Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAI1981 19 einnig unnið honum tíma þannig að tími „hveitibrauðsdaga" hins nýja forseta, sem eru 100 dagar samkvæmt gamalli hefð, verður lengri en ella. Gagnrýnendur og bandamenn forsetans segja að helzti styrkleiki hans sé sá hæfileiki hans að ná til fólks og útskýra stefnu sína. Nú þegar forsetinn reynir að vinna þingið á sitt band reynir á þennan styrkleika hans. En eins og einn aðstoðarmanna forsetans komst að orði geta þingmenn verið mis- kunnarlausir. „Samúð er ekki ein- hlít, það eru hæfileikar sem tryggja sigur ...“ sagði hann. Slökun dauð í utanrikismálum hefur Reag- an-stjórnin miskunnarlaust reynt að sannfæra Rússa um eitt: slökun (détente) er sama sem dauð og nema því aðeins að Rússar hætti að „fiska í gruggugu vatni" muni nýtt kalt stríð áreiðanlega koma í staðinn. Nú virðist stjórnin þess fullviss að Rússar hafi skilið þennan boðskap og vilja bíða og sjá hvort þeir mildi stefnu sína. Háttsettir embættismenn þykjast sjá já- kvæðar vísbendingar, m.a. vegna þess að dregið hafi úr ógnuninni við Pólland og vopnasmygli til uppreisnarmanna í E1 Salvador hafi verið hætt. Fyrir sitt leyti aflétti Reagan kornsölubanninu á Sovétríkin og helztu ráðunautar hans í utanrík- ismálum hafa dregið úr gagnrýni sinni á Sovétríkin. Stjórnin býr sig einnig undir að hefja viðræður um takmörkun staðsetningar kjarnorkueldflauga í Evrópu. Þótt því sé neitað í Hvíta húsinu að með afnámi kornsölubannsins sé verið að verðlauna Rússa fyrir Meese bætta framkomu má víst telja að þannig verði það túlkað í heimin- um. Þíða varla hafin En sé þíða hafin í sambúðinni við Rússa er hún aðeins rétt nýbyrjuð og embættismenn taka fram að hún geti breytzt í einni andrá ef Rússar grípi til íhlutunar i Póllandi. Haig utanríkisráðherra sagði nýlega þegar hann gerði enn eina árásina á Rússa að „mesta ógnunin við heimsfriðinn væri sú viðleitni Rússa að ýta undir ofbeldi og beita slíkum ráðum sem tæki til að koma breytingum til leiðar" ... það er réttur okkar og raunar skylda að krefjast þess að Rússar styðji friðsamlega skipan mála í heiminum ...“ sagði Haig. Þessi nýja gagnrýni Haigs virðist sumpart hafa þjónað þeim til- gangi að vega upp á móti þeirri túlkun á afnámi kornsölubannsins að það hafi dregið úr þeim ásetn- ingi Bandaríkjanna að berjast gegn sovézkri árásarstefnu. Haig vildi viðhalda banninu. Tíðar árásir á framferði Rússa hafa átt að sýna þeim og heimin- um að ótvíræð breyting yrði á utanríkisstefnunni frá því á dög- um Carter-stjórnarinnar, sem Reagan taldi veika og tvístígandi. Eitt fyrsta skrefið var að gera nýju stjórnina trúverðuga. Forset- inn gaf tóninn á fyrsta blaða- mannafundi sínum 29. janúar þeg- ar hann kallaði Rússa lygara og svikara sem stefndu að heimsyf- irráðum. Haig sagði að hryðju- verkastarfsemi, sem væri runnin undan rifjum Rússa, yrði að hætta og aðrir embættismenn tóku í sama streng. Stundum var gengið of langt, eins og háttsettur starfs- maður utanríkisráðuneytisins við- urkennir, en hann segir að með því hafi verið dregið úr kjarki banda- lagsþjóðanna i Evrópu. Hann hvatti til „stillilegri" yfirlýsinga um deilumál austurs og vesturs upp frá þessu. Helmut Sonnenfeldt, sem var einn helzti ráðunautur Henry Kissingers utanríkisráðherra, sagði að Rússum kynni að hafa blöskrað reiðilesturinn, þar sem þeir hafi trúlega gert ráð fyrir að Reagan hefði hamazt gegn komm- únistum til að ná kosningu, en yrði málefnalegri þegar hann væri kominn í Hvíta húsið. „Ég held að þeir hafi orðið dálítið undrandi ... að hann hélt áfram að tala eins og frambjóðandi eftir að hann varð forseti ... og ég held að þeir hafi orðið dálitið undrandi á hinni miklu aukningu á herútgjöldum. Þetta hefur sennilega fengið tals- vert á þá,“ sagði Sonnenfeldt í viðtali. Aðrir þættir stjórnarstefnunn- ar hafa hins vegar verið lengi að mótast og gamalreyndur starfs- maður utanríkisráðuneytisins hef- ur líkt afstöðu stjórnarinnar við „fallbyssu í leit að skotmarki". Einstök atriði utanríkisstefnunn- ar hafa ekki verið mótuð svo að Deaver viðunandi geti talizt, þótt því sé lofað að stefnan verði fullmótuð innan skamms. Töfin stafar sum- part af því að stjórnin ákvað að gera ítarlega úttekt á utanríkis- stefnu Bandaríkjanna hvarvetna í heiminum og sumpart af því að efnahagsstefnan situr í fyrirrúmi. Stefnan mótast Þess er þó skammt að bíða að