Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 Fjöldatakmarkanir í Háskólanum Almennur stúdentafundur um málid eftir Atla Eyjólfsson, fulltrúa Vöku í Háskólaráði Almenningur á íslandi hefur oft sérstök tækifæri til þess að fylgj- ast með því, sem helst er að gerast . innan veggja háskólans. Nú verð- ur háskólinn 70 ára á næstunni, en hann var stofnaður 1911 og var það stórvirki alveg út af fyrir sig. Fjölmiðlar munu þá væntanlega beina sjónum sínum að Háskóla íslands og minnast þess, sem vel hefur farið. Gott er það og blessað, að minnast þess, sem vel hefur farið á 70 ára afmælum, en ýmsu er vert að gefa gaum utan afmæl- ishátíða. Ýmislegt markvert skeð- ur innan háskólans, sem ekki vekur áhuga almennings. Það er áberandi hversu lítill gaumur háskólamálum er yfirleitt gefinn meðal okkar. Það endur- speglast síðan í þeim fordómum gagnvart háskólamálefnum og há- skólamenntun, sem í auknum mæli verður vart í þjóðfélaginu. Nýlegt dæmi er afgreiðsla há- skólaráðs á tillögum um að tak- marka aðgang að 2. námsári bæði í læknadeild og tannlæknadeild Stúdentar og samtök þeirra eru sammála um það að fjöldatak- markanir þær, sem hér um ræðir séu gróf þrenging á frelsi til náms. Frelsisskerðing sem þessi ætti að vekja frjáisa menn til umhugsun- ar um það hvort menntastefnan í þessu landi sé nú að fara inn á sömu braut og í ríkjum Austur- Evrópu. Þar er mönnum einmitt skipað á bása samkvæmt áætlun- um og fyrirframákveðnum kvóta. Þar er frelsi einstaklinganna al- gerlega fyrir borð borið. Stúdenta- ráð Háskóla íslands, Vaka, féiag lýðræðissinnaðra stúdenta og Fé- lag læknanema hafa samþykkt og sent frá sér ályktanir um þessar fjöldatakmarkanir. Ekki er hægt að segja, að þessum málum hafi þó verið gerð nein skil í biöðum undanfarið. Ef til vill er það einmitt afleiðing af þeirri ein- angrun, sem háskólinn hefur skapað sér, að slík mál þykja ekki fréttir. Eins og hér að ofan segir, þá samþykkti háskólaráð að tak- marka fjölda nemenda, sem fá að halda áfram námi á 2. námsári í iæknadeild og í tannlæknadeild. Þessi samþykkt var gerð sam- kvæmt tiilögum viðkomandi deilda á fundi ráðsins 30. apríl síðastliðinn. Þetta er í fyrsta skipti sem fjöldatakmörkun er samþykkt í háskólaráði fyrir læknadeild. Því er borið við að nú hafi þessi samþykkt verið nauð- synleg, þar sem aðstaða lækna- deildar sé svo slæm, að ekki verði unnt að veita viðunandi kennslu nema takmörkuðum fjölda stúd- enta á ári hverju. Á það hefur verið bent í umræðunni um þetta mál innan háskólans, að þessi Atli Eyjólfsson „Háskólinn hefur ein- angrast í þjóðfélaginu um leið og háskóla- menntun hefur orðið fjölbreyttari, og háskól- inn hefur stækkað. Ef ekki kemur til stórauk- in fræðsla og kynning á starfsemi skólans þarf ekki að búast við því að fordómum verði eytt. Þögn háskólans, um leið og hann vex, ýtir undir þau sjónarmið að há- skólinn sé afæta á þjóð- félaginu og að mennta- mönnum þurfi að fækka. Ef háskólanum væri gert kleift að starfa og vaxa eðlilega þyrfti ekki að koma til aðgerða á borð við þær, sem háskólaráð greip til í apríl.