Morgunblaðið - 22.05.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 22.05.1981, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 Minning: Trausti Arnason frá Patreksfirði fríður Erlendsdóttir er þar bjuggu. Var Trausti næst elstur 7 systkina. Það kom fljótt í ljós að Trausti var góðum gáfum gæddur, og því var það foreldrum hans kappsmál að hann fengi meiri menntun en þá var títt, nema hjá þeim efna- meiri. Við sem yngri erum eigum oft erfitt með að gera okkur ljóst hvert átak það hefur verið hjá efnalitlum foreldrum með stóran barnahóp að senda næst elsta + Sonur minn og bróöir, ÞORBERGUR MAGNUSSON, Þinghólsbraut 20, Kópavogi, lézt miövikudaginn 20. maí. Bergþóra Þorbergadóttir og systkini hins lótna. + Maöurinn minn, SIGURÐUR PÁLSSON, Álfhólsvegi 151, andaöist aö heimili sínu miövikudaginn 20. maí. María Pólmadóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdasonur, ÁRNI PETURSSON, (fæddur Ernest Miclalik) Sæviðarsundi 30, lést í Landakotsspítala 20. maí. Lilja Huld Sævars, ina Karlotta Árnadóttir, Svava Kristín Árnadóttir, Svava Sigurbjörnsdóttir. + Maöurinn minn og faöir, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, veröur jarösunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 23. maí kl. 2. Vilborg Sæmundsdóttir, Guömundur Jónatan Sigurósson. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞURÍDUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Faxastíg 37, Vestmannaeyjum, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. maí, veröur jarösungin frá Landakirkju laugardaginn 23. maí kl. 4 eftir hádegi. Inga Magnúsdóttir, Ragnar Björnsson, Guöjón Magnússon, Anna Grímsdóttir, Jóna Óskarsdóttir og barnabörn. + Þökkum öllum nær og fjær samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUDRÍOAR JÓNSDÓTTUR, Hátúni 10 B. Halldór Jónsson, Jón Halldórsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Gumundur Halldórsson, Halldóra Valdimarsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Elsa Halldórsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför GUDLAUGARJÓNSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju aó Galtastööum. Erlingur Guðmundsson, Guðmundur Erlingsson, Virginia Erlingsson, Arndís Erlingsdóttir, Brynjólfur Guómundsson, Sigurjón Erlingsson, Guölaug Siguróardóttir, Árni Erlingsson, Sigríöur Sæland og barnabörn. Fæddur 13. október 1913. Dáinn 19. maí 1981. Mínir vinir íara fjold fcÍKdin þessa heimtar kold éK kem eftir. kannski i kvold. (Bolu-IIjálmar). í dag fer fram kveðjuathöfn í Fossvogskirkju um tengdaföður minn, Trausta Árnason frá Pat- reksfirði. Hann fæddist 13. októb- er 1913 að Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Árni Magnússon og Arn- soninri að heiman til náms og það á kreppuárunum og árunum þar á eftir. Til þess að svo mætti verða hefur bæði þurft fórnfýsi foreldra og systkina. Trausti lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1933 og strax á eftir fer hann til Svíþjóðar til framhaldsnáms og líkur prófi frá Bar-Lock-Institutet Stokkhólmi með ágætis vitnisburði. Þegar Trausti kom heim frá Svíþjóð fær hann vinnu við verzlunarstörf í Stykkishólmi sem þá var mikið uppgangspláss. í Stykkishólmi kynnist hann sínum lífsförunaut, Sigríði Olgeirsdóttur, en hún var dóttir Olgeirs M. Kristjánssonar skósmiðs og konu hans, Unu Guðmundsdóttur. Trausti og Sigga gengu í hjóna- band 14. des. 1935 og stofnuðu sitt fyrsta heimili á Hellissandi 1936. Trausti og Sigga eignuðust 8 börn og eru sjö þeirra á lífi. Auk þess ólu þau upp fósturson. Börn Trausta og Siggu eru: Una búsett í Reykjavík, gift Gesti Guðjónssyni kaupmanni, Fríða búsett í Kefla- vík, gift