Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981 Heilbrigðis- og trygginganefnd: Frumvarp um fram- kvæmdasjóð aldraðra Frumvarp félagsmálaráðherra fari í endur- skoðun ásamt frumvarpi Péturs Sigurðssonar Heilbrijíðis- og trygginganefnd neðri deildar Alþingis hefur einróma lagt til, að frumvarp félagsmálaráðherra „um heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða“, sem fjölmarg- ar breytingartillögur hafa komið fram við, verði ekki afgreitt á þessu þingi. Hinsvegar hefur nefndin ákveðið að bera fram frumvarp til laga um framkvæmdasjóð aldraðra, þar sem mikilvægt sé að afla fjár til húsnæðis- og sjúkrastofnana fyrir aldrað fólk. t»á leggur nefndin til, að kjörin verði sérstök nefnd tii að endurskoða stjórnarfrumvarp um heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða, framkomnar breytingartillög- ur við það, sem og frumvarp Péturs Sigurðssonar (S) o.fl. um sama efni. í frumvarpi nefndarinnar er lagt til að stofna sérstakan sjóð til að stuðla að byggingu húsnæðis og dvalarstofnana fyrir aldraða. Sjóðurinn beri heitið Fram- kvæmdasjóður aldraðra. Leggja skal 100 krónur á hvern skattskyldan einstakling í fyrsta sinn 1981. Nýta má ónýttan per- sónuafslátt samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt til greiðslu þessa gjalds. Auk þessa gjalds gangi til sjóðsins beint framlag ríkissjóðs, samkvæmt fjárlögum hverju sinni, inneign í Bygg- ingarsjóði aldraðs fólks, frjáls framlög o.fl. Sjóðurinn skal vera í vörzlu Tryggingastofnunar ríkis- ins, en viðkomandi ráðherra skip- ar þriggja manna sjóðsstjórn til fjögurra ára í senn. Dvalarstofnanir aldraðra, skv. frumvarpinu, eru skilgreindar svo: hjúkrunarheimili til langdvalar, sjúkradeildir með aðstöðu fyrir öldrunarlækningar og göngudeild- ir hannaðar á hliðstæðan hátt, íbúðir, sérhannaðar fyrir þarfir aldraðra, byggðar á félagslegum grundvelli og dvalarheimili aldr- aðra með íbúðarherbergjum og aðstöðu fyrir tómstunda- og fé- lagsstarf. Hlutverk sjóðsins er: 1. að fjármagna byggingar ríkis- ins vegna stofnana fyrir al- draða, sbr. 3. gr. stafliði a) og b). 2. að veita sveitarfélögum og öð- rum framlög til að kaupa eða byggja húsnæði fyrir aldraða, skv. 3. gr. stafliðum c) og d). Ráðherra setur nánari ákvæði um sjóðinn í reglugerð. Ráðherra gerir í samráði við fjárveitinga- nefnd og stjórn sjóðsins áætlun til 5 ára í senn um framkvæmdir, skv. 1. gr. Um framkvæmdir samkv. þess- ari grein fer skv. lögum nr. 63/1979 um skipan opinberra framkvæmda, eftir því sem við á. Þingdeildir deila um orðmyndir: „Landakaup44 eða „landkaup44 Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp um myndun sjóðs, sem hafi það hlutverk að veita kaupstöðum og kauptúnum lán til kaupa á landi innan marka þeirra. Ekki hefur verið ágreiningur um efnisatriði þessa frumvarps, en harðar deilur um heiti þess, þ.e. um málfræðileg atriði eða málsmekk. Frumvarpið, eins og ríkisstjórn- in lagði það fram, hét „frumvarp til laga um landakaupasjóð vegna kaupstaða og kauptúna". Efri deild Alþingis, hvar frumvarpið var lagt fram, breytti orðinu landakaupasjóði i landkaupasjóð, felldi niður eitt a. Stóð félags- málanefnd deildarinnar einhuga að þessari breytingu, sem staðfest var af þingdeildinni. Síðan gekk frumvarpið til neðri deildar, sem samþykkti það með einni breyt- ingu, þ.e.a.s. orðinu landkaupa- sjóður var aftur breytt í landa- kaupasjóð. Meirihluti félagsmála- nefndar neðri deildar (Alexander Stefánsson, Jóhann Einvarðsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Eggert Haukdal og Jóhanna Sig- urðardóttir), lagði til þessa breyt- ingu, sem deildin samþykkti. Málið gekk þvi aftur til efri deildar. Þar var heiti frumvarps enn breytt og landakaupasjóði breytt í landkaupasjóð. Málið þarf því enn til neðri deildar. í efri deild var lesin upp umsögn prófessors Halldórs Halldórsson- ar, svohljóðandi: „Orðin landkaup og landakaup koma bæði fyrir í fornu máli, sbr. orðabækur Johans Fritzners og Guðbrandar Vigfússonar. Bæði orðin merkja „kaup á landi", þó getur landakaup einnig merkt „skipti á landi“, sbr. hnífakaup. Alkunnugt dæmi um landkaup er í Laxdælu: „Bolli hafði landkaup í Tungu að ráði Ólafs", sbr. íslenzk fornrit V, 159. Bæði orðin eru rétt mynduð samkvæmt orðmyndunarreglum ísl. tungu. Vera má, að andstaða við orðið landkaup stafi af því, að fólki finnist, að stofn orðs í samsetningu geti aðeins átt við eintölu. Ef menn leiða hugann að orðum eins og fiskbúð kemur í ljós, að það táknar ekki búð, þar sem seldur er einn fiskur heldur margir fiskar og meira að segja margar