Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981
Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans:
Gefin tækja-
samstæða til
skurðstofu
NÝLEGA aíhonti Lionshreyf-
injfin háls-, nef ok eyrnadeiid
Bonfarspítalans í Reykjavik að
líjof tækjasamstæðu til skurð-
stofu fyrir háls-, nef- o« eyrna-
la'knintjar. Verðmæti þessarar
Kjafar. þejfar tollar ok önnur
Kjóld eru meðtalin. er um 100
milljón Kkr.. en tollar ok önnur
Kjóld sem hefðu numið 50—60
milljónum Kkr. voru Keíin eftir
af ríki ok EimskipafélaKÍ ís-
lands.
LionshreyfinKÍn hefur áður
Kefið þessari deild gjafir og að
sögn Stefáns Skaftasonar yfir-
læknis á deildinni hafa öll meiri
háttar tækjakaup til deildarinn-
ar þau 11 ár sem hún hefur
starfað, verið fjármögnuð af
Lionsmönnum.
í upphafi gáfu Lionsmenn
deildinni smásjá, sem notuð hef-
ur verið í þau 11 ár sem deildin
hefur starfað, til heyrnarbæt-
andi aðgerða. Með tilkomu smá-
sjárinnar, sem gengið hefur und-
ir nafninu „Njarðarnautur",
nefnd eftir gefandanum Lions-
klúbbnum Nirði, var í fyrsta
sinn hægt að gera heyrnarbæt-
andi skurðaðgerðir á íslandi.
Næst gáfu Lionsmenn deild-
inni rannsóknasamstæðu til að
rannsaka svima og jafnvægis-
sjúkdóma. Skömmu siðar af-
hentu Lionsmenn deildinni
tækjasamstæðu til rannsókna á
heyrn ómálga barna og annara
sjúklinga sem ekki eiga gott með
að tjá sig við heyrnarannsóknir.
Ólafur Ólafsson landlæknir
sagði í ræðu við afhendingu
tækjanna að þau jöfnuðust full-
komlega á við það besta sem
gerist erlendis. Stefán Skaftason
hefði komið upp og stjórnað
þessari deild af miklum dugnaði
þau ár sem hún hefði starfað.
Hann sagði ennfremur að eyrna-
skemmdir væru helstu mengun-
arsjúkdómar sem læknar ættu
Stefán Skaftason flytur hér þakkarávarp í tilefni gjafa Lionsmanna. Til vinstri sjást tækin sem gefin
voru.
ólafur Sverrisson. umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar flytur hér
ræðu við afhendingu tækjanna. Á myndinni sjást einnig nokkrir
gestanna sem viðstaddir voru afhendinguna. Ljó«m. Mbi. rax.
við að glíma í dag, og ættu þeir
enn eftir að aukast ef ekki væri
snúist til varnar.
í ræðu sem Stefán Skaftason
hélt við móttöku tækjanna sagði
hann m.a.: „Það er með ólíkind-
um, en engu að síður satt, að
Lionsmenn á Islandi hafa fjár-
magnað öll meiriháttar tækja-
kaup háls-, nef- og eyrnadeildar
Borgarspítalans frá upphafi
starfsemi hennar fyrir rúmum
11 árum.“ Þá taldi Stefán upp
þau tæki sem Lionsmenn hefðu
gefið deildinni og sagði: „Stað-
reynd er, að uppbygging og
þróun heillar sérgreinar læknis-
fræðinnar við sjúkrastofnun á
íslandi, í þessu tilviki háls-, nef-
og eyrnlækningafræðinnar, hefir
að verulegu leyti grundvallast á
stórgjöfum velviljaðra fjölda-
hreyfinga í landinu og óneitan-
lega vaknar sú spurning: „Hvar
væri sú sjúkrahúsþjónusta, sem
veitt er háls-, nef- og eyrnasjúkl-
ingum á íslandi í dag, stödd, ef
ekki hefði notið Lionshreyf-
ingarinnar.“ Hversu má það ske,
að sjúklingar haldnir þessum
sjúkdómum eigi heilsu sína að
verulegu leyti að þakka félögum,
er að líknarmálum vinna? Óneit-
anlega er einhvers staðar brost-
inn hlekkur í uppbyggingu
sjúkrahúsmála á íslandi meðan
svo er.“
Þá þakkaði Stefán öllum sem
veittu aðstoð við kaupin á tækj-
unum og þá sérstaklega Lions-
mönnum sem hann kvað hafa
sýnt ótrúlega ósérhlífni við sölu
rauðu fjaðrarinnar, en ágóðinn
af þeirri sölu rann að mestu leyti
til kaupa á áðurnefndum tækj-
um.
