Morgunblaðið - 22.05.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.05.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981 31 ímmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Jón Gunnarsson í Val MARKVÖRÐURINN snjalli. Jón Gunnarsson. sem leikið hefur með Fylki siðustu ár. hefur nú í hyiíJíju að tilkynna félajjaskipti og jjanjía til liðs við Val. Þá mun Stefán Gunnarsson er þjálfaði lið Fylkis síðasta keppnistimabii j'anj'a aftur yfir í sitt gamla félají ojí hefja æfinj;ar þar á nýjan leik. Sigurður áfram hjá Leverkusen í fyrrakvöld var gengið frá því að Sigurður Gunnarsson mun leika áfram í Vestur-Þýskalandi hjá Leverkusen. Sigurður skrifaði undir samning við félagið í eitt ár til viðbótar. Sigurður mun vera búinn að ná sér að fullu eftir þau slæmu meiðsl sem hann hlaut í vetur. Guðmundur í FII Fyrrum Valsmaður í knatt- spyrnu, Guðmundur Kjartansson, hefur tilkynnt félagaskipti yfir í FH. Guðmundur, sem lék með meistaraflokki Vals fyrir tveimur árum hefur dvalið við nám í Bandaríkjunum en er nú alkominn heim. FH bætist þarna góður liðsauki. - ÞR. IBK hafði al- gera yfirburði ÍBK SÝNDI meistaratakta. er liðið gersigraði Hauka. 6—1, á grasvellinum á Hvaleyrinni í gærkvöldi. Liðin leika sem kunn- ugt er í 2. deild. Yfirburðir ÍBK voru algerir á öllum sviðum og leikmenn liðsins gerðu nánast það sem þá lysti á vellinum. Allt heppnaðist og í hálfleik var staðan 3—0. Sigurinn hefði hæg- lega getað orðið miklu stærri. Bailey í hópinn GARRY Bailey. hinn kornungi markvörður Manchester Utd.. var í gær valinn í 22 manna landsliðshóp Englands fyrir kom- andi HM-leiki gegn Ungverja- landi og Sviss. Leikirnir fara fram 30. maí og 6. júní. Bailey hefur leikið sex sinnum með landsliði Englands skipuðu leik- mönnum 21 árs og yngri, einnig tvo leiki með B-landsliði Eng- lands. Leikurinn var ekki gamall, er Ómar Ingvarsson skoraði fyrsta markið fyrir IBK og um miðbik hálfleiksins bætti gamla kempan Steinar Jóhannsson öðru marki við. Reyndar hafði hann ekki sagt sitt síðasta orð, því undir lok fyrri hálfleiks var hann aftur á ferðinni með þriðja mark ÍBK. Mörkin héldu áfram að hlaðast upp í síðari hálfleik, staðan breyttist í 5—0 og það er kannski mest í frásögur færandi, að markvörður ÍBK, Þorsteinn Bjarnason, skoraði sjötta markið úr vítaspyrnu. Lárusi Jónssyni tókst að minnka muninn undir lok leiksins, en það var auðvitað fyrir löngu orðið of seint að ætla að þrengja að ÍBK. Lið ÍBK lék þennan leik afar vel og er greinilegt að liðið verður sterkt í 2. deildar keppninni í sumar. 4 stig eru þegar komin í sarpinn eftir tvær umferðir.— þr. Aöstaöan best í Kópavogi FYRIR nokkru útnefndu Samtök íþróttafréttamanna vinnuaðstöðuna á grasvell- inum við Fífuhvammsveg í Kópavogi þá bestu á land- inu. Er aðstaðan á Kópa- vogsvellinum í raun sú eina sem talist getur fyllilega boðlcg. Eiga þeir Kópavogs- húar þakkir skildar fyrir að gera fréttamönnum kleift að stunda vinnu sína við eðli- legar aðstæður. Viðast hvar á landinu er vinnuaðstaða íþróttafréttamanna bágbor- in og sums staðar fyrir neðan allar hellur, jafnvel að því marki, að sambæri- legt þekkist varla nokkurs staðar I Evrópu. Þetta er Ben Plucknett, sem setti nýtt og glæsilegt heimsmet i kringlukasti fyrir skömmu. Þessi símamynd frá AP er tekin einmitt er hann náði risakasti sinu, 71,18 metra. Mótið sem Plucknett keppti á fór fram i Modesto i Kaliforniu. Gunnar Gislason brýst fram hjá Sigurði Péturssyni og Sæbirni Guðmundssyni. Ljosm. Krístján. Dýrkeypt mark færði KA sinn fyrsta sigur KA VANN sinn fyrsta sigur á 1. deildar vertiðinni i knattspyrnu í gærkvöldi. er liðið lagði KR að velli á Melavellinum. Lokatölur urðu 1—0 fyrir KA og skoraði Hinrik Þórhallsson sigurmarkið 5 minútum fyrir leikslok. Markið var dýrkeypt. því Hinrik hljóp um leið i slæmt samstuð við úthlaupandi markvörð KR-inga, sem freistaði þess að bjarga með afar glannalegu úthlaupi. hljóp á Hinrik vel fyrir