Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 21 holræsadeild í Þjóðviljatalinu. En þar segir Sigurður m.a.: — „I einum af uppsláttum Morgunblaðsins vegna þessarar skipulagstillögu er bent á bréf gatna- og holræsadeildar þar sem segir m.a. að aukakostnaður vegna byggðar á Rauðavatnssvæðinu sé 8—10 milljarðar gamalla króna og að þessi deild og Borgarskipulag séu á öndverðum meiri um kostn- að við byggingu svæðisins. Ég hefði nú ekki talið ástæðu fyrir minnihlutann til þess að vera að flíka þessu frumhlaupi gatna- og holræsadeildar á þenn- an hátt, en fyrst það hefur verið gert á opinberum vettvangi er rétt að það komi fram, að meirihluti skipulagsnefndar telur bréf gatna- og holræsadeildar ekki þess virði að koma til skoðunar varðandi ákvarðanatöku í þessu máli. Þar er slegið fram tölum eins og 8—10 miiljörðum án þess að nokkur grein sé gerð fyrir því um hvaða kostnað er að ræða og fjallað um alla mögulega og ómögulega hluti sem gatna- og holræsadeild er enginn umsagnað- araðili um.“ Og síðar: „Forsaga þessa máls er að i janúar 1980 var gatna- og hol- ræsadeild á sama hátt og aðrar veitustofnanir borgarinnar beðin um umsögn og kostnaðarútreikn- inga vegna svæðisins við Rauða- vatn og mat á þeim valkostum sem þá voru til skoðunar. Öll vinna Borgarskipulags hefur síðan byggst á þeim upplýsingum sem deildin þá gaf. I millitíðinni hafa orðið nokkrar breytingar frá upp- haflegum hugmyndum og því var í ágústmánuði sl. á ný beðið um umsögn á kostnaðarúreikningum Borgarskipulags hjá gatna- og holræsadeild. Svæðið við Rauða- vatn var þá nokkuð stærra en það er í þeirri tillögu sem nú hefur verið lögð fram en engin athuga- semd barst frá deildinni við þessa útreikninga.“ Já, miklir menn erum við Hrólf- ur minn! Sigurður talar um frum- hlaup og að meirihluti skipulags- nefndar telji bráðabirgða greina- gerð gatna- og holræsadeildar frá 11.3. ’81, ekki þess virði að koma til skoðunar varðandi ákvarðana- töku málsins. Byggir meirihlutinn afstöðu sína væntanlega á grein- argerð borgarskipulags frá 16. marz, sem afhent var skipulags- nefnd þann sama dag og á að vera svar við greinargerð gatna- og holræsadeildar, en þessa greinar- gerð tel ég borgarskípulagi til lítils sóma. Sannleikur þessa máls er sá, að þann 2. marz er fyrirsjáanlegt var, að meirihluti skipulagsnefnd- ar ætlaði að keyra skipulagið áfram án frekari athugana. Þá gerðum við sjálfstæðismenn sér- staka athugasemd við kostnaðar- útreikninga borgarskipulags og fórum fram á að fenginn yrði á fundinn Ólafur Guðmundsson yf- irverkfræðingur gatna- og hol- ræsadeildar en fulltrúar borgar- skipulags sögðu að þeirra útreikn- ingar byggðust á tölum deildar- innar. Kom þá í ljós, að deildin hafði aldrei fengið í hendur frá því hún sendi frá sér tölur á fyrri- hluta árs 1980, fullnægjandi upp- lýsingar um hið breytta skipulag, sem berlega kemur í ljós í bréfi frá deildinni til borgarskipulags ritað þann 1. sept 1980, en ég birti það hér með: „Reykjavík, 1. sept. 1980. Varðandi bréf yðar dags, 18. ágúst sl. um útreikninga á nokkr- um valkostum á svonefndum Austursvæðum, viljum vér taka fram eftirfarandi: Upplýsingar þær, sem vér höf- um fengið eru mjög ófullkomnar og ógerningur að segja til um nákvæmni útreikninga á meðan vantar t.d. röð framkvæmda, stað- setningu tengibrauta o.fl. atriði, sem miklu rnáli skipta. Einnig virðist vera hægt að setja upp valkosti, sem eru greini- lega ódýrari en þeir, sem nefndir eru í bréfi yðar. Virfðingarfyllst, Ólafur Guðmundsson.“ Má þá ljóslega sjá ósannindi Sigurðar um það, að engin athuga- semd hafi borist frá gatna- og holræsadeild við bréfi Borgar- skipulags frá því í ágúst. Er þetta var ljóst gerðum við sjálfstæðismenn í skipulagsnefnd þá kröfu að reikningar yrðu endurskoðaðir og gatna- og hol- ræsadeild fengi tóm til að leggja fram tölur á grundvelli hins breytta skipulags. Það var nú allt frumhlaup deildarinnar, að skila undir tímapressu umbeðinni bráðabirgðagreinargerð á kostn- aði við byggðasvæðin við Rauða- vatn. En í þessarri greinargerð koma berlega í ljós reiknings- skekkjur Borgarskipulags. Að lok- um segir Sigurður: „Hver tilgangurinn er með þess- um vinnubrögðum, skal ég ekki fullyrða neitt um á þessu stigi, en ekki eru þau traustvekjandi. Skipulagsnefnd hefur óskað eftir því að deildin reikni nú enn á ný fyrirhugaðan kostnað við bygg- ingu svæðisins samkvæmt gefnum forsendum en ekki einhverju út í loftið og ef hún er ekki fær um það verður að leita annað.