Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 Endurbætur á ullarfranileiðslu Loftræstiviftur, blöndunarviftur og steypujárnsgrindur settar í fjárhúsin NÝLEGA var haldinn blaða- mannafundur á vcjíum Rann- sóknastofu landbúnaðarins þar sem kynntar voru endurbætur á ullarframlciðslu. Nú er islenskur ullarvarninKur fluttur tii margra landa ojf telst seldur á Koðu vcrði. SI. ár var alls fluttur út ullarvarninKur fyrir 15,3 milljarða kr. Ullariðnaðurinn er sú grein iðnaðar sem að gengur næst álframleiðslu að verðmætasköp- un. Þrátt fyrir þetta hafa bændur oft litið á ullina sem aukaafurð og meðhöndlað hana sem slíka. Það leiðir af sér að gæði hennar eru mikið lakari en þau gætu verið. Þeir gallar sem eru hvað mest áberandi, eru að hvíta ullin hefur verið of blökk á litinn, þá skemmd af rauðgulum illhærum og stækju í húsunum auk þess sem að heyrusl er oft áberandi í henni. Stundum hefur erlendri ull ver- ið blandað saman við og flíkin tapað áferð sinni og mýkt en fengið á sig hvítari lit. Rannsóknastofnunin hefur unnið að því að framleiða hvíta ull og framleiða flíkur úr henni í tilraunskyni. Þessu verkefni var valinn staður á Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu og á Skriðuklaustri í Fljótsdal í Norður-Múlasýslu. Fór svo að verkefnið tafðist á Skriðuklaustri, en niðurstöður liggja ljósar fyrir á Reykhólum. Þær umbætur sem voru gerðar á fjárhúsunum voru aðallega að loftræstiviftur voru settar til að draga loft út úr húsunum og blöndunarviftur voru settar sem blönduðu útilofti sam- an við hlýja loftið í fjárhúsunum. Grindur úr steypujárnsteinum voru settar í allar jöturnar í fjárhúsunum. Þær grindur lokuðu jötunum á meðan verið var að gefa, en voru síðan látnar leggjast yfir heyið og át féð þá í gegnum grindurnar. Að lokum eftir að ullin frá Reykhólum var komin var hún borin saman við venjulega ís- lenska ull, sem var blanda af úrvalsull og 80% fyrsta flokks ull. Framleiddar voru flíkur úr báð- um sýnishornum og dómarar frá verzlunarfyrirtækjum dæmdu flíkurnar án þess að fá að vita úr hvorri ullargerð hver flíkin var. Niðurstöður sýndu að Reykhóla- ullin kom mikið betur út, hún Á myndinni má sjá ullina frá Reykhólum, skjannahvíta. hafði meira slitþol og voru betri flíkur framleiddar úr henni. í eftirfarandi töflu sést einkunn Reykhólaullarinnar og saman- burðarullarinnar: Ljóst er að mikið má bæta Atriði Reykhólaull Samanhurðarull. (5 best. einkunn einkunn 1 verst) Ilvítleiki 4.0 2,1 Dökk hár 4,4 2.7 Mor 3,8 3,5 Áferð 3.2 2,4 Gljái 3,0 2,0 Mýkt 3,1 2,5 Meðaleinkunn 3,6 2,5 Hlutföll 143 100 • Stefán Aðalsteinsson t.v. sem stýrði rannsókninni og Björn Sigurbjörnsson forstjóri Rannsóknarstofu landbúnaðarins. Þessi ull myndi varla fara í úrvalsflokk, en hún vill oft verða svona skemmd af bleytu í fjárhúsi og heyrusli og slæmri stækju i húsum. gæðin á útflutningsvarningi úr íslenskri ull með því að rækta fé með alhvíta ull og halda fjárhús- unum þurrum og hreinum. Ef að uliin telst þriðja flokks fær bóndinn 433 krónur á kílóið, en ef ullin er dæmd í úrvalsflokk fær hann 2390 fyrir kílóið. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frá Raunvisinda- stofnun Iláskóla íslands: „Síðastliðinn þriðjudag varð fólk í Mosfellssveit og á Kjalar- nesi vart við stóra flugvélar Orion-gerð sem flaug fram og Segulmæling- ar úr lofti aftur yfir sveitinni í alllangan tíma. Hér var á ferðinni flugvél frá Sjómælingastofnun banda- ríska flotans, en sú stofnun annast m.a. segulkortagerð og gerð sjó- korta af hafsvæðum víða um heim. Flugvélin var búin sérstök- um tækjum til segulmælinga og var verkefni hennar að kanna segulsviðið yfir segulmælingastöð Raunvísindastofnunar Háskólans í Leirvogi í Mosfellssveit. Vélin kom hingað til lands frá Noregi í þessum tilgangi og fer aftur til Noregs á föstudag til að halda áfram hliðstæðum mælingum þar. Á miðvikudagsmorgun var ís- lenskum vísindamönnum boðið að skoða flugvélina, sem búin er tregðuleiðsögukerfi af nýrri og mjög fullkominni gerð og getur framkvæmt mælingar á stefnu og styrkleika segulsviðs með ná- kvæmni sem nálgast þá sem kraf- ist er við mælingar á jörðu niðri. Síðdegis á miðvikudag heim- sóttu leiðangursmenn segulmæl- ingastöðina í Leirvogi og kynntu sér tækjabúnað þar, en stöðin er sú eina hér á landi og er legu sinnar vegna ein hin mikilvægasta sinnar tegundar í heiminum. í segulmælingastöðvum er fylgst með breytingum sem verða á styrkleika og stefnu segulsviðs jarðar, bæði skammtímabreyting- um sem stafa af rafstraumum í háloftunum og fylgja truflunum frá sólu, og einnig hægfara breyt- ingum sem eiga upptök sín í kjarna jarðarinnar. Mælingar á þessum breytingum eru