Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 Fritt Pepsí í fjóra mánuði ÁGÚST Þorsteinsson úr UMSB keppti um helfdna í rúmlega 10 STAÐAN í Bikarkeppni SKÍ 1981, fyrir Skíðamót íslands. Alpagreinar kvenna: stÍK 1. Ásdís Alfreðsdóttir R 131 2. Ásta Ásmundsdóttir A 115 3. Nanna Leifsdóttir R 102 4. Hrefna Magnúsdóttir A 94 5. Halldóra Björnsdóttir R 58 6. Guðrún Björnsdóttir R 34 Alpagreinar karla: 1. Árni Þór Árnason R 125 2. Einar Valur Kristjánsson í 87 3. Guðmundur Jóhannsson í 85 4. Björn Víkingsson A 78 5. Elías Bjarnason A 72 Skiðaganga karla: 1. Magnús Eiríksson S 65 2. Haukur Sigurðsson Ó 61 3. Örn Jónsson R 46 4. Ingólfur Jónsson R 40 5. Halldór Matthiasson R 36 6. Þröstur Jóhannesson í 28 kilómetra götuhlaupi i Austin i Texas, þar sem hann stundar háskólanám, og varð í öðru sæti af rúmlega 200 keppendum á 33:20 minútum. Hlaupið var liður I langhlaupakeðju sem Pepsf- fyrirtækið styrkir þar vestra á ýmsan hátt og kennd er við fyrirtækið. Fyrir frammistöðu sina i hlaupinu fær Ágúst fritt Pepsi Cola í fjóra mánuði. „Það er víst ekkert skorið við nögl, hann fær eins mikið og hann getur í sig látið. Við Friðrik Þór reynum að hjálpa honum við drykkjuna," sagði Oddur Sigurðs- son spretthlaupari í spjalli við Mbl., en hann dvelst á sama skóla ytra og Ágúst. Oddur keppti i 100 og 200 metra hlaupi í McAllen, pálmaborginni í Texas, um helgina. Hljóp hann 100 m á 10,77 sekúndum og 200 á 21,99 sekúndum. UMSE í 1. deild UMSE dvaldi aðeins eitt keppn- istfmabil i 2. deildarkeppninni i blaki, en liðið vann um siðustu helgi aukakeppni fjögurra liða sem börðust um sæti það sem UMFL eða Fram skilja cftir sig í 1. deild. UMSE sigraði Þrótt-b og ÍBV og nægði það til sigurs í aukakeppni þessari. Keppni lauk einnig í 1. deild um síðustu helgi og voru markverð- ustu úrslitin sigur UMFL gegn Fram, 3—0, en liðin eru þar með neðst og jöfn í deildinni með 6 stig hvort. Þarf því aukaleikur að fara fram um hvort liðið heldur sæti sínu. Keppt bikarinn Leiörétting í FRÁSÖGN Mbl. af Reykjavík- urmeistaramóti unglinga á skíð- um féll niður nafn Örnólfs Valdimarssonar í stórsviginu, en Örnólfur varð þar í öðru sæti. Örnólfur varð sigurvegari í alpa- tvíkeppni drengja 15 til 16 ára. Ljóma- í kvöld Úrslitaleikurinn i Ljómabikar- keppninni í blaki fer fram i íþróttahúsi Hagaskólans i kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Um klukkan 21.30 verður síðan leikið til úrslita í kvennaflokki. Það verða íslandsmeistarar Þróttar og ÍS sem bitast um Ljómabikarinn að þessu sinni, en í kvennaflokki eru það ÍS og ís- landsmeistarar Víkings. ÍS á því lið bæði i karla og kvennaflokki. um Phil Parkes, markvörður West Ham, átti stórkostlegan leik með liði sinu í gærkvöldi. Engu að siður varð hann að sætta sig við tap. ÍR sigraði Handknattleikslið ÍR sigraði Tý Vestmannaeyjum í gærkvöldi með 21 marki gegn 18, og á nú góða möguleika að komast upp í 1. deild. Takist ÍR