þessari úttekt verði lokið og útlín- ur hinnar nýju stefnu eru í aðalatriðum sem hér segir: • Bandarikin eru reiðubúin að mæta sovézkum árásaraðgerð- um með eigin ráðstöfunum i eins konar heimsskák. Ilér get- ur m.a. verið um að ræða þrýsting á Kúbu, hergagna- sendingar til Kina og aðstoð við afghanska uppreisnarmenn. • Máttur Uandaríkjanna verð- ur efldur til að stöðva sovézka árás með stórauknum herút- gjöldum og vopnasendingum til vinveittra þjóða. Sú stefna Cart- ers að haida vopnasölu i heimin- um i iágmarki er dauð. • Stefnu Carters i mannrétt- indamálum verður breytt á þann veg, að virðing fyrir mannréttindum verður sett sem skilyrði fyrir nánum samskipt- um. Nánari tengsl verða við Suður-Kóreu, Argentinu og Chiie. Opinberri gagnrýni á vinveittar þjóðir verður haldið i lágmarki. • Komið verði til leiðar „her- fræðilegri samstöðu“ þjóða í Miðausturlöndum. allt frá Tyrklandi i vestri til Pakistans í austri. til að stemma stigu við framrás Rússa og tryggja að- gang Bandarikjanna og heims- ins að oliu þessa heimshluta. • Hægfara uppbygging band- arísks herliðs i Miðausturlönd- um, fyrst með þátttöku i frið- argæzluliði á Sinai-skaga 1982, en seinna með því að útvega aðstöðu fyrir herlið, sem verði hægt að beita með stuttum fyrirvara. Þetta er framhald á stefnu Carters. • Rikjum i Afriku er hallast að marxisma verði haldið i hæfi- legri fjarlægð, einkum ríkjum þar sem Kúbumenn og Rússar hafa hreiðrað um sig — eins og Angola — og tilraun verði gerð til að koma í veg fyrir að marxistar komist til valda i Namihíu. Vinsamlegra sam- band við Suður-Afriku. Hergö>?n til E1 Salvador Reagan-stjórnin sendi í flýti hergögn og ráðunauta til eins óróasvæðis heimsins, E1 Salvador, til að stöðva það sem hún kallaði árás með stuðningi Kúbumanna og Rússa. En stjórnin gerði ekki ráð fyrir þeirri hörðu andstöðu, sem fylgdi í kjölfarið undir for- ystu kaþólsku kirkjunnar. Tilraun Haigs til að sýna Rússa í ljósi helztu ógnunarinnar við Baker öryggi í Miðausturlöndum, og draga þannig úr mikilvægi deilu Araba og Israelsmanna, mætti mótspyrnu í Saudi-Arabíu og Jórdaníu, þar sem ráðamenn héldu þvi fram að Israel væri alvarlegasta ógnunin við öryggi þessara landa. Sú ákvörðun að seija fimm ratsjárflugvélar (AWACS) til Saudi-Arabiu sætti harðri gagn- rýni á Bandaríkjaþingi og við blasir sú hætta að þingið valdi Reagan-stjórninni áfalli, sem geti skaðað sambúðina við Saudi- Arabíu. Þótt Reagan-stjórnin héti því þegar hún kom til valda að tala „einum rómi“ um utanríkisstefn- una hafa nokkrum sinnum heyrzt hjáróma raddir og Haig lenti í erfiðleikum í Hvíta húsinu er vöktu efasemdir um hvort hann gæti haldið áfram í embætti. Haig óttaðist að almenningi fyndist að stjórnin léti sér á sama standa um mannréttindi og taldi sig knúinn til að flytja ræðu, þar sem hann tók ótvírætt fram að ríkisstjórnin „berðist gegn brotum á mannrétt- indum, hvort sem í hlut ættu bandamenn eða mótherjar, vinir eða óvinir." (AP) Kerfisbundin kostnaðarlækkun Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um Kerfisbundna kostnaöarlækkun og verður þaö haldiö í fyrirlestrasal félagsins að Síöumúla 23 dagana 25., 26. og 27. maí frá kl. 13—17. Efni: — Hvernig beita má kerfisbundinni kostnaöar- lækkun. — Kostnaðarlækkunarkerfi í sambandi viö hráefn- ismóttöku, efnisflæöi, vinnuaöferöir, vinnustaöla, verksmiöjuskipulagningu, lager, afhendingu og viöhald. — Hvernig á aö taka kostn- aðarlækkunarkerfi í notkun. — Hvernig er kostnaöarlækk- unarátak byggt upp og hver eru einkenni árang- /. ' . , Dr. Ingjaldur Hannibalsson ursriks 3t3kS. Idnaðarverkfræðmgur. Leiðbeinandi: Námskeiöið á einkum erindi til framkvæmdastjóra í framleiðslufyrirtækjum. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. Astiórnunarfélag Isiands SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Cl avK5 Nýkomnir frúarskór frá Clarks Verð 510 kr. Litir: svart. brúnt Verð 468 kr. Litir: svart. ljóst Verð 510 kr. Litir: Ijós, brúnt, svart Verð 517.70 kr. Litir: svart og rautt SKÓSEL, Laugavegi 60 sími 21270. Þessi beltagrafa JCB-808 árg. ’75 3300 vinnust. og í mjög góöu lagi er til sölu og sýnis. Mjög gott verö og greiösluskilmálar. Einnig: Bröyt X-30 '74 og Cat. 966C ’75 og JCB-3C ’78. Vélarnar eru á hagstæðum veröum og í góöu Ragnar Bernburg, vélasala, Skúlatúni 6, s. 27020 kv.s. 82933.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.