m.a. not- aðar til að leiðrétta misvísun á kortum sem notuð eru við flug og siglingar, og skýrir það með öðru áhuga sjómælingastofnana á slík- um mælingum. Á Raunvísindastofnun Háskól- ans hefur á undanförnum árum verið unnið að gerð segulkorts af íslandi með mælingum úr flugvél og hefur segulstyrkleikinn verið skráður mjög nákvæmlega, en búnaður til stefnumælinga hefur ekki verið fyrir hendi. Mælingar hinnar bandarísku sjómælinga- stofnunar að þessu sinni munu væntanlega bæta mikiivægum upplýsingum við þær sem fyrir voru, og að beiðni Raunvísinda- stofnunar hafa leiðangursmenn fallist á að gera viðbótarmælingar á leið sinni að og frá landinu, sem komið gætu að gagni við kortagerð hérlendis." Sambandsstjórn Málm- og skipasmiðasambands Islands: íslenskum skipasmíðastöðvum verði falin smíði fiskiskipa BORIST hefur eftirfarandi álykt- un sem fundur i sambandsstjórn Málm- og skipasmiðasambands íslands samþykkti: Undanfarið hefur verið og er enn veruleg óvissa varðandi ný- smíðaverkefni innlendra skipa- smíðastöðva. Ástæða þessa óvissuástands er, hvernig staðið hefur verið að fjármögnun innlendra skipasmíða og sú tilhneiging stjórnenda Fisk- veiðasjóðs að lána til kaupa á fiskiskipum erlendis frá. Þau skip eru í mörgum tilfellum notuð eða ætluð til annarra veiða en stund- aðar eru hér við land og þurfa því oft breytinga og endurbóta við. Þótt gerðir hafi verið margir smíðasamningar milli útgerðar- fyrirtækja og innlendra skipa- smíðastöðva, hafa aðeins fáir samninganna verið samþykktir af lánastofnunum og fyrirkomulag á afgreiðslu fjármagns hefur tafið og jafnvel stöðvað um tíma smíði skipa. Grundvöllur samkeppnisað- stöðu innlendra skipasmíðastöðva, bæði hvað varðar verð og smíða- tíma, er að stöðvarnar hafi stöðug verkefni, sem skipulögð eru fram í tímann. Nú hefur Fiskveiðasjóður til- kynnt, að ekki verði frekari lán- veitingar til innlendra skipasmíða á þessu ári og að frestað verði raðsmíði fiskibáta til næsta árs, á sama tíma er verkefnaaðstaða innlendra skipasmíðastöðva þann- 'g' Ein skipasmíðastöð, á Seyðis- firði, hefur ekkert nýsmíðaverk- efni. Tvær stöðvar, Stálvík hf., Garðabæ, og Þorgeir og Ellert, Akranesi, hafa mjög takmörkuð og ótrygg nýsmíðaverkefni. Þetta ástand getur leitt til atvinnuleysis hjá starfsmönnum þessara fyrir- tækja síðari hluta ársins. Komi til atvinnuleysis hjá starfsmönnum skipasmíðastöðva, er það innflutt atvinnuleysi. Með innfluttum skipum er keypt vinna, sem íslenskir skipasmiðir eru hæfir og reiðubúnir að fram- kvæma, fái þeir tækifæri til. Sambandsstjórn Málm- og skipasmiðasambands Islands átel- ur, hvernig staðið hefur verið að fjármögnun innlendra skipa- smíða, allt frá upphafi stálskipa- smíða hérlendis og mótmælir harðlega, að svo virðist sem lán- veitingar til skipakaupa erlendis í NÝLEGU fréttabréfi Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins kemur m.a. fram að fyrstu tvo mánuði þessa árs var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum 14,7% minni en sömu mánuði og 1980. í mars i ár tóku mjólkur- samlögin á móti tæplega 6,7 milljónum lítra, en það var 8,6% minna en í mars í fyrra. Af stærri samlögunum var samdrátturinn mestur hjá mjólkursamlaginu i Borgarnesi eða rúm 14%, en tiltöíulega minnstur hjá mjóíkur- samlaginu á Akureyri eða 3,2%. Hjá mjólkursamlögunum á Blönduósi og Sauðárkróki varð smávegis aukning á innveginni mjólk í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri var mjólkin aðeins 0,8% minni en í fyrra og hjá Mjólkurbúi hafi forgang fram yfir innlenda skipasmíði. Jafnframt mótmælir sambands- stjórn Málm- og skipasmiðasam- bands ísiands sérstaklega ákvörð- un stjórnenda Fiskveiðasjóðs, um að fresta raðsmíði fiskibáta inn- anlands. Sambandsstjórn Málm- og skipasmiðasambands íslands beinir því til iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra, að íslensk- um skipasmíðastöðvum verði falin smíði fiskiskipa, í samræmi við endurnýjunarþörf fiskiskipaflot- ans, samkvæmt sérstakri áætlun þar um. Flóamanna var samdrátturinn 4,0%. Aftur á móti var mjólkin 11,5% minni hjá mjólkursamlag- inu í Borgarnesi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur verið tekið á móti 27,3 milljónum lítra af mjólk en það var rúmlega 3 milljónum minna en sömu mánuði í fyrra eða 10%. I Fréttabréfinu kemur einnig fram að samdrátturinn í mjólkur- framleiðslunni sé að minnka, að hún sé nú að nálgast þarfir landsmanna. i Leiðrétting NAFN Ásgeirs Einarssonar dýra- læknis, misritaðist í blaðinu sl. miðvikudag, stóð þar Ágúst. Er hann beðinn velvirðingar á þeim mistökum. Minni mjólkurfram- leiðsla í ár en í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.