Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 Georg Jónsson bóndi - Minning Fæddur 24. febrúar 1895. Dáinn 24. mars 1981. Föðurætt: Jón Þórarinsson, Þór- arinn Ríkarðsson Long + Lísbet Jónsd., Rikard Long + Kristín Þórarinsdóttir, John Long + Sarah Elísabet f. Skotlandi. Móðurætt: Ólöf Finnsdóttir, Finnur Guðm.s. + Anna Margrét Guðmundsd., Guðm. Guðmundss. + Björg Björnsdóttir, Guðm. Árna- son + Vilborg Stefánsdóttir. I dag 2. apríl verður borinn til hinstu hvíldar Georg Jónsson, er lengi var bóndi á Reynistað við Skerjafjörð. Hann var af sterkum stofni kominn, sonur hjónanna Ólafar Finnsdóttur og Jóns Þórar- inssonar er bjuggu á Strýtu við Hamarsfjörð um og eftir síðustu aldamót. Æskuheimili Georgs mótaðist af trú, listhneigð og dugnaði. Það var sá arfur sem þau fóru með út í lífið og þau ávöxtuðu pund sitt vel einsog sjá má, elsta barn þeirra hjóna var Ríkarður, myndhöggvari og myndskeri f. 20.09.1888 - d. 17.0L1977, þá Björn J., er gekk í Samvinnuskól- ann og varð síðar bóndi á Stakk- hamri í Miklaholtshreppi, en and- aðist ungur maður, f. 11.09.1891 — d. 1921, Finnur J., gullsmiður og listmálari f. 15.11.1892, Georg, er hér verður minnst en hann var búfræðingur og afburða sjósókn- ari á yngri árum, Karl J. nudd- læknir, Túngötu 3, R. vel látinn og elskaður af öllum, f. 6.11.1896 — d. I. 01.1980. Yngst var systirin Anna J. Thorlacíus, húsmóðir og lista- maður í hverskonar handmennt en þó einkum í myndformi úr kemb- um. Allt er þetta afburðafólk hvert á sínu sviði á lífsbrautinni. En það sem einkennnir þessi systkini þó mest er elska þeirra og umhyggja hvert fyrir öðru. Georg unni systkinum sínum af alhug, þó hafa líklega Karl og Anna staðið honum næst. I huga hans var það þó ævinlega Anna sem að hann vildi vernda og gera allt fyrir, en þó var það máske hún sem vernd- aði hann. Þetta er hinn sanni kærleikur til meðbræðranna, öll mannanna börn þyrftu að hljóta slíka vöggugjöf. Georg missti föður sinn þegar hann var um fermingu og var það mikill reynslutími fyrir hann, því hann var yfir honum helsjúkum langtímum saman og að endingu horfði hann upp á föður sinn taka síðustu andvörpin. Það hafði mikil og djúp áhrif á hann og hann sagðist þá hafa heitið því að reynast öllum góður og vinna eins mikið og hann frekast gæti svo heimilið yrði ekki leyst upp. Það má líka með sanni segja að hann hafi gert það. Um sumarið hjálp- uðust bræðurnir 3 að við heyskap- inn, en auk þess komst hann í uppskipunarvinnu þegar strand- ferðaskipin komu og um haustið í sláturtíðinni var hann tekinn í að þvo kjötskrokkana og því starfi hélt hann haust eftir haust. Eftir því sem kraftar leyfðu og áræði fór hann að róa til fiskjar. Ekki veitti heldur af, því bústofn- inn var lítill og faðir þeirra hafði alla tíð unnið heimilinu tekna með listasmíði handa sinna á ýmsu er þurfti að nota á hverjum bóndabæ en nú var hann horfinn. Georg reyndi hvað hann gat til þess að drýgja tekjurnar og hann var bæði natinn og áræðinn í sjósókn er fram liðu stundir. I raun og veru var sjórinn hans heimur, hann naut þess að glíma við seglin í stormi og stórsjó og koma í heimahöfn þegar aðrir sneru frá. Þegar Georg var kominn um tvítugt voru allir bræður hans farnir að heiman og til náms. Hann einn var eftir og fannst honum, að hann gæti ekki skilið móður sína og litlu systur eina eftir. En móðir hans hafði líka stálvilja og hún lét sig ekki fyrr en hann hafði samþykkt að fara í skóla. En þá var eftir þyngri þrautin, en hún var sú að hann vildi fara í Stýrimannaskólann, allur hugur hans stóð til þess að veiða fisk og sigla þöndum seglum um ólgandi hafið. Það hafði hann líka sýnt margoft að fáir eða engir voru færari en hann á því sviði, þar um slóðir. Móðir hans viidi aftur á móti að hann færi á Hvanneyri og yrði svo bóndi, helst á Strýtu. Þetta olli honum miklu hugar- angri en að lokum ákvað hann að varpa hlutkesti um skólana og upp kom Hvanneyri. Þá var að taka því og hann fór að undirbúa sig til fararinnar. 