Jóhannesi Helgasyni út- varpsvirkja, Borghildur búsett í Hveragerði, gift Sigurði Magnús- syni vélvirkja, Svanhildur búsett í Reykjavík, gift undirrituðum, María Olga búsett á Selfossi, gift Bjarna Þórhallssyni skósmið, Charlotta búsett á Skagaströnd, gift Magnúsi Sigurðssyni vél- stjóra, Árni, tæknifræðingur, bú- settur á Isafirði, kvæntur Kristínu Gísladóttur og Unnar Geir, raf- virki, búsettur í Reykjavík, heit- bundinn Sveinborgu Ólsen. Trausti og Sigga bjuggu lengst af á Patreksfirði eða í 29 ár. Kynni mín af þeim hjónum hófust 1957 er ég réðist loftskeytamaður á b/v Ólaf Jóhannesson frá Patreksfirði. Fyrirtækið Verzlun Ólafs Jóhann- essonar gerði þá út tvo togara, Ólaf Jóhannesson og Gylfa, og var Trausti bókari hjá fyrirtækinu. Á þeim 24 árum sem síðan eru liðin er margs að piinnast. Á heimili tengdaforeldra minna var gott að koma, því kærleikar miklir ríktu þar og þar var ávallt glatt á hjalla. Þau hjónin sóttust ekki eftir þeim gæðum sem dauðir hlutir veita og allt virðist snúast um nú til dags. Þau voru ánægð að geta séð fyrir barnahópnum sín- um og skaffað honum gott heimili. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma hvatt þeirra heimiii, án þess að vera í betra skapi þegar ég fór en þegar ég kom. Trausti átti viðburðaríka ævi, sem meðal annars var fólgin í þeim marg- brotnu störfum sem hann tók að sér um æfina. Hann var verka- maður, togarasjómaður, verzlun- armaður, kaupfélagsstjóri, bókari, kennari, og síðustu 6 árin á Patreksfirði var hann fulltrúi sýslumanns. Einnig vann hann mörg önnur störf sem hann var Minning: ^ Ragnar Ásgeirs- son héraðslœknir Á kveðjustund kærs vinar, ber hæst minningin um hjartahlýja lækninn, er aldrei brást skjólstæð- ingum sínum, og var þá glaðastur ef vel tókst til um lækningu, jafnframt því sem hann tók nærri sér ef ekki var hægt að hjálpa. Hann var fæddur með líknar hendur, og alla starfsævina færðu farsæl læknisstörf hans honum ótal vini þakklátra sjúklinga, sem dáðu hann að verðleikum. Ragnar Ásgeirsson var fæddur á Sólbakka við Önundarfjörð 14. des. 1911. Faðir hans var Ásgeir Tcyfason skipstjóri og síðar verk- smiðjustjóri að Sólbakka, f. 13. des. 1877, d. 1. maí 1955. Móðir hans Ragnheiður Eiríksdóttir fylgir nú syni sínum til grafar í dag á nítíu ára afmælisdegi sín- um. Hjónin Ragnheiður og Ásgeir bjuggu allan sinn búskap að Sól- bakka. Sólbakkaheimiiið var róm- að um allar nærsveitir, ekki fyrir að þar væri auður í garði, heldur fyrir hjartahlýju og gestrisni ein- staklega samhentra hjóna. Ragn- ar hefir mótast af anda þessa menningarheimilis, reyndar braust hann til mennta af litlum veraldlegum efnum, en því meiri kjarki og dugnaði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA í júní 1933 og læknaprófi frá Háskóla íslands 1940. Héraðslæknir fReykjafjarð- arhéraði til 1943. Héraðslæknir á Flateyri 1943 til 1950. Héraðs- læknir á ísafirði frá 1950 til 1977. Eftir að Ragnar kom til Flat- eyrar, sem héraðslæknir, tók hann virkan þátt í sveitarstjórnarmál- um, og var oddviti hreppsnefndar 1946 til 1950. Hann átti einnig sæti í stjórn Kaupfélags Önfirð- inga og stjórn Kaupfélags ísfirð- inga eftir að hann flutti til Isafjarðar. Sem að líkum lætur átti Ragnar stóran hlut að framfaramálum á Flateyri, svo sem byggingu hafn- armannvirkis, rafmagnsveitu og sjúkraskýlis, auk þess sem hann stpddi menningar og menntun- armál af miklum dugnaði. Kom þar bersýnilega í ljós velviljinn til samferðamannanna og byggðar- lagsins, er hann lagði á sig lítt eða ólaunuö störf í þágu sveitarfélags- ins, til viðbótar erilsömu læknis- starfi. Þótt ekki sé lengra um liðin en rúm 30 ár, þá var um