Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 48
Síminn á ritstjóm og skrifstofu: 10100 JVlorjjunblníiil* FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 Demantur M æðstur eðaisteina #ttll Sc á>tlfttr Laugavegi 35 Þorlákshafnartogarinn: Samningurinn gerður í trássi við yfirvöld ÞANN 2. janúar síðastliðinn sendi I.andshanki íslands Haf- steini Ásgeirssyni, útgerðar- manni i Þorlákshöfn, simskeyti þar sem honum var bent á, að óheimilt væri að gera samning um skipakaup erlendis án leyfis viðskiptaráðuneytis. Segir í bréfi bankans, að þung viðurlög liggi við sliku. í byrjun marzmánaðar fóru fulltrúar frá Skipaskoðun ríkisins siðan til Bretlands þar sem þeir skoðuðu brezka skipið Irvana og var það skráð til bráðabirgða undir bókstöfunum Grænlenzkir sjónvarpsmenn mynda hér SJÓNVARPSMENN frá Grænlandi eru um þessar mundir staddir í Reykjavík og eru þeir frá sjónvarps- stöðinni í Qaqortoq/Juli- anehaab. Sjónvarpsmennirnir eru fjórir og er hiutverk þeirra hér að taka kvikmynd á Islandi, um landið og hvers- dagslífið, en þeir komu hingað til lands í gær með flugvél. ÁR 10 og nafninu Guðfinna Steinsdóttir, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu i gær. Samningur um kaup skipsins var síðan undirritaður 23. marz síðastliðinn, samkvæmt upplýs- ingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Viðskiptaráðuneytið sendi seljendum skipsins hins vegar símskeyti 31. marz þar sem þeim var bent á, að opinberir aðilar á íslandi hefðu ekki veitt tilskilin leyfi fyrir skipakaupun- um. I gær sendi viðskiptaráðu- neytið kaupanda skipsins síðan símskeyti til Fleetwood, þar sem m.a. var minnt á skeyti Lands- banka íslands. Sjá nánar á siðu 16 / SIGUFIRÐINGAR fóru ekki var- * hluta áf snjónum. þegar honum kyngdi niður á dögunum. Þegar snjókomunni linnti var hafizt handa við snjóhreinsun og gáfu vörubílstjórar í Siglufirði 50% afslátt af taxta sínum við snjó- flutningana. Þessa mynd tók Steingrimur Kristinsson, þegar unnið var að snjómokstri við Hvanneyrarbrautina og sem sjá má biða hestamenn þess með óþreyju að færðin batni. Sjá: Krafðist götusambands við umheiminn eða þá að bærinn keypti hús hans, bis. 26. Flugmenn á Boeing 727 og Fokker í verkfall 10. apríl FUNDUR stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags islenskra at- vinnuflugmanna samþykkti á fundi i gærkvöldi að boða til vinnustöðv- unar frá og með miðnætti aðfara- nótt föstudagsins 10. april nk., en ástæða verkfallsboðunarinnar segja FÍA-menn vera brot á samn- Pástur og sími: Talsímagjöld til út- landa hækka um 3,5% SÖLUSKATTUR af simaþjón- ustu til annarra landa hækkaði i gær úr 4% upp í 7,5%, sem er 87,5% hækkun söluskattsins, en simtölin hækka um 3,5%. Sem dæmi um talsímagjöld má nefna að í sjálfvirku vali kostar mínútan til Danmerkur og Bret- lands 10.00 krónur, 10.60 kostar til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, 11.60 til Vestur-Þýzkalands og 12.70 til landa, sem liggja að því. Fyrir símtöl, sem afgreidd eru með aðstoð símavarðar er minnsta gjald fyrir 3 mínútur, en hver minúta kostar 13.00 til Danmerk- ur og Bretlands, 13.70 til Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar, 14.50 til Vestur-Þýzkalands og 15.50 fyrir lönd, sem liggja að Vestur- Þýzkalandi. Fyrir kvaðningu er gjaldið, sem samsvarar einni mín- útu. „Leitað eftir öðrum ef íslenskir flug menn fást ekki í erlend verkefni44 ingum og starfsaldursreglum í samhandi við stöðutilfærslur. Vilja þeir knýja fram kjarasamning sem hefur verið laus síðan 1980. í verkfallsboðuninni eru undanskilin störf að samningsbundnum erlend- um verkefnum. Flugleiðir hófu i gær námskeið til þjálfunar LL-flug- manna á Fokker og FÍA-manna á Boeing 727. Allir LL-flugmennirnir mættu en aöeins 1 af 10 FÍA- mönnum. Verður námskeiðunum haldið áfram að sögn talsmanna Flugleiða og ef flugmennirnir mæta ekki á boðuð námskeið fyrir vinnu sem þeir hafa sótt um lítur flugfélagið svo á að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. „Mergurinn málsins er sá að okkur hefur tekist að afla viðbótarverkefna fyrir flugvélar Flugleiða þannig að við getum ekki aðeins tryggt starf- andi flugmönnum vinnu áfram held- ur þurfum við að bæta flugmönnum við, en einmitt vegna þessarar já- kvæðu þróunar