Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 25 fltofttUtlllIflfrtíÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Mikilvæg samstaða Það fór vel á því, að þann 30. mars, þegar herstöðvaandstæð- ingar héldu upp á aðförina að Alþingishúsinu fyrir 32 árum með fámennum útifundum bæði á Lækjartorgi og Austurvelli, skyldu tveir forvígismenn þjóðarinnar í utanríkismálum, þeir Geir Hallgrímsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra, gefa afdráttarlausari yfirlýsingar um mikilvægi aðildar íslands að Atlantshafsbanda- laginu og varnarsamstarfsins við Bandaríkin en heyrst hafa um nokkurn tíma. Á fundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á mánudagskvöldið ítrekaði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, staðfestu flokksins í utanríkismálum og færði rök fyrir því, að enn síður nú en fyrir 32 árum væri ástæða fyrir Islendinga til að sýna andvaraleysi í varnar- og öryggismálum. Við hefðum tekið þátt í að byggja upp friðarkerfi í okkar heimshluta, sem vegna útþenslu sovéska flotans væri nú orðinn hernaðarlega þýð- ingarmeiri en nokkru sinni fyrr. I skýrslu þeirri um utanríkismál, sem Ólafur Jóhannesson lagði fram á Alþingi á mánudaginn, segir ráðherrann um varnir íslands: „Ég hygg að okkur sé hollast að vera raunsæir í þessum málum sem öðrum. Við skulum líta á kort af heimsbyggðinni og hugleiða jafnframt, hvaða hernaðartæki það eru, sem risaveldin hafa lagt höfuðáherslu á að koma sér upp á undanförnum árum, hverjar loftleiðirnar eru og hverjar leiðir þarf að fara á sjó og neðansjávar ef einhvern tíma á að beita þessum tækjum. Okkur verður þá væntanlega ljóst, að ekki aðeins erum við Islendingar ekki einir í heiminum, heldur er land okkar vegna legu sinnar orðið mjög skýr hluti af þeirri herfræðilegu heimsmynd sem við risaveldunum blasir í dag. Því miður þarf meira en óskhyggjuna eina til að breyta þeirri mynd og því tel ég höfuðatriði í öryggismálum okkar að við tökum þátt í starfsemi Atlantshafs- bandalagsins og leggjum með því fram okkar skerf til að koma í veg fyrir, að styrjöld geti nokkru sinni brotist út í okkar heimshluta." Þeir Geir Hallgrímsson og Ólafur Jóhannesson eru á einu máli um þær forsendur, sem við Islendingar eigum að leggja til grundvallar, þegar við metum öryggishagsmuni okkar. Niður- staðan er einnig hin sama hjá þeim báðum, sem sé sú, að með núverandi stefnu leggjum við okkar skerf af mörkum til að tryggja frið í Norðurálfu. Þessi niðurstaða er rökrétt og byggð á skynsamlegu mati. í henni felst, að með breytingum á stefnu Islands í öryggismálum til dæmis á þann veg að loka varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli værum við að kalla yfir okkur vandræði, sem gætu leitt til spennu og jafnvel átaka á Norður-Atlantshafi. Við myndum raska því friðarkerfi, sem dugað hefur hér á þessum slóðum allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. I ræðu sinni á mánudaginn sagði Geir Hallgrímsson: „Allir sannir íslenskir lýðræðissinnar verða að skapa sterka þjóðar- samstöðu um lykilaðstöðu í öryggis- og utanríkismálum Islands." Þessi hvatningarorð voru ekki sögð að ástæðulausu, því að með furðulegum hætti hefur verið vegið að Ólafi Jóhannessyni, utanríkisráðherra, innan ríkisstjórnarinnar fyrir störf hans og stefnu í öryggismálum. Kommúnistar í ráðherra- stólum vitna í leynisamkomulag um neitunarvald sitt gagnvart gjörðum utanríkisráðherra. Forsætisráðherra þegir þunnu hljóði um þessar fullyrðingar og veitir utanríkisráðherra sínum engan stuðning. Ræða Geirs Hallgrímssonar og skýrsla Ólafs Jóhannessonar sýna, að samstaða ríkir meðal þeirra, sem hafa úrslitaáhrif í