Morgunblaðið - 22.05.1981, Side 2

Morgunblaðið - 22.05.1981, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 Borgarstjórn: Björgvin ráðinn BorKarstjórn Reykjavíkur samþvkkti á fundi sínum í gær með níu samhljóða at- kvæðum að ráða Björgvin Guðmundsson, borgarfull- trúa Alþýðuflokksins, í starf framkvæmdastjóra Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Hlaut Björgvin atkvæði borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, Sigurjóns Pétursson- ar, Guðrúnar Ágústsdóttur, Guðmundar Þ. Jónssonar, Öddu Báru Sigfúsdóttur og Álfheiðar Ingadóttur, fulltrúa Framsóknarflokksins, Krist- jáns Benediktssonar, fulltrúa Alþýðuflokksins, Sigurðar E. Guðmundssonar og Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, svo og at- kvæði Alberts Guðmundsson- ar. Áburður til sölu á ný eftir hækkun SALA á áhurði frá Aburðar- verksmiðju ríkisins hófst á ný í gær eftir að ríkisstjórnin hcimii- aði 74% hækkun áburðarverðs, en áhurður hefur ekki verið til sölu í nokkurn tima. Hækkunin nemur 74% að með- altali og skv. upplýsingum frá Hjálmari Finnssyni, forstjóra Fiskverðiö: Fyrsti fund- ur yfirnef nd- ar í gær YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins kom í gær sam- an til fyrsta fundar um nýtt fiskverð. Fulltrúar ræddu stöð- una og fóru yfir útreikninga. sem fyrir liggja. í yfirnefnd eiga sæti Ólafur Davíðsson, sem er oddamaður, Ingólfur Ingólfsson og Ágúst Ein- arsson fyrir seljendur og Eyjólf- ur ísfeld Eyjólfsson og Árni Benediktsson fyrir kaupendur. Ágúst situr í nefndinni fyrir Kristján Ragnarsson, sem nú er erlendis. Áburðarverksmiðjunnar, eru hækkanir á eftirtöldum áburð- artegundum þessar (miðað er við verð á einu tonni á bíl í Gufu- nesi): Kjarni kostar nú 2.025 kr. en kostaði 1.100 kr, Magni I 1.000 kr. áður 917 kr., Magni II 1.400 kr. áður 799 kr., Græðir I 2.340 áður 1.349 kr., Græðir Ia 2.300 kr. áður 1.326 kr., Græðir II 2.200 kr. áður 1.259 kr., Græðir III 2.220 kr. áður 1.280 kr., Græðir IV 2.300 kr. áður 1.314 kr., Græðir IVa 2.340 kr. áður 1.349 kr., Græðir V 2.260 kr., áður 1.301 kr., þrífosfat 1.980 kr. áður 1.132 kr., kalidklóríð 1.380 kr. áður 791 kr. Bifröstin farin M/S Bifröst hefur verið seld til Sameinuðu furstadæmanna, eins og skýrt hefur verið frá Bifröstin sigldi frá íslandi i gær í siðasta sinn undir íslenzku flaggi og notaði Sigurgeir ljósmyndari Mbl. í Vestmannaeyjum þá tækifærið og smellti þessari mynd af. í Mbl. - Jónasson, Samband ungra sjálístæðismanna: Ríkisstjórnin mótar enga heildar- stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum „UNGIR sjálfstæðismenn hafa ítrekað bent á, að víðtækar og samræmdar aðgerðir þurfi til að ráða niðurlögum verðÍMtlgunnar og sporna við yfirvofandi at- Hæstiréttur staðfesti úrskurð sakadóms UNGI maðurinn, sem var valdur að dauða Sigurðar Sævars Jóns- sonar í húsi við Ferjubakka í Reykjavík i apríl sl„ er nú laus úr gæzluvarðhaldi. Rannsóknarlögregla ríkisins krafðist þess að gæzluvarðhald unga mannsins yrði framlengt en sakadómur Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð að honum skyldi sleppt. Ríkissaksóknari kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar, sem staðfesti hann nú í vikunni á þeirri forsendu að rannsóknar- nauðsynjar krefðust þess ekki að maðurinn sæti í gæzluvarðhaldi. Hins vegar hefur manninum verið gert að halda sig innan lögsagnar- umdæmis Reykjavíkur og enn- fremur hefur honum verið gert að sæta geðrannsókn. vinnuleysi og landflótta. Til þess að það takist, þurfa ábyrg lýð- ræðisöfl að taka höndum saman í nýrri ríkisstjórn án atbeina aít- urhaldsflokksins í íslenskum stjórnmálum, Alþýðubandalags- ins,“ segir í ályktun SUS. Sú ríkisstjórn, sem nú situr, mótar enga heildarstefnu í at- vinnu- og efnahagsmálum. Síðasta kákfrumvarp orkumálaráðherra ber þess glöggt vitni, svo og síðasta útspil ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem sýnir ber- lega, að ríkisstjórnin hefur enga fastmótaða efnahagsstefnu, en miðar við það eitt að stjórna frá degi til dags. