Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 3 Uppsagnir lækna hafa senn áhrif á starfsemi spítala: Rúmlega fímmtíu læknar nú hættir RÚMLEGA fimmtíu sérfræðinKar ok aAstoAarlæknar á ríkisspítol- um. BorKarspitala ok Landakoti, hafa nú látið af störfum sinum. Næstu daya munu enn fleiri hætta störfum otf veröa þeir þá orðnir á annað hundrað. Samkvæmt upp- lýsinKum forstöðumanna spital- anna hafa uppsaKnirnar ekki haft teljandi áhrif á starfsemina ennþá, en munu Kera það strax eftir helKÍ ok eru spítalar nú að skipuleKa starfsemi sína með tilliti til upp- saKna la knanna. Fjármálaráðuneytið hefur skrif- að I^eknaþjónustunni sf. og lýst þeirri skoðun sinni að henni væri ekki heimilt að starfa eftir öðrum taxta en þeim er væri í gildi milli Læknafélags íslands og ráðuneytis- ins. Sigurður Hektorsson læknir, framkvæmdastjóri Læknaþjónust- unnar, tjáði Mbl. i gær, að stjórnin hefði svarað bréfi ráðuneytisins á þá leið að starfsmönnum Lækna- þjónustunnar væri taxti LÍ og ráðuneytisins óviðkomandi, þar sem þeir hefðu sagt störfum sínum hjá rikinu lausum. Sagði Sigurður stefnu Læknaþjónustunnar óbreytta, hún myndi bjóða fram þjónustu sina á taxta sinum. Fjár- málaráðuneytinu væri kunnugt um þann taxta og yfirlæknum einnig þar sem þeir hefðu staðfest verk- beiðnir, sem starfsmenn Lækna- þjónustunnar hefðu unnið. Þá hefur fjármálaráðuneytið Borgarstjórn: Tillaga um eftirlit með utanferðum felld TILLAGA frá Alberti Guðmundssyni varðandi eftirlit með ferðalöKum á vegum lteykjavíkurhorKar náði ekki fram að Kanga i borKarstjórn Reykja- vikur i gær, þar sem Albert greiddi einn 15 borKarfulltrúa atkvæði með tillóKunni. Aðrir borKarfulltrúar sátu hjá. Tillaga Alberts var á þá leið, að engum starfsmanni fyrirtækja eða stofnana ReykjavíkurborKar eða kjðrn- um fulltrúa (borgarfulltrúa) skyldi leyft að ferðast til útlanda á vegum borgarinnar, nema að fengnu samþykki borgarstjórnar. Jafnframt að borgar- stjóri yrði að gefa leyfi til ferðalaga innanlands. Þá fólst í tillögunni kvðð til allra ferðalanga, að þeir skiluðu skýrslu um ferðalag sitt, ásamt kostnaðarreikning- um, innan einnar viku frá því er ferðalagi lyki, og að allar upplýsingar um ferðalög, svo sem skýrslur og kostnaðarreikningar, skyldu teljast opinber gögn, er borgarbúar hefðu frjálsan aðgang að. Albert Guðmundsson sagði við um- ræður um tillöguna, að ferðalög á vegum borgarinnar væru mjög tíð, og efast mætti um gildi margra þeirra. Auðvelt væri að fá samþykki fyrir ferðum af þessu tagi við núverandi aðstæður, og kjörnir fulltrúar borgar- innar ættu þess ekki kost að fylgjast með þessum ferðalögum. Hann sagðist oft hafa beðið um skýrslur um utan- ferðir, en jafnan gengið afar illa að fá slíkar skýrsiur, og útilokað virtist að fá yfirlit um kostnað við ferðirnar. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfull- trúi Alþýðuflokksins, sagði tillögu Al- herts allrar athygli verða, ekki sízt þar sem nýiega hefði verið upplýst um bruðl í sambandi við ferðir á vegum hins opinbera, eins og Sjöfn orðaði það. Bar Sjöfn upp dagskrártillögu um að stofnuð yrði fimm manna nefnd til að endurskoða núverandi reglur um utan- ferðir á vegum Reykjavíkurborgar og gera tillögur þar að lútandi. Var sú tillaga samþykkt með sex samhljóða atkvæðum. einnig ritað Læknafélagi íslands og vísað til kjarasamninga, sem í gildi væru og skyldu stjórnar LÍ um að þeir skyldu haldnir. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður LÍ, sagði bréfinu hafa verið svarað og þar viðurkennt að samningar væru í gildi og að félagið hefði reynt að fá lækna til að bíða eftir næstu kjarasamningum, en sagt þar að ráðuneytinu hefði mátt vera kunn- ugt um óróa meðal lækna og taiið nauðsynlegt að hefja viðræður milli ráðuneytis og LÍ. Sagði Þorvaldur Veigar það misskilning, að læknar vildu ekki semja, það væri hins vegar ríkið sem segði alltaf nei og reyndi að koma öllum málum í kjaradóm. Othar Petersen hjá Verktaka- sambandi íslands hafði samband við Mbl. og kvaðst vilja leiðrétta þann misskilning, sem fram hefði komið hjá forráðamönnum Lækna- þjónustunnar, að líkja mætti fyrir- tækinu ' við verktaka. Verktakar gætu ekki sett upp sína taxta, eins og Læknaþjónustan hefði gert, heldur byðu þeir í verk og lægst- bjóðandi fengi. Sagði hann boð verktaka iðulega lægri en kostnað- aráætlanir og sagði hann grund- vallarmuninn á þessum fyrirtækj- um þann, að annar aðilinn setti upp taxta, en hinn yrði að bjóða í verk í samkeppni við aðra. Ragnhildur ásamt loreldrum sínum fyrir utan Borgarspitalann i gær. Ragnhildur Guðmundsdóttir: „Kannski verð ég farin að spila á píanó um jólin“ ,ÞAÐ ER ekki vitað. hvort höndin verði aftur jafngóð. en ef svo heldur áfram sem hingað til þá er þetta alveg Ijómandi gott. Kannski verð ég farin að spila á pianó um jólin," sagði Ragnhild- ur Guðmundsdóttir þegar hún var útskrifuð af Borgarspitalan- um i gær eftir 17 daga vist. „Nei ég er náttúrulega ekki alfarin héðan,“ sagði Ragnhildur í samtali við Mbl. „Ég kem aftur á mánudaginn i skoðun og svo á viku fresti svo hægt sé að fylgjast með hvernig gengur." Þau sátu þarna hjá okkur hjónin Elín Ingólfsdóttir og Guð- mundur Þ. Jónsson, foreldrar Ragnhildar. „Jú, það er algjört kraftaverk að þetta skyldi hafa tekist svona vel og við erum alveg í sjöunda himni yfir þessu," sagði Guð- mundur og svo héldu þau heim á leið. Greiddu atkvæði „vitlaust“ MJÖG mikil fljótaskrift er við afgreiðslur margra mála á Al- þingi nú siðustu daga þing- halds. þegar reynt er að koma ótölulegum fjölda mála i gOKn á skömmum tíma. Brá m.a. svo við í fyrrakvöld við atkvæðagreiðslu, að tveir ráðherrar, Hjörleifur Guttorms- son og Ingvar Gíslason, og for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins greiddu í öllum látun- um atkvæöi með breytingartil- lögu stjórnarandstæðinga við stjórnarfrumvarp. Farið var fram á enduratkvæðagreiðslu og varð forscti deildarinnar við því. LOTUS hefur einstæða lögun, sem leiðir til fullkominnar aðlögunar að líkaman- um, jafnvel í þrengstu flíkum. LOTUS veltir fyllsta öryggi, vegna tveggja trefjalaga og plasthúðaðrar bakhlfðar. Á bakhliðinni er einnig límræma, sem eykur stöðugleikann. Hverjum pakka af LOTUS fylgja 10 plastpokar. LOTUS fæst í þremur stærðum: LOTUS mini, LOTUS futura og LOTUS maxi. lotin Dömubindi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.