Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 5 Skólastjóri skipaður að bændaskólanum á Hólum Landbúnaðarráðherra skipaði sl. föstudag Jón Bjarnason frá Bjarnarhöfn skólastjóra bænda- skólans að Hólum i Hjaltadal. Jón er stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1967 og kandidatsprófi frá Landbúnað- arháskólanum í Ási í Noregi 1970. Jón starfaði sem kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1970—1974. Hann hefur jafnframt rekið búskap í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit frá 1970. Jón hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagssam- tök bænda og heimabyggð sína, Helgafellssveit, þar sem hann er oddviti. Jón er giftur Ingibjörgu Sólveigu Kolka Bergsteinsdóttur og eiga þau 4 börn. Fundur Félags hagfræðinga og viðskiptafræðinga í kvöld: Fjallað um tölvur og hagnýtingu þeirra FÉLAG hagfræðinga og við- skiptafræðinga efnir i kvöld til fundar um tölvur og hagnýtingu þeirra. Ragnar Pálsson forstöðu- maður tölvudeildar ÍSAL ræðir á fundinum um ýmis atriði, sem koma til álita þegar taka þarf afstöðu til hvort fjárfesta beri i tölvu eða ekki. Ragnar Pálsson mun fjalla um hvaða verkefni henta tölvu- vinnslu, hvaða forrit komi helst til greina og hagkvæmni þess fyrir fyrirtæki að reka eigin tölvu eða láta vinna tölvuverkefni annars staðar. Að loknu erindi Ragnars verða panelumræður með þátt- töku Páls Braga Kristjónssonar og Odds Einarssonar auk Ragnars. Fundurinn verður í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans og hefst hann kl. 20. Hafnarpósturinn hættir að koma út HAFNARPÓSTUR, 1. tbl. 2. árg., blað tslendingafélagsins i Kaup- mannahöfn, kom út fyrir skömmu. hafnarpósiw NL%» ISI » I KAU*HA\\\l»iH\ I lÚttMAB í (KIAV.IH Útgáfustarfsemin hefur fallið í góðan jarðveg meðal félagsmanna og vinsældir Hafnarpósts hafa stóraukizt með hverju tölublaði, en samt sem áður sjá aðstandendur blaðsins sér ekki fært að halda útgáfunni áfram að sinni segir í frétt frá útgáfustjórninni. Veldur þar mestu bágur fjárhagur íslend- ingafélagsins, svo og annríki rit- stjórnar. Blaðið er 28 síður og efnið af ýmsu tagi. Nefna má greinar um starfsemina í Húsi Jóns Sigurðs- sonar, Sigurður Richter og Andrés Guðjónsson skrifa „í fræðimanns- íbúð“, spjallað er við danska um Island, sagt frá íslenzka skólanum í Kaupmannahöfn o.fl. Ritstjórn skipa Eiríkur Valsson, Gísli Þórð- arson og Óttar Ottósson (ábm.). 9>er ósvnam GÆÐINGUR DBS TOURING er fyrsta reiðhjólið á markaðinum, sem sameinar alla helstu kosti kappreiðahjóla og öryggisútbúnað sígildra reiðhjóla. Svo sem; - Skálahemla að framan og aftan - 10 gíra - breiðari hjól- barða en á venjulegum kappreiðahjólum - aurbretti úr ryðfríu stáli - bæði karla og kvenna reiðhjól fyrirliggjandi. DBS TOURING eru lang vinsælustu reiðhjólin á norðurlöndunum um þessar mundir. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Mikiö úrval af Komið við í Karnabæ flauols- ojf jíalla- huxum. Vorfötin eru komin í barnadeildina Ný sending af kjólum stærðir 4—8 og trimm gallasett stærðir 4—14 Barna- og unglingadeild, íLfiiswivfjaa Austurstraeti 22, sími 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.