utanríkismálum, formanns utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra. Áfengi og tóbak Engum þarf að koma á óvart hér á landi, að önnur lög séu talin gilda um ríkishítina en hinn almenna borgara eða fyrirtæki einstaklinga. Þetta hefur nú sannast enn einu sinni með þeirri ákvörðun fjármálaráðherra að hækka áfengi og tóbak um 6% frá og með 1. apríl. Hátíðlegar yfirlýsingar um „algjöra verðstöðvun" ná auðvitað ekki til ríkishítarinnar. Rökin sem færð hafa verið fyrir hækkuninni af hálfu fjármálaráðu- neytisins eru hlægileg. Ef það er ákvörðunarástæða um verðlag á áfengi, að það sé skaðlegt mönnum, hvers vegna gildir sú röksemd ekki almennt í verðlagsmálum? Úr því að fjárlög leggja þá þungu byrði á fjármálaráðherra, að hann „verði" að hækka áfengi og tóbak, hvers vegna var ekki frá því skýrt um áramótin, að hin „algjöra verðstöðvun" gilti auðvitað ekki um einokunar- fyrirtæki ríkisins? Geir Hallgrímsson á fundi um utanríkis- og öryggismál: Hér fer á eftir i heild ræða sú, sem Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, flutti á fundi sjálfstæðisfé- laganna i Reykjavik sl. mánudagskvöld um utanrikis- og öryggdsmál: 30. marz verður ávallt minnzt í íslands- sögunni. Fyrst og fremst verður þess dags minnst vegna þess að þá samþykkti Alþingi, að Islendingar skyldu gerast stofnaðiiar að Norður-Atlantshafsbandalaginu, varnar- bandalagi vestrænna þjóða. í umræðum um þennan samning á Alþingi fyrir 32 árum, komst Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráð- herra, svo að orði: „Þau samtök, sem nú er stofnað til, eru einmitt þau frjálsu samtök lýðræðisþjóð- anna, sem allir fslendingar utan kommún- istaflokksins fram að þessu hafa sagzt þrá, bæði til þess að sýna, hvorum megin við stæðum í baráttunni fyrir frelsi og mannréttindum, og til að auka öryggi íslands. Auðvitað eru sumir, sem segja, að okkur komi barátta annarra ekkert við. Okkur sé nóg að hugsa um sjálfa okkur. Eg skal ekki fara langt út í þá sálma. En hver er sá íslendingur utan kommúnista- flokksins, sem óskar þess, að öfl einræðis, kúgunar og miðaldamyrkurs verði ráðandi í heiminum? Ef svo hryllilega færi, yrði lítið úr íslenzkum anda, úr allri arfleifð íslendinga, jafnvel úr tilveru sjálfrar þjóðarinnar. Það er hægt að tortíma menningu og lífi íslenzku þjóðarinnar ekki síður en menningu og lífi baltnesku þjóðanna og annarra þeirra, sem búa fyrir austan járntjald. íslendingar eiga jafnt og aðrar þjóðir allt undir því, að öfl frelsis, menningar, framfara og friðar verði ofan á í heimin- um. Og vissulega eru líkurnar fyrir varan- legum friði auknar með samningsgerð þessari. Sá er einmitt aðaltilgangur henn- ar. Ef slík öflug samtök lýðræðisþjóðanna megna ekki að halda uppi friði, mun það ekki auðið með öðru móti. Á mætti þessara samtaka hvílir nú friðarvon mannkyns- ins.“ Þeim ber að þakka En 30. marz verður einnig minnzt vegna þess að þá var lýðræði og þingræði á Islandi ógnað og reynt að rjúfa starfsfrið Alþingis með ógnunum, grjótkasti og ofbeldi. Bjarni Benediktsson sagði nokkrum dögum síðar við undirskrift stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins: „Sama hættan ógnar okkur öllum í þeim heimi, sem við lifum í; þar sem fjarlægð- irnar eru horfnar, er það áreiðanlegt, að annað hvort njóta allir friðar — eða enginn. Sömu upplausnaröflin eru hvarvetna að sinni ömurlegu iðju. Alls staðar ásaka þau okkur, sem erum að vinna fyrir friðinn, um að við viljum spilla honum. Þegar samningur þessi var ræddur á Alþingi Islendinga, reyndu þessi öfl með valdi að hindra hina fornhelgu stofnun í starfi sínu. Slíkt ofbeldi hefur aldrei fyrr verið reynt gegn hinu