“ slæma aðstaða sé bein afleiðing þeirrar fjársveltistefnu sem ríkt hefur gagnvart háskólanum alla tíð. Háskólinn allur og ekki bara læknadeild eiga undir högg að sækja, þar sem öll starfsemin er háð fjárveitingum frá. hinu opin- bera. Eftir 70 ára starf þarf háskólinn enn að berjast við þau sjónarmið, sem vildu engan há- skóla til að byrja með. Háskólinn þarf að fást við sams konar afturhaldssjónarmið nú, þegar rökstyðja á fjárveitingar til starfseminnar. Ástæðan er ein- faldlega sú, að skilningur manna á háskólanum og þýðingu hans er víða í þjóðfélaginu ekki meiri í dag en fyrir 70 árum. Getur það verið að háskólinn i hafi brugðist hvað þetta varðar, I þó að vel hafi tekist til við stofnunina 1911? Hvað hefur há- skólinn gert til þess að eyða fordómum gegn menntun? Það virðist vera harla lítið, því enn ríkja afturhaldssjónarmiðin. Hvað hefur þá háskólinn gert til þess að leiða fram árangursríka fjármögnun þessarar æðstu menntastofnunar þjóðarinnar? Sennilega hefur háskólinn reynt að fylgja einhverri fjármála- stefnu, en ekki hefur tekist betur til að svo að niðurskurður á fjármagni til skólans fer fram í stórum stíl innanhúss. Þessi stefna, sem átti að verða til þess að samræma fjárbeiðnir, hefur einungis gert allan annan niður- skurð auðveidari. Háskólinn hefur einangrast í þjóðfélaginu um leið og háskóla- menntun hefur orðið fjölbreyttari, og háskólinn hefur stækkað. Ef ekki kemur til stóraukin fræðsla og kynning á starfsemi skólans þarf ekki að búast við því að fordómum verði eytt. Þögn há- skólans, um leið og hann vex, ýtir undir þau sjónarmið að háskólinn sé afæta á þjóðfélaginu og að menntamönnum þurfi að fækka. Ef háskólanum væri gert kleift að starfa og vaxa eðlilega þyrfti ekki að koma til aðgerða á borð við þær, sem háskólaráð greip til í apríl. Ef skipulagning háskólamennt- aðra starfsstétta fer fram strax í háskólanum með fjöldatakmörk- unum, er farið út á hála braut. Sú skipulagshyggja sem í slíku er fólgin er andstæð því lýðræði og þeim mannúðarsjónarmiðum, sem við búum við á Vesturlöndum. Háskóli íslands hefur fylgt þeirri meginstefnu hingað til, að fram geti farið aðlögun háskólans ann- ars vegar og atvinnulífsins hins vegar, þannig að ekki þurfi að skerða frelsi manna til náms. Allar upplýsingar um nám í há- skólanum og starfið eftir nám hafa verið látnar nægja til þess, að stúdentar geti valið sér náms- leið og starf, sem þjónar þá bæði hagsmunum stúdentsins og sam- félagsins í heild. Þessar upplýs- ingar um nám og starf hefur vantað innan háskólans og þær hafa sáralítið verið tiltækar fyrir þá sem hyggjast leggja fyrir sig háskólanám. Stúdentar við Háskóla íslands hafa lýst sig andvíga þeirri ákvörðun háskólaráðs, að tak- marka skuli fjölda stúdenta við þær deildir skólans, sem áður voru nefndar. Boðað hefur verið til almenns stúdentafundar um málið föstudaginn 22. maí kl. 12.15 í matsal Stúdentaheimilisins við Hringbraut. Kynnt verða þar helstu sjónarmið, sem fram hafa komið í þessu máli nú við af- greiðslu háskólaráðs í apríl. Þetta stórmál á eftir að hafa víðtæk áhrif innan háskólans og ef til vill utan hans. Það er því full ástæða j til þess að hvetja alla stúdenta til I þess að mæta á þennan fund. Karlakór ísafjarðar heldur tónleika í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 9. Þrír einsöngvarar syngja með kórnum. Stjórnandi er Kjartan Sigurjónsson. í STUTTU MÁLI Hljómsveitin „Rætur" HLJÓMSVEIT kölluð „Rætur“ hóí göngu sína í febrúar sl. Hljómsveitin flytur allar tegundir rokk- og dægurlagatónlistar, að gömlu dönsunum meðtöldum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni sem syngja auk þess sem þær taka í hljóðfærin af og til. Þær heita Guðborg Au. Guðjónsdóttir og Sigriður B. Guðjónsdóttir. Trommuleikari er Gunnar Jónsson, ÓÍafur E. Júlíusson gitarleikari og bassaleikari, auk þess sem Björn Þórarinsson er verkstjóri hljómsveitarinnar. Hijómsveitin er gerð út frá Selfossi. Ver doktors- ritgerð sína í Uppsölum HRAFN V. Friðriksson, Iæknir og forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlits ríkisins, mun verja doktorsritgerð sina „Early respiratory function changes caused by occupational dust or tobacco smoking“ við háskól- ann í Uppsölum i Sviþjóð á morgun, laugardag. Ritgerðin fjallar um greiningu atvinnulungnasjúkdóma á byrj- unarstigi, einkum þeirra sem orsakast af innöndun kísil- og asbestryks og tillit tekið til skaðlegra áhrifa tóbaksreykinga á lungu. Hrafn V. Friðriksson er fædd- ur 9. maí 1940, sonur hjónanna Sólveigar Þorgilsdóttur, sem nú er látin, og Frðriks J.Á. Jó- hannssonar. Hann tók embætt- ispróf í læknisfræði 1968 við Háskóla íslands og stundaði sérnám í lækningarannsóknum (Klinisk Fysiologi) í Svíþjóð frá 1970, fyrst í Örebro og síðan við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum. Hann hlaut sérfræðiréttindi í Svíþjóð 1975. 1. júlí 1976 var Hrafn skipaður yfirlæknir og forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins og frá 1978 hefur hann einnig verið kennari í heilbrigðisfræði við Læknadeild Háskóla íslands. Hrafn er giftur Guðrúnu M. Jónsdóttur og eiga þau fimm börn. Prestur að Þingeyri TORFI Hjaltalín Stefánsson, cand. theol., var kjörinn prestur Þing- eyrarprestakalls í Vestfjarðarpróf- astsdæmi sl. sunnudag. Hann var einn umsækjandi. Atkvæði voru talin að venju, fimmtudaginn eftir kosningu, á Biskupsstofu. 368 manns voru á kjörskrá, 248 greiddu atkvæði. Af þeim hlaut umsækjandinn 240 at- kvæði en 8 atkvæði voru auð. Geta má þess, að 87% þeirra sem heima voru á Þingeyri greiddu atkvæði, segir í frétt frá Bisk- upsstofu. Utankjörstaðakosning fer ekki fram í prestskosningu. Hjólreiðamað- ur í heimsókn UM HELGINA er væntaniegur í boði verslunarinnar Hjól og vagn- ar belgískur hjólreiðamaður að nafni Patrick Sercu. Á meðan á dvöl hans stendur hér mun hann kynna fyrir Islend- ingum hvernig þeir eiga að bera sig að á kappreiðahjóli, en Patrick hóf að keppa á reiðhjóli sem áhugamaður 1956. Fljótlega gerð- ist hann atvinnumaður. Þrisvar sinnum hefur hann orðið heims- meistari og einu sinni Olympíu- meistari. Evrópumeistaratitil hefur hann unnið samtals 15 sinnum og 35 sinnum orðið belg- ískur meistari. Patrick mun sýna listir sínar m.a. á Hjólreiðadaginn og verður einnig til viðtals í versluninni Hjól og vagnar. Ferming á Fáskrúðsfirði Ferming i Fáskrúðsfjarðarkirkju sunnudaginn 24. mai kl. 10.30. Prestur sr. Þorleifur K. Krist- mundsson. Fermd vcrða: Stúlkur: Dagmar Þóra Sævarsdóttir, Smiðjustíg 2, Hildigunnur Guðlaugsdóttir, Búðavegi 34, Ingibjörg Ósk Sigurbjörnsdóttir, Hólagerði, Ingunn Fjóla Sölvadóttir, Skólavegi 74, Jónína Ámundadóttir, Skólavegi 80, Margrét Helga Sigurpálsdóttir, Skólavegi 55, Nanna Þóra Jónsdóttir, Hlíðargötu 16, Petra Jóhanna Vignisdóttir, Skólavegi 68a, Sigrún Júlía Geirsdóttir, Borgarstíg 2, Valborg Björgvinsdóttir, Hlíðargötu 55, Þórunn Guðbjörg Jónsóttir, Skólavegi 50a, Drcngir Aðalsteinn Hansson, Hamarsgötu 12, Egill Guðjónsson, Skólavegi 74a, Hallur Ingi Rúnarsson, Skólavegi 96, Jóhannes Michelsen Erlendsson, Skólavegi 38, Karl Emil Pálmason, Skólavegi 88a, Skúli Svavar Skaftason, Búðavegi 37a, Svavar Júlíus Garðarsson, Skólavegi 82.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.