Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 1
40 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 113. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Mótmælasvelti IRA: Sá fjórði látinn liolfast. 21. mai. AP. FJÓRÐI IRA-fanKÍnn, Patrick O'IIara, lést f Maze-fanKclsinu i Bclfast í kvold. Hann hafði þá vcrið 61 daK í mótmælasvelti. Fclaííi hans. Raymond McCreesh lést í Mazc-fangelsinu i nótt en hann hóf mótmælasvelti um leið ok McCreesh. Þá var Brendan McLauKhlin, sem hóf mótmæla- svelti þann 15. maí siðastliðinn fluttur úr Maze-fangclsinu i sjúkrahús vegna innvortis blæð- inKa. Yfirvöld sögðu. að þrátt fyrir innvortis blæðinKar, þá hefði McLautrhlin ekki óskað eftir læknishjálp. Um leið og dauði McCreesh spurðist út í morgun, brutust út óeirðir. Kaþólikkar í Belfast köst- uðu eldsprengjum að brezkum hermönnum og leyniskyttur skutu að þeim. Hermenn særðu eina leyniskyttu og höfðu írskir IRA- skæruliðar hann á brott með sér áður en hermenn komust á stað- inn. Óeirðirnar í dag voru þó ekki eins víðtækar og þegar Sands og Hughes létust eftir mótmælasvelti Sinn Fein, hinn stjórnmálalegi armur írska lýðveldishersins, til- kynnti í dag, að sjöundi fanginn í Maze-fangelsinu, Kiernan Doh- erty, hefði hafið mótmælasvelti. Kardinálinn yfir írlandi, Tomas Fiaich, hvatti brezk stjórnvöld til að láta af „þrjósku sinni". „Ef svo heldur sem horfir, munu brezk stjórnvöld standa _yfir moldum allra kaþólikka á N-Irlandi,“ sagði kardinálinn í yfirlýsingu í dag. Jafnframt hvatti hann IRA-fanga til að láta af mótmælasvelti og fordæmdi morð og ofbeldi IRA. Á CHAMPS-ELYSÉE. Francois Mitterrand, hinn nýi forseti Frakklands, veifar til fólksins. Simamynd-AP. Byssusal- ar flúnir Vínarhorg. Romarhorg. 21. maí. AP. TVEGGJA austurrískra vopna- sala er nú ákaft leitað. I>eir eru taldir hafa látið Mehmet Ali Agca. sem sýndi Jóhanncsi Páli II páfa banatilra'ði. í té hyssu þá sem hann notaði þegar hann skaut á páfa. Lögreglan í Vínar- borg skýrði frá því í dag. að Ali Agca hcfði verið í Austurríki í apríl síðastliðnum. Byssusalarnir, Otto Tintner og Horst Gallmayer, hafa horfið sporlaust. Þeir voru yfirheyrðir síðastliðinn föstudag. Þeir vildu þá ekkert kannast við að hafa látið Agca fá byssuna en í ljós hefur komið, að Tintner tók byssuna, sem Agca notaði, úr tolli. Það var ekki fyrr en nú í vikunni, að vitneskja þessi kom í ljós en þegar lögreglan ætlaði að hafa tal af þeim kumpánum, voru þeir flognir úr hreiðrum sínum. Jóhannes Páll II páfi hlýddi t dag á messu á sjúkrahúsi og segja læknar hann á góðum batavegi. Mitterrand tekur við og hvetur til einingar París. 21. mai. AP. FRANCOIS Mitterrand varð fyrsti forseti sósialista i Frakklandi i dag og hvatti til þjóðareiningar og réttlætis i heiminum. Hann lýsti Sakharov heiðurs- borgari New York Npw York. 21. mai. AP. ANDREI Sakharov, sovéski and- ófsmaðurinn og Nóbelsverð- launahafinn, varð sextugur í dag. í tilefni afmælisins var hann gerður að heiðursborgara New York. Edward Koch, borgarstjóri Ncw York, afhenti í dag Tatyönu Yankelevich, stjúpdóttur Sakh- arovs, „lykil að New York“. „Ég vildi gjarna sjá þennan lykil I höndum þess manns, sem ekki einu sinni á lykil að eigin heim- ili.“ sagði Tatanyna eftir að hafa tekið við lyklinum úr hönd Kochs. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna minntist afmælis Sakh- arovs og sagði, að hann væri hetja; maður sem væri reiðubúinn til að fórna öllu fyrir sannleikann, mannréttindi og frelsi. Yelena Bonner, eiginkona Sakh- arovs, dvaldi hjá manni sínum í dag í borginni Gorky, þar sem hann nú dvelst í útiegð. Hún er eini gesturinn, sem reglulega fær að heimsækja Sakharov. Andófs- menn i Moskvu minntust afmælis Sakharovs með því að dreifa myndum af honum. Sakharov hef- ur nú verið í sextán mánuði í útlegð í Gorky og þrátt fyrir mikinn þrýsting erlendis frá, virð- ist ekki fyrirsjáanlegt, að hann losni úr prísundinni. Heilsu hans hefur mjög hrakað síðustu mánuði og oftsinnis hefur hann mátt sæta misþyrmingu sovéskra lögreglu- þvi yfir að verkamenn Frakklands, meirihluti þjóðarinnar. væru í fyrsta sinn orðnir ráðandi afl i stjórnmálum landsins. Hann lagði rauðar rósir að minn- isvarða óþekkta hermannsins undir Sigurboganum og fagnaði kunnum