margt erfiðara en í dag um störf héraðs- lækna úti á landsbyggðinni. Auk Flateyrarhéraðs, þjónaði Ragnar Súgandafirði, og voru þær margar ferðimar, sem hann fór fótgang- andi yfir Klofningsheiði.oft í ófærð og byl. Kom þá fyrir að botnlangaskurður á eldhúsborði beið göngumóðs læknisins eða álíka aðgerðir, sem með aðstoð ljósmóður eða handlaginna hús- + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og úttör sonar okkar, fööur, bróöur og mágs, RAGNARS S. RAGNARSSONAR vélstjóra, Otrateigi 20. Sigríöur E. Jónadóttir, Ragnar B. Henrysson, Sandra Björk Ragnarsdóttir, Páll Ragnarsson, Jón Ingi Ragnarsson, Ingibjörg Torfadóttir, Arnheióur Ragnarsdóttir. settur í, svo sem fasteignamat og endurmat fasteigna. Hann var fréttaritari Morgunblaðsins í fjölda ára enda mikill sjálfstæðis- maður og vann vel fyrir sinn málstað. Eitt sinn spurði Trausti mig að því hvort ég ætlaði ekki að fara að hætta til sjós. Ég svaraði því til í gríni að það hefði alltaf þótt dyggð að tolla lengi á sama stað og yrði ég trúlega ellidauður á tog- ara. Hann hló og sagði: Það má vel vera að það sé dyggð, en ég hef alltaf haft yndi af því að takast á við ný og ný verkefni, og alltaf slegið til ef það hefur ekki þurft að koma niður á fjölskyldunni. Trausti átti við vanheilsu að stríða síðustu 4 árin, en var nú búinn að ná sér, og þá var ekki að sökum að spyrja, hann dreif sig út á sjó sem háseti á síðutogara. Trausti var alsæll er hann kom úr fyrsta túrnum og sagði þá við mig hreykinn: Nú er gamli maðurinn kominn aftur út á vinnumarkað- inn. Nokkrum dögum seinna varð hann fyrir því slysi í umferðinni, sem dró hann til dauða. Trausti missti konu sína 27. sept. 1978. Hún var jarðsett í kirkjugarðinum á æskustöðvunum í Stykkishólmi og þar verður Trausti jarðsettur við hlið konu sinnar, laugardaginn 23. maí. Afkomendur þessara heiðurs- hjóna eru nú orðnir 43. Guð blessi börnin þeirra, barnabörnin, og barnabarnabörnin, og styrki þau í sorg þeirra. En minningin lifir, far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu hjartans þökk fyrir allt. -Aí eilífðarljósi bjarma ber. sem brautina þunKU Kreióir. Vort líf sem svo stutt ok stopult er. það stefnir á æóri leiðir ok upphiminn feKri en auKa sér mót óllum oss faAminn breidir.** (E. Ben.) Ósvald Gunnarsson mæðra tókst að framkvæma. Eins sóttu bæði innlendir og erlendir togarar mikið til Flateyrar með slasaða menn, og varð þá oft að framkvæma erfiðar aðgerðir við léleg skilyrði. Þá rcyndi á farsæl- ar líknarhendur Ragnars, sem leystu hverja raun. Ragnar kvæntist Laufey Maríasdóttur 4. júní 1938. Börn þeirra eru: Ragnheiður Ása gift W. Anderson arkitekt í Bandaríkj- unum. María sjúkraþjálfari. Ei- ríkur félagsráðgjafi kvæntur Reg- inu Höskuldsdóttur, Þórir Sturla læknir, kvæntur Sigríði Hjalta- dóttur meinatækni. Árið 1977 lamaðist Ragnar af völdum heilablæðingar, og hefir verið rúmliggjandi sjúklingur á sjúkrahúsum þar til hann lést 16. maí sl. Laufey flutti hingað til Reykjavíkur, er Ragnar veiktist, og hefur annast hann af sérstakri umhyggju, eins hafa börn hans öll, sem eru hér búsett, og tengdadæt- ur verið Ragnari afar umhyggju- söm í veikindum hans. Þakka ber læknaliði og sjúkra- hússtarfsfólki Landspítalans og Vífilstaða sérstaka umönnum og velvild við Ragnar á langri sjúkra- legu. Það er gæfa að hafa kynnst og verið samtíða öðlingi, sem Ragn- ari Ásgeirssyni, hugljúf minning um góðan dreng, sem í engu mátti vamm sitt vita, geymist okkur sem eftir lifum. Aldraðri móður, eiginkonu, börnum og systkinum færi ég innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Konráðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.