Bréf BSRB:
Hvergi ákvæði þess
ráðherra fái umboð
efnis, að fjármála-
til samningsgerðar
IIÉR FER á eftir bréf það sem stjórn
BSRB sendi fjárhags- og viðskipta-
nefnd neðri deildar Alþingis þar
sem hún mótmælir túlkun fjármála-
ráðherra á hráðahirKðalóKum um
kjarasamninKa opinherra starfs-
manna frá því á sl. hausti:
„Reykjavík, 19. maí 1981.
Fjárhags- og viðskiptanefnd
neðri deildar Alþingis
í tilefni af bréfi fjármálaráðuneyt-
isins til nefndarinnar dags. 18. þ.m.,
um túlkun á 1. gr. bráðabirgðalaga
nr. 68 1980, um breytingu á lögum nr.
29 1976, vill stjórn BSRB taka eftir-
farandi fram:
Hafa ber það ríkt í huga, að
bráðabirgðalögin eru samin sameig-
inlega af fulltrúum fjármálaráðherra
og samningamönnum BSRB, enda eru
þau hluti af undirrituðu samkomu-
lagi, sem lagt var fyrir til samþykkt-
ar í allsherjaratkvæðagreiðslu, ásamt
aðalkjarasamningi undirrituðum 20.
ágúst 1980.
í viðræðum fulltrúa BSRB og
ríkisins um frumvarpsgreinina var
gengið út frá þeirri framkvæmd sem
tíðkast hefur undanfarin ár, að „hálf-
opinberar stofnanir", er um ræðir í
frumvarpinu, hafa eftir á gengið inn í
samninga BSRB og ríkisins. Á það
hefur skort, að starfsmenn þessara
stofnana hafi fengið að greiða at-
kvæði um sáttatillögu. Hins vegar
hafa þeir jafnan greitt atkvæði, þegar
BSRB hefur lagt samninga undir
atkvæði félagsmanna.
I 1. gr bráðabirgðalaganna segir,
að lögin skuli „með þeim hætti einnig
taka til sjálfseignastofnana“ o.s.frv.
Þetta vísar augljóslega til þess, sem
segir í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 29 1976,
sem verið er að breyta, en þar segir:
„Lögin taka til allra starfsmanna,
sem eru félagar í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja eða félagi innan
vébanda þess og skipaðir eru settir
eða ráðnir í þjónustu ríkisins, ríkis-
stofnana eða atvinnufyrirtækja ríkis-
ins með föstum tíma-, viku- eða
mánaðarlaunum, enda verði starf
þeirra talið aðalstarf."
í ljósi þessa alls ber að skoða
afstöðu BSRB til lagagreinar þeirrar,
sem bréf fjármálaráðuneytisins fjall-
ar um.
Eins og sést af framansögðu hafa
hinar hálf opinberu stofnanir þannig
í reynd samþykkt að fara eftir
samningsréttarlögunum.
Stjórn BSRB bendir á, að í laga-
greininni, sem frumvarpinu er ætlað
að staðfesta, er hvergi ákvæði þess
efnis, að hlutaðeigandi stofnun sé
ætlað að veita fjármálaráðherra um-
boð sitt til samningsgerðar. Slikt
væri heldur ekki til að rýmka samn-
ingsrétt BSRB, eins og heitið er í
meðfylgjandi bréfi fjármálaráðherra
til BSRB, dags. 12. mars 1980, þvert á
móti yrði hann verulega þrengdur.
í 3. gr. laga nr. 29 1976 er tekið
fram, að fjármálaráðherra fari með
fyrirsvar ríkissjóðs og viðbótar-
ákvæðið í bráðabirgðalögunum veitir
honum ekkert umboð til að semja
fyrir hálf opinberar stofnanir, heldur
þarf samþykki þeirra til að aðal-
kjarasamningur BSRB og ríkisins
gildi fyrir þær.
Stjóm BSRB vill vekja athygli
Alþingis á því, að 1. gr. bráðabirgða-
laganna hefur verið beitt og er komin
til framkvæmda við gerð samninga
síðan haustið 1980.
Stjórn BSRB vekur athygii á því, að
stéttarfélög innan ASÍ gera kjara-
samninga við Vinnuveitendasamband
íslands. Eftir á gengur fjöldi atvinnu-
rekenda, sem ekki eru í Vinnuveit-
endasambandinu inn í þessa samn-
inga. Enginn skyldar þessa atvinnu-
rekendur til að afsala sér samnings-
rétti, né þessi stéttarfélög til þess að
semja um kjör þessa fólks beint við
Vinnuveitendasambandið. Er hér um
hliðstæða framkvæmd að ræða.
