tónskáld og Guðmundur Guðjónsson söngvari við mikinn fögnuð viðstaddra. Þetta er einhver fegursta og sérstæðasta guðsþjónusta, sem ég hef tekið þátt í, þó að ég sé nú orðinn töluvert fullorðinn og hafi sótt kirkju hvern sunnudag frá því að ég var barn, og þá fyrst með móður minni, blessuð sé minning hennar. Að endingu þakka ég safnaðar- fólki Ásprestakalls öllu, söngkór og presti frábæra ánægjustund og býst ég við að allir sem viðstaddir voru þess indælu stund taki undir með mér. Þarna skein ánægjan út úr hverju andliti og yngstu börnin ljómuðu af gleði og ánægju. Guð blessi ykkur öll.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.