Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 UndirbúningKnefnd umræðuþinKsins auk rektors Háskóla íslands, Guðmundar Majfnússonar, á fundi meó blaóamdnnum. Talið frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, prófessor, Jón Steffensen, prófessor, Olafur Bjarnason. prófessor, VíkinKur H. Arnórsson, forseti læknadeildarinnar, Ásmundur Brekkan, dósent, laira Steinxrímsdóttir, læknanemi og Guómundur Mannússon, háskólarektor. LJóam. Kristján. Minnast aldarafmælis skipu lagðrar læknakennslu Umræðuþing um læknanám í há- tíðarsal Háskólans 2. og 3. apríl Læknadeild Háskóla tslands minnist þess um þessar mundir aó rúm öld er lidin frá þvi Læknaskólinn var stofnaður og skipuleg læknakennsla hófst hér á landi. Einnig eiga læknadeildin og Háskóli íslands 70 ára afmæli á þessu árí. Af þvi tilefni m.a. gengst læknadcildin fyrir umræðuþingi i hátíðarsal háskólans fimmtudag og föstudag 2. og 3. april nk. Þingið mun standa frá kl. 9 til 17 báða dagana. Fjallað verður um læknanám hérlendis, skipulag þess og innihald, kennslu og námsaðstöðu, sérmenntun lækna og ihuga skal hvort breytinga sé þörf og þá hverra. Margir munu flytja erindi á þinginu. kennarar, nemendur og starfandi læknar, en auk þess verða almennar umræður. Þrir gestir koma erlendis frá á vegum Norðurlandasambands um læknakennslu sem ísland er aðili að, tveir frá Kaupmannahöfn og einn frá Trömsö i Noregi. í sambandi við ráðstefnuna verður haldin sýning læknisfræði- bóka og -timarita á vegum Bóksölu stúdenta og i anddyri háskólans verða sýndar nokkrar ljósmyndir af gömlum bygging- um og nýjum er koma við sögu i iæknakennslunni. Sýning á læknis- fræðilegum munum Læknaskólinn var stofnaður með lögum árið 1876 og fyrstu læknarnir útskrifuðust tveimur árum síðar. Þegar Háskóli Is- lands hóf starfsemi árið 1911 var læknaskólinn lagður niður sem sjálfstæð stofnun og læknadeild tók við hlutverki hans sem ein af fjórum fyrstu deildum Háskól- ans. Hugmyndin er að minnast umræddra áfanga í sögu lækna- kennslu hér á landi með ýmsum hætti, einnig síðar á þessu ári. T.d. mun Ian Maclntyre prófess- or við Lundúnaháskóla koma í byrjun júní-mánaðar og flytja fræðileg erindi á vegum lækna- deildar. Þá mun og deildin eiga aðild að sýningu læknisfræði- legra muna og minja í Þjóð- minjasafninu um miðjan júlí í tengslum við norrænt þing sem hér verður haldið á vegum Fé- lags áhugamanna um sögu lækn- isfræðinnar. Geysileg aðsókn í læknadeildina Á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni umræðuþingsins kom það m.a. fram að vegna síaukins nemendafjölda og vax- andi umsvifa háskólans hefur læknadeildin á seinni árum orðið að þoka æ meira út úr aðalbygg- ingunni og þá ekki haft að öðru að hverfa en leiguhúsnæði víðs vegar um bæinn. Fyrir um 10 árum var sam- þykkt áætlun um uppbyggingu íæknadeildar í nánum tengslum við Landspítalann. Fyrsti sýni- legi áfangi uppbyggingarinnar er bygging sem er að rísa neðan Hringbrautar og munu þar bæði læknadeildin og tannlækna- deildin fá aðstöðu. Er gert ráð fyrir að tannlæknadeildin geti flutt inn í lok ársins 1982 en læknadeildin ári síðar. Á fundinum kom það einnig fram að fjölgað hefur ört mennt- uðum læknum hér á landi. Gamli læknaskólinn útskrifaði 62 lækna en Iæknadeildin hefur á árunum frá 1911 til 1980 útskrif- að 960 lækna. Á árunum 1911 — 1920 útskrifuðust 32 læknar, 56 á árunum 1921—1930, 84 á árun- um 1931—1940, 71 á árunum 1941—1950, 158 á árunum 1951-1960, 187 á árunum 1961—1970 og 371 á árunum 1971—1980. Árið 1960 voru 344 íslendingar læknismenntaðir, 318 þeirra voru búsettir á Islandi og voru þá 800 íbúar á hvern lækni. Á síðastliðnu ári voru 807 íslend- ingar læknismenntaðir, 466 voru búsettir hérlendis og voru færri en 500 íbúar á hvern lækni. Á árunum 1970—1980 hafa 31 — 45% þeirra sem innritast hafa í læknadeildina lokið prófi. Víkingur H. Arnórsson forseti