Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR MEÐ 16 SÍÐNA ÚTSÝNARBLAÐI
77. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Byltingarmenn ^
neita að semia
Bangkok, 1. apríl. AP.
HERFORINGJAR sem gerðu
byltingu gegn Prem Tinsulan-
onda, forsætisráðherra í Thai-
landi. hundsuðu frest, sem hann
veitti þeim til að gefast upp, í
dag og kváðust ráða yfir „20
sinnum“ fleiri hermönnum en
Prem.
í kvöld sótti herlið undir
stjórn Prems til Bangkok til að
reyna að bæla byltinguna niður.
Síðustu fréttir hermdu að herlið-
ið væri komið til Saraburi, 90 km
NA af Bangkok.
Sant Chitpatima hershöfðingi,
yfirmaður byltingarnefndarinn-
ar sem segist hafa tekið völdin í
landinu í sínar hendur, sagði að
nefndin stæði ekki í samningum
við Prem, sem flúði til herstöðv-
arinnar í Korat í Norðaustur-
Thailandi eftir byltinguna. Út-
göngubann hefur verið fyrirskip-
að í Korat, en ekki í Bangkok.
Byltingarnefndin hefur rekið
næstæðsta mann annars hers-
ins, Ahtit Kamlang-Ek, náinn
stuðningsmann Prem úr stöðu
sinni í hernum fyrir afskipti af
störfum nefndarinnar. Ahtit
mun hafa stjórnað herliði í
nágrenni Bangkok.
í útvarpstilkynningu frá bylt-
ingarnefndinni segir að Prem
hershöfðingi hafi ekki getað
leyst vaxandi vandamál lands-
ins, hann hafi lengt embættis-
tíma sinn og breytt lögunum til
að halda völdunum. Auk þess
var hann sakaður um að draga
konungsættina inn í stjórnmál
Thailands.
Konungurinn og fjölskylda
hans flúðu til Korat með Prem,
sem segir konungsfjölskylduna
„undir sinni vernd". Drottningin
fordæmdi byltingarleiðtogana í
stuttu ávarpi í Korat-útvarpinu.
Yfirmenn þriggja herstjórn-
arsvæða Thailands af fjórum
munu hafa verið hjá Prem í
Korat í kvöld.
Thailenzkir vegfarendur virðast lítið kippa sér upp við hermennina á myndinni sem tóku sér stöðu á götu
i Bangkok eftir byltinguna gegn ríkisstjórn landsins.
Tilræðið virðist tengt
myndinni Taxi Driver
Washington, 1. apríl. AP.
RONALD REAGAN forseti hefur
verið fluttur úr gjörgæzludeild
og gegnir venjulegum störfum í
ibúð í George Washington-há-
skólasjúkrahúsinu, er á góðum
batavegi, getur gengið um og er
hress, að sögn læknis hans og
aðstoðarmanna i dag.
Vöruskortur færist
í aukana í Rúmeníu
Búkarest, 1. aprtl. AP.
ÞRÁLÁTUR skortur er á kjöti,
mjólk, sykri og öðrum varningi í
Rúmeniu þótt Nicolae Ceusescu
forseti hafi boðað „landbúnaðar-
byltingu“ og í fyrsta skipti viður-
kennt efasemdir um þá áherzlu,
sem hefur verið lögð á verk-
smiðjur fremur en landbúnað.
Þó hefur hann ekki boðað nýjar
fjárfestingar í landbúnaði og
menn velta því fyrir sér, hvort
landbúnaðarbyltingin sé fyrst og
fremst áróður.
Erfiðleikarnir stafa m.a. af
slæmu veðri í fyrra, lélegri skipu-
lagingu í landbúnaði, sem er
ríkisrekinn, flutningavandkvæð-
um og miklum útflutningi til að
afla gjaldeyris. Þrátt fyrir skort-
inn hefur kjöt verið selt til
Bandaríkjahers í Þýzkalandi og
kjöt mun einnig hafa verið selt til
Miðausturlanda og olía keypt í
staðinn.
Skorturinn mun hafa valdið
nokkrum stuttum vinnustöðvun-
um í Rúmeníu.
Forsetinn fór seint að sofa í
gærkvöldi þar sem hann vildi
fylgjast með veitingu Oscarsverð-
launanna, svaf í fjóra til fimm
tíma og hefur verið önnum kafinn
í dag.
Tilræðismaður forsetans, John
W. Hinckley, gekkst undir sál-
fræðipróf í dag þrátt fyrir mót-
mæli lögfræðings hans og jafn-
framt virðist morðtilraunin hafa
stafað af hrifningu hans af leik-
konunni Jody Foster. Hún sagði í
dag að hún hefði fengið nokkur
ástarbréf frá honum í síðasta
mánuði og fyrrahaust, en í þeim
hefði hvergi verið minnzt á Reag-
an forseta eða „ofbeldisverk gegn
einhverjum".
í kvikmyndinni „Taxi Driver",
þar sem ungfrú Foster fór með
hlutverk ungrar vændiskonu, er
fjallað um tilraun til pólitísks
morðs.
