Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 39 Enn eitt jafnteflið — úrslitin hvíla á síðasta leiknum NÚ ER Ijóst, að úrslitin i fall- keppninni svokölluðu ráðast ekki fyrr en i siðasta leik keppninnar, á föstudagskvöldið er KR og Haukar leiða saman hesta sina. Það varð Ijóst, er KR og Fram skildu jöfn i Laugardalshöllinni í gærkvöldi, 19—19, i hörkuleik. Enn eitt jafnteflið i keppninni. Fram hefur því fjögur stig og hefur lokið leikjum sinum. KR og Haukar hafa bæði 3 stig og tapi annað hvort þeirra liða á föstu- daginn, blasir fallið við. Skilji liðin hins vegar jöfn, þá verða liðin öll jöfn að stigum, með 4 hvert. Annars var leikurinn í gær- kvöldi æsispennandi og áður en yfir lauk mátti ekki á milli sjá hvort liðið gat í raun hrósað happi. Kannski voru leikmenn Fram heldur meiri klaufar, því tvívegis í síðari hálfleik náði liðið 3 marka forystu, síðast 18—15, er níu mínútur voru til leiksloka. Þá Víkingur AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar Vikings verður haldinn í kvöld, miðvikudag. Fundurinn verður í félagshcimilinu við Hæð- argarð og hefst klukkan 20.30. tóku KR-ingar hinn atkvæðamikla Atla Hilmarsson úr umferð með þeim árangri að liðið skoraði fjögur mörk gegn einu lokakafl- ann. Annars voru KR-ingar yfir allan fyrri hálfleik, allt að þremur mörkum snemma og niður í eitt mark undir lok hálfleiksins. Fram komst í 11—8 í upphafi síðari hálfleiks, síðan mátti sjá 14—12 fyrir Fram, en síðan minnkuðu KR-ingar muninn niður í eitt mark áður en fyrrnefnd 18—15 staða skaut upp kollinum. Þeir Jóhannes, Haukur Geir- mundsson og Friðrik Þorbjörns- son börðust sem ljón í leiknum, einkum í vörninni, sem var sterkari hlið KR í þessum leik. Þó var markvarslan ekki góð. Sóknar- leikurinn var afar þófkenndur hjá Vesturbæjarliðinu. Atli átti stór- leik fyrir Fram í síðari hálfleik, Hannes var atkvæðamikill, og besta varnarleikinn á vellinum sýndi gamla kempan Björgvin Björgvinsson. Markvarsla Fram- ara var einnig slök þrátt fyrir oft og tíðum þéttan varnarleik. Mörk KR: Alfreð 6, 4 víti, Haukur G. 3, Haukur 0. 3, Friðrik, Kristinn og Jóhannes 2 hver, Þorvarður eitt mark. Mörk Fram: Atli 6, Hannes 5, Egill 3, Jón Árni og Björgvin 2 hvor og Hermann eitt. —gg. Meistarar mæta Fylki íslandsmeistarar Víkings í handknattleik mæta Fylki i 8-liða úrslitum hikarkeppni HSt. en dregið var í gærkvöldi þrátt fyrir að þremur leikjum sé enn ólokið í 16-liða úrslitun- um. Bikarmeistarar síðasta árs. Haukar, eiga enn eftir að gera upp sakirnar við HK. en sigur- vegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort KR eða Stjörnunni. Þá mætir Aftureld- ing Þrótti og Valsmenn mæta sigurvegaranum úr viðureign Fram og UBK. í meistaraflokki kvenna dróg- ust saman Haukar og Víkingur, ÍR og Fram, KR og UBK eða Valur og Þróttur eða ÍBV og FH. Sama er uppi á