læknadeildar Háskólans sagði á fundinum að á síðustu árum hefði læknamenntun á íslandi verið fyllilega sambærileg við læknamenntun í öðrum löndum. Þó sagði hann að hann óttaðist mjög að staðallinn lækkaði vegna geysilegrar aðsóknar í deildina. Á árinu 1970 innrituð- ust 82 nemendur í læknadeildina en 10 árum síðar innrituðust 168 nemendur. Hann sagði að það væru takmörk fyrir því hve hægt væri að veita mörgum iækna- nemum verklega þjálfun, þá vantaði einfaldlega sjúklinga. Munu þegar hafa skapast vand- ræði vegna þessa. Nú iiggur fyrir háskólaráði tillaga frá lækna- deildinni um að hækka lág- markseinkunnir til inntöku í læknadeildina og takmörkun nemendafjölda. Nesstofa í lok fundarins var minnst á Nesstofu sem ríkið hefur nú eignast að fullu. Stefnt er að því að komið verði þar upp safni og rannsóknastofnun á sviði sögu heilbrigðismála. Félag áhuga- manna um sögu læknisfræðinn- ar hefur barist fyrir þessu máli en formaður þess félags er próf- essor Jón Steffensen. Víkingur Arnórsson sagði að læknadeildin hefði mikinn áhuga á því að viðgerð og endurbótum á Nes- stofu lyki sem fyrst. Patreksfjörður: Ný hraðfrystistöð tekin i notkun PatreltAfirAi, 30. marH. SÍÐASTLIÐINN laugardag var (ormlega tekin í notkun hér ný hraðfrystistöð, eign Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. Stöðin er um 2.000 fermetrar að flatarmáli og verður mjög fullkomin og nýtizku- leg, svo sem búin tölvubúnaði við fiskvinnslu og fleira. Byrjað var á byggingunni 1973 og var þá steypt upp aðalbyggingin, en síðan lágu byggingarframkvæmdir niðri til 1978, en síðan hefur verið unnið samfellt að byggingunni. Stjórnarformaður er Svavar Jó- hannsson, bankastjóri, en fram- kvæmdastjóri er Egill Jón Krist- jánsson. pá|| Hin nýja hraðfrystistöð Patreksfjarðar Hestamennska í hættu stödd nái skipulags- hugmyndirnar fram Hestamenn í Reykjavík eru ákaflega óánægðir með þann hlut, sem þeim er ætlaður í nýju skipulagi í Reykjavík, svo sem fram kom á blaðamannafundi sem þeir efndu til á mánudag. Kvaðst skipulagsnefnd þeirra, sem í eru Valdimar Jóhannesson, formaður, Kristján Guðmundsson og Gísli B. Björnsson, ekki hafa heyrt neina rödd úr þeirra hópi, sem ekki væri sammála um að þessar hugmyndir séu glapræði og rothögg á hesta- mennskuna í borginni. En áætlað er að 7—10 þúsund manns tengist hestamennsku. Nú eru um 1100 félagar í Fáki, sem er að verða 60 ára. Um 5000 hross eru á vetrar- fóðrum, þar af um 3000 í borginni sjálfri, og komið hefur í ljós í könnun að fimmti hver unglingur í borginni stundar hestamennsku reglubundið. Um skipulagshug- myndirnar nýju, hafði skipulags- nefndin og stjórn Fáks þetta að segja: „Hestamennskan í Reykjavík eins og hún hefur verið stunduð undanfarna áratugi er nú í mikilli hættu stödd. Útreiðar út í frjáls- ræðið, sem hefur verið helzta einkenni íslenzkrar hestamennsku hingað til verður trauðlega stund- uð mikið lengur, ef hugmyndir þær í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árið 1981—1998, sem nú hafa verið kynntar ná fram að ganga. Samkvæmt skipulaginu stendur til að upp rísi í Selásnum 850 íbúða byggð til viðbótar þeirri byggð, sem þar er nú að rísa og atvinnustarfsemi, sem á að nýta um 20% landsins. Þessi byggð ásamt með tengdum umferðar- mannvirkjum og umferðarmann- virkjum, sem koma munu í óbein- um tengslum við byggðina eins og hinn mikli fyrirhugaði ofan- byggðavegur, mun að dómi allra reykvískra hestamanna, sem hafa tjáð sig um málið, stóreyðileggja svæði það, sem kallað hefur verið framtíðarsvæði reykvískra hesta- manna utan í Selásnum, þar sem heitir á Víðivöllum og í Víðidal. Á aðalfundi Fáks síðastliðinn fimmtudag var samþykkt á tæp- lega 200 manna fundi einróma ályktun, þar sem þessum hug- myndum var mótmælt. Fundurinn taldi, að þessar tillögur sýndu algjört skilningsleysi á högum og þörfum hestamanna í höfuðborg- inni. Hestamenn áttu