“ Nú spyr ég, hver er tilgangur Sigurðar Harðarsonar með slíkum málflutningi. Fer nú ekki flesta að gruna, að reynt sé með því að kasta rýrð á vinnubrögð vamm- lausra embættismanna við emb- ætti Borgarverkfræðings að fela mistök meirihluta skipulags- nefndar og Borgarskipulags, við gerð skipulagsins. Enn eitt atriði hefur komið í ljós, en er þó óviðkomandi þessu Þjóðviljaviðtali, en það eru viðvar- anir Jóns Jónssonar jarðfræðings varðandi sprungusvæðið við Rauðavatn. En á tímum aukinnar jarðskjálftavirkni í landinu og með hliðsjón af þeirri reynslu, sem nú er að fást er það skylda skipuleggjenda að gefa þessu at- riði sérstakan gaum. Má minna á afleiðingar jarðskjálftanna á Kópaskeri í þessu tilviki. í Þjóðviljanum á föstudag er leiðarinn moðsuða uppúr þessu viðtali við Sigurð Harðarson sem ég hef gert hér að umræðuefni. I •lokaorðum leiðarans segir m.a.: „Einstök atriði í hinni nýju skipulagstiilögu kunna að verða mjög umdeild. í heild hefur hún það þó framyfir gamla skipulag- ið að vcra allt i senn skynsamlcg. hagkvæm og raunhæf.“ Skyldi ekki vera að koma í ljós að á þessu mætti gera nokkra bragarbót og segja um hið nýja skipulag að það er allt í senn óskynsamlegt, óhagkvæmt og óraunhæft. 29. marz 1981. □ Trust — Repression Þessi franska þungarokkhljóm- sveit er ein sú vinsælasta í Evrópu. Þessi plata hefur selst í 1.000.000 eintaka í Evrópu tii þessa og er ennþá í góðri sölu. □ Doc Holliday — Doc Holliday Þessi suðurríkjahljómsveit hef- ur starfað mikið með Bob Sieger, enda ekki ósvipuð tónlist sem þeir flytja. Þessi plata er dæmi- gerð Suðurríkja-rokkskífa. □ Nine Below Zero — Don't Point Your Finger Þessir blús-rokkarar flytja ekta ryþma-blús af miklum krafti. Þessi plata hefur fengið fádæma góðar viðtökur í heimalandi þeirra, Bretlandi. Rokkkynning hófst í gær 1. apríl í öllum betri plötubúðum landsins, en við þorðum ekki að auglýsa hana í gær, því við reiknuðum með að þú héldir, að þetta væri gabb, svo ótrúlegt er tilboöiö sem þér er gert með rokkkynningunni. Viö kynnum 6 þrumugóðar rokkhljómsveitir og ef þú kaupir þér 1 af þessum 6 plötum, færð þú 10% afslátt. Ef þú kaupir 2 af þessum 6 plötum, færð þú 15% afslátt. Og ef þú kaupir þér 3 eða fleiri, færðu 20% afslátt. Já, þetta er ótrúlegt, en satt engu að síður. Þetta er tilboð sem ekki er hægt að hafna. □ Loverboy — Loverboy Þetta er ein vinsælasta hljóm- sveit Kanadamanna núna og nýtur hún ört vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum. Lagið „Turn Me Loose" af þessari plötu nýtur hvarvetna mikilla vinsælda. □ Russ Ballard — Into the Fire Russ Ballard er breskur gítar- leikari og lagasmiður, sem samið hefur fjölda vinsælla laga fyrir ýmsa listamenn. Þetta er mjög góð sólóplata og kemur sérstaða hans sem lagasmiðs vel í ljós á plötunni. □ Judas Priest — Point of Entry Þessi breska hljómsveit er ein vinsælasta þungarokkhljómsveit Breta í dag og er þetta mjög góð plata sem á erindi til allra unnenda kraftmikillar rokktón- listar. KYNNING 1. apríl - 30. apríl Heildsöludreifing fUÍAorhf Símar 85742 og 85055. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AIGLYSIR L’M ALLT LAND ÞEGAR Þl ALGLYSIR I MORGUNBLAÐINL' Samkvæmt Aftenposten hefur aldrei staðið til reka Sovétmenn út úr lögsögunni umhverfis Jan Mayen. Þeir veiða þar einkum kolmunna og á síðasta ári nam heildarafli þeirra innan og utan lögsögunnar 761 þúsund lestum. Af ýmsum er því haldið fram, að með þeirri skipan, sem um hefur verið samið, jiafi Norðmenn gengið of langt til móts við óskir Sovétmanna og geti það valdið margvíslegum erfiðleikum, einn- ig á öðrum vettvangi. Kom þetta meðal annars fram í viðtölum Mbl. við forvígismenn í norskri útgerð. jshk Merkin sem viðmælum með Gólfteppin sem duga. Við mælum, sníðum og leggjum. Friórik Bertelsen h.f. Teppaverslun Ármúla 7. Sími 86266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.