teningnum í 2. flokki karla, nokkrum leikjum síðustu umferðarinnar er enn ólokið. Fram mætir þar HK, KR liði Vals, Stjarnan annað hvort Ármanni eða FH og sigurvegar- inn úr viðureign Víkings og Þróttar mætir sigurvegaranum úr rimmu Gróttu og Hauka. —gg Bogi Pétursson, faðir Artúrs Bogasonar, Sigurrós Karlsdóttir, Haraldur Ólafsson, Snæbjörn Þórðarson og Haukur Jóhannsson. Ljósm. ros. Haraldur Ólafsson kjörinn íþróttamaður Akureyrar Á LAUGARDAGINN voru kunn- gjörð i hléi á ársþingi ÍBA, úrslit í kjöri iþróttamanns Akureyrar árið 1980. íþróttamaður Akur- eyrar er kjörinn á vegum ÍBA og eru fimm menn sem hafa atkvæð- isrétt, þrir fulltrúar ÍBA og einn fulltrúi frá hvoru vikublaðanna á Akureyri. í fyrra fór í fyrsta skipti fram kjör íþróttamanns Akureyrar og varð þá fyrir valinu Gunnar Gislason úr KA, sem hefur látið mikið að sér kveða, tweði á knattspyrnu- og handknattlciksvellinum undan- farin ár. Fyrir valinu í ár varð lyftinga- kappinn kunni Haraldur Ólafsson úr Þór. Hann hlaut 100 stig og er það mesti mögulegi fjöldi stiga sem hægt er að fá. Haraldur lét mikið að sér kveða á síðasta ári í tvíþraut og vann marga frækilega sigra. Sá sigur sem hæst bar var sigur hans í 75 kg flokki á NM-unglinga eftir harða baráttu. Sá sem hafnaði í 2. sæti var lyftingamaðurinn Arthur Bogason úr Þór, en hann keppir í kraftlyft- ingum. Arthur hlaut 72 stig í kjörinu. Hann vann það sér til frægðar á árinu 1980 að tvíbæta Evrópumet í réttstöðulyftu í 125 kg flokki. Arthur dvelst nú í Bandaríkjunum við æfingar. Nýj- ustu fréttir af honum herma að hann ætli sér ekki minna hlut- skipti en hnekkja heimsmetinu í réttstöðulyftu innan tíðar. í 3. sæti varð Snæbjörn Þórðar- son úr íþróttafélagi fatlaðra. Hann hlaut 49 stig. Hans aðal- íþrótt er sund en einnig'er hann vel liðtækur í boccia og bogfimi. Á síðasta íslandsmóti keppti hann í 9 greinum sunds og vann hann 7 þeirra en hafnaði í 2. sæti í tveimur. Snæbjörn var í liði Is- lands sem fór á Ólympíuleika fatlaðra á síðasta ári og varð hann framarlega í sínum flokki í sund- keppninni. I 4. sæti hafnaði Sigurrós Karls- dóttir, en hún er eins og Snæbjörn úr íþróttafélagi fatlaðra. Sigurrós hlaut 44 stig í kjörinu. Hún var í liði íslands sem fór á Ölympíu- leika fatlaðra á síðasta ári. Þar keppti hún í 50 m bringusundi og gerði sér lítið fyrir og vann sundið og setti bæði Ólympíu- og heims- met. Sá sem lenti í 5. sæti var skíðakappinn kunni Haukur Jó- hannsson úr KA. Hann hlaut 30 stig. Haukur hefur verið í eldlín- unni í mörg undanfarin ár og ávallt í fremstu stöð. Á síðasta ári varð hann sigurvegari í stórsvigi pg alpatvíkeppni á skíðalandsmóti íslands. Að þessu sinni hlutu fimm íþróttamenn til viðbótar stig. Þeir eru: Elmar Geirsson, knatt- spyrnumaður úr KA, Hrefna Magnúsdóttir, skíðakona úr KA, Þorsteinn Hjaltason, júdómaður úr