Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 COSPER Hættu að hræða börnin! ÍOVQ 35 3 17 ,.. að láta gleöina gera limina létta TM Rn. U S Pil on -al rtghts rwsrwd • 1961 Lot AngalM Tlms Syndécote Með morgnnkaffiriu Uyln. Þurrkaðu af fótunum! Notaðir þú rúllu eða spaða í andlitskremið! HÖGNI HREKKVÍSI mm i .Fm m ma mrt mhw v." Hallgrímssálmar verða að nýjum sálmum Jakob Jónsson, fyrrv. sókn- arprestur, skrifar: „Velvakandi. Ég rita þessar línur til þess að koma á framfæri þakklæti mínu til Ingibjargar Þ. Stephensen fyrir lestur Passíusálmanna í útvarpinu og um leið leyfi ég mér að hvetja almenning til að fylgjast með lestrinum. Margir ágætir menn hafa allt frá upp- hafi lesið Passíusálmana. Sumir þeirra hafa „sungið með sínu nefi“, haft sitt persónulega lestr- arlag, og aðrir hafa verið undir áhrifum frá gömlum húslestra- tón. Sá stíll hefir að sumra áliti verið endurrómur fornra messu- og tíðasöngva. Flutningur máls er háður umhverfinu. Bæði hús og kirkjur eru ólíkar að hljóm- burði, og nú á seinni árum gerir „mikrófónninn“ það nauðsyn- legt, að breytt sé um raddbeit- ingu og stíl. Getur túlkað trú- ræna tilfinningu Ingibjörg Þ. Stephensen hefir lært raddbeitingu og er auðfund- ið, að hún ber hvert orð fram af mikilli nákvæmni. En auk þess er hún algerlega óháð hinu gamla lestrarlagi, sem gamli tíminn gat notið, en á ekkert erindi lengur til nútímafólks. Ég er ekki að segja, að neinir aðrir hafi verið óbundnir af húslestr- arstílnum, en Ingibjörg er sá listamaður, að hún getur túlkað trúræna tilfinningu með þeim yfirburðum, að Hallgrímssálmar verða að nýjum sálmum í þeim skilningi, að sá, sem hlustar og fylgist með, spyr sjálfan sig, hvort þeir séu nýortir. Hér eru engir forngripir frá 17. öld. Hallgrímur segir auðvitað margt öðruvísi en guðfræðingar 20. aldar myndu gera, en hann er sá snilingur, að hann getur fært píslarsögu Drottins inn í hvaða öld sem er, og flutt kynslóðir seinni alda til baka til þess, sem gerðist í Jerúsalem. Fjarlægð tímans skiptir engu máli. Að lokum vil ég beina þeim tilmælum til útvarpsráðs, að það leggi meiri áherzlu á það en verið hefir, að flytjendur hins talaða orðs sé fólk, sem fengið hefir kennslu í raddbeitingu. Það geta ekki allir lesið fremur en allir geta sungið.“ Hitti naglann á höf uðið Anna Árnadóttir, Blönduósi, skrifar: „Velvakandi. Ég hlustaði vantrúuð á orð hans Vilhjálms Hjálmarssonar á dög- unum, er hann lýsti því yfir, að nú væri ekki um annað að ræða en að draga úr og stytta sjónvarpsefni. Þessar stofnanir, útvarp og sjón- varp, væru svo blankar, að ekki væru önnur ráð. Þetta finnast mér ill tíðindi og raunar óþörf, einhver önnur og betri lausn er til. Þetta mundi bitna fyrst og fremst á eldra fólki og sjúku, einmitt þeim sem mest þarfnast afþreyingar, og síðan öllum þeim stóra hópi fólks, sem lítið fer út að skemmta sér. Ekki nema sann- gjarnt og eðlilegt Og lausnina las ég svo í dag, í grein 29 ára gamals manns í dálkum Velvakanda, fimmtud. 