Rétt er að taka fram, að eftir-
greindar hálf opinberar stofnanir
hafa gengið inn í samningana frá 20.8
1980 á grundvelli bráðabirgðalaganna
fyrir þá starfsmenn, sem eru félags-
menn í BSRB:
Brunabótafélag Islands, Hrafnista
DAS, Hrafnista DAS Hafnarfirði,
Dvalarheimilið ÁS/Ásbyrgi, Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund, Grænmet-
isverslun landbúnaðarins, Hjarta-
vernd, Kirkjugarðar Reykjavíkur,
Krabbameinsfélag íslands, Landa-
kotsspítalinn, NLFÍ heilushælið,
Norræna eldfjallastöðin, Norræna
húsið, Rauði kross Islands, Reykja-
lundur, Samábyrgð íslands á fiski-
skipum, SÁÁ Lágmúla 9, Sogni,
Silungapolli, Sjálfsbjörg, Reykjavík-
urdeild, Sjálfsbjörg, vinnu- og dvalar-
heimili, Sjálfsbjörg, skrifstofa og
dagvistun, Skálatúnsheimilið, Tón-
menntaskóli Reykjavíkúr, Siysa-
varnafélag íslands, Tilkynninga-
skyldan, Styrktarfélag vangefinna;
skrifstofa, Lyngás, Bjarkarás, Ás-
gerði, Sambýlið, Styrktarfélag lam-
aðra og fatlaðra, Sólborg, vistheimili
þroskaheftra, St. Franciskus sjúkra-
húsið, St. Jósefsspítali, Vistheimilið
Víðinesi, Orkubú Vestfjarða (1 fé-
lagsm. SFR), Erfðafræðinefnd Há-
skóla tslands.
Þá hafa sjúkrahús víðs vegar um
landið varðandi kjör hjúkrunarfræð-
inga fylgt þeim kjörum, sem samið
var um. Hefur fjárhagsnefnd skrá
yfir þau sjúkrahús í höndum.
Með tilvísun til yfirlýsingar fjár-
málaráðherra um rýmkun samnings-
réttar, sem varð grundvöllur sam-
komulags um aukinn samningsrétt
BSRB, sem síðar var samþykkt af
félagsmónnum BSRB í allsherjar-
atkvæðagreiðslu, mótmælir stjórn
BSRB túlkun þeirri, sem fram kemur
í bréfi ráðherrans og telur hana
samningsrof.
Af hálfu samninganefndar BSRB
var hins vegar sá skilningur, sem
fram kemur í bréfi þessu, margítrek-
aður í viðræðum fyrir sáttanefnd.
Virðingarfyllst,
f.h. Bandalags starfsmanna
ríkis ok bæja.
Kristján Thorlacius,
Haraldur Steinþórsson.
Guðmundur Steinsson
Þjóðleikhúsið sýnir Stundar-
frið í Þýzkalandi og Danmörku
ÞJÓÐLEIKHÚSINU hefur verið boðið með sýningu sina á Stundarfriði
til Þýskalands og Danmerkur nú í vor. Eru ráðgerðar sýningar á
listahátiðum i Wiesbaden og Lubeck og síðan i Kaupmannahófn á
heimleiðinni.
Sýningin í Wiesbaden er liður í
leiklistar- og tónlistarhátíð, þar
sem norrænir listamenn skipa önd-
vegi. Auk Þjóðleikhússins hefur
Sinfóníuhljómsveit íslands þegar
haldið þar tónleika og þann 29. maí
dansar María Gísladóttir í Giselle
á móti Peter Schaufuss. Sýningin á
Stundarfriði í Wiesbaden er 28.
maí.
Eftir leikferð með Stundarfrið í
haust er leið til Júgóslavíu og
Norðurlanda, bárust leikhúsinu
ýmis boð um að sýna leikinn víðar.
Eitt af þeim boðum var á leiklistar-
hátíð er nefnist Norddeutsche Te-
atertreffen í Lúbeck og verður sú
sýning 30. maí. Boð barst einnig frá
Kaupmannahöfn og verður sýning
þar 1. júní, en hópurinn kemur
heim 2. júní.
Ferðin er að mestu greidd af fé
að utan, frá hinum þýsku gestgjöf-
um, danska menntamálaráðuneyt-
inu o.fl. aðiljum.
Leikhúsinu hafa borist óskir um
að sýna Stundarfrið enn víðar um
heiminn, en ósennilegt er að hægt
verði að sinna því boði, segir í frétt
frá Þjóðleikhúsinu.
Guðmundur Steinsson hefur nú
nýlokið við leikrit, sem tekið verður
til flutnings í Þjóðleikhúsinu innan
skamms. Það ber heitið Skiln-
ingstréð. Guðmundur verður með í
leikförinni. Leikstjóri Stundarfriðs
er sem kunnugt er Stefán Bald-
ursson, en leikmynd og búningar
eru eftir Þórunni S. Þorgrímsdótt-
ur. I leikförinni taka 20 manns
þátt, leikarar og aðrir starfsmenn
sýningarinnar. I stærstu hlutverk-
unum eru Helgi Skúlason, Krist-
björg Kjeld, Þorsteinn ö. Stephen-
sen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Guðrún
Gísladóttir og Lilja Þorvaldsdóttir.
Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einars-
son, verður viðstaddur sýninguna í
Wiesbaden.