þúsund ára gamla Alþingi íslendinga. Sá afvegaleiddi hópur, sem þetta reyndi, þóttist með köllum sínum vera að hrópa á frið. Þetta framferði, að kasta grjóti með höndunum, en hrópa á frið með vörunum, er hvorki í samræmi við arfleifð íslendinga né vestræna menn- ingu. Allir vitum við, hvar slíkir hættir eiga upptök sín. Heiminum stafar sannar- lega ekki meiri hætta nú af öðru en þessu hugarfari." Hér í kvöld sé ég á þessum fundi ýmsa þá, sem stóðu trúan vörð um lýðræði og löggjafarsamkomu þjóðarinnar við Al- þingishúsið, þegar upplausnar- og ofbeld- isöflin ógnuðu þingræði í framkvæmd. Þeim ber að þakka og nauðsynlegt er, að þeir miðli yngra fólki af þessari örlagaríku reynslu sinni. Atlantshafsbandalagið hefur stöðvað land- vinninga Sovétmanna Margt hefur breytzt á rúmum þrem áratugum og sjálfsagt er að spyrja þeirrar spurningar, hvort sú afstaða, sem tekin var fyrir þrjátíu og tveimur árum, að taka þátt í Atlantshafsbandalaginu og fyrir bráðum þrjátíu árum að gera varnarsamn- ing við Bandaríkin, eigi enn við þau veigamiklu rök að styðjast sem þá. Nú, sem þá, er því haldið fram, að hlutleysi henti íslandi bezt, en seinni heimsstyrjöldin færði okkur heim sanninn um, að í hlutleysisyfirlýsingu felst engin vörn. Nú, sem þá, er fullyrt, að flugvöllur og varnarstöð á Islandi dragi að sér innrás í landið, en hvorugu var til að dreifa á Islandi, flugvelli eða varnarstöð, við upp- haf seinni heimsstyrjaldarinnar, en báðir stríðsaðilar vildu engu að síður ná fótfestu á íslandi og þá var það ekki forsjálni okkar að þakka, að sá varð fyrri til, sem kom hagsmunum okkar betur. Fjarlægðin, sem áður var okkar bezta vörn, var horfin þegar í seinni heimsstyrj- öldinni og hvað þá heldur núna. En nú gegnir öðru máli í heimsátökum. Áður stóð baráttan milli nazismans ann- ars vegar og vestrænna lýðræðisríkja hins vegar, en nú milli þeirra og kommúnism- ans. Hvor er betri, brúnn eða rauður? Eiga hér ekki við hin fleygu orð, Tómasar Guðmundssonar i kvæðinu: Að Áshildar- mýri? Sumir draga í efa, að nazisminn og kommúnisminn séu hugmyndafræðilegir tvíburar, sem þó kemur æ betur í Ijós, en í framkvæmd fer skyldleiki þessara ein- eggja tvíbura ekki á milli mála. Nazistar juku veldi sitt með auknum vígbúnaði og landvinningum í trausti á friðarást, andvaraleysi og hóglífi andstæð- inganna. Kommúnistar juku veldi sitt í lok heimsstyrjaldarinnar með sama hætti og frömdu valdarán með tilstyrk 5. herdeild- ar harðsvíraðs minnihluta, sem þjálfaður hafði verið til undirróðurs og upplausnar- starfa. Nú er það dómur sögunnar, að unnt hefði verið að koma í veg fyrir seinni heimsstyrjöldina, ef lýðræðisríkin hefðu sýnt árvekni og samstöðu, þ.á m. Banda- ríki Norður Ameríku, sem höfðu eftir fyrri heimsstyrjöldina illu heilli lokað sig inni í einangrunarskel. Það var því ekki vonum fyrr, að lýðræðisríkin drógu réttar ályktanir af reynslu sögunnar og yfirgangi kommún- ista í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og stofnuðu Atlantshafsbandalagið. Atlantshafsbandalagið hefur náð þeim tilgangi að stöðva landvinninga og yfir- gang Sovétríkjanna í okkar heimshluta og það sem mestu máli skiptir að vernda frið á Vesturlöndum á fjórða áratug. En landvinningar og árásir kommún- ismans og Sovétríkjanna halda áfram annars staðar í Afríku og Asíu og nú síðast með innrásinni í Afghanistan. Og í Evrópu halda Sovétríkin leppríkjum sín- um í heljargreipum, eins og atburðirnir í Póllandi sýna bezt nú, en innrásir Varsjár- bandalagsins í Ungverjaland og Tékkó- slóvakíu áður. Vígbúnaður Sovétríkjanna hefur aukizt gífurlega og í stað þess, að Bandaríkin réðu ein yfir kjarnorkuvopnum við