19. mars, en hann hitti einmitt nagl- ann á höfuðið, er hann hélt því fram að allir landsmenn nytu útvarps og flestir sjónvarps. Þess vegna væri það ekki nema sann- gjarnt og eðlilegt að allir skatt- þegnar þessa lands borguðu fyrir þessa þjónustu og þá einfaldast og langódýrast að leggja á hóflegt gjald með öðrum opinberum gjöld- um á skattseðli. Ég get ekki ímyndað mér, að neinn fyndi fyrir því, eða sæi eftir þeim krónum, jafnvel ekki þeir sem sjaldan horfa eða hlusta. Þeir gætu glaðst yfir því að geta hjálpað til að stytta þeim stundirnar, sem þarfnast þess. Landi og þjóð til gagns og gleði í öllum bænum, tökum höndum saman og látum ekki slíkt henda, að fara að skera niður dagskrána. Reynum heldur að sjá sóma okkar í að gera hana sem best úr garði, landi og þjóð til gagns og gleði, svo að sem fæstar óánægjuraddir heyrist yfir efni og engin yfir afnotagjaldi." Látíð alla greiða út- varps- og siónvarpsgjald - sem eru 16 ára eða eldri Odlt U (f4 Rikiwtvarpinu fy Péll KristjáiwHofi. NjálacMu « btflTr venð mikið rætt um i blöðum K*r*i mikii fjárþróng hrJ*| ^UúÍ^IThjá^nuninnieru U„ -r b»ð »vo að gaman i'»» wm er e.t-v. ritt hrima. hlu»t»r mikið á útvarp <* .jónvarp þv^um »öra skemmtun *r fkki að ræoa Ég er nú orðinn 92 ár. * h.-.inn að hafa utvarp i 50 »r <•* I ■s'íStStíSfíS . o, h-‘' ' ’ i,U.7,Ukioi r.k.tru.u Rikirii..n»»“ O* feasasSE Mánudaginn i mars tor <1 , zSxrtt'zrsz Sassrr-S íltY.rpw)*l<|- Mín tillaga *r þvi P**»' r.»nð friálst hljóðvarp «g •)ó" II Kriatjáimno" innheimtu riutUins »f tækjunum Maria Dorrie’t Markan Kavanna Listakona sem töfraði Maria Markan, skrifar: „Ég er hjartanlega sammála ummælum Guðrúnar Þor- steinsdóttur söngkonu (vin- konu minnar Gussy), í grein hennar i dálkum Velvakanda í gær, „Þökk fyrir sönglist", þar sem hún fjallaði um tónleika söngkonunnar Dorrie’t Kav- anna í Gamla bíói. Þar var virkileg listakona á ferð sem töfraði. Einnig tókst Ólafi Vigni að ná næstum því töfrahljómum úr mjög lélegum og illa förnum flygli Gamla bíós. Og væri það mjög æskilegt og þakkarvert, ef einhver, sem góðan flygil á í fórum sínum, gæti leigt eða lánað hljóðfæri sitt til slíkra listrænna viðburða. Þökk fyrir birtinguna og marga ánægjustund við lestur Velvakanda.“ Þeir kunnu ekki að spila Adolf skrifar: „Er verið að hafa okkur að fíflum hugsaði ég eftir að hafa horft á Vöku, nú á dögunum. Fjórtán manna „hljómsveit“ fór til Evrópu til að leika (fifl) á hljóðfæri, sem þó enginn kunni á. Ég minnist þess að hafa eitt sinn horft á einn framúrstefnumann á músiksviðinu, sitja við píanó og berja í sífellu á lokið, aldrei á nóturnar. Móðgun við heilbrigða menn Það er eins og sumir menn haldi að það sé hægt að bjóða okkur hinum upp á svo til hvað sem er, ef það er gert í nafni einhverskonar listar, sem kölluð er. Orðið list er nú orðið allþreytt og illa farið orð, enda búið að draga það svo kirfilega niður í svaðið, að það er nánast skammaryrði að vera kall- aður listamaður. Þetta orð minnir mann á síðhærða bólugrafna busa, sem ekki nenna að vinna ærlegt handtak, en vilja að við hinir höldum þeim uppi. Já, ég var að tala um hljómsveitina, sem fór til Evrópu. Ég spyr, var þetta ferða- lag farið í nafni einhverrar stefn- unnar eða fór þetta fólk sem einhverskonar opinber sýningar- hópur sem kenndi sig við ísland? Sem borgara þessa lands finnst mér afar hæpið að hið svokallaða opinbera skuli láta það afskipta- laust eða öllu heldur skuli ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.