fisktegundir. Með orðinu kaup er hægt að nota stofn sem fyrri lið í samsettu orði, t.d. fiskkaup, ef. et., t.d. fjárkaup, ef. flt., t.d. hrossakaup og auk þess lýsingarorð, t.d. lausa- kaup. Til gamans mætti benda á, að orðið landakaup mætti misskilja sem „kaup á heimabrugguðu áfengi". Þá má og geta þess, að landsala kemur fyrir í fommáli, en landa- sala ekki, að því er séð verður af orðabókum." Nú er eftir að vita hvort ágrein- ingur milli þingdeilda um orðin landakaup og landkaup veldur því, að þetta stjórnarfrumvarp verður úti á ferðalagi milli þing- deilda. Opinber gjöld: Innheimtuþóknun til atvinnurekenda Frumvarp um endurgjald fyrir þjónustu við opinbera aðila „Hvarvetna, þar sem atvinnu- rekendum er með lagaboði gert skylt að innheimta opinber gjöld eða aðrar greiðslur hjá starfsfólki sinu eða kaupendum vóru þeirra eða þjónustu, skal greiða þeim þóknun fyrir inn- heimtuna er nemi 3% — þremur af hundraði — af upphæð inn- heimtra gjalda. Þóknunin greiðist um leið og innheimtu- fénu er skilað til réttra aðila, enda sc það gert innan þeirra tímatakmarka sem lögboðin eru.“ Þannig hljoðar frumvarp sem Friðrik Sophusson (S) hef- ur flutt á Alþingi. Hliðstætt frumvarp var flutt á 88. löggjafarþinginu af Skúla heitnum Guðmundssyni, sem þá var þingmaður Framsóknar- flokks. Frumvarpinu var vísað til ríkisstjórnar 16. apríl 1968, en ekkert hefur gerzt í málinu síðan. Helztu gjöld, sem atvinnu- rekendur innheimta fyrir opin- bera aðila, eru: útsvör launþega, tekjuskattur launþega, sölu- skattur, launaskattur, iðnað- argjald, iðnlánasjóðsgjaid, slysatryggingagjald, atvinnu- leysistryggingagjald, lífeyris- gjöld, sjúkrasjóðsgjöld og orlofs- fé. Þannig framkallast nýja Polaroid-litfilman sjálf á einni minútu — og útkoman verður glögg mynd. Ný litfilma frá Polaroid: Myndin tilbúin á einni mínútu Augnabliksmyndatökur með Polaroid-myndavélum vinna stöð- ugt á vegna þess hversu skemmti- legar þær eru. Um langt skeið hefur verið unnið að endurbótum á þeirri tækni sem bak við þessar myndir liggur — bæði á mynda- vélum og filmum — hjá Polaroid- fyrirtækinu. og miklum fjármun- um varið til rannsókna i þvi skyni. Á blaðamannafundi er Ljós- myndaþjónustan sf., Laugavegi 178, efndi til fyrir skömmu var kynnt nýjung frá Polaroid — hin nýja Polaroid-litfilma „Supercol- our time zero SX - 70“. Gafst blaðamönnum kostur á að prófa myndatökur með þessari nýju filmu. „Supercolour time zero“- litfilman er mjög nákvæm filma sem framkallast á aðeins einni mínútu — oger myndin hreinni og skarpari með þessari nýju filmu en áður hefur náðst í augna- bliksmyndum. Neytendarannsókn- ir bæði vestan hafs og austan sýna að Polaroid-litmyndir hafa mjög góða endingu. Á blaðamannafundinum var bent á að hægt er að láta gera aukamyndir af Polaroid-litmynd- um og er slík þjónusta hjá Ljós- myndaþjónustunni sf. Þar fást einnig albúm sem framleidd eru sérstaklega fyrir Polaroid-lit- myndir. Þá var bent á að þótt margir litu eflaust á Polaroid-litmyndatökur sem beztu aðferðina til að skrá sögu fjölskyldunnar þá bjóði þessi Ijósmyndatækni uppá fjölmarga aðra möguleika. Polaroid-myndin sýnir t.d. glögg verksummerki: Það er verið að gera skýrslu um framvindu verks en vantar stað- festingu. Það bilar eitthvað — hversu mikið þarf að panta af varahlutum? Bílar lenda í árekstri — hversu mikið er tjónið? Góð mynd segir oft meira en mörg orð og því sparar Polaroid bæði tíma og fyrirhöfn — ekki síst vegna þess að í flestum tilvikum tekur góð mynd af öll tvímæli. Nú fást Poiaroid-myndavélar í 'X Mats Wibe Lund ljósmyndari sýnir blaðamönnum eina af nýjustu Polaroid-myndavélun- um. Þessi er með sjálfvirkri fjarlægðarstillingu. innbyggð- um sjálfvirkum Ijósmæli og eilífðarflassi. Ljósm. Kmilia. mörgum verðflokkum — allt frá ódýrum einföldum vélum upp í nettustu „snobbvélar" sem brjóta má saman og ekki taka meira pláss en lítill vindlapakki. Er verð á myndavélum frá 387 kr. til 2.317 kr. en á filmum frá kr. 80. Á dýrari vélunum frá Polaroid er sjálfvirk fjarlægðarstilling með sónar — þ.e. hljóðbylgjuútbúnaði er nær út fyrir tíðnissvið heyrnar okkar. Þeim fylgir eilífðarflass og í þeim er sjálfvirkur innbyggður ljósmælir. Ferðamannaþjónusta í Steinsstaðaskóla ÁKVEÐIÐ hefur verið að hafa ferðamannaþjónustu í Steinsstaðaskóla i Skagafirði 2 mánuði af þessu sumri. Er þar um að ræða svefnpokagistingu og eldhúsafnot eða kaup á veitingum. Sundlaug hefur verið sett upp við Ásgarð ásamt setlaug en baðklefar eru i félagsheimilinu. Tjaldstæði eru fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.