lok stríðsins, eru Sovétríkin nú jafnokar þeirra á því sviði. Vígbúnaðarumsvif Sovétríkjanna hafa ekki sízt aukizt á norðurslóðum með uppbyggingu flota- og kjarnorkuvopna- stöðva á Kolaskaga. Þaðan er unnt að þrengja að Norðurlöndum og koma beggja vegna við ísland suður á Atlantshaf til að ná valdi á siglingaleiðinni milli Ameríku og Evrópu og rjúfa líflínu vestrænna ríkja, sem liggur þar um ísland eins og Churchill benti á á sínum tíma. Sterkarirök fyrir aðild íslands Stjórnmálalega, landfræðilega og hern- aðarlega eru þannig nú — og við getum sagt því miður — enn sterkari rök fyrir aðild Islendinga að Atlantshafsbandalag- inu og varnarsamningnum við Bandaríkin en voru til staðar fyrir þrem áratugum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn ís- lenzkra stjórnmálaflokka, heill og óskipt- ur, skilið þessi rök og dregið af þeim réttar ályktanir í stefnumótun og stjórnar- framkvæmd, þegar hann hefur ráðið ferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherzlu á samstöðu lýðræðisflokkanna í utanríkis- og öryggismálum okkar, sem er nauðsyn- leg kjölfesta smáþjóð í hernaðarlega mikilvægu landi í viðsjárverðri veröld. Þessi samstaða hefur tekizt, með nokkr- um alvarlegum undantekningum þó. Afstaða Alþýðuflokks og Framsóknarflokks Fyrir kosningar 1956 samþykktu Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sósíal- istaflokkur og Þjóðvarnarflokkurinn, að varnarliðið færi úr landi og málinu var fylgt eftir með uppsögn varnarsamnings- ins. í kosningunum 1956 vann Sjálfstæðis- flokkurinn góðan sigur, en þó ekki svo, að unnt væri að koma í veg fyrir myndun vinstri stjórnar Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks og Alþýðubandalags, sem hét að fylgja uppsögn varnarsamningsins eftir. En um haustið réðust Sovétríkin inn í Ungverjaland og átökin urðu um Suez- skurðinn, svo að í lok ársins hvarf þessi vinstri stjórn frá uppsögn varnarsamn- ingsins. Alþýðubandalagið lét sér það lynda, hafði einstaka sinnum uppi sýnd- artilburði til þess að vekja málið upp aftur, en gerði málið síður en svo að fráfararatriði og það voru aðrir en Al- þýðubandalagsmenn, sem rufu stjórnar- samstarfið 1956 og ásteytingarsteinninn var ekki varnarmál heldur efnahagsmál. Næst er það á stefnuskrá vinstri stjórn- ar Ólafs Jóhannessonar, Framsóknar, Al- þýðubandalags og Frjálslyndra og vinstri manna 1971 að segja upp varnarsamn- ingnum við Bandaríkin með það fyrir augum að varnarliðið færi af landi brott í áföngum á kjörtímabilinu. Ástæða er til að rifja sérstaklega upp, að öryggis- og varnarmál voru næstum ekki til umræðu í kosningabaráttunni 1971, svo að þessir vinstri flokkar komu aftan að kjósendum sínum eftir kosningar með þessu stefnu- skráratriði um brottflutning varnarliðs- ins. Á ýmsu gekk um framkvæmd þessa ákvæðis stjórnarsáttmálans, en þegar rík- isstjórnin gerði sig líklega til að efna það, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðis- flokks og raunar Alþýðuflokks að mestu, þá risu upp forgöngumenn sem söfnuðu undirskriftum 55 þúsund íslendinga, er lögðu áherzlu á samvinnu vestrænna ríkja og að ekki mætti veikja varnir og öryggi landsins. Þáverandi ríkisstjórn breytti þó ekki Stefnu sinni í öryggismálum, en áður en til úrslita dró, rofnaði stjórnarsamstarfið útaf afnámi vísitölubindingar launa, sem Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur stóðu að, en Björn Jónsson sætti sig ekki við. Öryggis- og varnarmál urðu ásamt 200 mílna fiskveiðilögsögu og efnahagsmálum eitt helzta baráttumál kosninganna 1974, en úrslit þeirra urðu eins og kunnugt er stórsigur Sjálfstæðisflokksins. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Framsóknarflokknum í lok ágúst 1974, var þegar um haustið gengið frá samkomulagi við Bandaríkin og algerlega horfið frá uppsögn varnarsamn- ingsins. Sjálfstæðisflokkurinn var þá sem endranær sjálfum sér samkvæmur fyrir og eftir kosningar. En um leið og Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn 1978 og vinstri stjórn var aftur mynduð, færðu Alþýðubanda- lagsmenn sig upp á skaftið, en tóku þó að þessu sinni þátt í stjórn, án þess að beinlínis væri fram tekið, að varnarliðið skyldi hverfa úr landi. Hnappheldan 1978 I samningum vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar haustið 1978 er komizt kostulega að orði, ef svo er hægt að segja um svo alvarleg mál. „Þar eð ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki samið um stefnuna í utanríkismálum, verður í þeim efnum fylgt áfram óbreyttri grundvallarstefnu og verður þar á eigi gerð breyting nema samþykki allra ríkis- stjórnarflokkanna komi til. Það skal þó tekið fram, að Alþýðubandalagið er and- vígt aðild íslands að Atlantshafsbandalag- inu og dvöl hersins í landinu. Ekki verða heimilaðar nýjar meiriháttar fram- kvæmdir á yfirráðasvæði varnarliðsins." Með þessum síðasta málslið tókst Al- þýðubandalaginu að koma hnappheldu á samstarfsflokkaná og þá ekki sízt Alþýðu- flokkinn og utanríkisráðherra hans, Bene- dikt Gröndal. En sú skýring hefur verið gefin, að ekki hafi verið leyfð bygging flugskýlanna og ekki frekar gengið fram bygg'ng eldsneytisgeymanna, sem hvort- tveggja er nú á dagskrá vegna þessa ákvæðis málefnasamningsins: „Ekki verða Þeim ber að þakka og þeir verða heimilaðar nýjar meiriháttar fram- kvæmdir á yfirráðasvæði varnarliðsins." Hins vegar ber að geta þess að Benedikt Gröndal vann sem utanríkisráðherra öt- ullega að undirbúningi að byggingu nýrrar flugstöðvar og öryggismálum landsins almennt miðað við þann félagsskap, sem hann var í. Stöðvunarvald um flugstöð Þegar svo núverandi ríkisstjórn var mynduð vakti það mikla athygli að ekki var minnst einu orði á aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamn- ingnum við Bandaríkin, þótt þátttaka okkar í Sameinuðu þjóðunum og Norður- landaráði væri sérstaklega fram tekin. Og ennfremur var sérstaklega svo sjálfsagður hlutur orðaður, “að ríkisstjórnin leggur áherzlu á að framfylgja sjálfstæðri utan- ríkisstefnu". Eða bjó ef til vill undir því orðalagi sú alkunna staðhæfing kommún- ista að sjálfstæð utanríkisstefna væri ósamrýmanleg aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin, einmitt þegar sú aðild er forsenda sjálfstæðrar utanríkisstefnu ís- lendinga. En þrjú önnur málsatriði í málefna- samningi núverandi ríkisstjórnar um utanríkismál eru athygli verð. Eitt þessara atriða í utanríkismálakafl- anum er, að undirbúið verði öflugt átak til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum og vissu menn ekki fyrr að Suðurnesin væru utanríkis, enda ekki aðrir en stjórnarliðar reiðubúnir að fallast á það. Annað þessara atriða er athugun á því, hvort rétt sé að breyta því skipulagi, að utanríkisráðuneytið hafi yfirstjórn allra málaflokka á Keflavíkurflugvelli. Lítið hefur heyrzt um þessa athugun en ef til vill mun þetta ákvæði notað til að gera tilraun til að draga vald úr hendi utanrík- isráðherra og kann það að tengjast efni leynisamningsins við stjórnarmyndun, sem síðar verður vikið að. Þá er sagt i málefnasamningnum, að „áætlanir um flugstöð á Keflavíkurflug- velli verði endurskoðaðar og ekki ráðizt í framkvæmdir við hana nema með sam- komulagi allrar ríkisstjórnarinnar". Ágreiningur var ekki um að endurskoða áætlanir um flugstöðina, stærð hennar og hönnun, með tilvísun til