er nú uppi sú kyn- lega deila flugmanna sem við eigum við að glíma," sagði Leifur Magnús- son, framkvæmdastjóri flugrekstr- ardeildar Flugleiða, í samtali við Mbl. í gær. Námskeið Flugleiða vegna þjálf- unar flugmanna á Bóeing 727 og Fokker hófust í gær. „Allir flug- mennirnir 8 úr Félagi Loftleiðaflug- manna sem verða þjálfaðir upp á Fokkera mættu," sagði Leifur, „en á Boeing 727-námskeiðið, þar sem 10 flugmenn í FÍA áttu að mæta, kom aðeins einn flugstjóri. Fjórir flug- stjórar mættu ekki og 5 flugmenn, en námskeiðinu verður haldið áfram. Það er verið að þjálfa þessa menn vegna verkefna erlendis og ef ís- lenskir flugmenn fást ekki til þess að sinna þessum störfum verður að fá aðra til þess.“ Aðspurður sagði Leifur að Flug- leiðum hefði borist hótanabréf frá FÍA þar sem segir að FÍA líti á það sem gróft samningsbrot og ögrun ef umrædd námskeið verða haldin og slíkt kalli á hörðustu aðgerðir. „Flugleiðir treysta því,“ sagði Leifur, „að þessar hótanir verði teknar til endurskoðunar með hagsmuni flug- manna og annarra starfsmanna í huga.“ Lyfjafræðingar ósam- mála ráðherranum Athugun á rekstri olíuhreinsistöðvar á Islandi: Niðurstöður jákvæðar mið- að við litla olíuhreinsistöð RANNSÓKNIR Jónasar Elí- assonar prófessors, Valdimars K. Jónssonar prófessors og Ólafs Eiríkssonar tæknifræð- ings í samvinnu við finnska oliufélagið Neste Oy benda til þess að unnt sé að spara um lh milljón dollara, 3 V\ milljón króna, á ári með því að setja upp litla oliuhreinsunarstöð hérlendis, sem framleitt gæti gasolíu og þunga svartoliu. Yrði um talsverða verðlækkun að ræða á þessum oliuafurðum við þessa framkvæmd, en enn er þó eftir að kanna betur fjármagnskostnað, sem bygg- ing olíuhreinsunarstöðvar hef- ur í för með sér. Þetta kom fram í samtali, sem Morgunblaðið átti við Jón- as Elíasson, prófessor. Hann sagði að rannsóknir þær, sem gerðar hefðu verið, hefðu beinzt að tvenns konar stærð olíu- hreinsunarstöðva, 30 þúsund tonna verksmiðju og 100 þúsund tonna verksmiðju. Unnt yrði að framleiða úr rússneskri svart- olíu gasolíu annars vegar og þyngri svartolíu hins vegar, sem mjög vel myndi henta fyrir loðnubræðslur og t.d. Sements- verksmiðjuna. Sá sparnaður, sem Jónas nefnir, er á ári um lh milljón dollara og er þá miðað við BNOC-verð 30 þús. tonna verksmiðju. Jónas Elíasson sagði, að þeir félagar hefðu kynnt ýmsum aðilum þessar rannsóknir fyrr í vetur. Þeir hefðu fengið styrk til þeirra frá Fiskimálasjóði, en komi ekkert annað til, þ.e.a.s. að einhverjir aðilar hér innan- lands hafi áhuga á að halda þessu máli áfram, kvaðst hann búast við að málinu lyki frá þeirra hendi með því að gefa Fiskimálasjóði skýrslu um mál- ið. FÉLAGSFUNDUR í Lyfjafræð- ingafélagi íslands, sem nýlega var haldinn, lýsti sig eindregið ósammála túlkun heilbrigðisráð- herra á lyfsölulögum frá 1963 vegna veitingar lyfsöluleyfis á Dalvík, en túlkun ráðherra kem- ur fram í greinargerð hans, sem send var fjölmiðlum. Félagsfundur LFÍ lýsir því yfir að túlkun ráðherra sé í ósamræmi við ákvæði um starfsleyfi í lögun- um, en þar segir, að til þess að öðlast starfsleyfi þurfi lyfjafræð- ingur að „hafa unnið að minnsta kosti eitt ár við framleiðslu lyfja, undirbúning, merkingu og af- greiðslu, eða önnur lyfjafræðistörf hér á landi“, Túlkun heilbrigðisráðherra á ákvæði laganna um þá for- gangskröfu, að lyfjafræðingur þyrfti að hafa unnið a.m.k. í 12 mánuði, var sá, að þeim mun lengur, sem hann hefði starfað, þeim mun sterkari yrði réttur hans til starfans. Nefnd til stuðn- ings Kortsnoj STOFNFUNDUR íslandsdeildar stuðningsnefndar fjölskyldu Viktor Kortsnojs verður haldinn að Hótel Borg næstkomandi laugardag og mun meginmarkmið hennar að stuðla að þvi að fjölskyida Korts- nojs komist úr landi. Að sögn Haralds Blöndal, sem er einn af stofnendum nefndarinnar, verður þetta samskonar nefnd og þær, sem hafa verið stofnaðar víða um hinn vestræna heim til stuðnings Kortsnojs. Hann sagði ennfremur að nefndin væri stofnuð með vitund Friðriks Ólafssonar, forseta FIDE, þó hann væri ekki einn af stofnend- um hennar og væri eitt af markmið- um nefndarinnar að styðja við bakið á Friðrik og FIDE í baráttunni fyrir að fá fjölskyldu Kortsnojs frá Sov- étríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.