utan vitateig EINKUNNAGJÖFIN Lið KR: Stefán Jóhannsson 6 Jósteinn Einarsson 4 Sigurður Pétursson 6 Börkur Ingvarsson 5 Sigurður Björnsson 4 Birgir Guðjónsson 4 Atli Þór Héðinsson 3 Sæbjörn Guðmundsson 5 Davið Skúlason 3 Óskar Ingimundarson 4 Hálfdán örlygsson 3 Snorri Gissurarson vm. 4 Sigurður Indriðason vm. 4 Lið KA: Aðalsteinn Jóhannsson 6 Sigurður Þórarinsson 6 Guðjón Guðjónsson 6 Haraldur Ilaraldsson 6 Erlingur Kristjánsson 6 Gunnar Gíslason 7 Eyjólfur Ágústsson 5 Pálmar Örlygsson 4 Ásbjörn Björnsson 7 Hinrik Þórhallsson 5 Friðfinnur Hermannsson 4 Fer Robson til Manch. Utd? BOBBY Robson. hinn kunni framkvæmdastjóri knattspyrnu- liðsins Ipswich Town, gerir um þessar mundir upp hug sinn hvort hann eigi að endurnýja samning sinn við félagið, sem hann er nýbúinn að stýra til sigurs i UEFA-keppninni. eða að freista gæfunnar annars staðar. Forráðamenn Ipswich hafa lagt hart að hunum að endurnýja samning sinn. en Robson gengur einnig með góð tilboð i vasanum frá Manchester Utd. og Sunder- land. KR-KA 0-1 sinn. Var Hinrik borinn af leik- velli og gat því ekki glaðst sem skyldi yfir afreki sinu. Enginn skyldi halda að KA hafi unnið þarna heppnissigur og benda á um leið hve skammt var til leiksloka er markið leit dagsins ljós. Sannleikurinn var nefnilega sá, að markið hefði fyrir löngu átt að vera komið, svo miklu sterkari voru KA-menn í leiknum. Þeir léku stórkarlalega knattspyrnu, enda stórir og sterkir. KR-ingar voru hins vegar að „dúlla“ með knöttinn oftast nær á eigin vallar- helmingi. Ætlunin hefur líklega verið að ná nettum og beittum sóknarleik sem byggðist á stuttum sendingum. Utkoman var hins vegar allt önnur og undirritaður sá KR-inga aldrei leika knatt- spyrnu í leiknum. Þrjar-fjórar sendingar samherja á milli var það mesta sem liðið kreisti út úr aðgerðum sínum. KA-menn slógu KR-inga gersamlega út af laginu með krafti sínum og ákveðni, þeir ALBERT Guðmundsson og félag- ar hans hjá kanadíska knatt- spyrnufélaginu Edmonton Drill- ers, fengu slæman skell. er liðið ma'tti Seattle Sounders í amer- ísku knattspyrnunni. Seattle sigraði 7—0 og áttu borkarlarnir ekkert svar. Fyrri hálfleikur var markalaus (!) og það var ekki fyrr en á 56. rninútu. að Seattle hraut ísinn með marki Mark I’eterson. Hann skoraði alls tvö mörk í leiknum. Shaun Elliott (Sunderland) skoraði einnig tvi- voru fljótari í alla bolta og í návígum höfðu þeir undantekn- ingalitið knöttinn með sér. En knattspyrnan var ekki upp á marga fiska, mest kýlingar út í allar áttir, ekki síst út fyrir hliðarlínurnar. Voru aðdáendur KR orðnir svo hvekktir á sínum mönnum áður en yfir lauk, að óprenthæft er margt af því sem slengt var fram. Tækifæri til að skora voru ekki mörg, KA-menn fengu þrjú fyrir utan það sem þeir skoruðu mark sitt úr. Tvívegis bjargaði Stefán markvörður meistaralega frá Ásbirni Björns- syni og einu sinni þrumuskoti frá Gunnari Gíslasyni. KR-ingar fengu tvö færi þrátt fyrir doðann, Óskar eitt í lok fyrri hálfleiks og Sæbjörn annað á 75. mínútu. Aðalsteinn markvörður afgreiddi Sæbjörn, en Óskar var hlynntari sjálfsafgreiðslu, brenndi af. Gunnar Gíslason og Ásbjörn Björnsson voru bestu menn KA, en enginn brást og vörnin öll var mjög sterk. Hinrik átti einnig góða spretti og sýndi fórnfýsi er á reyndi. KR-liðið er fljótafgreitt, aðeins Stefán markvörður og Sig- urður Pétursson stóðu eitthvað upp úr svo að heitið gat. —gg. vegis og þeir Jeff Bourne (áður Derby). Stan Cummins (Sunder- land) og Kevin Bond (Norwich) komust einnig á blað. Aðalfundur knattspyrnu- þjálfara AÐALFUNDUR knattspyrnu- þjálfarafélagsins verður haldinn í kvöld kl. 20.30 að nótel Esju. Mætið allir. Stjórnin. Þjálfari óskast til 3ju deildar liðs Reynis Sandgerði í handknatt- leik. Æskilegt aö hann sé einnig leikmaður. Upplýsingar veita Heimir Morthens, sími 92-7600 og Grétar Mar Jónsson, sími 92-7473. Edmonton fékk slæma útreið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.