minnkandi flug- umferðar um Norður-Atlantshafið með viðkomu í Keflavík, sem vonandi er þó tímabundin. Þessari endurskoðin er nú lokið og teikningar og lýsingar tilbúnar til útboðs byggingarframkvæmda. En hér er Alþýðubandalaginu falið stöðvunarvald innan ríkisstjórnarinnar. Vakti það strax athygli, að flugstöðin var þannig tekýi út úr, en ekki talað almennt um meiriháttar varnarframkvæmdir. Alþingi ráði ferðinni Flugstöðin var þó framkvæmd sem sérstaklega var íslendingum mjög nauð- synleg burtséð frá varnar- og eftirlitshlut- verki varnarstöðvarinnar. Gamla flugstöð- in er orðin úrelt, of lítil og hættuleg farþegum og starfsmönnum, ef eldur brytist þar t.d. út. En auk þess er ný flugstöð forsenda þess að greiða megi á milli starfsemi varnarliðsins og almennr- ar umferðar um flugvöllinn. Hingað til hafa menn, burtséð frá afstöðu sinni til varnarsamningsins, verið sammála um nauðsyn þessa aðskilnaðar en þá bregður svo við að Alþýðubandalagsmenn áskilja sér opinberlega stöðvunarvald eingöngu varðandi þessa framkvæmd. í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks var samið við Bandaríkja- menn um aðskilnað varnar- og borgara- legrar starfsemi á Keflavíkurflugvelli og síðan á árunum 1977 og 1978, að Banda- ríkjamenn skyldu greiða allan kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir utanhúss við gerð aðkomu, leiðslna, flugvélastæða o.fl., og síðar ennfremur að Bandaríkjamenn greiddu 20 millj. dollara af byggingu flugstöðvarinnar sjálfrar, en heildarkostn- aður hennar er áætlaður 46 millj. dollara. Kostnaðarþátttaka Bandaríkjamanna er eðlileg, þar sem þeir hafa hag af aðskiln- aði varnar- og almennrar starfsemi á vellinum engu síður en við og ef voða ber að höndum af stríðsvöldum eða náttúru- hamförum er gert ráð fyrir að nýta ' flugstöðina sem sjúkrahús. Bandaríkjaþing hefur nú samþykkt fjár- veitingu til flugstöðvarinnar gegn fram- lagi frá okkur. Ölafur Jóhannesson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann muni leggja til að í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun verði ætlað fé í þessu skyni, svo að unnt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Það er eðlilegt að Alþingi ákveði hvort, hvenær og með hvaða hætti skuli ráðizt í þessa framkvæmd. Það er óþolandi með öllu, ef lítill minnihluti með annarleg sjónarmið á að ráða ferðinni. Það er og vissulega athugandi hvort nægilegt er að samþykkja breytingu á fjárfestingar- og lánsfjáráætlun, þar sem fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins er vís til þess að virða vilja alþingis að vettugi. Enda er, burtséð frá því, um slíka framkvæmd að ræða, að eðlilegt og nauðsynlegt er að samþykkja sérstök lög um byggingu flugstöðvarinnar og fela utanríkisráðherra að sjá um framkvæmd- ina. að miðla ungu fólki af örlagaríkri reynslu Leynisamningur kemur í leitirnar En þótt Alþýðubandalagið hafi ekki gert opinberlega fyrirvara um varnarfram- kvæmdir, þá er nú að koma í leitirnar leynisamningur. Svo bar við, að upplýst var, að utanríkis- ráðherra hefði leyft byggingu 3ja flug- skýla, sem forveri hans Benedikt Gröndal hafði ekki treyst sér til vegna stöðvunar- vaids Alþýðubandalagsins varðandi meiri- háttar „varnarframkvæmdir". Þá var og ráðgerð endurnýjun og bygging nýrra eldsneytisgeyma, eins og fyrr er nefnt. Núverandi geymar eru gamlir, úr sér gengnir og frá þeim stafar mikil mengunarhætta m.a. við vatnsból Keflvíkinga og Njarðvíkinga, auk þess sem núverandi staðsetning klýfur byggð í Keflavík og Njarðvíkum svo að mikið óhagræði er af. Alþýðubandalagsmenn ætluðu af göfl- um að ganga og töldu að gert væri ráð fyrir fjórföldun eldsneytisbirgða