1916 hóf hann svo nám á Hvanneyri. Það hafði verið erfitt um ferðir að austan svo hann var með þeim síðustu sem komu í skólann þetta haust og engin vistarvera beið hans á meðan skólasveina vegna þrengsla. Þá greip skólastjórinn þar inní og tók hann til sín og lánaði honum gestaherbergið og var honum sem besti faðir. Námið hófst strax næsta dag og þar sem hann hafði ekki aðra menntun en tveggja mánaða skólagögnu fyrir ferming- una að baki sér, þótti það heldur lítið þar sem að sumir hinna höfðu allt að tveggja vetra nám eftir barnapróf. Hann var því settur í tossabekk með örfáum piltum á líku menntastigi. En þegar til kennslunnar kom þá hafði Georg svo mikla eðlisgreind í íslensku og reikningi að hann var ekki látinn vera nema þennan eina dag í þeim bekk. Honum sóttist námið vel og dvölin á Hvanneyri opnaði augu hans fyrir öllum þeim möguleik- um sem landbúnaðurinn bjó yfir ef að honum var staðið af kunn- áttu og dugnaði. Þegar að grasafræðinni og plöntusöfnuninni kom, naut hann þess visdóms er hann hafði numið af Birni bróður sínum en hann hafði þekkt hverja plöntu í heima- byggð þeirra eins og fingurna á sér. Georg lauk svo burtfararprófi frá Hvanneyri 1918, eftir tveggja vetra nám með góðri einkunn og hafði skólastjóri orð á því að slíkan afbragðs nemanda hefði hann ekki haft fyrr. Surnarið 1917 vann Georg hjá Páli Zóphónías- syni, sem síðar varð búnaðarmála- stjóri og líkaði báðum vel. En vorið 1918 eftir að hann útskrifað- ist réði hann sig hjá Búnaðarsam- bandi Borgfirðinga og vann að plægingum og öðrum jarðrækt- arstörfum. Honum féll þetta starf vel og fór orð af dugnaði hans og atorku. Þegar haustaði fór hann aftur austur á land í sina heima- byggð. Þá vildu Borgfirðingar senda hann til Hafnar í Horna- firði og láta hann læra meðferð á kjöti og sláturafurðum. Námið tók átta daga og eftir það var hann kjötmatsmaður á Djúpavogi svo lengi sem hann bjó þar. Georg var gleðimaður mikill og félagslífið á Hvanneyri hafði ekki dregið úr því. Er heim kom var hann einn helsti baráttumaður fyrir stofnun ungmennafélags á Djúpavogi og fyrsti formaður þess. Hann vann af óbilandi áhuga í ungmennafélaginu, setti upp sjónleiki og lék sjálfur aðalhlut- verkið og var leikstjóri. Að þessu var gerður góður rómur og fólk úr nærliggjandi byggðarlögum sat ekki af sér skemmtanir ung- mennafélagsins. Hann stóð einnig fyrir byggingu á félagsheimili á staðnum og á tilsettum tíma reis það af grunni, mest allt var unnið í sjálfboðavinnu og félagarnir deildu kostnaðinum með sér, svo þegar upp var staðið, þá var „Neisti", en það var nafn hússins og félagsins, skuldlaust. Þetta hús hefur staðið í 50 ár og þjónað fólkinu í héraðinu dyggilega og ber vott um stórhug og dugnað aldamóta æskunnar. ( Georg var einnig einn af hvata- mönnum að stofnun Kaupfélags Berfirðinga og í fyrstu stjórn þess. Hann var líka áreiðanlega sá fyrsti á Djúpavogi sem boðaði til verkfalls. En svo er mál með vexti að haustið 1919 þegar sláturtíðin var að hefjast, var kaupið aðeins 50 aurar á klst. og hafði verið svo í mörg ár. Aftur á móti hafði vöruverð