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja ríkisstjórnarinnar um auk- inn kaupmátt launa, hefur hún seilst æ dýpra í vasa launafólks og þess vegna er hætta á að mikil átök séu framundan á vinnumark- aðnum. vera spegilmynd af vilja þjóðar- innar. Það er einn mikilvægasti hornsteinn lýðræðisins og þess vegna er nauðsynlegt að breyta kosningafyrirkomulaginu og stjórnarskrárákvæðum um störf Alþingis á þá lund, að þessi markmið náist. Vandamál íslensks þjóðfélags eru fyrst og fremst vegna lélegrar stjórnunar og ofstjórnar fram- kvæmdavaldsins. Ungir sjálfstæð- ismenn ítreka því kröfu sína um minni ríkisafskipti, aukna vald- dreifingu og réttláta kjördæma- skipan. Jón Gauti fram- kvæmdastjóri Nátt- úruverndarráðs Afkoma togara- útgerðar mjög slæm árið 1980 20% hækkun auglýsinga í útvarpi Samþykkt á ríkis- stjórnarfundi í gær RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær 20% hækkun á auglýsingagjaldi Ríkisút- varpsins. Þá samþykkti ríkis- stjórnin einnig 21% hækkun á leikskólagjöldum og 18% hækkun á dagheimilagjöldum. Þá var einnig samþykkt 42% hækkun á húsaleigu. Valgeir ráðinn BORGARSTJÓRN Reykjavík ur samþykkti á fundi sínum i gær. að ráða Valgeir Guðjóns- son í stöðu forstöðumanns fé- lagsmiðstöðvarinnar i Árbæ. Félagsmiðstöðinni hefur verið gefið nafnið Ársel. Við atkvæðagreiðslu hlaut Valgeir Guðjónsson tólf at- kvæði og Guðmundur E. Páls- son þrjú atkvæði, en aðrir umsækjendur ekkert. Alls bár- ust 11 umsóknir um stöðu for- stöðumanns félagsmiðstöðvar- innar. — segir^hagfræð- ingur LÍÚ „AFKOMA togaraútgerðarinnar var mjög slæm í fyrra og ástand- ið hefur farið versnandi á þessu ári.“ sagði Ágúst Einarsson, hag- fra'ðingur LIÚ, i samtali við Mbl. Ágúst sagði að undanfarið hefðu LIÚ borizt reikningar margra útgerðarfyrirtækja fyrir árið 1980 og fleiri reikningar væru væntanlegir. „Við erum að yfir- fára reikningana og útkoman er vægast sagt hörmuleg. Jafnvel sum af aflahæstu skipunum koma herfilega út. Það er aðallega óhemju vaxtabyrði og gengismun- ur, sem valda þessari slæmu stöðu, hækkun lána í erlendum gjaldeyri var ofsaleg í fyrra. Það er alveg ljóst að fiskverð þarf að hækka verulega ef leysa á vand- ann,“ sagði Ágúst. Á því þingi, sem nú er að ljúka störfum, hefur það sýnt sig, að skipulag og starfshættir Alþingis eru þinginu til skammar og síst til þess fallin að auka virðingu þess. Við þinglok eru afgreidd fjölmörg lög á færibandi, umræðulítið eða umræðulaust. Valdaframsal Al- þingis til framkvæmdavaldshafa er þó mun alvarlegra og leiðir til minnkandi áhrifa Alþingis og rýr- ir virðingu þess. Alþingi þarf að vera og á að HALLDÓR Blöndal, alþingis- maður, gagnrýndi ríkisstjórn- armeirihlutann á Alþingi mjög harðlega í fyrrakvöld fyrir að koma í veg fyrir, að ýmis mál JÓN GAUTI Jónsson var í gær valinn úr hópi 18 umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs. Á fundi ráðsins í gær hlaut Jón Gauti 5 atkvæði ráðsmanna, Stef- án Thors arkitekt 1 atkvæði og einn sat hjá. Jón Gauti Jónsson er landfræð- ingur að mennt. Hann vann hjá Náttúruverndarráði um 3ja ára skeið, en hefur kennt undanfarin 1—2 ár á Akureyri. flutt af einstökum þingmönnum stjórnarandstöðunnar, fengju eðlilega umfjöllun i þingdeildum. Nefndi Halldór í þessu sam- bandi sérstaklega afgreiðslu frumvarps um dýralækna, sem Halldór sagði hafa fengið af- greiðslu þingnefndar, en fékk ekki umfjöllun í neðri deild í fyrra- kvöld, þrátt fyrir að málið væri á prentaðri dagskrá deildarinnar og hann hefði gert ítrekaða kröfu um að málið yrði tekið upp. Enn í lífshættu LlÐAN drengsins sem stórslasað- ist sl. þriðjudag er hann varð fyrir fólksbifreið á gamla Hafnarfjarð- arveginum nokkru fyrir ofan Nesti var óbreytt í gær. Hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsl og var talinn í lífshættu. Hann liggur á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Heilbrigðisráðherra á eftir að taka ákvörðun Ileilbrigðisráðherra á eftir að taka ákvörðun um hver verður ráðinn forstjóri Bruna- botafélagsins, en það er rétt að mér hefur borist bréf frá framkvæmdastjórninni þar sem farið er fram á að ég starfi áfram sem forstjóri, sagði Ásgeir Ólafsson forstjóri Brunabotafélags íslands í samtali við Morgunblaðið í gær. I Morgunblaðinu var í gær haft eftir Magnúsi H. Magnús- syni, formanni framkvæmda- stjórnar Brunabótafélagsins, að hún hefði farið fram á það við Ásgeir að hann gegndi starfinu áfram og hefði hann samþykkt það fyrir sitt leyti. Ásgeir Ólafsson sagði að Svav- ar Gestsson heilbrigðisráð- herra myndi taka ákvörðun um ráðningu forstjóra og vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um málið í gær. Hindra eðlilega meðferð mála stjórnarandstæðinga í deildum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.