varnar- liðsins, þegar sannleikurinn er sá, að stækkunin á geymarými í heild er um 34% og flugvélaeldsneytis um 66%. Alþýðubandalagsmenn töldu Ólaf Jó- hannesson ekki hafa heimild sem utanrík- isráðherra að leyfa slíkar framkvæmdir. Ríkisstjórnin ætti öll að fjalla um, hvort þær skyldi leyfa. Ólafur Jóhannesson tók sérstaklega fram, að leyfisveitingar sem þessar væru algerlega á sínu valdi og ekki mál ríkisstjórnar í heild. Þá vakti athygli að Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, lagðist á sveif með kommúnistum og kvað nauðsynlegt að ræða mál þessi í ríkis- stjórninni. Ólafur talar um leynisamning Sagt hefur verið frá málum þessum í utanríkismálanefnd og nefndin hefur kynnt sér aðstæður á Keflavíkurflugvelli, en áður hafði kastast í kekki með þeim Ólafi Jóhannessyni og Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Varð það síðar til þess að Ólafur Jóhannesson sagði í sam- tali við Tímann 12. febrúar sl. orðrétt: „I núverandi málefnasamningi stendur ekki einn stafkrókur um, að Alþýðubandalagið hafi nokkra sérstöðu í ríkisstjórninni, né heldur nokkurt orð um varnarmál eða varnarliðsframkvæmdir að neinu leyti." Og Tíminn heldur áfram: „Hann (þ.e. Ólafur) sagðist að vísu ekki hafa tekið neinn þátt í gerð núverandi málefnasamnings. En sér hafi heldur ekki verið skýrt frá því að gerður hafi verið neinn leynisamningur um þetta atriði. Alþýðubandalagið gæti því ekki kennt sér um, ef því fyndist það hafa verið hlunnfar- ið í þessu sambandi." Gunnar Thoroddsen segir í Morgunblað- inu föstudaginn 13. febrúar: „Ég vil ekkert um það segja (þ.e. hvort til sé leynisamn- ingur). Ég tel enga ástæðu vera til að fjalla um efni samtala í sambandi við stjórnarmyndunina. Það sem fyrir liggur opinberlega er stjórnarsáttmálinn." Svo mörg voru þau orð. Það var von að sú spurning vaknaði, hvort eitthvað liggi fyrir, sem ekki hefur verið gert opinbert. Lúðvík Jósepsson segir í Morgunblaðinu sama dag, 13. febrúar: „Ég segi ekkert um þetta mál fyrr en ég er búinn að heyra um það, hvernig þetta mál hefur borið að.“ Steingrímur Hermannsson segir í Mbl. sama dag: „Nei, það er ekki um að ræða neitt samkomulag milli stjórnarsinna um þessi mál ...“ Mbl. segir ennfremur: „Steingrímur sagði, að ekki hefði heldur verið gert neitt samkomulag til hliðar við stjórnarsáttmálann um að öll ríkisstjórnin yrði að standa að þeim málum er hún ynni að.“ Hins vegar segir Svavar Gestsson í viðtali við Þjóðviljann þennan sama föstu- dag, 13. febrúar: „Jafnframt skal lögð á það áherzla að milli núverandi stjórnarað- ila eru auk þess til reglur um vinnubrögð stjórnarinnar almennt, sem allir verða að taka tillit til og snerta öll meiriháttar mál.“ Þennan sama dag hefur Mbl. einnig eftir ónafngreindum forystumanni Al- þýðubandalagsins: „Það var gert skriflegt samkomulag um tvö atriði við stjórnar- myndunina. I fyrsta lagi, að forsætisráð- herra beitti ekki þingrofsvaldinu án sam- þykkis allra aðila stjórnarsamstarfsins og hins vegar um það, að engin meiriháttar ákvörðun yrði tekin gegn vilja neins eins stjórnaraðila. Þetta samkomulag undirrit- uðu forsætisráðherra og formenn Alþýðu- bandalagsins og Framsóknarflokksins." Laugardaginn 14. febrúar segir Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Morgun- blaðið: „Því var lýst í þingflokknum hvernig yrði unnið í ríkisstjórninni er stjórnin var mynduð." Ólafur Ragnar var spurður hvort um væri að ræða skriflegt samkomulag og hann segir: „Um það vil ég ekkert segja á þessu stigi, þetta er samkomulag, sem stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um.