KA, Gunnar Gíslason, knatt- spyrnu- og handknattleiksmaður úr KA og Halldór Áskelsson, handknattleiks- og knattspyrnu- maður úr Þór. SOR Kári Elíasson setti tvö met. Ljósm. Sigurgeir. íslandsmet UM HELGINA fór fram á Akureyri Akureyrarmót í kraftlyftingum á vegum lyftingaráðs Akureyrar. Þátttaka i keppninni var með ágætum og voru sett 5 Akureyrarmet og 2 íslandsmet. Stigahæsti maður mótsins varð Kári Elisson KA og hlaut hann að launum veglegan bikar sem gullsmiðastofan Skart gaf i fyrra en þá hreppti þennan grip Norðurhjaratröllið Arthur Bogason. Úrslit á mótinu urðu sem hér segir: 56 KG. FLOKKUR HNÉB. BEKKP. RÉTTST. SAMANL. óttar InKvarsson KA 50 kK Akm. 65 kK 50 kK 165 kK 67,5 KG FLOKKUR Kári Elísson Ka tsl.m. 220 kK 137.5 kK 227 kK Isl.m. 584,5 kK 75,5 KG FLOKKUR SÍKurdur Gestsson Wir 190 kK 120 kK Ak.m. 232 kK Ak.m. 542.5 kK 75 KG FLOKKUR Sævar Símonarson KA 150 kK 95 kK 150 kK 395 kK 82,5 KG FLOKKUR Flosi Jónsson KA 190 kK 115 kK 200 kK 505 kK SÍKuróur Pálsson Þór 170 kK 100 kK 200 470 kK 90 KG FLOKKUR SÍKmar Knútsson Þór 210 kK 115 kK 230 kK 555 kK Jóhannes Jóhannesson Þór 170 kK 95 kK 190 kK 455 kK 100 KG FLOKKUR Jóhannes Hjálmarsson Þór 200 kK 105 kit 235 kK 540 kK 110 KG FLOKKUR Halldór Jóhannesson Þór 220 kK 135 kK 250 kK 605 kK - SOR Handknattleikur: Staðan r I 2. deild Breiðablikl3 8 1 4 274:271 17 HK 13 7 2 4 273:229 16 KA 13 8 0 5 260:249 16 ÍR 11 5 4 2 244:209 14 Týr 11 7 0 4 212:199 14 Aftureld. 13 7 0 6 263:268 14 Ármann 13 3 2 8 252:269 8 Þór 13 0 1 12 258:332 1 Markahæstu leikmenn í Englandi Markahæstu leikmenn 1. deildar: Steve Archibaid, Tottenh. 24 John Wark, Ipswich 21 Mike Robinson, Brighton 20 Gary Shaw, Aston Villa 18 Garth Crooks, Tottenham 18 Justin Fashanu, Tottenh. 18 Steve Moran, Southamptonl8 Markahæstu leikmenn i 2. deild: David Cross, West Ham 23 Malcolm Poskett, Watford 20 Mick Harford, Newcastle 18 Dave Moss, Luton 17 Brian Stein, Luton 17 Getrauna- spá MBL. Morgunblaðið Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Arsenal — Liverpool X X X X X X 0 6 0 Aston Villa — Southampt. X 1 1 1 1 1 5 1 0 Coventry — Tottenham 1 X 1 X 2 2 2 2 2 Cr. Palace — Leeds X 2 2 2 2 X 0 2 4 Man. City — Brighton X 1 1 1 1 1 5 1 0 Middlesbr. — WBA 1 X X 1 X X 2 4 0 Nott. Forest — Norwich 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Stoke — Birmingh. 1 X X X 2 2 1 3 2 Wolves — Leicester 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Blackburn — N. County X 1 X X X 1 2 4 0 Newcastle — Chelsea X X 1 1 X 2 2 3 1 Orient — QPR 2 X X 2 2 X 0 3 3 (b^I Fyrirtækjakeppni Borötennissamband íslands gengst fyrir fyrirtækja- keppni 28.—29. marz 1981. Skráning og upplýsingar hjá: Astu Urbancic: 37673, Halldór Haralz: 41486 — 20500, Jón Kr. Jónsson: 39656 — 27100 til kl. 20.00 fimmtudaginn 26. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.