hækkað mikið af völdum stríðsins er geisað hafði úti í heimi. Nú kynnti hann sér hvað hækkanirnar höfðu verið miklar á nauðsynjum á þessum tíma og reiknaði út frá því hvað kaupið ætti að vera hátt til þess að standa í stað gagnvart nauðsynjum. Hann ræddi við karlana sem unnu að sláturstörfum og vildi fá þá alla til þess að standa saman um kauphækkun. En það var nú ekki alveg, flestir vildu fá kauphækkun en enginn vildi fara með honum til kaupmannanna. Að endingu fékkst þó einn til fararinnar en með þeim skilmálum að hann þyrfti ekki að tala. Samkvæmt útreikningi Georgs þá þurfti kaupið að hækka um meira en 100% eða upp í 107 aura til þess að jafnvægi héldist. En hann ætlaði að sættast á 1 kr. á klst. Fyrri kaupmaðurinn sem Georg talaði við samþykkti þessa kauphækkun orðalaust en sá síðari aftók með öllu að hækka kaupið. Þá sagði Georg, „Þú ræður því en það verður þá ekki tekinn haus af einni einustu kind i haust fyrir þig.“ Þeir þrefuðu svo um þetta fram og aftur, að endingu lét kaupmaðurinn sig og greiddi 1 kr. á klst. Þetta atvik lýsir betur en nokkuð annað hvað hann var ákveðinn í því að láta ekki troða á þeim sem minna máttu sín. Georg stundaði sjóinn lengi á árabát en með þrautsegju og dugnaði tókst honum að eignast mótorbát. Eftir það fannst honum leiðin rudd og hann festi kaup á Strýtu og byggði þar upp. Um það leyti sá hann fyrst konuefnið sitt, en það var ævintýri likast og kemur hér. Er Georg var barn að aldri fór hann eitt sinn með föður sínum út á Djúpavog, þetta var á jólaföstunni og þeir feðgar ætluðu að leggja nokkrar rjúpur inn hjá faktornum. Þegar þangað kom hafði húsið verið sett í sóttkví vegna mislingafaraldurs. Georg var því látinn standa álengdar og bíða föður síns. Faktorinn átti marga stráka og nú kom einn ærslabelgurinn á harðaspretti og hljóp upp um hálsinn á honum og sagði, „ég skal setja á þig misl- inga“. Það gerði hann líka svo sannarlega, og fyrir jól var hann Iagstur í mislinga. í sjálfu sér er þetta ekkert merkilegt, en atvikið átti eftir að hafa áhrif á allt hans líf því 20 árum síðar kom ung stúlka sem var ráðin barnakenn- ari þarna um slóðir með strand- ferðaskipinu. Hún var grunuð um að geta verið með mislingasmit þar sem hún kom frá þeim stað er þeir gengu. Nú varð að setja stúlkuna í sóttkví og þar sem enginn í héraðinu hafði fengið mislinga nema Strýtuheimilið, var stúlkan send þangað og þar dvaldi hún þennan umrædda tíma og um- gekkst ekki annað fólk. Þessi stúlka var Margrét Kjartansdóttir f. 2. ágúst 1896 frá Efrihúsum í önundarfirði. Þessari stórbrotni byggð sem girt er hamrabeltum og hefur um aldir fóstrað þróttmikið og heilsteypt fólk. Þarna fléttuðu forlögin sinn örlagaþráð, því 5.03.1927 gengu þau í hjónaband, vestfirska stúlkan er hafði rutt sér braut og tekið kennarapróf og austfirski pilturinn, búfræði- kandidatinn og sjósóknarinn. Þau hófu búskap að Laugabökkum í Ölfusi það ár. En hugur þeirra beggja, en þó einkum Georgs stóð til þess að fá jarðnæði er lægi að sjó. 1931 fengu þau ábúð á Reyni- stað í Skerjafirði. Þar var Georg í essinu sínu, han gat stundað búskap til sjós og lands. Kúabúið gekk vel og hann seldi lengst af mjólkina beint úr fjósinu, og var hreinlæti og reglusemi viðbrugðið. En í því átti konan hans ekki hvað minnstan þátt. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför, KÁRA FORBERG, fyrrverandi aimstöövaratjóra. Sérstakar jjakkir til laskna og hjúkrunarfólks é Reykjalundi, einnig til starfsfólks Pósts og síma i Selfossi. Vilborg Forberg, Elin og Garöar Forberg. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför, KRISTÍNAR AÐALBJÖRNSDÓTTUR, Skólavörðustíg 24 a. Kolbrún Karlsdóttir, Þóröur Pálsson og börn, Þorbjörg Grímsdóttir og systkini hinnar látnu. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts, HERMANNSHAKONARSONAR Útförin fór fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Ragnheiöur í. Magnúsdóttir, Ingíbjörg Hermannsdóttir, Magnús Hákon Axelsson. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför fööur okkar og tengdafööur, SIGURDAR HÓLM JÓNSSONAR, bónda á Ásláksstööum. Lilja Siguröardóttir, Helga, Birgir, Jón Svan, Gylfi, Logi, Smári, Svala og Hlynur Frosti, Hreinn Gíslason, Þóröur Snæbjörnsson, Lóa Stefánsdóttir, Þuríóur Ólafsdóttir, Marin Árnadóttir, Guórún Siguröardóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Snmundur Friöfinnsson. Á vorin þegar vel viðraði var ýtt úr vör fyrir miðjan morgun og aftur brýnt bát í vör um fóta- ferðatímann. Slíkur var dugnaður Georgs við að afla heimilinu alls er með þurfti. Það var líka oft margt fólk sem settist við mat- borðið hjá Margréti á Reynistað og naut þess að borða nýveiddan rauðmaga eða signa grásleppu. í því sem Öðru voru hjónin samhent. Ófáir eru þeir er notið hafa góðvildar þeirra og það má segja rausnar á umliðnum árum. Eftir 30 ára farsæla og góða sambúð veiktist Margrét og smátt og smátt elnaði henni sóttin þó allir vonuðu hið besta. Eina nótt dreymdi Georg að þau voru stödd austur í Hamarsfirði og gengu um þær slóðir er þau fóru þegar þau bundust tryggðum. Honum fannst sem þau sætu í fögrum hvammi og horfðu út yfir rennisléttan Ham- arsfjörðinn og á sólina sem var að ganga til viðar. Þá finnst honum sem hann segi, „þér getur orðið kalt, við skulum flýta okkur heim,“ þá svarar Margrét, „þú skalt fara heim, ég verð eftir." Eftir þennan draum vissi Georg að hverju stefnu. Hún andaðist 5.04.1960. Þau eignuðust 2 börn, önnu stúdent og húsmóður í Reykjavik, gifta Gunnari Má Pét- urssyni og eiga þau 5 börn. Kjartan, bónda og búfræðing á Ólafsvöllum á Skeiðum, kona hans er Sigríður Pétursdóttir stúdent og húsmóðir, þau eiga 3 börn. Eina fósturdóttur eiga þau, Jónu Sigur- jónsdóttur, húsmóður og dag- mömmu sem kom nýfædd í þeirra hús, hún er gift Þórði Adólfssyni og eiga þau 4 börn. Þau hafa búið í húsi Georgs og Jóna hefur alla tíð reynst þeim eins og besta dóttir og hlynnt hin síðari ár að Georg og létt honum síðustu stundirnar, bæði fyrir og eftir að hann veiktist, en það var fyrir 2 árum. Um þriggja mánaðar skeið dvaldi hann á Borgarspítalanum og lengst af sárþjáður. Hann lést 24. mars og var því 86 ára og einum mánuði betur. Georg var sérstæður persónu- leiki og hafði flesta þá hæfileika sem að ég álít að tengdafaðir minn Björn bróðir hans hafi haft og sem slíkan, þótti mér vænt um hann. Nú þegar leiðir skilja, vil ég þakka honum fyrir allar ánægju- legu stundirnar sem við áttum saman. Við hjónin vottum öllum ástvin- um hans innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Hulda Pétursdóttir, Útkoti í dag verður jarðsunginn frá Neskirkju Georg Jónsson, bóndi. hann fæddist 24. febrúar 1895 að Strýtu við Hamarsfjörð, sonur Jóns Þórarinssonar og Ólafar Finnsdóttur. Börn þeirra voru sex. Fimm synir og ein dóttir, Rík- harður, myndhöggvari, Björn bóndi, Karl læknir, Finnur list- málari, Georg bóndi og Anna húsfreyja. Kynni mín af Georgi hófust fyrir 50 árum eða árið 1931, þegar hann fluttist að Reynistað í Skild- inganesi, sem hann tók á leigu af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.