alls ekki von á þeirri miklu breytingu á byggða- stefnu borgarinnar. Allt tal um að auka byggð hefur gengið í aðra átt hingað til. Elliðaáasvæðið hefur alltaf verið talið friðheilagt og helzta útivistarsvæði borgarinnar í tengingu við önnur útivistar- svæði eins og Heiðmörk, Elliða- vatnssvæðið og Hólsheiði var ein- mitt forsenda fyrir því að hesta- mönnum var valið framtíðarsvæð- ið utan í Selásnum, en þessu svæði var úthlutað Fáki árið 1%6 eftir að hestamenn höfðu tvisvar sinn- um flæmzt undan borginni á minna en tveimur áratugum, fyrst úr Laugadalnum og svo að hluta af því svæði sem Fákur hefur ennþá, við horn Bústaðavegar og Breiðholtsbrautar. Dýr mannvirki þegar risin Á þessu svokallaða framtíðar- svæði reykvískra hestamanna hef- ur nú risið upp myndarleg byggð, sem rúmar um 2000 hesta, en alls Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri, Sauðárkróki: 15 þúsund tonna verk- smiðja óarðbært og áhættusamt fyrirtæki Steinullarfélagið hf„ sem Sauðkrækingar hafa stofnað til rekstrar steinullarverksmiðju á Sauðárkróki hefur látið fara fram könnun á innlendum og erlendum mörkuðum fyrir slika verksmiðju og eru niðurstöður hennar þær helztar, að útflutningur á steinull frá íslandi verði ekki arðbært og mjög áhættusamt fyrirtæki. Því séu hugmyndir, sem uppi hafa verið um 15 þúsund tonna verk- smiðju óraunhæfar með öllu. Því stefna Sauðkrækingar að 3 þús- und tonna framleiðslugetu á ári, en möguleikum á stækkun, þann- ig að verksmiðjan geti framleitt 5 til 6 þúsund tonn á næstu 10 árum. í samtali, sem Morgunblaðið átti við Þorstein Þorsteinsson, bæjar- stjóra á Sauðárkróki, kvað hann nú unnið að viðskiptalegum og fjár- hagslegum undirbúningi málsins á Sauðárkróki. Niðurstaðan væri augljós, ekki væri um arðbæra fjárfestingu á stórri verksmiðju til útflutnings að ræða til lengri tíma og fyrirtækið væri mjög áhættu- samt. Hann sagði að á árunum 1978 og 1979 hafi markaður fyrir ein- angrun úr steinull verið mjög góður og allt fram á árið 1980. Síðan hafi kreppan skollið yfir í Evrópu og valdið samdrætti og væri markaður nú mjög tregur. Væru margar steinullar- og gler- ullarverksmiðjur nú aðeins reknar á hálfum afköstum. Á bjartsýnis- árunum hafi margar verksmiðjur verið stofnsettar og væru þær nú að koma inn í framleiðsluna. Þorsteinn kvað Sauðkrækinga því hafa stefnt að minni verk- smiðju, sem aðeins framleiddi fyrir innanlandsmarkað, en gæti þó flutt eitthvað magn út í viðlögum. Inn- lendi markaðurinn er um 3 þúsund tonn og getur stækkað í allt að 6 þúsund tonn á næstu árum, en eldvarnayfirvöld mæla mjög með slíkri einangrun, sem af þeim sökum sækir mjög á á markaðin- um. Innflutningur á steinull og glerull samsvarar nú um 2.200 tonnum af steinull, sem er nokkuö þyngri en glerullin. Kostnað við byggingu steinullar- verksmiðju af áðurnefndri stærð kvað Þorsteinn vera um 20 milljón- ir króna, 2 milljarðar gkróna, og kvað hann Sauðkrækinga stefna að því að fá ríkið inn sem eignaraðila — í minnihluta þó. Byrjunarafköst verksmiðjunnar myndu verða um 5 þúsund tonn á ári, með stækkun- armöguleikum. Líftími slíkrar verksmiðju er um 20 ár og myndu þeir stefna að því að gera 3ja til 4ra ára spár um markað og stækka verksmiðjuna smám saman eftir þörfum innlenda markaðarins. Hann kvað tiltölulega lítinn kostn- að vera samfara stækkun verk- smiðjunnar. Þorsteinn Þorsteinsson bæjar- stjóri sagði að sér virtist sem þeir Sunnlendingar, sem reisa vildu steinullarverksmiðju í Þorlákshöfn og vildu byggja á útflutningi með árlega afkastagetu upp á 15 þúsund tonn, hefðu alls ekki gert sér grein fyrir markaðsmálum í þessu sam- bandi. Kvað hann þá vera um eitt ár á eftir þeim Sauðkrækingum í rannsóknum og undirbúningi á þessu máli. Þorsteinn kvaðst vænta ákvörðunar stjórnvalda um bygg- ingu steinullarverksmiðju innan mjög skamms tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.