leiðtogum Alþjóðasambands jafnað- armanna, þar á meðal Willy Brandt, sem mættu til að samgleðjast hon- um. Arthur Miller og Melina Mer- couri voru meðal gesta í kvöldverð- arboði í forsetahöllinni eftir athöfn- ina við Sigurbogann. Pierre Mauroy, borgarstjóri í Lille, tók við starfi forsætisráðherra og setti á strangt gjaldeyriseftirlit í kvöld til að stemma stigu við falli frankans, sem í dag var skráður Gjaldeyris- eftirlit sett á lægra verði en nokkru sinni fyrr gagnvart dollar. Hann leggur fram ráðherralista sinn á morgun. Þá verður þing einnig rofið. Kommúnistaleiðtoginn Georges Marchais tók ekki þátt í hátíðar- höldum dagsins og það vakti at- hygli. Stuðningsmenn hans vildu lítið gera úr því og sögðu að hann gegndi engu embætti. Sýrlendingar flytja fallbyssur í Bekaa<Ial Bcirút. 21. m»i. AP. EFTIR AÐ skyggja tók í kvöld fluttu Sýrlendingar að minnsta kosti 18 langdrægar fallbyssur I Bekaa-dalinn í Líbanon. Her- flutningahílarnir voru án ljósa og mikil leynd hvíldi yfir flutn- ingunum en að sögn ibúa á svæðinu, fóru að minnsta kosti 54 herflutningabilar um þjóðveg- inn frá Damaskus til Bekaa- dalsins. Skömmu eftir að herflutn- ingabílarnir með fallbyssurnar höfðu farið um, komu aðrir í kjölfarið með skotfæri. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hinum langdrægu fallbyssum var komið fyrir en Sýrlendingar hafa þegar komið fyrir eldflaugapöllum í dalnum og skotið niður ísraelska flugvél. Herflutningarnir til Líbanon hófust eftir að Hafez Assad, forseti Sýrlands, hafnaði kröfu Menachem Begins, forsætisráð- herra ísraels, um, að Sýrlend- ingar ekki aðeins flyttu allar eldflaugar í Bekaa-dalnum á brott heldur einnig eldflaugar, sem staðsettar eru í Sýrlandi skammt frá líbönsku landamærunum. „Begin krefst afvopnunar Sýr- lands. Þessi krafa hans er fárán- leg,“ sagði Assad. Viðsjár hafa mjög aukist í kjölfar þessara vopnaflutninga og virðist aðeins tímaspursmá) hve- nær skerst í odda með Sýrlend- ingum og ísraelum. Arabískir diplómatar í Damaskus sögðu í kvöld, að utanríkisráðherrar Ar- abaríkja, sem koma munu saman til fundar á morgun í Túnis, muni samþykkja eindregna stuðnings- yfirlýsingu við málstað Sýrlend- inga í eldflaugadeilunni. Harðir bardagar geisuðu í dag milli sýrlenskra hermanna og kristinna hægri manna í hafnar- borg Beirút. Sýrlenskir hermenn beittu stórskotaliði. Menachem Begin átti í dag viðræður við Philip Habib, sérlegan sendimann Ronald Reagans, forseta Banda- ríkjanna. Búist er við, að Habib muni halda til Damaskus um helgina. Hátíðarhöldin náðu hámarki í Pantheon þar sem franskar hetjur eru grafnar og þar vottaði Mitterr- and sósíalista-frumherjanum Jean Jaurés og andspyrnuhetjunni Jean Moulin virðingu sína. Áður bauð Jacques Chirac, borgarstjóri gaull- ista í París, Mitterrand velkominn til ráðhússins. Mitterrand gekk síðasta spölinn til Pantheon í Latínuhverfinu á vinstri bakka Signu og á eftir honum starfsmenn og leiðtogar sósialistaflokksins. Mitterrand er 21. forseti Frakklands og fjórði forseti Fimmta lýðveldisins. Embættistakan hófst með 15 mín- útna fundi Mitterrands og Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi for- seta, í Elysée-höll þar sem 500 kunnir gestir voru saman komnir og hlýddu á lestur formlegrar yfirlýs- ingar um kosningasigurinn. Að fundinum loknum gekk Giscard d’Estaing út og þar með lauk forsetaferli hans. Hundruð manna hrópuðu „Mitterrand, Mitterrand“ þegar Giscard d’Estaing gekk hjá. Mitterrand skipaði Pierre Bere- govoy starfsmannastjóra sinn og valdi yngsta fjögurra stjörnu hers- höfðingja Frakka, Jean Saulnier úr flughernum, helzta hernaðarráðu- naut sinn. Kjarnorkuherliðið heyrir undir Saulnier og skipun hans þykir sýna þá þýðingu er Mitterrand telur það hafa. í embættistökuræðunni kvað Mitterrand skyldu Frakka að koma á „nýju bandalagi sósíalisma og frelsis". Öryggi gæti ekki ríkt þar sem óréttlæti réði og skortur á umburðarlyndi. Raunverulegt þjóðasamfélag væri ekki til, þegar tveir þriðju hlutar mannkyns yrðu að þola hungur og fyrirlitningu. Réttlátt og sameinað Frakkland, er lifði í friði við alla, gæti létt mannkyninu sporin. SJú svipmynd »1 Picrrc Mauroy. hinum nýja (orsirtisrúAhorra Frakklands. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.