að sigra i siðasta leik sinum i mótinu verða þeir jafnir KA að stigum i 2. deild, fá 18 stig i mótinu. Leikur liðanna i gærkvöldi sem fram fór í Vestmannaeyjum var vel leik- inn af hálfu beggja liða og spennandi þrátt fyrir að ÍR-ingar hefðu ávallt frumkvæðið í leikn- um. Staðan i hálfleik var 9—8 fyrir ÍR. { siðari hálfleiknum voru iR-ingar mjög ákveðnir og sigruðu verðskuldað. Besti mað- ur ÍR var Bjarni Bessason sem var óstöðvandi og skoraði 10 mörk. Þá áttu þeir Sigurður Svavarsson og Brynjólfur Mark- ússon góðan leik og skoruðu fjögur mörk hvor. Hjá Tý var Sigurlás bestur, skoraði 6 mörk. Magnús og Ölafur áttu góðan leik og skoruðu þrjú mörk hvor. —þr—hkj. HanflKnatneiKur) Liverpool sigraði 2—1 og hlaut deildarbikarinn LIVERPOOL sigraði West Ham, 2—1, i stórkostlega spennandi úrslitaleik enska deildarbikars- ins i knattspyrnu á Villa Park i gærkvöldi. 40.000 áhorfendur sáu stórgóða knattspyrnu og æsi- spennandi augnahlik. Þetta er i fyreta skipti sem Liverpool sigr- ar i deildarbikarnum. Þetta var annar úrslitaleikur liðanna á keppnistimabilinu. Fyrir aðeins 18 dögum skildu liðin jöfn á Wembley, 1 — 1, eftir framlengd- an leik. Nú hefur Liverpool-liðið unnið sér rétt til að keppa í UEFA-keppninni á næsta keppn- istimabili. Það voru aðeins liðnar 10 mín- útur af leiknum er Paul Goddard skoraði glæsilegt skallamark fyrir West Ham. Liverpool sótti án árangurs og heppnin var þeim ekki hliðholl því að liðið átti tvö hörku stangarskot á upphafsmín- útum leiksins. Það var svo Kenny Dalglish sem jafnaði metin, 1—1, á 26. mínútu leiksins. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði svo Alan Hansen og kom Liverpool yfir, 2—1. Reyndist mark hans svo vera sigurmarkið í leiknum því fleiri mörk voru ekki skoruð. Mikill hraði var í leiknum hjá báðum liðum. Það var Jimmy Neighbour sem átti heiðurinn af fyrsta markinu, hann lék á Alan Hansen, brunaði upp kantinn og gaf vel fyrir markið á Goddard sem skallaði í netið. Leikmenn Liverpool léku vel. Sammy Lee I Knattspyrna) átti mjög góðan leik og var upphafsmaður margra sóknarlota Liverpool. Hinn 19 ára gamli Ian Rush átti þrumuskot í stöng og skömmu síðar átti Ray Kennedy hörkuskalla í þverslána. Terry McDermott gaf gullfallega send- ingu upp miðjuna á Dalglish sem afgreiddi boltann snyrtilega í net- ið. Og þremur mínútum síðar kom sigurmarkið. Þrátt fyrir hetjulega baráttu West Ham í síðari hálf- leiknum tókst þeim ekki að jafna metin. Liverpool átti betri mark- tækifæri í síðari hálfleiknum. Á 57. mínútu bjargaði Phil Parkes tvívegis stórkostlega, fyrst frá Phil Neal og síðan frá Dalglish. Eftir leikinn sagði markvörður Liverpool, Ray Clemence: „Þetta er besti leikur sem Liverpool hefur leikið í tvö til þrjú keppnistíma- bil.“ Feyenoord kaupir sóknarmann HOLLENSKA knattspyrnuliðið Feyenoord. sem Pétur Pétursson hefur gert garðinn frægan hjá, hefur fest kaup á nýjum sókn- armanni. Er það búlgarski lands- liðsmaðurinn Andrei Jeliazkov, 28 ára gamall leikmaður Slavía Sofia. Jeliazkov byrjar að leika með Feyenoord næsta haust. 