“ Síðan segir Ólafur Ragnar enn í sama viðtali: „Ég segi það sama um það og ég svaraði í útvarpinu. Ég sagði það að þessar hernaðarframkvæmdir, sem Ólafur Jó- hannesson stefnir að, flugskýlin, flugstöð- in, nýjar flugbrautir og fjórföldun elds- neytisbirgðanna, þetta eru slíkar stór- breytingar, að þær koma ekki til greina af okkar hálfu." ... „Við höfum lagt þessi mál upp í heild sinni, við teljum þessi mál öll tengd og við teljum þetta vera mál, sem þurfi að ræðast milli Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins." Það vekur raunar athygli, að Ólafur Ragnar Grímsson gerir ekki ráð fyrir að mál þetta þurfi að ræðast við 3ja sam- starfsaðilann í ríkisstjórninni. Hann er bersýnilega „núll og nix“ að áliti Alþýðu- bandalags og Framsóknar. Viðræður á Alþingi Af tilefni þessara ummæla kvaddi ég mér hljóðs utan dagskrár á alþingi 24. febr. sl. og spurði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, Steingrím Hermanns- son, formann Framsóknarflokksins og Svavar Gestsson, formann Alþýðubanda- lagsins: 1. Var gert samkomulag, skriflegt eða munnlegt við myndun núverandi ríkis- stjórnar eða síðar um að framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli eða í þágu varn- arliðsins yrðu ekki leyfðar, nema með samþykki allra aðila, er að ríkisstjórn- inni standa? Og 2. Eru til reglur sem ríkisstjórnin eða ráðherrar hafa sett sér og ekki hafa verið birtar, um að ríkisstjórnin taki enga ákvörðun í meiriháttar málum nema allir stjórnaraðilar samþykki? Það varð fátt um svör. Gunnar Thoroddsen svaraði: „í stjórnarsáttmálanum er eitt ákvæði þar sem nefnt er samþykki allrar ríkis- stjórnarinnar. Það segir þar: „Áætlanir um flugstöð á Keflavíkur- flugvelli verði endurskoðaðar og ekki ráðist í framkvæmdir við hana nema með samkomulagi allrar ríkisstjórnarinnar" og síðan svaraði Gunnar fyrirspurninni efn- islega þannig: „Um vinnubrögð og vinnu- lag innan ríkisstjórnarinnar við afgreiðslu mála tel ég ekki ástæðu til að ræða hér frekar." Svavar Gestsson sagði síðan: „Hæstv. forsrh. hefur svarað þeirri fyrirspurn eins og efni er til, á þessari stundu, og hef ég að sinni fyrir mitt leyti engu við svar hæstv. forsrh. að bæta.“ Menn taki eftir orðalag- inu „á þessari stundu" og „að sinni“. Steingrímur Hermannsson lét sér nægja: rÉg vísa til svars hæstv. forsrh. og hef engu við það að bæta.“ Svör ráðherra voru vægast sagt grun- samleg og studdu þá skoðun, að til væri leynisamkomulag. Ráðherrum hafði ekki áður borið saman. Steingrímur sagði, „að ekki hefði heldur verið gert neitt sam- komulag til hliðar við stjórnarsáttmálanín. um að öll ríkisstjórnin yrði að standa að þeim málum er hún ynni að“, en Svavar Gestsson: „Jafnframt skal lögð á það áherzla að milli núverandi stjórnaraðila eru auk þess til reglur um vinnubrögð stjórnarinnar almennt, sem allir verða að taka tillit til og snerta öll meiriháttar mál.“ Steingrímur og Svavar gáfu enga skýr- ingu á ósamræminu og Gunnar reyndi að afvegaleiða með því að segja að „í stjórnarsáttmálanum væri eitt ákvæði, þar sem nefnt er samþykki allrar ríkis- stjórnarinnar". En í framhaldsumræðum utan dagskrár fóru málin að skýrast. Þá sagði Olafur Jóhannesson: „Það er ekki fyrir hendi neitt sérstakt samkomulag um varnarliðsmál, er þrengi valdsvið utanríkisráðherra í þeim málefn- um. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald nema í undantekningartilfell- um. Ákvarðanir þar byggjast því sjaldnast á atkvæðagreiðslu. Hitt er annað mál, að á ríkisstjórnarfundum er auðvitað mjög oft fjallað um þau málefni, sem óumdeilan- lega eru í verkahring tiltekins ráðherra." og síðan: „Leiki vafi á því undir hvaða SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.