Nefndir í báðum deildum
Bandaríkjaþings hafa hafið rann-
sóknir á tilræðinu og orsökum
þess. Meðal annars verður reynt
að ganga úr skugga um hvort
leyniþjónustan hafi gert nógu
miklar varúðarráðstafanir fyrir
utan Hilton-hótelið í Washington,
þar sem skotárásin var gerð.
Ljósmyndir sem voru teknar í
St. Louis 1978 sýna mann er líkist
John W. Hinckley sem „nýliða" í
bandaríska nazistaflokknum að
sögn ljósmyndarans John Wells í
dag.
Wells segir að myndin sýni
Hinckley og tvo aðra flokksmenn
hlýða á einn leiðtoga flokksins
flytja ræðu á fundi í marz 1978 í
St. Louis.
Fidel Castro og Leonid Brez-
hnev voru meðal 80 heimsleiðtoga
sem sendu Reagan forseta samúð-
arkveðjur og auk þess hafa borizt
7.500 simskeyti til Hvítá hússins.
Brezhnev sagði: „Okkur til mik-
illar reiði fréttum við af tilræðinu
við yður. Við fordæmum harðlega
þennan glæpsamlega verknað. í
nafni sovézku forystunnar og fyrir
mína hönd óskum við þess, hr.
forseti, að þér náið fullum og
skjótum bata.“
Sjá nánar bls. 22
og einnig bls. 23.
2000 hermenn
gegn Böskum
Madrid, 1. aprll. AP.
TVÖ ÞÚSUND hermönnum í við-
bót verður bcitt í baráttunni gegn
aðskilnaðarsinnum Baska i norð-
urhéruðum Spánar samkvæmt
Lech Walesa gagnrýndur:
Óánægja innan Samstöðu
Lech Walesa
Varsjá, 1. april. AP.
ÁSTÁNDIÐ í Póllandi varð
rólegra í dag þegar fram-
kvæmdastjórn verkalýðshreyf-
ingarinnar Samstöðu aflétti
verkfallsviðbúnaði, sem lýst var
yfir fyrir hálfum mánuði. Þó
ríkir mikil reiði i hreyfingunni
og vantrú á samkomulagi þvi er
Lech Walesa gerði við ríkis-
stjórnina og afstýrði allsherjar-
verkfalli.
Eining samtakanna hefur beð-
ið hnekki. Blaðafulltrúi Sam-
stöðu, Karol Modzelewski, sagði
af sér, en komið var í veg fyrir
afsögn annars æðsta manns
Samstöðu, Andrzej Gwiazda.
Anna Walentinowicz, sem
verkföllin í fyrra hófust út af
þegar henni var sagt upp, varð
að víkja úr stöðu leiðtoga fram-
kvæmdastjórnar hreyfingarinn-
ar í Gdansk. „Sumir leiðtogar
Samstöðu vilja ekki keppinauta
innan hreyfingarinnar," sagði
hún. Gwiazda hafði áður sagt að
frú Walentinowicz yrði rekin „af
því hún væri of vinsæl og það
væri ekki sumum leiðtogum að
skapi“.
Walesa virðist þó traustur í
sessi í kjölfar mikillar gagnrýni
í dag og í gær, m.a. um meint
valdarán í forystu hreyfingar-
innar. Margir fulltrúar í stjórn
samtakanna og Jan Rulewski,
einn þeirra sem var barinn í
Bydgoszcz, telja samkomulagið
of lint og andsnúið óskum sínum.
Walesa svaraði gagnrýninni
rólega og útskýrði þörfina á
málamiðlunarlausn fremur en
árekstrum samkvæmt heimild-
um á fundinum. Hann hefur ekki
endurtekið hótanir um að segja
af sér. Til að afstýra gagnrýni
lagði hann til að vinnuhópar
yrðu myndaðir til að undirbúa
gagntillögur fyrir viðræður þær
sem á að taka upp við ríkis-
stjórnina 7. apríl.
heimildum i rikisstjórn Spánar i
dag og herinn hefur aldrei áður
sýnt styrkleika sinn eins ljóslega
siðan í borgarastriðinu.
í Baskahéruðunum eru fyrir um
500 hermenn, 600 sjóliðar og lítil
flugsveit. Hernum hefur aldrei ver-
ið beitt á Spáni síðan í borgara-
stríðinu 1936—39.
Sósíalistaleiðtoginn Felipe Gonz-
ales dró í efa á þingi að nauðsynlegt
væri að beita svo fjölmennu herliði.
Alberto Oliert varnarmálaráðherra
sagði að íhlutun hersins væri tak-
mörkuð enn sem komið væri.
Oliert virtist víkja frá þeirri
afstöðu, sem áður hefur verið lýst
yfir, að hlutverk heraflans muni
einskorðast við gæzlustörf á landa-
mærum Spánar og Frakklands.
Hann sagði að heraflinn yrði „auð-
vitað“ reiðubúinn ef til árekstra
kæmi við aðskilnaðarsamtökin
ETA.
Flugvélar flughersins stunda nú
eftirlitsflug meðfram strönd Norð-
vestur-Spánar og sjö herskip eru á
verði á Biscaya-flóa.
Juan Roson innanríkisráðherra
sagði á þingi, að á tímabilinu 1. des.
1980 til 24. marz sl. hefðu handtök-
ur hryðjuverkamanna tvöfaldazt og
morðum ETA fækkað um helming.