130 börn kepptu á Lionsmótinu Fyrstu verðlaunahafar í eldri aldurshópnum I svigi ásamt yfirmótsstjóra, óla M. Lúðvikssyni, og mót«Htióra svivmótsins. Gunnlaucri Einarssyni. Iwftröi. 30. mars. LIONSMÓTIÐ sem er skíðamót barna og unglinga 12 ára og yngri var haldið i þriðja sinn nú um helgina. Keppendur voru 130, 107 í svigi og 23 í göngu. Keppt var i þrem aldursflokkum pilta qk stúlkna. Mikill snjór er nú á Seljalandsdál, Jj2.r sem mótið var haldið og veður var gott mest allan timann. Úrslit urðu sem hér segir: Svig: Stúlkur 8 ára og yngri: Valborg Konráðsdóttir samanl. tími 57,60, Hanna M. Ólafsd. 58,17, Sara Halldórsd. 61,18. Piltar 8 ára og yngri: Sigurður H. Jóhannsson 53,43, Kristján Bergmannsson 54,64, Jóhann B. Gunnarsson 55,55. Stúlkur 9—10 ára: Ágústa Jónsdóttir 85,50. Margrét Rúnars- dóttir 85,80, Þórunn Pálsdóttir 86,33. Piltar 9—10 ára: Ólafur Sigurðsson 72,70, Arnór Gunn- arsson 79,14, Kristján Flosason 80,38. Stúlkur 11—12 ára: Katrín Þorláksd. 86,01, Sigrún Sigurðar- dóttir 86,33, Erla K. Birgisdóttir 88,40. Piltar 11—12 ára: Kristinir D. Grétarsson 75,94, Ólafur M. Birgisson 79,91, Veigar Þ. Guð- björnsson 80,70. Ganga: 8 ára og yngri, piltar og stúlkur: Guðmundur Sigurðsson 4 mín. 25 sek., Vagn Leví Sigurðsson 4,28, Valborg Konráðsd. 5,20. Pilt- ar 9—10 ára: Ólafur Sigurðsson 6 mín. 29 sek., Sigurður Oddsson 6,42, Óskar Jakobsson 8,04. Stúlk- •jr 11—12 ára: Freygerður ólafs- dóttir 6 min. 55 Guðrún Valgeirsd. 7,50, Sigrún Þorleifs- dóttir 7,56. Piltar 11—12 ára: Heimir Hauksson 10 mín. 05 sek., Þórir Jakobsson 10,09, Hlynur Hreinsson 10,53. Vinningshafi í hverjum flokki hlaut bikar til eignar, önnur verðlaun voru fal- legur silfurpeningur og þriðju verðlaun fallegur bronspeningur. Allir þátttakendur fengu áritað þátttökuskjal frá Lionsklúbbi ís- afjarðar. Milli 20 og 30 félagar úr klúbbnum sáu um allan undirbún- ing og framkvæmd mótsins, en yfirstjórnandi var Óli M. Lúð- víksson. Úlfar Lyftingar Við seljum um þessar mundir auglýsingaskilti á Kópavogsvöll Leigutimi er 1. mai til 1. október Stærö spjalda er 2.44 m á breidd og 1 m á hæð. Viö heitum á alla velunnara, tökum aö sjálfsögðu aö okkur hönnun og málun skiltanna og veitum allar nánari upplýsingar í síma 82021. Hafíð samband sem fyrst - stöndum saman í baráttunni! yx BREIÐABLIK íslandsmeistaramót I lyfting- um verður haldið I Laugardals- höll dagana 11.—12. apríl nk. Keppt verður á sviði hallarinn- ar og hefst keppnin kl. 14 báða dagana. Keppt verður í öllum þyngdarflokkum. Þátttöku þarf að tilkynna til ritara LSÍ Hall- grims Marinóssonar eða til vara- formanns LSÍ Hauks Guðmunds- sonar eða bréflega á skrifstofu LSÍ í siðasta lagi 7 dögum fyrir keppni. Þátttökugjald greiðist fyrir vigtun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.