Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981
Notaöur 19 feta Shetland, árg. ’78 meö vagni og vél.
Benco
Bolholti 4, s. 21945.
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingiamenn og borgarfulltrúar Sjélfstrediaflokksin* veröa til
viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00 til
10.00. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfara sér
viötalstima þessa.
Hafréttarráðstefnan í New York:
Almenn óánægja með af-
stöðu Bandaríkjamanna
_ r
Viðræður að hefjast við Dani, Breta og Ira um Rockall-svæðið
„IIÉR ER L0FTIÐ allt lævi blandið vegna afstöðu
Bandaríkjastjórnar og menn hafa í flimtingum orð
kúbanska fulltrúans, sem sagðist geta skilið stefnu-
breytinguna, ef bylting hefði verið gerð í Bandaríkjun-
um, en undir niðri eru allir áhyggjufullir,“ sagði
Eyjólfur Konráð Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
á hafréttarráðstefnu Same
blaðið ræddi við hann, en
menn í voninni, enda hart
um.
Hans G. Andersen segir yfir-
gnæfandi fylgi við þá skoðun, að
störfum ráðstefnunnar verði að
ljúka á þessu ári, en hann ræðir
nú á næstunni við formenn sendi-
nefnda Breta, íra og Dana um
hafsbotnssvæði vestur af Rokkn-
um.
Hér fer á eftir viðtal við Hans
G. Andersen, fomann islenzku
sendinefndarinnar:
Hvað viltu segja um þetta
einkennilega andrúmsloft?
„Það er ekki eins einkennilegt
og það var fyrstu dagana, því þá
lá beint fyrir, að erfitt yrði að ná
samkomulagi um forseta og að
Bandaríkjamenn myndu ekki
geta tekið þátt í störfum á
inuðu þjóðanna, er Morgun-
bætti því við, að samt lifðu
saumað að Bandarikjamönn-
þessum fundi. Síðan náðist sam-
komulag um forseta og afstaða
Bandaríkjamanna skýrðist nokk-
uð. Nú stendur þetta þannig, að
almennt telja menn ekki ósann-
gjarnt að Bandaríkjamenn taki
sér tíma til að fara yfir uppkast-
ið, en áherzla er lögð á, að því
starfi verði flýtt eins og mest má
verða og hins vegar, að samn-
inganefnd þeirra taki eins virkan
þátt í störfum þessa fundar og
frekast er unnt. Þetta er nú
yfirlýst stefna þeirra. Banda-
ríkjamenn hafa verið að athuga
möguleikana á því, að næsti
fundur yrði ekki fyrr en í byrjun
næsta árs, en almenn andstaða er
gegn því.“
Hvert er þá útlitið, verður
síðasti fundur ráðstefnunnar á
þessu ári?
„Sú stefna hefur yfirgnæfandi
fylgi og miðað er nú við, að
fundur geti byrjað síðast í júní í
Genf, en þess ber að gæta, að ef
athugun Bandaríkjamanna er þá
ekki lokið, gæti allt lent í sama
fari og nú er og lítið væri unnið
við það.“
Ekki gætum við og aðrir sætt
okkur við þetta?
„Hin almenna óánægja stafar
einmitt af þessu. Og eitt af þeim
ráðum, sem ýmsir hafa gripið til,
er að reyna að opna umræður um
þau atriði, sem áður hafði náðst
sæmilegt samkomulag um og
vitað er að eru þýðingarmikil
fyrir Bandaríkjamenn. Með því er
auðvitað verið að gefa í skyn, að
svo geti farið að Bandaríkjamenn
tapi meiru en þeir vinna með
þessari aðferð. Sem sagt miðar
nú allt að því að svara þessu öllu,
eftir því sem hægt er.“
Hefði þá ekki verið einfaldara
að fresta fundinum?
„Satt að segja voru uppi um
það hugmyndir í byrjun, en
Hvíldarstólar
á góöu verði
Leðurhvíldarstóll
Staögr.verö kr. 1.819.-
Leðurhvíldarstóll
án skammels staögr.verö kr. 886.-
meö skammeli kr. 1.294.-
Sendum um land allt.
Vörumarkaðurinn hf.
Sími 86112
ÓTRÚV60T
Ef þu
______- .
,^ít^B^&boS,bOTr'
oi®
Bræöraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu)